Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1992, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1992, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992. Veiðivon DV Aðalfundur Stangaveiðifélagsins á morgun: Búist við mjög fjöl- mennum fundi Það verður örugglega mikið rætt um veiði í Norðurá, Elliðaánum eða Stóru Laxá í Hreppum á aðalfundi Stanga- veiðifélagsins á morgun. . DV-myndir G.Bender og fleiri Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavikur verður haldinn á morg- un klukkan hálftvö í Víkingasal á Hótel Loftleiðum. Búist er við íjöl- mennum og fjörlegum fundi. Helstu mál fundarins eru staðan eftir sum- arið fjárhagslega, nýtt veiðisvæði og þau sem á að sleppa, og Kjör í stjórn félagsins. Mikil spenna er í kringum kjörið þetta árið eins og í fyrra reyndar líka. Allt bendir til á þessari stundu að Friðrik Þ. Stefánsson verði kjörinn næsti formaður. Jón G. Bald- vinsson gefur ekki kost á sér lengur sem formaður en hann hefur verið það í 6 ár. Tvísýnt gæti orðiö um meðstjórnendur. DV hefur heimildir fyrir því að þeir Þórólfur Halldórs- son, Kristján Guðjónsson og Einar Sigfússon sæki fast í þau sæti sem eru í boði. Ólafur H. Ólafsson er fyr- ir og getur kost á sér áfram. Ármenn 20 ára á næsta ári Það er ýmislegt í gangi þó vetur sé kominn hjá stangaveiðimönnum og veiðitíminn fyrir nokkru úti. Ármenn eru með kastkennslu á sunnudagsmorgnum í Kennarahá- skólanum frá hálfellefu til klukkan tólf eins ög verið hefur hin seinni árin. Hnýtingarkvöld eru enn sem fyrr hjá Ármönnum á mánudags- kvöldum frá klukkan átta til klukkan tíu. Opið hús verður á miðvikudags- kvöldum eins og verið hefur síðustu vetur. En Ármenn eiga 20 ára af- mæh á næsta ári og verður þá haldin árshátíð í tengslum við afmæhð, en það er 27. febrúar. Miðvikudags- kvöldið 9. desember verður síðasta opna húsið á árinu. Það eru hin svo- köiluðu Utlu jól með léttri skemmti- dagskrá og veitingum eins og verið hefur hin síðari ár. Ármenn ætla að kynna ný veiðisvæði seinnihluta vetrar sem fyrr og hvemig megi nálgast veiðileyfi á þessum svæð- um. Silungsbók? Ein af þeim bókum sem kom út fyr- ir þessi jól, er SUungsveiði í Ameríku eftir Richard Brautigan. Gyrðir EUas- son hefur þýtt bókina. Fyrst þegar maður sér bókina heldur maður að þama sé veiðibók á ferðinni. Sagan er skrifuð af mikilU frásagnargleði, kímin og óútreiknanleg á köflum en eins og í öðrum verkum Bautigans leynir sér ekki skuggadimmur undir- tónninn. SUungsveiði og sUungs- dauði, dauðar ár og spor okkar á bakkanum. SUungsámar renna í gengum ótal heima og í öUum þessum heimum lýsir töfralampi höfundar- ins. Þetta er kannski ekki alveg veiði- bók eins og flestir veiðimenn vUja og skUja. Það er Hörpuútgáfan sem gefur útþessmagnþrungnubók. -G.Bender Þjóðar- spaug DV Hvorki Einar Benediktsson skáld komst eitt sinn svo að orði um einn kennara sinn í Latínuskól- anum: „Af því að hann getur hvorki skrifaö né talað þá halda allir að hann geti hugsað." Manns í mynd Kaldhæðinn prestur orti þessa visu um sóknarböm sín er voru að tínast til messu: Stijálast hingað stöku kind, strákamsl og kerlingar: Sumt er varla manns í mynd, mátulegt tU hengingar. HjáAA Maður nokkur vitnaði um það á firndi hjá AA-samtökunum að þegar hann hefði drukkið sem mest hefði hann haldið fram hjá konu sinni. Þá heyrðist í einum fundarmanna: „Já, þeir sem vUlast finna oft nýjar leiðir." Vm- kvennatal Á miUi vinkvenna: „Lá ÓU á hnjánum þegar hann bað þín í gærkvöldi?" „Ónei, hann reisti sig nú bara upp á olnbogann." Venjan Á stríðsárunum komst maður nokkur svo að orði: „Ja, ekki ætla égað láta þennan Hitler drepa mig. Ég ætla nú frek- ar að deyja eins og ég er vanur.“ Geturðu bent mér á einhver tög sem banna þetta? Nafn: Myndirnar tvær viröast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni tii hægri hefur fimrn atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. verðlaun: TENSAI ferðaút- varpstæki með kassettu að verðmæti 5.220 krónur frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síð- umúla 2, Reykjavík. 2. verölaun: Fimm Úr- valsbækur að verðmæti kr. 3.950. Bækumar, sem eru í verð- laun, heita: Falin markmið, 58 mín- útur, Október 1994, Rauði drekinn og Víghöfði. Bækumar em gefhar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 181 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundrað sjötugustu og níundu getraun reyndust vera: 1. Renata Sigurbergsdóttir, Keilugranda 4,107 Reykjavík. 2. Guðmundur Sæmundsson, Túngötu 22, 460 Tálknafirði. Vinningamir verða sendir heim. Heimilisfang:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.