Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1992, Síða 33
LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992.
45
boðið er á mannamót af ótta við nán-
asarhátt gestgjafa.
Flest möguleg tækifæri eru nýtt til
drykkju. Drukkið er síðasta vetrar-
dag, fyrsta sumardag, síðasta sumar-
dag, á páskum, jólum, frídögum og
hátíðisdögum. Ef ekkert gott tilefni
er fyrir hendi búa menn sér til átyllu
til að drekka. Drukkið er til að fagna
þjóðhátíöardögum ýmissa landa eða
fæðingar- og dánardögum stór-
skálda.
Menn stinga upp á þvi að farið sé
út að borða eða í heimsókn til ein-
hverra ölkærra vina þar sem vín er
ábyggilega á boðstólum. Ef aðrir taka
þessu illa og vilja ekki fara í heim-
sókn eða á öldurhús verður alkohól-
istinn reiður og sár og rýkur jafnvel
einn af stað í bræði. „Enginn vill
gera neitt skemmtilegt með mér,
þetta er hundfúlt lið.“
Venjulegast lýkur slíkum reiöi-
köstum á bar þar sem sorgum og
vonbrigðum er drekkt í vínglasi og
nú er nóg ástæða til drykkju.
Sigurður Breiðfjörð - Hann hafði
óteljandi ástæður til að drekka sitt
brennivín. Sigurður var aufúsugest-
ur í verslunum þar sem hann kastaði
fram stöku og hlaut aö launum
brennivínsstaup. Þjóðin þekkti
skáldið sitt og dáöist að því. Hvar sem
hann kom var dregin fram,pyttla,
væri eitthvaö til, því að allir vissu
að skáldið var ölkært og víntár virk-
aði örvandi á skáldagáfuna. Áfengi
varð því óaðskiljanlegur hluti dag-
legs lífs í leik og starfi og lítil þörf
fyrir átyllur.
Með brjóstbirtu á fleyg. ,Flest mögu-
leg tækifæri eru nýtt til drykkju.
Drukkið er síðasta vetrardag, fyrsta
sumardag, síðasta sumardag, á
páskum, jólum, frídögum og hátíðis-
dögum,“ segir i bókinni.
Starkaður Sturluson - Starkaður
getur ekki hugsað sér heila helgi án
áfengis. Rósa hefur stundum stungið
upp á því en honum finnst slík til-
hugsun lítið fagnaðarefni. Á fimmtu-
dögum fyllist hann spennu og óróa
sem magnast mjög á fostudögum og
bráir ekki af honum fyrr en hann er
búinn að hella sér í fyrsta glas
kvöldsins.
Starkaði finnst erfitt að fara í heim-
sóknir til fólks sem ekki vill hafa vín
um hönd. „Þetta eru leiðindapúkar,"
segir hann gjaman. Hann finnur sér
ávallt átyllur til að drekka. Á hverju
ári er haldið upp á afmæhsdag og
dánardag Einars Benediktssonar
auk fjölda annarra smáafmæla
ýmissa misþekktra merkismanna
eins og Lenins, Jónasar Hallgríms-
sonar og Che Guevara. Starkaður er
alltaf til í gott teiti, hvemig sem á
stendur heima fyrir. Stundum fer
hann til Kaupmannahafnar og
drekkur á Hvids vinstue og minnist
allra þeirra íslendinga sem hlotið
hafa beiskan aldurtila í borginni.
Eitt sinn gekk hann að húsinu þar
sem Jónas fótbrotnaði í stiga og grét.
Á hverju sumri tekur hann leigubíl
seint um kvöld og lætur aka sér til
Herdísarvíkur. Þar situr hann í næt-
urkyrrðinni, drekkur og minnist
hohvinar síns og hugleiöir síðustu
ár skáldsins meðan gjaldmælir tifar
og bílstjóri sefur. „Þetta em mínar
pílagrímsferðir," segir Starkaður.
„Múhameðstrúarmenn mega fara til
Mekka í leiguflugi fyrir mér, en hing-
að fer ég á leigubíl."
■
Óttar Guömundsson með nýútkomna bók sína. DV-mynd GVA
Drykkjan
hefur ekkert
breyst
- segir Óttar Guómundsson, höfundur Tímans og társins
„Ég hef unnið í áfengisgeiranum sonar prófessors. En hvað rekur
meira og minna í sjö ár. Drykkju- hann, lækninn, áfram í svo viðam-
hegðun og drykkjumynstur Islend- iklum ritstörfunum?
inga hefur ahtaf valdið mér mikl- „Það er gaman að skrifa og gefa
um heilabrotum. Drykkja íslend- út. Mér finnst ég hafa ýmislegt að
inga er mjög sérstæð þar sem hér. segja og hef mikla ánægju af því.
drekkur hver manneskja minna Eféggætilifaðafþvíaðverarithöf-
áfengi en gert er í nálægum löndum undur mundi ég gera það. En ég
en á móti kemur aö hér er meira er með svo þungt heimili og mikla
af meðferðartilboðum en annars ómegð að ég verð aö sinna læknis-
staðar. Félagsleg vandamál tengd störfum í hjáverkum með ritstörf-
drykkju eru mjög mikil hér og í því unum til að hafa í mig og á,“ segir
felst ákveöin mótsögn. Til að átta Ottar Guömundsson.
mig á þessu öllu fór ég að glugga í -hlh
gamlar heimildir og það varð
kveikjan að þessari bók,“ segir Ótt-
ar Guðmundsson læknir sem skrif-
að hefur bókina Tíminn og tárið -
íslendingar og áfengi í 1100 ár.
HVERSVEGNA
AUGLÝSA AÐRIR
ALDREIVERÐIÐ
Á DÝNUM ?
Vegna þess að það
er svo miklu hærra
en verðið okkar.
100 % aukning á dýnusölu Húsgagnahallar-
innar hefur kallað á viðbrögð keppinauta -en
þeir eiga fá svör því við höfum góðar dýnur,
íslenskar, evrópskar og amerískar á verði
sem enginn keppir við.
Við bjóðum þér úrvalsdýnur með 15 ára
ábyrgð á flestum gérðum og afgreiðslu strax
og lægsta verðið og skiptirétt fyrir þig þar til
þú hefur fundið dýnu sem þú ert ánægð(ur) með.
Rétt dýna heldur Röng dýna spennir
hryggnum beinum. hrygginn.
Við erum fagfólk í dýnumálum.
Húsgagnahöllin
BÍLDSHÖFÐA 20 -112 REYKJAVÍK - SÍMI91-681199
Ottar hóf að vinna við bókina
fyrir tveimur árum, strax eftir út-
komu íslensku kynlífsbókarinnar.
Bókin lýsir sambúð íslendinga og
Bakkusar frá tímum víkinganna
og fram á okkar daga.
- Kom þér eitthvað á óvart þegar
þú byrjaðir að skrifa?
„Það sem kom mér á óvart var
að ekkert hefur breyst. Sama
vandamáhð hefur veriö hér á öhum
tímum. Eldgamlar frásagnir af
drykkju hefðu aht eins getað verið
teknar .úr DV í dag. í heimildum
bæði íslendinga og útlendinga
kemur fram að drykkja hefur alltaf
verið mikil. Þegar íslendingar
drekka drekka þeir til þess aö
verða ölvaðir.“
í bókinni segir Óttar sérstaklega
frá drykkju nokkurra þjóðskálda.
Brot úr drykkjuævi Sigurðar eru
tekin sem dæmi í kafla er nefnist
Alkóhóhsmi eða stjómleysi. En af
hveiju Sigurður Breiðíjörð?
„Mig langaði til að segja sögu ein-
hvers manns sem væri dæmigerð
ævisaga drykkjumanns. Saga Sig-
urðar Breiðfjörðs er dæmigerð fyr-
ir tíðarandann og ástandiö í þá
daga. Þá liggja fáir eins vel við og
skáldin þar sem þau segja sjálf sögu
sína í Ijóðum og mikiö hefur verið
um þau skrifað. Ævi skáldanna er
nánast eins og opin bók.“
- Þú segir líka söguna af Jónasi
Hallgrímssyni og dauða hans.
„Ég segi sögu Jónasar með sorg
í hjarta. Þjóðin er í afneitun gagn-
vart áfengi, vih ekki viðurkenna
áfengisvandann né hve mikih hann
er. Þess vegna geri ég þjóðsöguna
um Jónas Hahgrímsson sérstak-
lega að umtalsefni."
Óttar er þegar byijaöur að skrifa
aðra bók, um aðstandendur alkó-
hóhsta og aðila sem standa alkhó-
hstanum næstir. Við ritstörfin hef-
ur hann notið velvildar yfirmanna
sinna, sérstaklega Tómasar Helga-
FALLEGIR GLER-
OG BÓKASKÁPARIHNOTULIT
Opið 10-19
alla daga
GARÐSHORN GP
húsgagnadeild
við Fossvogskirkjugarð - simi 40500