Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1992, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1992. Sérstæö sakamál Dýrkeypt meðaumkun Klukkan var tíu mínútur gengin í þijú þessa júnínótt þegar Stephen Grace, þá tuttugu og sex ára, var á leiö heim til sín frá Cumberland- gistihúsinu í London en þar var hann matsveinn. Leið hans lá til Goodall-strætis í WiUsden sem er eitt norðurhverfa bresku höfuð- borgarinnar. Þegar hann kom á Scrubs Lane var skyndilega ráðist á hann. Hann var barinn illa með einhvers konar kylfu og af honum stolið veskinu. í því var jafnvirði um þijú þúsund króna. Jafnframt var úrið tekið frá honum. Stephen Grace var lengi að jafna sig eftir árásina og um hríð sat hann við dyr verslunar einnar. Þar komu lögregluþjónar á eftirlitsferð auga á hann og komu honum til hjálpar. Það var dimmt þessa nótt og götulýsingin frekar af skomum skammti svo Stephen átti í nokkr- um erfiðleikum með að gefa góða lýsingu á árásarmanninum. Hann gerði hins vegar sitt besta til að greina frá útliti hans og tókst það svo vel aö lögregluþjónarnir voru í litlum vafa um hyer ætti hlut að máh. Það væri gamall kunningi þeirra. Ábending Maðurinn, sem tahnn var bera ábyrgð á árásinni og ráninu, var Neh Cook, tuttugu og tveggja ára gamah. Hann hafði hvaö eftir ann- að verið handtekinn, gmnaður um rán af þessu tagi. Er hann var færður th yfir- heyrslu neitaði Neh Cook því stað- fastlega að hafa ráðist á Stephen og fuhyrti að hann hefði ekki einu sinni verið í nágrenni Scrubbs Lane þegar ránið var framið. Lög- reglan trúði honum þó ekki og lét hann taka sér stöðu meðal nokk- urra annarra manna á lögreglu- stöðinni. Var Stephen síðan beðinn að virða þá fyrir sér og benda á þann sem hefði rænt hann, væri hann í hópnum og hann bæri kennsl á hann. Stephen benti þegar á Neh. Enginn vafi þótti leika á því að Neh bæri ábyrgð á mörgum ránum og þegar mál hans kæmu loks fyrir dómstól fengi hann margra ára fangelsi. Þegar þetta virtist ljóst ákvað móðir hans, Hazel Cook, að taka til sinna ráöa. í leit að fómardýrinu Hazel Cook fór á fund skipaðs verjanda Nehssonar hennar og fékk að vita hvað sá héti sem bent hafði á hann á lögreglustöðinni. Verjandinn fékk henni afrit af ákæmskjahnu og þar kom fram að sá sem rændur hafði verið hét Step- hen Grace. Ekkert heimhsfang var þó við nafn hans. Hazel Cook lét það ekki aftra sér frá því að reyna að hafa uppi á Step- hen. Hún tók fram símaskrána og hringdi th allra með eftimafnið Grace. Og þar kom að hún uppskar ávöxt erfiðis síns. Þegar hún hringdi í eitt hundrð fimmtugasta og fyrsta sinn var henni tjáö að á því heimili byggi Stephen Grace. Og þegar hún hafði rætt við hann um stund fékk hún aö vita að hann væri sá sem rændur hafði verið. Hazel Cook boðaði komu sína á heimilið og hélt þegar þangað. Þeg- ar hún barði að dyrum var henni þegar boðið inn, enda kom hún vel fyrir og brátt kom í ljós að hún hafði sögu að segja. Baðstvægðar Hazel Cook hóf mál sitt á því að segja að hún ætti mjög bágt. Maður hennar hefði látist úr hjartabilun fyrir ári. Hann hefði ekki verið efn- aður maður og hún og sonur henn- ar, Neil, hefðu síðan búið við afar þröngan kost. í raun kviðu þau hveijum degi því þau ætti vart til hnífs og skeiðar. Matarskápurinn væri lengstum tómur og hvað eftir annað hefði legið við að þau yröu borin út úr íbúðinni af því þau gætu ekki staðið í skilum með leig- una. Sonur hennar hefði reynt allt sem hann gæti til að sjá fyrir þeim en ekki tekist betur en raun bæri vitni. Hann hefði því fyllst örvænt- ingu og væri það skýringin á því að hann hefði rænt Stephen Grace umrædda nótt. Ætlun hans hefði Hazel Cook. aðeins verið að láta móður sína fá einhveija peninga til heimilis- haldsins. Trúgjam oggóðviljaður Stephen Grace hafði í upphafi ekki tekið Hazel Cook vel. Hann hafði efast um góðan tilgang henn- ar með heimsókninni, auk þess sem hann var ekki búinn að gleyma þeirri illu meðferð sem hann hafði sætt af hálfu sonar hennar. En nú fór hann að sýna skilning á vanda þessarar konu sem komin var til að biðja sér og syni hennar vægðar. Þetta skynjaöi Hazel Cook og ákvað að gera sögu sína enn áhrifa- meiri. Hún bætti því nú við að það hefði veriö ætlun þeirra mæðgin- anna aö flytjast úr landi og væru Bandaríkin það land sem þau hefðu haft augastað á. Sú áætlun yrði hins vegar aö engu yrði sonur hennar að sitja árum saman í fang- elsi. Baö hún nú Stephen þess lengstra orða að bera ekki vitni gegn syni sínum þegar mál hans yrði tekiö fyrir. Félagar Stephens, sem fengu síð- ar að heyra alla málavexti, höfðu það að segja um viðbrögð hans að hann hefði sýnt trúgimi og góðvild. Neil Cook. Lygi á lygi ofan Hazel Cook sagði ekki satt orð þegar hún heimsótti Stephen Grace og fjölskyldu hans. En hann sá ekki í gegnum lygavefinn. Hefði hann hugsað sig vel um eða leitað áhts þeirra sem betur þekktu til hefði honum orðið Ijóst að maður sem átti yfir höfði sér ákærur af því tagi sem Neil Cook átti fengi aldrei innflytjendaleyfi til Bandaríkj- anna. Og hefði verið haldið uppi fyrir- spumum um Cook-fjölskylduna í hverfinu sem hún bjó í hefði komið í ljós að sagan um erfiðleika mæðg- inanna var allt önnur en Hazel Cook hafði sagt. Eiginmaður Hazel var alls ekki dáinn. Hann hafði gefist upp á eiginkonunni, sem var ipjög eigingiöm, og syninum sem vildi ekki vinna og hafði gert afbrot að lífsviðurværi sínu. Framburðurinn Þegar máhð kom fyrir rétt bar Stephen Grace ekki vitni á vegum ákæmvaldsins. Þrátt fyrir vænt- ingar frú Cook varð það syni henn- ar ekki til eins mikihar hjálpar og hún hafði vænst. Hann fékk þó ekki nema tveggja ára fangelsi. Hún ákvað því að beita sér á nýjan leik þegar ljóst varð að málinu yrði áfrýjað. Enn á ný fór hún til Stephens Grace og fékk hann til að lofa sér því að hann myndi bera vitni þegar áfrýjunarmáhð yrði tekið fyrir og þá segja að hann hefði gert mistök þegar hann hefði bent á Neil í röð manna á lögreglustöðinni og sagt hann vera árásarmanninn. Verjandi Nehs leiddi Stephen fram sem vitni þegar máhð var tek- ið fyrir öðru sinni. Þegar hann kom í vitnastúkuna lagði hann höndina á Bibhuna og sór að segja sannleik- ann og annað ekki. Og verjandinn lést ekki efast um aö hann geröi það þegar hann yfirheyrði hann. Saksóknarinn varð hins vegar ekki blekktur. Hann þóttist viss um að Stephen væri að reyna að bjarga NeU frá því að fara í fangelsi og beitti því hörku við yfirheyrsluna. Og þar kom að Stephen Grace brotnaði saman og viðurkenndi að frú Cook hefði komið heim tíl hans, sagt sér sögu af hörmungum þeirra mæðgina og því hefði hann vUjað gefa „vesalings NeU“ möguleika á að taka upp nýtt og betra líferni. í fangelsi á ný og enn ný réttarhöld NeU fór aftur í fangelsið sem hann hafði setíð í meðan hann beið þess að málinu fengist áfrýjað. Og móðir- in varð að snúa heim sonarlaus. En málarekstrinum var ekki lok- ið. Höfðað var mál á hendur Step- hen Grace fyrir meinsæri. Enginn kemst nefnUega upp með það að ljúga í vitnastúku ef hann er stað- inn að því. Það er ekki aðeins að þá hafi verið svarinn rangur eiður á helga bók heldur er með folskum vitnisburði vegið að rótum réttarf- arsins. Sannleikurinn er hundsað- ur og reynt að láta lygina ráða lykt- um mála. Sá sem fenginn hafði verið til að veija Stephen Grace lýsti því nú hveraig Hazel Cook haiíði logið að skjólstæðingi sínum og lýsti hon- um sem „manni með hjarta úr gulh“ því hann hefði ekki getað afboriö að eiga þátt í því að NeU Cook færi í fangelsi og móðir hans stæði uppi ein og óstudd. Saksóknarinn hélt því hins vegar fram að Stephen hefði átt að vera nógu snjaU til að sjá að það sem Hazel Cook sagði honum gæti ekki staðist. Þetta væri heldur ekki í fyrsta sinn sem NeU Cook hefði gerst sekur um slíkt afbrot og afla hefði mátt um það ítarlegra upplýs- inga sem og um annað sem frú Cook hafði sagt. Alvarlegast væri þó, sagði sak- sóknarinn, að Stephen hefði borið rangt fyrir rétti og því gerst sekur um meinsæri. Því bæri kviðdóm- endum að úrskurða hann sekan. Og það gerðu þeir. Dómarinn, UnderhiU, sýndi hins vegar mUdi. Hann dæmdi Stephen Grace í níu mánaða fangelsi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.