Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1993, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1993.
Fréttir
Réttarhöld í máli fyrrum aðstoðarútsölustjóra ÁTVR í héraðsdóml 1 gær:
Veit ekki hve mikla
fjármuni hann dró sér
- ákærður fyrir 23 milljóna flárdrátt sem ÁTVR fer fram á að fá í skaðabætur
„Þetta er hreinlega meö ólíkindum
en svona er þetta nú,“ sagði Arnar
Guömundsson, deildarstjóri hjá
RLR, í sóknarræöu sinni í héraös-
dómi í gær þar sem þinghaldi lauk í
máli ákæruvaldsins gegn Þorkeli
Einarssyni, fyrrum aðstoöarútsölu-
stjóra ÁTVR við Lindargötu.
Arnar vék að því hvemig Þorkell
dró sér fé frá útsölunni á árunum
1986-1991. Hann er ákæröur fyrir að
hafa dregiö sér rúmar 23 milljónir
króna á þessu timabili og krefst
ÁTVR sömu upphæðar í skaðabætur
í máhnu. Ákærði bar við dómsyfir-
heyrslu í gær að hann hefði veriö aö
bjarga sér fyrir hom með fjárdrætti
sínum en gat ekki gert grein fyrir
því hve há fjárhæðin var né ná-
kvæmlega í hvað peningamir fóra.
Þorkell viðurkenndi að þegar fjár-
drátturinn byxjaði hefði ætlun hans
verið að greiða það til baka sem hann
tók. Síðan hefðu hlutirnir farið úr
böndunum - þegar úttektimar urðu
fleiri og fleiri gerði hann sér grein
fyrir að geta sennilega aldrei staðið
í skilum - þetta hefði farið að verða
„eins og veltandi snjóbolti".
Fjárdrátturinn fór aðallega fram
með þeim hætti að hann dró sér and-
virði svokallaðra veisluvínstékka úr
kassa verslunarinnar. Viðskiptavin-
ir, sem fengu stórar pantanir af-
greiddar, greiddu þannig með tals-
vert háum tékkum, jafnvel andvirði
hundraða þúsunda, og fór Þorkell
einn höndum um þær. Þegar greitt
var fór hann með tékkana í kassann,
án þess að stimpla, og skipti þeim í
í dórnsalnum
Óttar Sveinsson
peninga. Til að „dekka“ það sem fór
af lagernum setti hann tóma kassa í
stæðumar. Við talningu reyndust
það vera 217 tómir kassar.
Þegar ekki var hægt að hlaöa fleiri
tómum kössum í stæðumar svo vel
færi breytti Þorkell tölum í uppgjör-
um gagnvart ríkisendurskoðun.
Um þetta sagði sækjandinn: „Það
er kaldhæðnislegt að við þetta vann
ákærði í aukavinnu." Þannig passaði
bókhald gagnvart lager og það var
Þorkell sem hafði umsjón með taln-
ingum. Fram kom í héraðsdómi í gær
að innra eftirlit ÁTVR var- nánast
ekki til fyrr en breytingar vora gerð-
ar skömmu áður en allt komst upp.
Þorkell var mjög lítið frá vinnu og
tók sér t.a.m. engin lögboðin frí á
áranum 1987-1988.
Ekkert hefur komið fram í málinu
um að aðrir hafi vitað um brot Þor-
kels, hvorki samstarfsmenn né fjöl-
skylda. Faðir hans var útsölustjóri
en hann var ekki ákæröur í málinu.
Verjandinn, Páll Arnór Pálsson, mót-
mælti skaðabótakröfu ÁTVR og kvað
hana allt of háa með hliðsjón af því
að lagertalning hefði verið ónákvæm
og öðram óvissuþáttum sem ekki
hefði tekist aö sanna að Þorkell bæri
ábyrgð á. Allan Vagn Magnússon
héraðsdómari kveður upp dóm í
málinu á næstu vikum.
Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra óskar Jóni Baldvin Hannibalssyni utanrikisráðherra til hamingju með
samþykkt Alþingis á EES-samningnum. Sighvatur handleggsbrotnaði í gærmorgun þegar hann datt á tröppum
stjórnarráðsins. DV-mynd GVA
Ekkert hefur komið fram um hvort forseti hyggst staðfesta lögin um EES:
Vigdís vill halda ríkis-
ráðsf und í dag
- ég er henni sammála - sagði Davíð Oddsson seint í gærkvöldi
Heimildir DV herma að innan rík-
isstjómarinnar séu menn órólegir
þar sem ekki hggur fyrir hvort Vig-
dís Finnbogadóttir, forseti íslands,
staðfestir lögin um EES eða hvort
hún skýtur málinu til þjóðarinnar.
Ríkisstjómin kom saman til fundar
í Ráðherrabústaðnum í gærkvöldi.
Að fundinum loknum vörðust allir
ráðherramir frétta af gangi málsins.
Davið Oddsson forsætisráðherra
sagði að Vigdísi hefði óskað eftir rík-
isráðsfundi og hann sagðist vera
henni sammála. Stefnt er að því að
fundurinn verði í dag en um mið-
nætti í gær sagði Davíð að ekki væri
búið að tímasetja fundinn.
Þegar Davíð var spurður hvort rétt
væri að Vigdís Finnbogadóttir hefði
neitað að staðfesta lögin um EES í
gær sagði það ekki vera rétt. DV
hefur heimildir fyrir því að Jón Bald-
vin Hannibalsson hafi lagt áherslu á
að forseti staðfesti lögin í gær.
Einn þeirra sem DV ræddi við sagði
óljóst hvað forseti gerði. Vitað er að
hún hefur orðið fyrir miklum þrýst-
ingi um að staðfesta ekki lögin. Með-
al þeirra sem hafa skorað á hana að
gera það ekki, era nokkrir tryggir
stuðningsmenn hennar. Fari svo að
Vigdís ákveði að vísa málinu til þjóð-
aratkvæðagreiðslu þá yrði það í
fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sem
forseti gerði slíkt - en samkvæmt
sfjómarskrá hefur forseti fuUa heim-
ild til að vísa málum til þjóðarinnar.
Stjómarliðar voru famir að velta
þessum málum fyrir sér í gær. Einn
þeirra sagði, í samtali við DV, að ef
Vigdís staðfesti þá' mundi Davíð
Oddsson biðjast lausnar fyrir ríkis-
stjómina og boða til kosninga.
Mikil spenna er vegna þessa máls
og þar til að loknum ríkissráðsfundi,
sem sennilega verður í dag, virðist
með öllu óljóst hver framvinda EES-
málsins verður, það er hvort Vigdís
Finnbogadóttír staðfestir lögin eða
vísar málinu tíl þjóðaratkvæðis.
Davíð Oddsson sagði í gærkvöldi
að sjaldgæft væri að ríkisráð kæmi
saman þegar lög væra staðfest enda
kæmi ráðið venjulega ekki saman
nema tvisvar á ári en Davíð sagði
þetta stórt mál og þegar forseti hefði
óskað eftir fundinum hefði hann
strax verið henni sammála.
-sme
Alþmgi samþykkti a EES-samninginn í gær:
Ég stend við það
sem ég hef sagt
- um efnahagslegan ávinning af EES, segir Jón Baldvin
„Ég stend við það sem ég hef sagt.
Þetta era ekki nákvæmnivísindi en
ég hef verið að meta hagvaxtaráhrif,
aukið vinnsluvirði í útflutningi,
lægra innflutningsverð, lægri vexti
og þannig mættí lengi telja. Það hafa
margar stofnanir í okkar þjóðfélagi
reynt að leggja mat á þetta, Þjóðhags-
stofnun, Seðlabankinn, fjármála-
ráðuneytið, Byggðastofnun, fyrir ut-
an hagdeildir hinna ýmsu samtaka
atvinnuveganna. Það er hægt að
deila um forsendumar en þaö getur
enginn deilt um að hinn efnahagslegi
ávinningur er mikiU og hið efnahags-
lega tjón, sem viö hefðum orðið fyrir
hefðum við verið fyrir utan, hefði
orðið mjög alvarlegt," sagði Jón
Baldvin Hannibalsson þegar hann
var spurður um hvort hann stæði
við það sem hann hefði áður sagt um
efnahagslegan ágóða okkar af Evr-
ópska efnahagssvæðinu.
„Ég er feginn að málið er til lykta
leitt á Alþingi. Úrslitin era mjög svip-
uð þvi sem ráð hafði verið fyrir gert.
Með þessari atkvæðagreiðslu er öll-
um efasemdum eytt um vilja okkar
til aðildar að Evrópska efnahags-
svæðinu, það kemur ekki framar tíl
álita að við getum ekki átt aöild að
þeirri bókun sem þarf að gera og
leggja fyrir þingin vegna brotthvarfs
Sviss.“
- Hvaða áhrif mun EES hafa hér á
landi fyrst í stað?
„Það er ljóst að við verðum að bíða
þess fyrst að samkomulag takist um
viðbótarbókunina og að hún verði
staðfest af öllum þingum þannig að
það veröur viðbótarfrestur. Af því
bíðum við skaða eins og aörir.“
- En til lengri tíma litíð?
„Við getum best metið hver áhrifin
hefðu orðið hefðum við lent utan við,
sennilega einir Vestur-Evrópuþjóða,
á markaði sem tekur viö 80 prósent
af okkar útílutningi. Ef viö værum
utan tollmúranna en Noregur fyrir
innan þá þýddi það djúpa kreppu
fyrir íslenskan sjávarútveg. Það
myndi dýpka hina íslensku kreppu,
auka atvinnuleysið og það er eitt-
hvað sem ég hef allan tímann ekki
mátt til hugsa,“ sagði Jón Baldvin.
Þegar hann var spuröur hvort
hann myndi nú takast á við annað
ráðherraembættí, það er hvort kom-
ið væri að stólaskiptum, sagði hann
það opið sem áður og ekkert nýtt
vera í því máli.
-sme
Leikritsuppfærsla Sveins Einarssonar 1 Kaupmannahöfn:
Frábærir dómar fyrir leik-
sljórn á Afturgöngunum
- eftir Henrik Ibsen í Folketeatret
Dagskrárstjóri Sjónvarps, Sveinn
Einarsson, hefur undanfamar vikur
dvalið í Kaupmannahöfn við leik-
stjóm verksins Afturgöngumar eftir
Henrik Ibsen. Verkið var frumsýnt í
byriun janúar og hefur það fengiö
einróma lof gagnrýnenda jafnt sem
áhorfenda.
Öll stærstu blöðin í Danmörku gefa
verkinu góða dóma og fara lofsam-
legum orðum um leikstjóm Sveins.
í Berlingske Tidende er meöal ann-
ars sagt að „verkið hafi óvenjusterk
áhrif á áhorfandann í leikstjóm
Sveins Einarssonar vegna þess hve
hann setur efnið fram á skýran og
samræmdan rnáta".
í Politiken fær Sveinn einnig lof-
samlega dóma og Ekstra Bladet gefur
verkinu 6 stjömur af 6 mögulegum.
Þar er sagt að „framsetning íslenska
leikstjórans Sveins Einarssonar og
frammistaða 5 frábærra leikara nái
verki Ibsens á mikiö flug“. í BT, sem
gefur verkinu 5 af 6 mögulegum
stjömum, erþví haldið fram að „leik-
stjórinn frá Islandi taki á verkinu af
umhyggjusemi án málalenginga" og
uppfærslan er sú besta sem gagnrýn-
andinn hefur séð af Afturgöngunum
til þessa.
Dómur gagnrýnenda í Jyllands-
posten er á svipuðum nótum. „Út-
koma verksins er sjaldgæf og ein-
hver fallegasta og sterkasta upp-
færsla á verki Ibsens sem lengi hefur
sést á dönsku leiksviöi.“
ÍS