Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Ríkið afstýrir fríiðnaði Ríkisvaldið leggur steina í götu fríiðnaðar í nágrenni Keflavíkurflugvallar og fælir erlend fyrirtæki frá fjár- festingu á svæðinu, þótt atvinnuleysi á Suðumesjum sé komið í 5% og muni aukast í vetur vegna stöðvunar vamarliðsframkvæmda og samdráttar í fiskvinnslu. Stærsti þröskuldurinn í vegi fríiðnaðar er samningur frá síðustu áramótum milli utanríkisráðuneytisins og Flugleiða um fjögurra ára einokun í afgreiðslu vöru- flugs á Keflavíkurflugvelli. Erlendir aðilar vilja ekki og munu ekki lenda í klóm slíks einokunarsamnings. Utanríkisráðuneytið getur að vísu „óskað eftir“, að samningurinn verði endurskoðaður á tímabilinu, en Flugleiðum ber ekki skylda til að verða við þeirri ósk. Þessum mistökum sínum reyndi utanríkisráðuneytið lengi að halda leyndum, en það hefur ekki tekizt. Fríiðnaðarsvæði eru svæði, þangað sem flytja má tollfrjáls hráefni til að framleiða fullunna vöra, sem síðan er aftur flutt tollfijálst úr landi. Innlend gjöld leggjast ekki á vöruna, nema hún sé að lokum seld inn- anlands og sé tollskyld og skattskyld sem slík. Skipting heimsins í tollmúrasvæði með frjálsum markaði innan svæðanna hefur stuðlað að tilraunum fyrirtækja til að komast með fótinn inn fyrir dyr með þessum hætti. Fyrirsjáanleg aðild íslands að Evrópska efnahagssvæðinu getur gert landið að slíkum millilið. Bandarísk fyrirtæki hafa verið að skoða ísland sem hugsanlegt fríiðnaðarsvæði. Hugmyndir þeirra hafa í meira en ár velkzt um í aflóga stjómkerfi íslands, án þess að nokkur botn hafi fengizt í máhð. Bandaríkja- mennimir em hins vegar reynslunni ríkari í tæka tíð. Þeir hafa kynnzt stjómkerfi, sem getur ekki melt nýjungar og leggur heldur steina í götu þeirra til að drepa tímann. Þeir hafa kynnzt stjómkerfi, sem hyggst mjólka útlenda viðskiptavini í þágu gæludýrs, sem hef- ur fengið einokun á vöruafgreiðslu Keflavíkurvallar. Þeir hafa kynnzt embættismönnum og ráðherrum, sem ekki lesa málsgögn, en ímynda sér, að fríiðnaðar- svæði feli í sér útgjöld af hálfu ríkisins, og skilja ekki, að slík svæði byggjast á, að til séu heilbrigðir rammar og vinnureglur, er'treysta má, að farið sé eftir. Fyrst verða leikreglumar að verða til, þar á meðal frelsi í vöruflugi. Þegar leikreglumar verða til, getur fríiðnaður skotiö rótum og dafnað af sjálfu sér. Leikregl- umar geta aldrei verið gulrót, sem er sýnd veiði, en ekki gefin. Þær verða að vera til í raun og vem. Bezt er, að helztu atriði leikreglna séu bundin í lög- um, þar sem fram komi, hvaða viðskiptafrelsi lagt er til af íslands hálfu, til dæmis í afgreiðslu vöruflugs og í staðsetningu fmðnaðarfyrirtækja. Þetta frelsi þarf að vera veruleiki í lögum, ekki loforð um síðari reglugerð. Hjá kvígildum ráðuneytanna er vafalaust útbreidd skoðun, að ekki beri að hlaupa upp til handa og fóta til að laga leikreglur, sem taldar hafa verið nógu góðar . fyrir Islendinga og hafa til dæmis komið í veg fyrir, að hér myndaðist öflugur fiskútflutningur í flugi. Ráðherrum og embættismönnum hefur tekizt að aug- lýsa fyrir umheiminum, að hjá þeim sé fjandsamlegt andrúmsloft í garð fríiðnaðar og að áhugasamir útlend- ingar verði að hafa svo mikið fyrir því aö fá botn í ein- fold mál hér á landi, að þeir nenni ekki að standa í því. Þegar stjómvöld drápu tilraunir íslendinga til að koma á frjálsu fiskflugi, varð þegar ljóst, að draumar um fríiðnað við Keflavíkurvöll mundu ekki rætast. Jónas Kristjánsson Ólík örlög punds og franka ergja Stór-Breta Rétt eins og Sherlock Holmes gerir sér grein fyrir því á einum stað í Baskerville-hundinum að mestu varðar hvers vegna hundur- inn gó ekki á næturþeli, reynist það afdrifaríkast sem ekki gerðist í átökunum á alþjóðlegum gjaldeyr- ismarkaði í síðustu viku. Þegar upp var staðið hafði spákaupmönnum mistekist að leggja franska frank- ann að velli. Gengi hans féll ekki þrátt fyrir harða atlögu og þeir sem höfðu ætlaö sér að taka fyrirhafn- arlítinn gróða á lækkun sátu eftir með sárt enni og verulegt tap. Af þessu leiöir aö annað gerist ekki heldur, gengissamflot Evrópu- bandalagsríkja lendir ekki í ógöngum, eins og fariö hefði ef franskinn hefði verið felldur. ít- alska líran stendur aö vísu utan þess til bráðabirgða og breska sterlingspundið um óákveðinn tíma en myntir hinna 10 EB-ríkj- anna halda samskráningunni eins og ekkert hafi í skorist. Úrslitin réðust á föstudag í síð- ustu viku þegar Bundesbank í Þýskalandi tók að styðja frankann strax og hann varð fyrir þrýstingi en beið þess ekki að slíkur stuðn- ingur yrði skylda, við lægri skrán- ingarmörk frankans. Við það sáu spákaupmenn að Banque de France átti vísan fullan stuðning Bundesbank, sáu þar meö sitt óvænna og lögðu árar í bát. Seðlabönkunum tókst að ráða við markaðinn í þessari snerru, vegna þess aö engum vafa er undirorpið þaö sem frönsk og þýsk stjómvöld héldu statt og stöðugt fram: Allar hagstærðir og efnahagsaðstæður vitna um að frankinn er traustur gjaldmiðill og alls engin efnisrök til að fella gengi hans, frekar mætti færa rök fyrir breytingu á hinn veginn. Verðbólga í Frakklandi er nú lægri en í Þýskalandi. Framleiðslu- kostnaður á framleiðslueiningu vex hægar en austan Rínar. Við- skiptajöfnuður Frakklands er hag- stæður og frönsk ríkisfjármál í traustum skorðum. Atvinnuleysi er tekið að réna. Frakklandssfjórn og Frakklands- banki voru því staðráöin í að verja til þrautar það traust og álit sem frönsk fjármálastjóm hefur unnið sér með fóstum tökum á þróun efnahagsmála og peningamála frá 1983 þegar fyrsta ríkissfjómin á forsetaferh Mitterrands steytti á skeri óskyggju og úreltra krata- kreddna. Og það sem meira er, þeir sem stjórna frönskum efnahags- og pen- ingamálum vilja fyrir hvem mun varðveita þá stöðu aö frankinn sé til reiöu til að gerast akkeri gengis- kerfis EB fari svo að þýska markið slakni í því hlutverki. Svo getur hæglega farið þegar reikningamir Erlendtíðindi Magnús Torfi Ólafsson fyrir að sameina þýsku ríkin upp á krít taka að íþyngja þýskum ríkis- fjármálum og tiltölulega ör aukn- ing framieiðslukostnaöar fer að skerða samkeppnisstööu þýskrar iðnaðarframleiðslu. Þeir sem stjóma frönskum efna- hagsmálum leggja áherslu á stöð- ugt gengi jafnt af efnahagslegum og pólitískum ástæðum. Þaö er ómissandi fyrir trausta áætlana- gerð og samfellda þróun atvinnu- lífs. Gjaldmiðillinn sem ræður ferð- inni í EB ræður líka vaxtastiginu og Frakkar viija halda þvi sem lægstu til að auðvelda þróun og eflingu samkeppnishæfs iðnaðar. Sömuleiðis styrkir stöðugt gengi EB á alþjóðavettvangi gagnvart hinum stóru efnahagsveldum, Bandaríkjunum og Japan. Hvað sem þýskum ráðamönnum finnst í hjarta sínu um þessa fram- tíðarsýn, ber samvinnan í gengisá- tökunum síðustu vikur vott um að þeir em staðráðnir að gera sitt til að efla samvinnuna við Frakkland á vettvangi EB. Allt frá því Aden- auer og de Gaulle innsigluöu fransk-þýska sátt og samvinnu, hafa ríkin tvö verið þungamiöjan í starfi og þróun EB. Eftir samein- ingu Þýskalands og hmn Sovét- veldisins er þýsku stjómarflokk- unum jafnt og sósíaldemókrötum meira í mun en nokkm sinni fyrr að sýna í verki að þeir séu „góöir Evrópumenn" en láti ekki freistast af hreyttum aðstæðum til ævin- týramennsku eða yfirgangs. Enn brýnni verður þörfin á slíkri afstöðu, eftir að komið er á daginn að þau öfl í breska íhaldsflokknum, sem alltaf hafa verið á móti aðild að EB, reyna eftir ófarir pundsins á gengismarkaði að blása að glæð- um andúðar á Þjóðverjum í því skyni að koma í veg fyrir staðfest- ingu Maastricht-sáttmálans um frekari Evrópueiningu. Bresku sorpblöðin fara hamfómm í Þjóð- veijaníði og Margaret Thatcher ræðst á John Major, eftirmann sinn, af heift. Major fer nú með formennsku í ráðherraráði EB og hefur undan- farið verið önnum kafinn að und- irbúa skyndifund leiðtoga banda- lagsríkja í Birmingham 15. og 16. þ.m. Þar á að leitast við að leggja drög að þvi að leysa vandann sem uppi er og kom til þegar Danir felldu Maastricht-samninginn. Nú hefur fjármálaráðherra Majors, Norman Lamont, gert sér far um aö torvelda samkomulagsviðleitni hans. Helmut Schlesinger, aðalbanka- stjóri Bundesbank, sendi breska fjármálaráðuneytinu greinargerð til aö sýna fram á að óréttmætt væri að saka bankann um að hafa brugðist því að styðja pundiö þegar á reyndi. Fyrir mistök í þýska sendiráðinu í London birtist efni greinarinnar í Financial Times. Lamont brást við með því aö láta ráöuneyti sitt saka Þjóðverja. um trúnaöarbrot. Sé einhverjum unnt að kenna um hversu fór fyrir pundinu er það Lamont. Hann á því á hættu að verða vikið úr starfi og reynir nú að torvelda Major slíka aðgerð með því að búa svo um hnúta aö hana yrði unnt að leggja út sem undan- látssemi við Þjóðveija og magna þannig enn uppsteytinn í íhalds- flokknum gegn Major og þeirri Evrópustefnu hans að Bretland verði þar ávallt í innsta hring. Fram til þessa hefur engin stjóm EB-ríkis tekið undir bollaleggingar í fjármálaheiminum um að EB- ríkin skiptist á tvæ brautir. Ríki sem ekkert er að vanbúnaöi aö taka upp sameiginlega mynt, Frakk- land, Þýskaland og Beneluxlöndin, haldi tímasetningu Maastricht og bæti við sig í leiðinni Svíþjóð og Austurríki sem sótt hafa um aðild. Önnur ríki bandalagsins, þar á meðal Bretland, yrðu utangátta um ófyrirsjáanlega framtíð. Magnús T. Ólafsson John Major, forsætisráðherra Bretlands, (t.v.) spjallar við Poul Schluter, forsætisráöherra Danmerkur, fyrir fund þeirra i London á miövikudagskvöld. Fyrr um daginn fór Major til Parísar til viðræðna við Mitterrand forseta. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.