Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1992, Page 5
FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1992.
5
Fréttir
Ördeyðan á Vestflarðamiðum:
Framleiðnin komin alveg
niður á saumastof ustigið
- segir Einar Oddur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hjálms hf. á Flateyri
„Það hefur verið alger ördeyða
hjá togurunum hér á Vestfjarða-
miðum frá þvl í sumar. Og það gef-
ur augaleið að þegar togslóðin
bregst svona gersamlega, sem raun
ber vitni, fer framleiðnin í atvinnu-
greininni, veiðum og vinnslu, rosa-
lega langt niður, hún fer alveg nið-
ur á saumastofustigið. Og þegar svo
er hallar mjög fljótt undan fæti hjá
fyrirtækjunum í greininni,“ sagði
Einar Oddur Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri Hjálms hf. á Flat-
eyri, um það mikla aflaleysi á Vest-
fjarðamiðum og erfiðleika tengda
því.
Einar sagði að auðvitað væru
uppi ýmsar kenningar um ástæð-
una fyrir þessu htla fiskiríi. Flestir
benda á miklar breytingar á lífrík-
inu í hafinu.
„Við þekkjum svipað ástand frá
eldri tíma að togslóðin hefur nær
algerlega brugðist. Það gerðist upp
úr 1960 og mér er sagt aö það sama
hafi gerst á árunum 1937 til 1940,“
sagði Einar
Hann sagði stöðu allra fisk-
vinnslu- og útgerðarfyrirtækja á
Vestfjörðum því afar slæma um
þessar mundir. Olíueyðsla togar-
anna væri óskapleg á móti þeim
afla sem þeir koma með að landi
og vinnslan hefði úr sárahtlu að
moða. Undir svona kringumstæð-
um væri ekki annað að gera en
vonast til að mönnum entist örend-
ið til að þrauka þar til aftur kæmi
fiskur á slóðina.
„Um leið ættu menn að sjá hversu
mikils virði það er að komið sé til
móts við fyrirtækin með aðstoð svo
þau nái að þrauka og það er ein-
mitt það sem við erum að fara fram
á þessa dagana," sagði Einar Oddur
Kristjánsson.
-S.dór
Togarar á Vestflarðamiðum:
- hafa fengið allt upp í 10 tonn í trollið, segir Reynir Traustason, stýrimaður á Sléttanesinu
„Það er alger ördeyða hjá togurun-
um á öhum Vestfjarðamiðum. Aftur
á móti hafa elstu sjómenn ekki séð
annað eins magn af marglyttu á mið-
unum og nú. Þess eru dæmi að tog-
ari hafi fengið um 10 tonn af marg-
lytt u í trohið og jafnvel að trohin
hafi sprungið. Ég hef verið á þessum
miðum í um 20 ár og hef aldrei orðið
vitni að neinu þessu líku. Það hafa
áður komið örfá kvikindi í trolhð en
magnið nú er engu likt. Það er enginn
fiskur á miðunum, bara marglytta,
bæði grunnt og djúpt út af Vestfjörð-
um,“ sagði Reynir Traustason, stýri-
maður á Sléttanesinu, í samtah við
DV.
Hann sagðist ennfremur vart muna
eftir annarri eins ördeyðu í fiskirunu
og verið hefur í haust. Nú þætti gott
ef togari kæmi með 60 tonn að landi
eftir 7 til 8 daga túr. Áður þótti ekki
nema sæmhegt að koma með 100
tonn eftir jafn langan tíma. Reynir
sagði það algengt að togaramir væru
að koma með aht niður í 20 th 30
tonn eftir vikuna.
Reynir sagöi að sjómenn væru með
getgátur um að fiskurinn væri flúinn
af miðunum vegna þessa mikla
magns af marglyttu. Hann sagðist
hafa spurst fyrir um það hjá Ha-
frannsóknastofnun hvort það væri
mögulegt en engin svör fengið.
DV leitaði th Ólafs Ástþórssonar,
líffræðings hjá Hafrannsóknastofn-
un, og spuröi hvort hann hefði ein-
hveija skýringu á þessu mikla mar-
glyttumagni. Hann sagðist í raun
ekki hafa það. Hann sagðist heldur
ekki vita hvaða marglyttutegund
þetta væri. Ólafur sagði það mögu-
legt að fjölgun marglyttunnar, sem
væri suðrænnar ættar, hefði tekist
vel og hún borist hingað með straum-
um í þessum mikla mæh. Þetta væri
hugsanlegt.
Hvort fiskurinn hefði flúið miðin
vegna þessa sagðist hann ekki þora
að segja um. Það gæti þó hugsast ef
marglyttan væri í eins óskaplega
miklu magni og sjómenn segja.
-S.dór
Senrt fer að liða að því að sveppir hætti að vaxa á grasbölum borgarinnar
enda skammt í fyrstu frost. Að sögn Eiríks Jenssonar líffræðings er ekki
óalgengt að 5-10 sveppategundir vaxi á hverju túni. Hann segir ráðlegt
að halda sig frá þeim sveppategundum sem menn þekkja ekki enda geti
sumir þeirra valdið bæði vanlíðan, niðurgangi og jafnvel ofskynjunum.
DV-mynd S
TALIA SHiRE
DNATHAN SILVERMAN
etga. Því ákveður hann að
fosa sig við allar sínar eignir
Enatlt feráannan vegen
lokum snúa þau saman
vörn í sókn og...
É Va'
ÍKK