Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Blaðsíða 32
44 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992. aam Alda Baldursdóttir, brúður ársins 1992, gefur eiginmanni sinum, Þorsteini Jónssyni, nýbakaðan kanelsnúð. Þau kynntust í Þórsmörk í fyrrasumar og i júlí síðastliðnum gengu þau í það heilaga. DV-mynd Brynjar Gauti Alda Baldursdóttir er brúður ársins 1992: Ég er að rifna úr stolti - segir eiginmaðurinn, Þorsteinn Jónsson Sigurmynd Sigríðar Bachmann af öldu sem Sigríður valdi að kalla Bleikt slör. „Það er eitthvað sérstakt við alla sem sitja fyrir hjá mér en mér þótti sérstakt að Alda var með fallegt, bleikt slör. Hún er líka mjög lagleg kona,“ sagði Sigríður þegar Alda var valin brúður júlímánaðar. „Ég var rétt komin heim úr skól- anum þegar ég frétti að ég væri brúður ársins. Ég átti náttúrlega ekki von á því, var reyndar salla- ánægð með að vera valin brúður júlímánaðar. En auðvitað er ég mjög ánægð með þetta,“ sagði Alda Pétursdóttir, brúður ársins 1992. DV heimsótti hana og eiginmann- inn, Þorstein Jónsson, eftir að úr- slit lágu fyrir í ljósmyndasam- keppni DV og Kodak-umboðsins, Brúður ársins. Sigriður Bach- mann, á samnefndri ljósmynda- stofu í Garðastræti 17, tók myndina af Öldu. Ilmurinn af nýbökuðum kanel- snúðum fyllti vit blaðamanns og ljósmyndara þegar þeir komu inn fyrir í kjallaraíbúð hjá þeim hjón- um í Hafnarfirði. Eftir að hafa þeg- ið kafíi og snúða, sem brögðuðust jafn vel og ilmurinn gaf vonir um, spurðum við eiginmanninn um hans viðbrögð. „Ég er að rifna úr stolti. Ég veðj- aði auðvitað á mína konu, það kom aldrei annað til greina,“ sagði Þor- steinn sem ekki gat leynt ánægju- svipnum. Giftu sig í júlí Alda og Þorsteinn giftu sig 12. Sem brúður ársins fær Alda fullkomið 28 tomma Philips sjonvarp og Kodak myndgeislaspilara. Hér eru þau hjón ásamt Sigrúnu Böðvarsdótt- ur frá Kodak-umboðinu og Guðmundi Þór Sigurðssyni, sölumanni hjá Heimilistækjum. DV-mynd Brynjar Gauti júb, í blíðskaparveðri, í Aðvent- kirkjunni. Það var David West sem gaf þau saman. Þau hittust fyrst í Þórsmörk í fyrrasumar. Ástin blómstraði og þau fóru fljótlega að búa saman. „Þetta gekk svo vel að við ákváðu mað gifta okkur,“ segir Alda. Þau eiga bæði tvö böm fyrir, hún tvo stráka og hann tær stelpur. Alda og Þorsteinn leigja kjahara- íbúð af foreldmm Öldu. Hún stund- ar nám í myndmennt við Kennara- háskólann en hann vinnur við bif- vélavirkjun. Það getur orðið bið á að þau komist í eigiö húsnæði en verið getur að þau flytji til einhvers Norðurlandanna þar sem Alda hef- ur hug á að læra meiri mynd- mennt. Eins getur hugast að þau flytjist út á land. Alda tók beiðni Sigríöar Bach- mann um að vera með í ljósmynda- samkeppninni vel. Hún segist sjálf hafa stungið upp á að hafa bleikt slörið fyrir andhtinu. Þrátt fyrir óvissu um árangurinn kom mynd- in vel út. „Hún var skemmtilega öðruvísi," segir Alda. Hún bætir við aö þau Þorsteinn hafi verið mjög ánægð með myndirnar sem þau fengu frá Sigríði Bachmann' enda hafi hún verið frjálsleg og af- slöppuð gagnvart þeim og því myndast skemmtilegt andrúmsloft við myndatökuna. Stereo-sjónvarp og myndgeislaspilari Sem brúður júlímánaðar fékk Alda Philips eldhúskvörn frá Heimihstækjum hf. og kaffiborð á hjólum ásamt 6 kampavínsglösum frá Tékk-kristal. Eftir spjall heima hjá Öldu og Þorsteini var haldið í verlsun Heimihstækja við Sætún þar sem aðalverðlaunin biðu: 28 tomma Phihps sjónvarpstæki með Nicam stereo og Kodak mynd- geislaspilari, alls að verðmæti 150.000 krónur. „Þetta er aldeihs fín búbót fyrir okkur,“ sögðu Alda og Þorsteinn þegar þau tóku við verðlaununum úr hendi Sigrúnar Böðvarsdóttur frá Kodak-umboðinu og Guðmund- ar Þórs Sigurðssonar, sölumanns hjá Heimihstækjum. Sjónvarpið er mjög fullkomið með svoköhuðum „black-Une“ skjá, sem gefur meiri myndgæði og fullkomnu Nicam-stereohljóði. Myndgeislaspilarinn frá Kodak er nýjung sem þróuð hefur verið í nánu samstarfi við Phihps-verk- smiðjurnar. Þessi nýja tækni gerir fólki kleift að láta yfirfæra venju- legar ljósmyndir á geisladisk, myndgeisladisk. Þessi diskur er síðan settur í myndgeislaspilarann og getur öll fjölskyldan þá skoðað myndirnar úr fríinu á sjónvarps- skjánum. Myndgeislaspilarinn tek- ur einnig og spilar venjulega hljóð- geisladiska. Á hverjum myndgeisladiski má geyma 100 ljósmyndir. Hægt er a^ smáfylla hvern disk eftir þörfum og myndtegundum en hægt er að velja hvaða myndir fara á diskinn og hveijar á heföbundinn ljós- myndapappír. Á spjaldinu er fylgir umbúðunum utan um diskinn má síðan sjá lítil sýnishorn af öllum myndunum á diskinum. Þessi nýja tækni hefur enn ekki hafið innreið sína hér á landi en víða í Evrópu má fá myndirnar settar á mynd- geisladisk. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.