Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1992, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1992, Page 12
12 Spumingin Tókst þú þátt í göngudeginum? Gunnlaugur Þórarinsson sjómaður: Nei, það gerði ég ekki. Þóra Björk Jónsdóttir nemi: Nei, ég á heima úti á landi og hafði ekki tök á því. Ragnar Páll Bjarnason sölumaður: Já, en ég er vanur að hlaupa en ekki ganga. Linda Bellere nemi: Nei, ég vissi ekki af honum. Björn Elísson vátryggingamaður: Nei, ég er lítið fyrir það að labba. Hilma Sveinsdóttir hjúkrunarfræð- ingur: Nei, það gerði ég ekki. Lesendur__________ Fjárfestum í íslensku! k. Heimur nýrra tækifæra /77 ImgslHÍIti J'yrir Islrndiiiffa Þcpar laiulunuvri i riiiskiplatn hvrrfa. rr f'engiá lil rnóls rið nrja líma. (irundröllur að hugsrvld jrjóðar rr að hún sr jiúlltakandi i þeirri þróun, rkki rinurif'is úhorfandi. Skandia ú íslandi stuðlar að þúlltöku fslcndin/ta i alþjóðariðskiptum. Skandia ú /sland1 prriðir fvrir frjúlsuni riðskiptaliúlluni og hrilbrigðri samkrppnl lil hagsbótnfyrir riðskiptarini sina. Skandia Island UFANDI ÍAMKEPPNI IÆGRIIÐGJOLD VÁTRYGGINGARFíLAGIÐ SKANDIA HF. Ein auglýsinga Skandia ísland sem birst hefur hér á landi. Magnús Þór Gylfason skrifar: „Hugmyndafræði Skandia er að veita völdum markhópum fjárhags- legt öryggi með alhliða vátrygginga- þjónustu og íjármálaþjónustu, líf- tryggingu og lífeyrisspamaði." - Setning þessi er tekin óbreytt úr aug- lýsingu Skandia samsteypunnnar. Sem viðskiptavini fjárfestingarfé- lagsins Skandia brá mér er ég heyrði frétt í útvarpi aö félagið hefði fryst innstæðu viðskiptamanna sinna. Sannast sagt fór það fram hjá mér að búið væri að selja Verðbréfamark- * að Fjárfestingarfélagsins. Mér er spum: Hvernig stendur á því að þessi bráðsnjalla samsteypa lætur blekkjast við kaup sín á heilum verðbréfamarkaði? Ef samsteypan getur ekki metið viðskipti sín eða treyst öðmm til þess, hvemig, í ósköpunum eiga þá þessir þræl- reyndu fjármálamenn hennar að geta séð um fjármálaþjónustu fyrir einstaklinga? - Og eftir að þeir segj- ast hafa verið blekktir ætlast þeir til að samningnum sé hægt að rifta sam- stundis! Því neita gömlu eigendumir. Við svo búið frysta þeir heila klabbið og segja það okkar hagsmuni. Þetta em þó peningar fjárfesta, sparifé sem margir höfðu hugsað sér sem vara- sjóð ef eitthvað kæmi upp á. - En þegar fjölmiðlar vilja taka viðtal við forsvarsmenn fyrirtækisins eru ein- faldlega engin svör. Hvað er að hjá þessu norræna alþjóöafyrirtæki? Hvemig á fólk að bregðast við svona viðskiptaháttum? Era það ekki hrein mistök Skandia samsteyp- unnar að láta blekkjast og taka ekki eftir því við kaupin að sjóðirnir eru ofmetnir? Er það ekki á þeirra ábyrgð að skoða sjóðina og meta þá vandlega áður en samningar eru gerðir? - Sanngimissjónarmið segir mér til um að samsteypa sem veltir 488 milljörðum íslenskra króna á ári og á eigið fé upp á 145 milljarða, ætti að bera uppi sin eigin mistök. Ég þykist vita að ábyrgð þeirra sem fjárfestu í þessum sjóði sé að ýmsu leyti í eigin höndum. - Ég er enn ungur að ámm og ætla mér að erfa landið og ég á rétt á, ásamt öðram sparifjáreigendum, að fá að vita hvað er að gerast. Það er búið að frysta inneignirnar. Skandia ætti því ekki að hafa neinar áhyggjur af yfirlýs- ingum, fólk getur ekki rokið til og náð í peninga sína. Kannski er þetta svo flókið mál að Skandiamenn skilji það ekki sjálfir. Er Skandia kom til landsins réðist það inn á tryggingamarkaðinn og gerði talsverðan usla. Til hins betra eða verra ætla ég ekki að dæma um þvf ég tryggi ekki mikið. Næsta tak- mark: fjárfestingamarkaðurinn. Og hvaö svo? Þegar ég keypti kjarabréf taldi ég að íslendingar stæðu að baki þessa fyrirtækis. Nú verður mér hugsað til þess hvernig þetta verður ef við göngum í EES. Mun þá ekki peningamarkaöurinn ráða? Og að lokum enn úr auglýsingu Skandia: „Vinnubrögð Skandia sam- steypunnar sem byggjast á gæðum, hagkvæmni og vandvirkni hafa verið innleidd hérlendis og stefna fyrir- tækisins hér er samhljóða stefnu samsteypunnar allrar eða að veita viðskiptavinum sínum öryggi, vernd og skjól, sem á táknrænan hátt end- urspeglast i merki fyrirtækisins - regnhlífinni." - Kannski era komin göt á regnhlífina! - Skandia frá Sví- þjóð; stattu við þín orð! Vitleysan með virðisaukaskattinn Pétur Guðmundsson skrifar: Ríkisstjómin gengur ekki nógu hreint til verks í þeim málum sem hún hefur þó ákveðið að taka fyrir og koma á hreint á kjörtímabili sínu. - Eitt þeirra er virðisaukaskatturinn. Hann þvælist fyrir ráðherranum og er með ólíkindum hvað breyting sem í sjálfu sér er auðveld virðist þurfa langa umræðu og umhugsun. - Eitt þrep eða tvö þrep? Er ekki einfaldast að ákveða hann eitt þrep? Og svo vitna menn í landsfund Sjálfstæðisflokksins hvað eftir annað - og auðvitaö á röngum forsendum og rangan landsfund í þokkabót. - Það var á landsfundi Sjálfstæðis- flokksis 1989 sem ályktað var aö virö- isaukaskattur skyldi ekki taka til menningarstarfs í neinu formi. Síðar var haldinn landsfundur flokksins, árið 1991. Þar var ályktað að virðis- aukaskattur skyldi taka yfir ALLA starfsemi hvaða nafni sem nefndist og vera undanþágulaus. - Enginn vitnar í þenna landsfund Sjálfstæðis- flokksins. Hvers vegna er þá ríkisstjórnin að koma sér í klípu með því að velta fyrir sér hvort skatturinn á að vera eitt eða tvö þrep? Og hvers vegna ættu menn að greiða viröisaukaskatt af vörum í stórmörkuðunum, sem er helftin af því sem fjölskyldan eyðir, en ekki af gjafavörum? Bókum, tón- leikum o.s.frv.? - Virðisaukaskattur er auðleystur með einu þrepi og á alla starfsemi sem fram fer í landinu. Hvers vegna frekar Pólverja? Nýtast karlar ekki við pökkun snyrt- ingu? Hringið í síma 632700 milli kl. 14 og 16 -eðaskrifið Nalh ogsímanr. veröurað íylgja bréfum Sigrún Björgvinsdóttir, Egilsstöðum, skrifar: í þættinum „Auðlindinni" á rás 1, flmmtudaginn 15. okt. sl. var frétt um að Hraðfrystihúsið á Breiðdals- vík hefði auglýst eftir starfsfólki án árangurs og því hefði frystihúsið sótt um að ráða Pólverja til vinnu við snyrtingu og pökkun. Atvinnulaus kona á Egilsstöðum hringdi þegar til að sækja um vinnu og talaöi við verkstjóra í vinnslusal. Þar var henni tjáð að nú þegar væra 11 manns á skrá sem sótt hefðu um vinnu og þeim hefði verið sagt að haft yrði samband við þá eftir miðjan mánuð. Þá kom einnig í ljós að kórl- um væri ekki gefinn kostur á aö vinna í snyrtingu og pökkun. Hvað er hér að gerast? Á Egilsstöð- um er vaxandi atvinnuleysi og ástand í atvinnumálum á Borgarfirði eystra hefur lengi verið bágborið. Og hvað um frystitogarana? Eru þaö ekki aö langmestu leyti karlar sem vinna þar við snyrtingu og pökkun? í viðtah við framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins kom fram að um mánaðamótin næstu myndi vanta um 15-20 manns í vinnslusal. Af þessum 11 umsóknum, sem lægju fyrir, væru margar frá körlum, og það væri sín reynsla að það kæmi mjög illa út að hafa þá í vinnu við snyrtingu og pökkun. Reynslan af Pólverjum, sem oft hafa verið í vinnu á Breiðdalsvík, væri mjög góð, og forfóll í vinnu væra nær óþekkt hjá þeim sem væri því miður ekki hægt að segja um landann. FÖSTUEjAGUR 23. OKTÓBER 1992. Tværskoðanir sömu dagana Björ S. Stefánsson skrifar: Nýlega kynntu Samtök fisk- vinnslustöðva (SF) tvær skoðanir á samningnum um EES. í ályktun aðalfundar samtakanna sagði m.a.: „Stuðningur fiskvinnslunn- ar við EES hefur alltaf verið bundinn því að íslendingar fái tollfrjálsan aðgang fyrir fisk- afurðir sínar án þess að heimildir til fiskveiða innan fiskveiöilög- sögunnar komi í staðinn. Aöal- fundur SF vill ítreka þessi sjón- armið og jafniramt benda á að í þeim samningsdrögum sem fyrir liggja vantar verulega upp á aö þessum skilyrðum sé fullnægt." Þetta var kunngert daginn eftir aðalfundinn. - Þremur dögum síðar birtist auglýsing meö mynd af broshýrum manni undir yfir- skriftinni „Atvinnulífið styöur EES“. Þar var enginn fyrirvari. - Meðal auglýsenda voru Samtök fiskvinnslustöðva. - Hvoru á að trúa? Gieymumeigin vesaldómi Magnús Hafsteinsson skrifar: Væl um eigin ræflaskap bætir ekki stöðu fólks. Það veit maður sem verið hefur öryrki um ára- bil. Þetta er skrifað af því tílefni, að stjórnvöld telja sér ekki fært að taka á móti flóttafólki frá fyrr- verandi Júgóslavíu, fólki sem að öllum likindum bíður einskis nema dauðans. Ef við tækjum ábyrga afstöðu sem þjóö meðal þjóða myndum við bjarga eins mörgum og okkur væri unnt, og ef til vill gleyma eigin vesaldómi. Óþarfarstofnanir K.S. skrifar: í þeim niðurskurði, sem nú á sér stað í þjóðfélaginu, eru Jafn- réttísráð og Umferðarráð gjör- samlega óþarfar stofnanir, sem mætti leggja niður, frekar en að spara í heilbrigöiskerfinu og má- efnum aldraðra. Ég sé ekki að umræddar stofn- anir geri eitt eða annað gagn og má þó ætla að mikill kostnaður sé af báðum stofnununum. Framhalds- myndirogsápur Þ.J. skrifar: Nýbúinn að lesa gagnrýni á sjónvarpið fyrir val á kvikmynd- um um helgar, sé ég að í þessari viku á að sýna sömu kvikmynd- ina frá miðvikudegi til laugar- dags! - Þetta er vist einhver fram- haldsmynd sem tekur 90 minútur i flutningi á hverju kvöldi. Nú ætla ég ekki að hafa af áhorfendum sínar framhalds- myndir og sápur! - En er það ekki einum of mikið að taka öll þessi kvöld undir svona? Áöur hef ég viðrað þá skoðun mína að Sjónvarpið birti fram í timann dagskrá sína eins og Stöð 2 gerir, og ætla ég að ítreka það enn hér. Sfjórnmál ogguðsfrú Elsa Georgsdóttir skrifar: Það er ekki mörgum aö treysta í stjórnmálunum. Jú, Eyjólfi Konráð og e.t.v. einhverjum fleiri. En vitið kemst ekki að fyrir ffekjunni og yfirganginum í meirihlutanum. Stjórnmála- flokkar mættu missa sig, þeir gera lítiö annað en sjúga merginn úr þjóðinni. - Svo eru það þessir kirkjunnar menn sem skiJja ekki kenningar Krists. Þeir gera litiö annaö en heröa á skrúfunum á almúgann. Skyldi ekki guð pred- ika sjálfur í allri tilveranni? Hrærumst við ekki og lifum í faömi hans?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.