Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1993, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1993. 5 Fréttir ísland í bresku iðnaöartímariti: Fyrirspurnir til Grundar- tanga frá Banda- ríkjunum „Við höfum fengið nokkrar fyrir- spumir um aðstöðu frá aðilum í Bandaríkjunum en það á eftir að koma í ljós hvort alvara er á bak við þær. Það ríkir kreppa í heiminum núna,“ segir Jón Hálfdánarson, for- maður stjórnar Grundartangahafnar og forstöðumaður rannsóknar- og þróunardeildar íslenska járnblendi- félagsins. Jón kynnti í sumar Grundartanga- höfn í breska iðnaðartímaritinu Corporate Location sem dreift er um allan heim. Forgang um kynninguna hafði markaðsskrifstofa iðnaðar- ráðuneytisins og Landsvirkjunar, að sögn Jóns. Auk Grundartangahafnar kynntu fleiri íslenskir aðilar staði á íslandi fyrir orkufrekan iðnað þann- ig að um sérútgáfu um ísland var að ræða. Það er mat Jóns að Grundartanga- svæðið sé sá staður á íslandi sem hagkvæmastur sé fyrir orkufrekan iðnað. „Það yrði ódýrt að stækka höfnina hér ef með þyrfti og land- svæðiö er auðvelt til byggingar. Há- spennutengihnur eru einnig komnar að Brennimel hér fyrir ofan höfn- ina.“ -IBS 23 ára kærður fyrir nauðgun Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað 23 ára karlmann í gæslu- varðhald fram á næstkomandi fóstu- dag á meðan rannsókn fer fram á nauðgunarmáli sem hann hefur ver- ið kærður fyrir. Nauðgunin var kærð til Rannsókn- arlögreglu ríkisins síðastliðinn laug- ardag og mun hún hafa átt sér stað aðfaranótt laugardagsins. Maðurinn var handtekinn skömmu síðar. -ból Innbrotsmálið I Garðabæ að f ullu upplýst Innbrotsmálið í Garðabæ, þar sem verðmæti fyrir hundruð þúsunda hurfu þegar eigendumir brugðu sér frá í klukkutíma, er nú að fullu upp- lýst. Fjórir menn voru handteknir og yfirheyrðir síðastliðinn laugardag í tengslum við máhð og reyndust þrír af þeim hafa farið inn í húsið og stol- ið öllum lausum verðmætum. Mestallt þýfið hefur fundist og ver- iðskilaðtilréttraeigenda. -ból Fatasöf nun handa stríðshrjáðum áBalkanskaga Rauði kross íslands og Hjálpar- stofnun kirkjunnar efna til fatasöfn- unar á morgun til hjálpar stríðs- hrjáðum á Balkanskaga. Söfnunin er í samvinnu við ríkisstjómina sem leggur fram 5 mihjónir króna. Ljóst þykir þó aö kostnaður vegna söfnun- arinnar verður nokkm hærri. Þörf er fyrir hvers kyns fatnað en ekki skó. Aðstandendur söfnunar- innar segja áríðandi að fólk komi með fötin vel flokkuð þannig að hægt verði að setja þau beint í kassa. Er mælt með því að kvenfót og karl- mannaföt séu flokkuð sér og einnig smábamafót að fimm ára aldri og bamaföt fimm th fjórtán ára. Móttakan á höfuðborgarsvæðinu fer fram klukkan 14 th 22. í Reykja- vík verða móttökustöðvar í félags- miðstöðvum. -IBS MA-nemar spurðir um EES: ferð en hefur aðeins dregist," segir brandarar. Hins vegar er litið sung- bílum. Jón Kristinn Jónsson, einn 20 ið þvi að það eru ahir laglausir. „Það er mikih skafrenningur feröalanga á 10 bíium sem hafa Þetta er stór ohukyntur skáh og ntina en veörið virðist vera að verið veðurtepptir í Snæfellsskála það væsir ekki um okkur þó að það Iægja. Við munum þó ekki huga að fyrir austan Vatnajökul síðan á sé vitlaust voður úti. Þaö eina sem brottför fyrr en við sjáum að það laugardag. truflar er síminn en það er alltaf verður skaplegt veður og færðin „Héðan er annars aht gott að veriðaðhringjaíokkur," segir Jón verður trygg. Við erum með nógar frétta og ekkert sem amar að. Menn Kristinn. vistir og gætum haldið út án vand- reyna að dunda sér viö eitthvað. Ahs eru 18 karlmenn, 2 konur og ræðaframaðhelgiefmeðþyríti." Mest er nú bara legið fyrir og svo einn hundur í skálanum. Fólkið er -ból 65 prósent vilja þjóðaratkvæða- greiðslu Tæp 65 prósent aðspurðra í Menn+askólanum á Akureyri, MA, og Verkmenntaskólanum á Akureyri eru fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópska efnahagssvæðið, EES. Þetta er niðurstaða skoðanakönnun- ar sem nokkrir MA-nemendur stóðu fyrir síðari hluta nóvember. Um fjög- ur hundruð nemendur í tveimur síð- ustu bekkjum skólanna tóku þátt í skoðanakönnuninni. Að sögn eins aðstandenda könnun- arinnar, Jóhanns Gunnars Arnar- sonar, virtist efnisleg þekking nem- enda á innihaldi samningsins fremur léleg. „Það var helst að menn voru vel að sér um það atriöi er varðaði sameiginlegan vinnumarkað," segir Jóhann. Athyghsverðasta niðurstaða könn- unarinnar að mati aðstandenda er sú að stelpumar eru verr að sér um innihald EES-samningsins en strák- amir. Andvígir aðhd að EES voru 23,38 prósent, fylgandi 11,55 prósent en hlutlausir 65,07 prósent. -IBS LOKAÐ I DAG MIÐVIKUDAG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.