Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1992, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1992, Side 11
.seei flaaMavöM .ss flUOAQflAOUAJ oi LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992. Með bókbandsaðstöðu í vélaskemmunni: * Snúið að samræma bókband og búskap - segirSigurðurMagnússon Einar R. Sigurösson, DV, Öræfum: „Þaö hefur verið svolítiö snúið að samræma bókbandið og búskapinn. Það hafa borist pantanir á annatím- um sem hafa bjargast af því að ég hef duglega fjölskyldu sem léttir und- ir og af því að búið er ekki mjög stórt,“ segir Sigurður Magnússon, bóndi í Lækjarhúsum á Hofi í Öræf- um. Þeir sem hafa átt erindi að Hofi hafa ef til vill rekið augun í dæmi- gerð fjárhús og vélaskemmu skammt vestan afleggjarans. Þeir hafa áreið- anlega ekki rennt í grun aö á bak við luktar dyr vélaskemmunnar fer fram iðnaður sem maður á ekki að venjast á hveiju sveitaheimih. Þama er Sig- urður með bókbandsaðstöðu og hef- ur kappnóg að gera. Sigurður, sem lærði iðnina í Bók- felli á árunum 1964-1968, hóf hefð- bundinn búskap í Öræfum 1975. Hann flutti með sér bókbandstæki sín og fór strax að vinna við þetta með búskápnum í smáum stíl. Bókbandið hefur með árunum undið upp á sig og nú er svo komið að skammdegið langa í sveitinni dug- ir varla til aö sinna öllum pöntunum sem berast. Þessa dagana er Sigurður að binda inn ársritið Skaftfelling og fyrir hgg- ur að binda inn nýja ljóðabók og rit fyrir Hafnarskóla. Auk þess er ahtaf nóg að gera í handbandi, það er að binda gömul og þreytt eintök inn upp á nýtt. Sigurður segir að atvinnumenn fyrir sunnan myndu nú kannski telja sum tækin betur komin á safni en þau eru í góöu lagi og bækumar sem úr þeim koma standast fyllilega sam- anburð. En auðvitað verður að end- urnýja bókbandstækin eins og aðrar vélar í búskapnum. "■ ■' •: : xV:':;; : „ v '{ . Sigurður Magnússon, bóndi og bókbindari í Lækjarhúsum á Hofi i öræfum, við bókbandsvinnu sína. DV-myndir Einar R. Sigurðsson KSmOjC MÝKT ER OKKAR STYRKUR HEILDSÖLUB. JOHN LINDSAY H.F. Tissues Vertu með -draumurinn gæti oröið aö veruleika !

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.