Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1992, Page 22
22
LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992.
Sérstæö sakamál
„Heilaga frúin"
- sem týndi lífinu á aðfangadagskvöld
Hún þótti góðmennskan holdi
klædd og sumir sögðu að hin sjötíu
og þriggja ára Mary Donnell væri
dýrlingur á nútímavisu því hún
deildi því sem hún áttí með fátæk-
um.
Peningar skiptu Mary ekki
miklu. I hennar augum voru þeir
aðeins tæki til að hjálpa þeim fá-
tæku í ítalska hluta London, hinni
svonefndu „Iitlu Ítalíu“. Og þeir
fátæku voru henni afar þakklátir
fyrir góðverk hennar. I augum
þeirra var hún lifandi dýrlingur
enda nefndu þeir hana „The Holy
Lady“, „Heilögu frúna“.
Mary Donnell átti litla verslun
þar sem hún seldi glingur. ódýra
skartgripi, notaða hlutí, Biblíur og
ýmsa smáhluti með trúarlegt gildi.
Þegar vetur gekk í garð, snjórinn
féll á strætin og kuldinn nísti merg
og bein gátu betlarar aUtaf fengið
heita súpu og brauö við bakdyrnar
á verslun Mary Donnell.
Á hverju aðfangadagskvöldi fór
hún til messu í St. Péturskirkjunni
en verslunin hennar var skammt
frá guðshúsinu. Þá tók hún ætíð
með sér nokkra smákrossa úr jámi
með hálskeðju og gaf bömum.
„Þeir em ekki úr gulli,“ var hún
þá vön að segja, „en Guði stendur
alveg á sama um úr hverju þeir
era.“
Sneri við til að
sækja gjaflmar
Á aðfangadagskvöld árið 1982
lauk Mary við að gefa síðustu gest-
unum heita máltíð við bakdymar.
Þegar fátæklingamir og utan-
garðsmennimir höfðu þakkað fyrir
sig og kvatt lokaði hún versluninni
og gekk af stað til kirkjunnar en
þangað vora aðeins um tvö hundr-
uð metrar. Þá var klukkan orðin
hálfsjö en þegar hún heyrði kirkju-
klukkumar byrja að hringja til
messu mundi hún allt í einu eftir
því að hún hafði gleymt að taka
með gjafimar handa bömunum,
litlu krossana. Hún sneri því við
og gekk aftur til verslunarinn-
ar.
Þegar klukkan var orðin stund-
arfjórðung yfir sjö sá einn ná-
grannanna, Harry Palmer, að
ungfrú Mary var í versluninni.
Hún hallaði sér yfir bríkina við
gluggann og teygði sig eftir litlum
krossum sem lágu þar. Palmer tók
eftir því að fyrir framan gluggann
stóð maður og fylgdist með, rétt
eins og hann væri viðskiptavinur.
Opnardyr
Þegar klukkuna vantaöi tíu mín-
útur í átta logaði enn ljós í litlu
versluninni hennar Mary. Eftir því
tók Bill Kaýe sem var þá að ljúka
við að skreyta jólatré í glugga í
húsi beint á móti. Honum fannst
þetta einkennilegt því að á liðnum
árum hafði hann kynnst þeim sið
Mary að faratil St. Péturskirkjunn-
ar á aðfangadagskvöld. Hún hefði
því átt að vera þar á þessum tíma.
Klukkan átta höfðu Ijósin í versl-
uninni verið slökkt. Það sá enn
einn nágranni, Alice Corby, sem
átti þá leið hjá henni. Það vaktí
hins vegar athygli Alice að dymar
á versluninni stóðu opnar. Hún
varð gripin óþægindatilfinningu.
Eitthvað hlaut að vera að. En hún
þorði ekki að fara ein inn í verslun-
ina. Hún hringdi því bjöllu á hús-
inu á móti og þegar Bill Kaye kom
til dyra sagði hún honum að vart
gæti allt verið með felldu í litlu
búðinni hennar Mary.
Týnda Búdda-
líkneskið
Það reyndist rétt hjá Alice Corby.
Þegar þau Bill gengu inn um dym-
ar sáu þau strax í birtunni, sem
barst utan af götunni, að mikið
hafði gengið á. Leitað hafði verið í
öllum hirslum. Styttur af Maríu
guðsmóður lágu í molum á gólfinu
og litlir trékrossar höfðu verið
brotnir. Hafði brotunum verið
dreift um allt og innan um þau lágu
litlu krossamir sem Mary hafði
gleymt en ætlaði sér að sækja þegar
hún sneri við á leiðinni til kirkj-
unnar.
En þegar Bill Kaye hafði kveikt
ljósin og leit inn eftir ganginum á
bak við sjálfa verslunina og inn í
bakherbergið sá hann skelfilega
sjón. Ungfrú Mary lá á gólfinu og
hafði greinilega verið slegin í höf-
uðið. Þegar Bill gekk að henní til
að skoða hana betur sá hann að
hún var dáin. Þá varð honum ljóst
að hún var ekki með litla pokann
sem hún var vön að bera í reim um
hálsinn.
Og þegar þau Bill óg Alice höfðu
svipast betur um í versluninni varð
þeim Ijóst að eitt enn vantaöi, stórt
Búddalíkneski úr postulíni, en það
hafði Mary haft fyrir fjárhirslu.
Rannsóknarlögreglan komst síðar
að því aö líkneskið var morðvopn-
ið.
Pappírsblaðið
samankrumpaða
Þau Bill og Alice gerðu nú boð
fyrir lögregluna. Og innan tíðar
komu rannsóknarlögreglumenn
sem hefðu í raun réttri átt að sitja
við jólaborðið í stað þess að vera
að hefja rannsókn morðmáls. Þeir
yfirheyrðu fljótlega ýmsa af ná-
grönnunum en komust að því sér
til undrunar að enginn hafði heyrt
neinn umgang eða hávaða í versl-
uninni. En svo varð þeim svarið
allt í einu ljóst. Ekkert hafði heyrst
af því morðiö og ránið hafði verið
framið á meðan kirkjuklukkumar
hringdu til messu.
Fátt eða ekkert virtíst í fyrstu um
visbendingar ef frá var talið að
morðið tengdist ráni. Það var ekki
fyrr en tæknimenn rannsóknarlög-
reglunnar leituðu á svo til hveijum
ferþumlungi að þeir fundu saman-
brotið pappírsblað. Rannsókn á því
sýndi að það var sömu tegundar
og umbúöapappír sem margir af
slátrurum borgarinnar notuðu.
Þóttí nokkum veginn ljóst að
morðinginn hefði haft þetta blað á
sér þegar hann kom í verslunina.
Sú niðurstaða fékkst þegar ná-
grannar höfðu lýst því yfir að Mary
Donnell hefði verið grænmetísæta
og ekki neytt kjöts.
Pappírsblaðið var samankrump-
að en þegar því hafði verið flett
sundur kom 1 ljós að á því var blóð.
Var helst að sjá sem morðinginn
hefði blóögað sig er hann veitti
Mary höggið sem varð henni að
bana og tekið upp pappírsblaðið til
að þurrka hendur sínar en síðan
fleygt því frá sér.
Slátrarar yfirheyrðir
Enn frekari staðfesting á því að
morðinginn hefði notað pappírs-
blaðiö í þeim tilgangi sem lýst hefur
verið fékkst þegar í ljós kom að
blóðið var í sama flokki og blóð
hinnar myrtu.
Rannsóknarlögreglumenn fóra
nú til allra slátrara í hverfinu.
Meðal þeirra sem þeir komu tíl var
tvítugur maður, Thomaso Reed, en
kjötverslun hans var skammt frá
verslun Mary Donnell.
Thomaso kannaðist ekki við að
hafa verið neitt nærri verslun
Mary þegar morðið var framið.
Reyndar sagðist hann hafa verið
heima hjá sér eins og flestir á að-
fangadagskvöld. Hann sagðist hins
vegar þekkja til Mary Donnefl.
„Hver gerir það ekki?“ spurði
hann. „Hún var dýrlingur sem gaf
allan afrakstur af verslunarrekstr-
inum bömum og fátækum."
Yfirheyrslur yfir öðrum slátrur-
um báru engar árangur. Enginn
þeirra kannaðist við að hafa verið
í eða við verslunina á umræddum
tíma og engin vitni gáfu sig fram.
Það var sem enginn hefði séð morð-
ingjann þegar hann kom í verslun-
ina og fór úr henni, enginn nema
Harry Palmer sem hafði séð Mary
teygja sig eftir krossum í útstilling-
arglugganum og mann standa fyrir
framan hann. En Palmer gat enga
lýsingu gefið á manninum því hann
sá aðeins aftan á hann.
Líkneskið finnst
Rannsóknarlögreglan lét sér ekki
nægja að yfirheyra slátrarana
heldur gerði hún leit hjá ýmsum
þeirra. Hún bar þó hvergi neinn
árangur.
Um viku eftir morðið kom maður
nokkur, sem annaöist viðgerðir á
brotnum munum, til lögreglunnar
og hafði meðferðis Búddaflkneski
úr postuflni. Hann sagði að skóla-
piltur hefði komið með það og beð-
ið um aö gert yrði við það. Líknesk-
iö reyndist vera það sem horfið
hafði úr verslun Mary Donnell.
Tveir rannsóknarlögreglumenn
vora hjá viðgerðarmanninum þeg-
ar drengurinn kom að sækja grip-
inn. Við yfirheyrslu sagði hann að
hann hefði fundið flkneskið í rasla-
fotu. Hann hefði tekið það í þeirri
trú aö einhver hefði kastað því.
Þegar hann var spurður hvar
raslafatan hefði verið sagði hann
að hún hefði staðið fyrir aftan kjöt-
verslun Thomasos Reed.
Vissaenengar
ótvíræðar sannanir
Thomaso Reed stóð fyrir innan
afgreiðsluborðiö hjá sér og pakkaði
inn kjöti þegar rannsóknarlögregl-
an kom á hans fund. Hann var
handtekirm fyrir morðið á Mary
Donnell. í kjölfarið fylgdi ákæra.
En þar eð enginn hafði séð hann á
morðstaðnum og engin fingrafor
fundust á morðvopninu var hann
sýknaður fyrir réttí. Reyndar kom
hann tvívegis fyrir rétt en eins fór
í bæði skiptin.
Þótt ekki tækist því að sanna að
Thomaso Reed væri morðingi
Mary Donell varð Ijóst áður en
langt um leið að hann var afbrota-
maður. Ári eftir síðari sýknunina
var hann gripinn á flótta eftir
bankarán og fyrir þátt sinn í því
fékk hann eins árs fangelsi. Og
nokkra eför aö hann varð á ný
fijáls ferða sinna var hann hand-
tekinn á ný, í þetta sinn fyrir rán
sem stefnt hafði lífi fómardýrsins
í hættu.
Síöar fundust nokkrir ódýrir
krossar úr jámi undir glugganum
á heimifl hans. Þeir voru sömu
gerðar og þeir sem Mary Donnell
var vön að gefa fátækum bömum
á aöfangadagskvöld.