Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992. 9 Einn af islensku heimsmeisturunum, Jón Baldursson, gefur BOLS-heilræð- ió í dag. Bridge Bridgeheilræðakeppni BOLS: Vertu ekki þægileg- ur andstæðingur - segðu á spilin þín, segir Jón Baldursson Það er vel til fundið að ísland eigi loksins þátttakanda í bridgeheil- ræðakeppni hollenska stórfyrirtæk- isins BOLS og fyrir valinu varð einn af íslensku heimsmeisturunum, Jón Baldursson. Jón hefir löngum farið eigin leiðir í spilinu og heilræði hans kastar teóríunni út í hom, þegar hann ráð- leggur meðaljóninum að segja á spil- in sín við fyrsta tækifæri, jafnvel þótt eitthvað vanti í punktatöluna. Og ég gef heimsmeistaranum orðið (í lauslegri þýðingu): „í flestum bókum um keppnis- bridge er mönnum ráðlagt að segja ekki á spilin sín að ástæðulausu. Að segja á veik spil og vonda liti kann ekki góðri lukku að stýra, hafni mað- ur í vöm er makker oftast villuráf- andi og sóknin getur verið dýrkeypt. Þetta hljóðar skynsamlega og í meðalsterkri keppni er líklegt að þetta ráð haldi manni fyrir ofan með- alskorina. En reynslan hefir kennt mér að einmitt hiö gagnstæða þarf tíl þess að ná góðum árangri í betri sveitakeppni. Það er betra að segja á spilin við fyrsta tækifæri, jafnvel þótt eitthvað vanti upp á punkta eða litagæði. Reyndar getur oft verið hættuminna að segja strax á spilin í stað þess að bíða vegna þess að spilin séu of veik, í þeirri von að fá annað tækifæri. Þvert á það sem sumir halda er þetta ekki eins áhrifamikið í tvímenningskeppni því -200 í tví- menningi er yfirleitt hræðileg skor en þarf ekki að kosta nema 2-3 impa í sveitakeppni. Það getur líka haft undarleg áhrif á vamarspilið, þegar maður ströggl- Bridge Stefán Guðjohnsen ar ekki. Þetta spil kom fyrir í Spin- goldsveitakeppninni í Bandaríkjun- um: A/AUir * K109754 V 65 ♦ G543 + 9 ♦ - V Á432 ♦ ÁD762 4» ÁK43 ♦ DG8632 V 98 ♦ - + D10865 ♦ Á V KDG107 ♦ K1098 ♦ G72 N-s sátu Alan Sontag og Eddie Kant- ar, en a-v Rosenberg og Zia: Austur Suður Vestur Norður pass lhjarta pass 5grönd pass 7þjörtu pass pass dobl pass pass pass Dobl austurs var greinilega leiðbein- andi og sýndi eyðu í einhverjum lit. Og Zia spilaði auðvitað út spaða og alslemman vannst. Hefði Zia strög- glað á einum eða tveimur spöðum, þá hefði hann aldrei lent í þessari ógæfu. N-s hefðu þá þurft að glíma við háa spaðasögn frá austri og hefðu þeir engu að síður náð alslemmunni, þá hefði tígulútspilið verið sjálfgefið. Auðvitað hafa kennslubækumar rétt fyrir sér. Þú hjálpar sagnhafa til þess að vinna samninga með léttum strögglum og stundum ertu doblaður til heljar. En ég er þess fullviss að þegar til lengdar lætur, þá hagnast þú meira en tapar á þessari taktik. Og tapir þú, þá brostu bara í kamp- inn og bíddu eftir næsta tækifæri. íslenska landshðið notaði þessa takt- ik í keppninni um Bermúdaskálina í fyrra með góðum árangri. BOLS-heilræði mitt er því þetta: Sittu ekki bara og horfðu á andstæð- ingana. Segðu á spilin við fyrsta tækifæri.“ UILT ÞÚ: Helgar-tívolí Opið ailar helgar í sept. og okt. Lengið sumarið með heimsókn í lystigarð Tívolísins. Spennandi vélknúin leiktæki. Besta fjölskylduskemmtunin. Til okkar er styttra en þú heldur. í Tívolí er alltaf gott veður. Tívolí, Hveragerði ERT ÞÚ ÖRUGGLEGA ÁSKRIFANDI? EINN BÍLL Á MÁNUÐI í ÁSKRIFTARGETRAUN A FULLRI FERDI I . . . OG SIMINN ER 63 27 00 NÚ í FtlMnI S'INN á ÍÍLttNDI -NÚ 6ETHI PttÓFUM -VFIttVINNÚ ÞttCVTU OG -IIINNtt 6U6 á Mnm'KttEKtt -OPNá FUttltt 6LCmoatt MINNIN6átt -UINNÚ í ÍÞttOnUM -UÚKNtt ÚN UCKJÚttÚKLUKKU -FINNÚ HLUTI SCM ÞÚ TÚNT -ÚUKÚ CFTIttTCKT ÞÍNtt -Lfcttú HttúOLcrrutt Hugræktin pöntunarsími 682-343 Bókin um tant Minni víkkar sjóndeildar- hring þinn og hjálpar þér að lifa ánægjulegu og fullnægjandi lífi. Verð: 1.550.-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.