Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1993, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1993, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1993. 7 Sandkom Kunnui olur- hugi úr Sjálf- stæðisflokkn- umkomgest- um í nýárs- dagsveisluá óvarterhann lýstiþvíyfirí ræðuaðnúver- andiríkissijóm værisúverstaí áratugi. Vék hannhnytti- leRaaflsumutn ráðherranna. Davíð sagöi ræðumaöur einhverja verstu sendingu sem þjóöin hefði fengiö inn á Alþingi. Taldi ræöumað- ur engan efa á því aö íslensk þjóð væri nú mun betur á vegi stödd ef Davíð heföi haldiö áfram að leika jólasvein með vini sínum Katli Larsen. Jólasveinn í bókEiríks Jónssonarum Daviðkemur i framaögfA :: vinátía haii tekist með Dav- íöogKatlier þeirvorabáðir neinenduri ieiklistarskóla ÆvarsKvaran. Eiríkurgreinir fráþvíaöDavíð ogKetillhafi gerstsam- starfsmenn á sviði viðskipta - það er gert út jólasvetninn. „Þeirurðufljótt vinsælustu jólasveinarnir í höfuð- borginni og höfðu ærinn starfa viö að skemmta bömum og fullorðnum." Sérstætt viðbit Kerðafólk lrá L'tivisl ma'tti : : bópi ítaiaá Hornströndum fyrirnokkrum árum.Vest- íirska frótta- blaðíö greinir frásamræðum Útivistar- mannaogítal- annaerþeir sátuogsnæddu nesti sitt. Kváð- ustítalamir einungis vera með islenskan mat og aðspurðir hvemig þeim líkaði matur- inn sögðu þeir hann góðan, nema smjörið. Það væri öðruvísi en italska smjörið og ekki sérlega gott þó að mætti ,;slæða“ því í sig. „íslending- arnir fylgdust skömmu siðar með þ ví þegar einn ítalinn tók upp íslenska flatköku, smurðihanameðjúgur- smyrsh úr dollu, setti þjóðlega kinda- kæfu ofan á og át. Nú skildu menn betur af hvetju hinum suðrænu feröalöngum þótti íslenska smjörið nokkuð frábrugðið þvi sem þeir áttu aðvenjast." Vestfirska fréttablaðið bendiráaöís- lenskujúgur- smyrslsdoD- urnar,semþað segirfáa kanpa hjáKaupfélag- inuálsafiröi ncmabændur í Djúpi.séuekki ólíkarkringl- óttumsmjör- öskiumsem tiðkistviðaum Evrópu. „Og svona til að taka af aDan vafa Ijjá liinum góðu gestum um inrii- haldið í doDunura var utan á þeirn mynd af mjólkurkú." Blaðið tekur það fram að svo virðist sem engum hafi orðið meint af þessu sérstæða viðbiti. Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdótlir Fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti 59 menn árið 1992: Kostar um 200 þús- und krónur á mann Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- SIF, sótti 59 menn á árinu 1992 í sam- tals 82 flugferðum. Kostnaðurinn við að ná í þessa menn nam tæpum 12 miiljónum eða um 200 þúsundum á manninn. Alls fór þyrlan í 53 sjúkraflug og 29 leitar- og björgunarflug. Á árinu 1991 voru sjúkra-, leitar- og björgun- arflugferðimar aðeins færri eða 76 taisins. 39 manns voru sóttir á landi, þar af 4 erlendir menn. Þá sótti þyrlan 18 íslendinga og 2 útlendinga á sjó. Þar af var sjö manns bjargað í sjó- skaða en hinir voru sóttir vegna veikinda um borð í skip og báta. Hefð er fyrir því að sjómenn frá öðrum löndum séu sóttir, þeim að kostnaðarlausu, um borð í skip ef um veikindi er að ræða. Þetta er gagn- kvæmt því íslenskir sjómenn í er- lendri landhelgi njóta sömu réttinda. Þyrlunni var á árinu 1992 flogið í samtals 432 klukkustundir, þar af 49 stundir í leitar- og björgunarflugi og 81 kiukkustund í sjúkraflugi. Af- gangurinn var flugferðir vegna æf- inga- og þjálfunarflugs, flug í vita, gæsla fyrir opinbera aðila og fleira. Að sögn Hrafns Sigurhanssonar, íjármálastjóra Landhelgisgæslunn- ar, kostar hver flugklukkustund á þyrlunni um 90 þúsund krónur. Kostnaöur við flugferðir þyrlunnar á árinu 1992 nam því tæpum 40 millj- ónum króna. -ból Þorsteinn Pálsson gagnrýnir stjómarandstöðuna: Steingrímur bauð EB veiðiheimildir - áfiindimeðframkvæmdastjómEBíapríll990 Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra gagnrýndi stjórnarand- ‘stöðuna á Alþingi í gær. Sérstaklega gagnrýndi hann Steingrím Her- mannsson, fyrrverandi forsætisráð- herra. Hann sagði meðal annars að Steingrímur og Jón Baldvin Hanni- balsson hefðu á fundi með fram- kvæmdastjóm EB í apríl 1990 sagt að til greina gæti komið að gera samning um gagnkvæmar veiöi- heimildir. Þorsteinn fuliyrti að síðasta ríkis- stjóm heíði verið reiðubúin að skipta á gagnkvæmum veiðiheimildum og hann sagðist þess vegna gefa lítið fyrir málflutning þeirra stjórnarand- stæðinga, sem áttu sæti í fyrri ríkis- stjóm, í sjávarútvegssamningsmál- inu. Þorsteinn sagðist ekki hafa séð gögn um aö Steingrímur Hermanns- son og ríkisstjóm hans hefðu einimg- is viljað skipta á loðnu og vannýttum fisktegimdum og hann sagðist ekki heldur hafa séð nein gögn um að rætt hefði verið um veiði á móti veiði. „Það er ekki mikið gefandi fyrir þau rök 7. þingmanns Reykjaness sem hann hefur haldið fram í þessu máli," sagði Þorsteinn meðal annars Skattahækkun: Kjánalegt af lands- feðrum - segirBjömE.Kristjánsson „Ég vil ekki skamma neinn en það er afskaplega kjánalegt af landsfeðrunum að hækka álögumar hiutfailslega mest á þeim sem minnstar hafa tekj- urnar. Allt hækkar nema laun- in. Að lækka persónufrádrátt- inn og hækka tekjuskattinn kemur sjáifsagt ilia viö alla en sem lífeyrisþegi hef ég litla möguieika til að auka tekjum- ar,“ segir Bjöm E. Kristjánsson, fyrrverandi fulltrúi hjá Reykja- víkurborg. Björn fær 56.714 krónur í eft- irlaun á mánuði eftir 40 ára starf fyrir Reykvíkinga. Á síö- asta ári greiddi hann áð jafnaði 28 krónur í staðgreiðsluskatt með því að nýta skattkort sitt tíl fulls og skattkort konu sinn- ar að hluta. Honum brá hins vegar í brún þegar hann fékk eftirlaunin sín á dögunum því þá tók skatturinn 1.251 krónu. Hækkunin er þá 4400 prósent. -kaa um Steingrím Hermannsson, og ít- rekaði að Steingrímur hefði gert Evr- ópubandalaginu tflboð um veiði- heimildir í íslenskri fiskveiðilög- sogu. „Sami maður getur ekki komið nú og sagt aðra vera að gefa eftir," sagði Þorsteinn. Hann sagðist ekki trúa þvi, miðað við málflutning, að fyrr- um ráðherrar Alþýðubandalagsins hafi vitað af þessu tflboði Steingríms til EB. -sme ÚTSALAN urrcT Xl£if m JL Á MORGUN REYKJAVÍKURVEGI 62, HAFNARFIRÐI, SÍMI 651680

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.