Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992. 17 Svona för í vikurinn eru alit of algeng aö sögn landvarðar i Heröubreióar- lindum en eru ekki metin sem náttúruspjöll af yfirvöldum þar sem um eigin- legar gróöurskemmdir er ekki aö ræða. svona villiinennska er látin líöast," segir Kári Kristjánsson, landvörður í Herðubreiðarfriðlandi og Öskju. Kári hefur verið landvörður í Herðubreiðarfriðlandi síðastliðin fjögur sumur. Á þeim tíma hefur hann haft afskipti af mjög mörgum hópum ferðamanna sem ekki hafa farið eftir almenmnn umgengnis- reglum á hálendinu. Hann segir slík afskipti of algeng, sérstaklega þar sem erlendir húsbílar aka utan vega eða slóða og skifja eftir sig ljót sár. Kári segir að ekki hafi náðst nema í brot af sökudólgunum og þeir kærð- ir. Hins vegar sé óvíst hvaða meðferð slíkar kærur hljóti í kerfinu. Hann segir að tryggja þurfi að kærur þess- ar nái fram að ganga eða að hægt verði að sekta menn á staðnum. „Galiinn er líka sá að ef við leggjum fram kæru til dómsmálayfirvalda er aðeins spurt hvort um gróður- skemmdir sé að ræða. För í vikrinum geta sést í áratug eða lengur og verið lýtir í landslaginu en slík spjöll eru bara ekki metin sem náttúruspjöll af yfirvöldum." Kári segir rót vandans varðandi umgengni útlendra ferðamanna á hálendinu meðal annars Uggja í ónógri upplýsingamiðlun áður en þeir stíga á land. Hafi verið fært í tal við aðila er reka feiju þá er siglir til landsins, og lendir á Seyðisfirði, að reka upplýsingamiðlun um borð en ekki hafi fundist lausn á því máh. „Slík upplýsingamiðlun getur komið í veg fyrir stórfeUd náttúru- spjöU. Það hafa reyndar verið gerðir bæklingar af háifu Vegagerðarinnar, Náttúruvemdarráðs, Landgræðslu og lögreglu en það er spuming hvort þeim sé dreift á lendingarstað feij- unnar. Þeir útlendingar sem við höf- um haft afskipti af kannast yfirleitt ekki við þessa bækUnga.“ Kári nefnir að stundum komi á land bfiar, hálfgerðir gripaflutninga- bUar, sem engan veginn geti verið löglegir hér á landi eða hálfbryn- varðir bUar með aUt til aUs innan- borðs. Þeir séu kannski skráðir fyrir einn farþega en flytji hins vegar tíu eða fleiri, jafnvel á hörðum bekkjum undir tjaldi. Nái hjól sumra þessara bíla vel út fyrir slóðana á hálendinu. „Aðalatriðið í þessu máU er að kynna umgengnisreglur fyrir ferða- mönnum áður en þeir stíga á land og gera um leið kröfu um að leiðsögu- menn á hálendinu sé íslenskir en ekki útlendingar, sem ekki hafa minnstu hugmynd um hvað þeir era að gera. Útlendir ferðamenn em upp til hópa besta fólk en það er slæmt ef þeim er talin trú um að á íslandi megi aUt. SUkt veit bara á vilU- mannslega umgengni um viðkvæma náttúm landsins," segir Kári. -hlh Þessi trukkur hafói ekið eftirlitslaust um hálendið þegar landvöröur kom að og haföi að sögn Kára ekið að vild um holt og hæðir með tilheyrandi náttúruspjöllum. Landverðir á hálendi uggandi yfir umgengni ferðamanna: Höfðu reist haug- hús á friðlýstu svæði - var sagt að á íslandi mætti allt „Við komum að hópi útlendinga frá „virtri“ hoUenskri ferðaskrifstofu, 18 manns með tveimur leiðsögumönn- um, sem höfðu gert sig heimakomna í Vikrahrauni, rétt neðan við Öskju- op. Þeir höfðu slegið upp tjöldum og það sem meira var, höfðu reist eins konar haughús, þar sem þeir gerðu þarfir sínar í holu er þeir höfðu graf- ið. Við bentum þessu fólki auðvitað á að þetta væri ekki leyfilegt og sögð- um því að flytja sig yfir á tjaldstæðið í DrekagiU, um einn kílómetra frá. Við létum það grafa upp úr holunni og ganga frá eftir sig og var því ekki tekið iila. Hins vegar þótti okkur skrýtið að heyra útlendingana bera því við að þeim hefði verið sagt á bílaleigu fyrir norðan að þeir mættu aka hvar sem væri og slá upp tjöldum þar sem þeim sýndist. Bílaleigan þvertekur fyrir að hafa gefið slíkar upplýsingar en það er samt spurning hvert stefnir í ferðamálum hér ef „Haughúsið" sem hópur útlendinga haföi reist í Vikrahrauni. Þeir voru beðnir um að taka „húsið“ umsvifalaust niöur, moka upp úr holunni og ganga frá eftir sig. Þeir báru þvi við að þeim hafi verið sagt að á íslandi mætti allt. DV-myndir Kári

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.