Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992. 45 I fylgd með fjallmönnum smalamenn Holta- og Landmanna heimsóttir í göngur Jón Þóröarson, DV, Rangárþingi' Landréttir voru í Áfangagili 24. síö- astliðins mánaðar að undangenginni sex daga smölun á Landmannaaf- rétti, einum stærsta afrétti landsins. Hann er um 1000 ferkílómetrar að flatarmáli ef allt er talið en á honum eru tvö fjárlaus svæði, svonefnd sandgirðing, um 175 ferkílómetrar að stærð, og Veiðivatnasvæðið, norð- an Tungnaár, um 300 ferkílómetrar. Standa þá eftir tæpir 500 ferkílómetr- ar og víst er að það er ærin vinna fyrir smalana tuttugu og tvo talsins og aðstoðarfólk, sem fengið hefur að „fljóta með“, að smala svo víðfemt svæði því þar skiptast á óteljandi flöldi fjalla, úfin hraun, svartir fok- sandar, erfið vatnsföll og klettabelti til skiptis við iðagræna grasbala og brekkur. Enda hefur afrétturinn oft verið talinn einn hinn erfiðasti til smölunar á öllu landinu, Áð í Landmannahelli Fyrstu þijár nætumar liggja gangnamenn við í sæluhúsinu í Landmannalaugum en síöan færa þeir sig yfir í Landmannahelh þar sem fénu er safhað saman í girðingu við fjalliö Sátu uns það er rekið það- an á miðvikudegi niðm- að réttar- staðnum í Áfangagih sem er suðvest- an undir Valafelh á framafréttinum. Þrátt fyrir rysjótt veður fyrstu dag- ana gengu leitir ágætlega í heildina séð. Vegna mikillar úrkomu og vatnavaxta í kvíslum varð að fresta leitum í Jökulgih um tvo daga en nefht gil hggur út frá Torfajökh norð- anverðum. Þessi frestun kom þó ekki að sök því smalaðir voru aörir hlutar afréttarins í staðinn og þannig „létt á“ fyrir næstu daga. Að vísu voru menn rennandi blautir eftir göng- umar þessa tvo rigningardaga og vom sem dregnir af sundi eftir volk- ið, hvort sem þeir smöluðu ríðandi á hrossi eða gangandi og hlaupandi á tveimur jafnfljótum. Þetta kom þó ekki að sök því menn vom vel klædd- ir og jöfnuðu sig fljótt þegar í hús og þurr fót var komið. Góð stemning Og svo mikið er víst að það er góð stemning í hópi smalanna og fylgd- arhðs þeirra og ekki versnar hún þegar í hús er komið á kvöldin. Menn taka hraustlega til matar síns hjá ráðskonunum og síðan er tekið til við að segja sögur af viðureignum dagsins við ljónstyggt og sprækt féð í snarbröttum fjahshhðum. Síðan er lagið jafnvel tekið, alltaf er einhver með gítar til að gefa tóninn og bað- ferð í laugina er fastur hður hjá flest- um þann tíma sem dvahð er í Laug- unum, mönnum þykir gott að hggja úti og láta þreytuna hða úr sér. Þeir fjallmenn em þó til sem aldrei hafa í laugina komið. Fjallabakterían Það er sami kjamirin af fólki sem fer ár eftir ár til smalamennsku á afréttinum. Það em lil jafns karlar og kvenfólk en því hefur farið íjölg- andi síðustu árin á kostnað karl- anna. Engin kvöð knýr þetta fólk tíl að sækja á afréttinn önnur en „fjaUa- bakterían" sem stundum er nefnd svo. Minnihluti gangnamanna á sjálfur fé á fjalli. Þegar gangnamenn fara á fætur á mánudagsmorgni er komið hið besta veður. Það er blankalogn og himinn- inn er skafheiður og það sem eftir er af fjallferöinni á veðrið eför að leika við fóUcið enda er hægt að halda upphaflegri áætlun um réttardag. Nú era smöluð svæði sem áöur hefur orðið að fresta smölun á vegna veð- ursins og héðan í frá gengur aUt eins og „smurt". Sakna gömlu réttanna Á fimmtudegi kemur síðan fólk Fjárhópur rekinn yfir Ytri-Rangá, skammt frá Fossabrekkum. Þetta var um þrjátíu kinda hópur og það er skemmti- legt að sjá hvernig þær fljóta niður eftir ánni með straumnum en draga samt alltaf nær landi. DV-myndir Jón Þórðarson neðan úr byggð tíl þess að sækja sitt fé inn í ÁfangagU. Það er nýr rétta- staður Holta- og Landmanna en Landréttir vora áður háðar í Rétta- nesi sem er í miðri Landsveit. Þær vora af lagðar eftir eldgos í Heklu haustið 1980 en þá lagðist mikU aska á fremsta hluta afréttarins og rekstur þar yfir ekki talinn hoUur fénu. Margir sakna réttarstemningar- innar eins og hún var í Réttanesi. Þar era gijóthlaðnar réttir í gamla stílnum og þangað kom fóUc hundr- uðum saman til þess að sýna sig og sjá aðra og aðstoða bændur við að draga sundur féð sem þá var marg- falt fleira en nú. Núna tekur þessa athöfn tiltölulega fljótt af. Réttimar era grindur sem slegið er upp og teknar með heim þegar búið er að draga í sundur. Fólki fer nú að vísu aftur fjölgandi ár frá ári en fénu fækkar, aðeins um tvö þúsund fjár vora dregin í sundur í Áfangagih þennan dag. Eftir að pokinn hefur kólnað má setja hann í frysti og snöggfrýs hann þá. Það getur komið sér vel ef kæla þarf líkamshluta t.d. eftir slys. Æi, Biggi minn. Er dottið undan hjá þér? Siggi söðlasmiður var að sjálf- sögðu með allar græjur skammt undan og hér neglir hann undir hjá Birgi á Ketilsstöðum sem heldur fætlnum. G E G l\J Vöðvabólgu Óþægindum í baki Gigt Eymslum t liðum LAVATHERM hitapokana LAVATHERM hitapokarnir[ LAVATHERM hitapokarnir [ FÆST í HJÁLPARTÆKJABANKANUM OG í APÓTEKUM. manota aftur og aftur. fást í mörguni stærðum. láta þér líða vel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.