Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Blaðsíða 52
Ln Om Oi ~\l! o; Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992. Héraösdómur Reykjaness: hefur dœmt 23 ára Hafnfirðing, Hilmar Ögmundsson, í 4 ára fangelsi fyrir tilraun tU mamtdráps með því aö stinga 25 ára íbúa raðhúss aö Smyrlahrauni með stórum eidhús- hnífi 16-18 cm inn i brjósthol aðf- aranótt föstudagsins 3. apríl síð- astliðins. Árásin var tilefnislaus og gat sakborningurinn ekki gefiö skýringu á hvötum á bak við hana. Hann benti þó á aö síðustu ár fyrir atvikið hefði hann verið sprautaö- ur með hormóna- og steralyflum eflir ávísun frá lækni. Guðmundur L. Jóhannesson héraösdómari kvað upp dóminn. Hiimar, fórnarlambið og þriðji aðili voru orðnir verulega ölvaöir og sátu að drykkju þegar atburður- inn átti sér stað á Smyrlahrauni. Mennimir voru að horfa á kvik- myndina Iicense to kill þegar Hilmar fór fram í eldhús og sótti hnif. Nokkru síöar lagði hann til gestgjafans. Hnífurinn gekk 16 18 cm inn i bijóstið. Maðurinn lá með- vitundarlaus nokkra stund áður en hringt var til lögreglu en það geröi sakbomingurinn sjálfur. Hann flúöi af vettvangi en náðist síðar. Hnifstungan var lífsliættuleg og var maðurinn 5-6 vikur á eftir á sjúkrahúsi að jafna sig. Hilmar gat ekki skýrt hvaða hvatir hefðu legið að baki verknað- inum en kom því á framfæri við skýrslutökur að hann heföi spraut- að sig með hormóna- og steralyfj- unum testavion og primabola frá árinu 1988 - meö innihaldi tveggja 250 mg hyikja á viku í allt að 6 vik- ur i senn en siðan hvílt sig í 6 vik- ur. Þetta var til aö efla vöðvaaflið í krafflyftingum og líkamsrækt. Hann kvaðst hafa veitt því athygli að eftir að neyslan hófst hefði hon- um bætt til að missa stjóm á skapi sínu, aðallega undir áhrifum áfeng- is - hann heföi oröið miklu hömlu- lausari en áöur. Megniö af lyfiun- um keypti maðurinn í lyfjaversiun eftir ávísun frá lækni. Læknirinn hafði svo sprautað hann meö vissu millibili. Hilmar varðveitti kvittan- ir um heimsóknir sínar til hans og færslur í dagbók. Gögn um þetta voru lögð fram í málinu. - í niðurstöðu lækna vegna rann- sóknar málsins kom fram aö ekki væri hægt að útiloka að notkun Hilmars á anabólískum sterum heföi haft etnhver áhrif í þeirri ti-uflun sem leiddi til hnifstung- unnar. Þó væri útilokað að meta vægi þeirrar neyslu gagnvart áfengisneyslu og langvarandi per- sónuleikatruflunum. Líklegast heföi þá verið um samverkandi áhrif allra þátta að ræða. Hiimar hefur verið í gæsluvarð- haldi frá 3. apríl. Málinu hefur ekki verið áfrýjað ennþá og hefur hann verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 30. apríl. Sá úr- skurður var kærður til Hæstarétt- ar. Fangelsisafplánun hefst ekki nema fyrir liggi að hvorki rikissak- sóknari né sakborningurinn áfrýi málinu. Gæsluvarðhaldið mun síö- an dragast frá afþlánunínni. -ÓTT Röntgentæknar: Enginn f undur v"> verið boðaður Ekki hefur verið ákveðið hvenær röntgentæknar og vinnuveítendur þeirra hittast á ný til að reyna að ná samkomulagi um vinnutíma en eins og kunnugt er létu röntgentæknar á Borgarspítala og á Rikisspítulunum af störfum um mánaðamótin. „Þeim stendur til boða að hefja vinnu og við munum ekki gera nein- ar ráðstafanir til að breyta vinnutim- anum meðan við bíðum eftir því að samið verður um þetta. Það er ljóst að það verður að semja,“ sagði Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítal- anna. NSK KULULEGUR SuðurlMKtobraut 10. 8. 6864M. Ákærð fyrir aðdeyða barn sitt V Jörð skalf og úr giljum hrundi möl þegar jötnarnir Magnús Ver Magnússon og Gerrit Badenhorst tókust á við Gullfoss í gær. Ásamt átta kraftakörlum taka þeir þátt i keppni um titilinn sterkasti maður heims. Keppninni lýkur síðdegis í dag en áður verða karlarnir að sýna sig hæfa til kraftaverka, meðal annars að hlaupa með Húsafells- helluna og draga flugvél. DV-mynd GVA - sjá nánar á bls. 19 Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur konu af Suðurnesj: um en henni er gefið að sök að hafa deytt nýfætt barn sitt á fyrstu dögum þessa árs. Máhð var þingfest í Hér- aðsdómi Reykjaness í gær. Már Pét- ursson héraðsdómari hefur málið til meöferðar og verður þingað fyrir luktum dyrum. Konan er ákærð fyrir brot á 212. grein almennra hegningarlaga. Þar segir orðrétt: „Ef móðir deyðir bam sitt í fæðing- unni eða undir eins og það er fætt, og ætla má að hún hafi gert það vegna neyðar, ótta um hneisu eða sökum veiklaðs eða ruglaðs hugarástands, sem hún hefur komist í við fæðing- una, þá varðar það allt að 6 árum. Ef aðeins er um tilraun að ræða, og bamið hefur ekki beðið neitt tjón, má láta refsinguna falla niður.“ Lögregluraimsókn málsins hjá RLR leiddi í ljós að móðirin kæföi bamið. Hún gekkst við athæfi sínu viðyfirheyrslur. -ÓTT LOKI Spurninginer hvort Magnús vertitilinn! Veður á sunnudag og mánudag: Hætt við næturfrosti Á sunnudag verður vestan- og suðvestanátt, skúrir sunnanlands og vestan en þurrt austan- og norðaustan til. Á mánudag verður hæg breytileg eða vestlæg átt. Smáskúrir verða við vesturströndina en þurrt og léttskýjað annars staðar, fremur svalt og hætt við næturfrosti. Veörið í dag er á bls. 61 ! í í i ! ! ! !

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.