Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992.
25
Hér birtist úrval mynda úr ljós-
myndasamkeppni DV og Hans Pet-
ersen, Skemmtiiegasta sumar-
myndin, í síðasta skipti. Skilafrest-
ur er runninn út. Óhætt er að segja
að lesendur haíi tekið rækilega við
sér undir lokin því að gífurlegur
fjöldi mynda barst í vikunni. Þær
myndir sem birst hafa á síðum
blaðsins í sumar verða í úrslitun-
um. Næstu daga mun dómnefnd
koma saman og velja skemmtileg
ustu sumarmyndina og fimm
myndir þar að auki sem verðlaun-
aðar verða sérstaklega. Niðurstöð-
umar verða birtar í næsta helgar-
blaði DV.
Fyrir skemmtilegustu sumar-
myndina eru veitt glæsileg verð-
laun: Canon EOS 1000 Kit N
myndavél, að verðmæti 38.900
krónur. Önnur verðlaun eru Can-
on Prima Twin myndavél, að verð-
mæti 15.300 krónur. Þriðju verð-
laun eru Canon AD myndavél, aö
verðmæti 10.990. Þrenn aukaverð-
laun verða veitt: sjónaukar af gerð-
inni Viewlux að verðmæti 5.800
krónur hver. Öll verðlaunin eru frá
HansPetersenhf. -hlh
Góð veiði. Sendandi: Bragi S.
Björgvinsson, Eiríksstöðum, Jök-
uldal.
Reiðhjól i óskilum. Sendandi: Guð-
jón Gunnarsson, Frostafold 22,
Reykjavik.
Komdu og leyf mér klappa þér. Sendandi: Stella Þórisdóttir, Neshömrum
6, Reykjavik.
Litli spekingurinn heitir þessi mynd Hjálmars Aðalsteinssonar frá félagsmiðstöðinni Þróttheimum í Reykjavík.
■'
Arnarungar í Arnarey á Breiöafiröi. Sendandi: María Magnúsdóttir, Hafnarfiröi.