Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1993, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1993. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Hvað kom fyrír Steingrím? Alþingi hefur loks nú, seint og um síðir, afgreitt samn- inginn um Evrópska efnahagssvæðið. Hér hefur áður verið Qallað um gildi þess samnings, kosti hans og galla. Sömuleiðis um málsmeðferðina, málþófið og þau rök sem sett hafa verið fram gegn EES-samkomulaginu. Fram hefur komið að umræður á þingi hafa staðið leng- ur um þetta mál en nokkurt annað í þingsögunni og ekki fer á milli mála að aðild íslands að EES verður talin til stærri ákvarðana íslendinga. í hita leiksins hafa mörg þung orð fallið sem munu fljótt gleymast og á það bæði við um persónur og póli- tískar skylmingar um einstök atriði. Hitt stendur eftir hvernig stjórnmálafLokkarnir hafa haldið á málinu, enda kemur þar fram grundvallarafstaða og stefnu- mörkun sem er hafín yfir dægurþras. Andstaðan gegn EES sýnist einkum hafa verið byggð á þjóðernislegum grunni. Hér hafa togast á þau öfl sem áður hafa háð marga hildi um tengsl okkar við erlendar þjóðir og alþjóðasamskipti. Annars vegar þeir sem vilja tengjast nánari böndum við útlönd í viðskiptalegum, stjórnsýslulegum og utanríkispóhtískum málum. Hins vegar þeir sem óttast um örlög íslands út frá sjáif- stæði, menningu og forræði í einu og öllu. Er þar skemmst að minnast átakanna um aðildina að Nató og Efta, svo eitthvað sé nefnt. Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa jafnan ver- ið í forystu fyrir hin fyrri öfl meðan Alþýðubandalag hefur haft forystu um málstað hinna síðari. í umræð- unni og afgreiðslunni á EES hafa aðeins tveir flokkar gengið óskiptir til leiks, Alþýðuflokkur og Alþýðubanda- lag. Hjá Kvennalista og Sjálfstæðisflokki hafa örfáir þingmenn skorist úr leik, án þess þó að efast verði um flokkspólitíska afstöðu þessara tveggja þingflokka. Það er aðeins Framsóknarflokkur sem enn og aftur hefur hvorki getað haldið né sleppt og er bæði með og móti eftir því hvemig vindur blæs. Framsóknarmenn virðast eiga erfitt með að gera upp hug sinn til slíkra mála. Innan Framsóknarflokksins voru jafnan skiptar skoðanir um afstöðuna til Nató á sínum tíma. Sama er upp á teningnum nú. Þorri fram- sóknarþingmanna hefur kosið að greiða atkvæði gegn EES meðan fimm silja hjá. Já, já og nei, nei stefnan virðist enn vera ríkjandi á þeim bæ. Mest munar þar um afstöðu formanns flokksins, Steingríms Hermannssonar, sem greiðir atkvæði gegn samningnum. Sú afstaða er því undarlegri og óskiljan- legri að Steingrímur var forsætisráðherra þegar viðræð- ur við Evrópubandalagið hófust um EES. Það hefur og komið fram í umræðum á þingi að undanfömu að Stein- grímur var ábyrgur fyrir því að taka upp viðræður um gagnkvæmar veiðiheimildir en aftur þar er Steingrímur Hermannsson með andóf gegn því samkomulagi sem tengist EES og kveður á um skipti á loðnu og karfa. Steingrímur Hermannsson er einn af reyndari og betri stjómmálamönnum samtíðarinnar. Hann hefur haft yfirsýn og stjómvisku og er ekki lýðskrumari. Snúningur hans í máhnu er þess vegna með ólíkindum. Það er sá snúningur sem situr eftir þegar umræðum um EES er lokið; póhtískur hringlandi Steingríms Her- mannssonar; thraun hans th að fiska í gmggugu vatni. Steingrímur ríður ekki feitum hesti frá þessari orra- hríð. Framsóknarflokkurinn hefur veikt stöðu sína og enn einu sinni vakið athygli á þeim eiginleika sínum aö geta hvorkl haldið né sleppt. EUert R ScHram „Ný starfsemi á Landspítala, glasafrjóvgun, skilar ótrúlega góöum árangri," segir m.a. I grein Guðmundar. - starfsfólk glasafrjóvgunardeildar. Kveðið við annantón Samdrátturinn í efnahagslífmu hefur sett sinn svip á umræðuna í landinu. Atvinnuleysi fer vaxandi, þjóðartekjur minnkandi og ekki útht fyrir bata á næstunni. Rikisvaldið hefur brugðist við þessum vanda að hluta með niöur- skurði. Sá niðurskurður hefur ekki hvað síst komið fram í heilbrigðis- málum. Umræðan um samdrátt í heilbrigðisgeiranum hefur verið mikil undanfarin misseri og það að vonum. Mér var því spurn í huga þegar ég mætti á fjórða ársfund Ríkisspítalanna. Hvemig myndi Davið Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna, sá mikh mála- fylgjumaður, haga orðum sínum? Hvemig mundi hann bregðast við? Hann varði tíma sínum til þess að ræða það sem vel hefur farið á starfsárinu, benti á gæði og afköst hins ágæta íslenska sjúkrahús- skerfis. Stórir sigrar Davíð sagðist ekki viss um aö ah- ir gerðu sér grein fyrir þeim stóru sigrum sem unnist hefðu á starfs- árinu. „í fréttum heyrist nefnilega mest um lokanir deilda og um óánægju starfsfólks með kaup og kjör.“ Á árinu 1992 verða hjartaaðgerðir sjötíu fleiri en á síðasthðnu ári. „Hefðu þessir sjúkhngar verið skomir upp erlendis næmi kostn- aður, þar með tahn flugfargjöld og hótelkostnaður, nærri eitt hundrað mihjónum króna og er þá vinnutap aðstandenda ótahð. Trygginga- stofnun ríkisins greiöir Ríkisspít- ölum þijátíu mihjónir fyrir þessar aðgerðir." Spamaður er þvi um sjötíu mihj- ónir eða um milljón á aðgerð. Vísindastarfsemi hefur verið að eflast innan Ríkisspítala og Vís- indasjóður Landspítalans færari en áður um að vera þar bakhjarl. Ný starfsemi á Landspítala, KjaUaiinn Guðmundur G. Þórarinsson varaformaður Verkfræðinga- félags íslands glasafrjóvgun, skilar ótrúlega góð- um árangri. „Th þess að meta árangurinn bera menn gjaman saman egg- heimtu og klínískar þunganir. Þar sem þetta hlutfall er best erlendis er það um 30 af hundraði og algeng meðaltöl em 15-20 af hundraði. Hjá okkur er hlutfallið 50 af hundraði." Dauösfóhum af völdum krans- æðastíflu hefur á síðustu árum fækkað hérlendis miðað við önnur lönd. Þakka ber nýrri hátækni á sviði lyf- og skurðlækninga. Framfarir í myndgreiningu Á ársfundinum flutti prófessor Ásmundur Brekkan erindi um sögu myndgreiningar á íslandi. Það var fróðlegt að heyra hann lýsa byrjuninni. Þegar Gunnlaugur Cla- essen tók fyrstu röntgenmyndirnar hérlendis varð hann að sæta lagi á stofu sinni við Hverfisgötu vegna rafmagnsleysis. Slökkva varð á vélum Völundar rétt hjá á meðan Gunnlaugur myndaði. Nú er öldin önnur. Eftir marg- þætta þróun myndgreiningartækni og tækjabúnaðar hefur Landspítal- inn nú eignast segulómtæki sem er með því fullkomnasta sem notað er í heiminum í dag. Tæknin bygg- ist á samvirkni segul- og útvarps- bylgna. Líkaminn er segulmagnað- ur og viðbrögð hans við segul- magninu mynduð. Ársfundur Ríkisspítalanna sner- ist því fyrst og fremst um sigra og framfarir. Þetta kom þægilega á óvart. Gott dæmi um hvernig stjóma á í vörn. Nýr stjórnarformaður, Guðm. Karl Jónsson, er kunnur sem fjár- mála- og rekstrarmaður. Hans bíða erfið verkefni en ekki er það tilvilj- un að heilbrigðisráðherra velur í þessa stöðu shkan mann til forystu. Á ársfundi Ríkisspítalanna kvað við annan tón. Að missa ekki sjón- ar á því sem vel tekst th þó á móti blási. Guðmundur G. Þórarinsson „Dauðsföllum af völdum kransæða- stíflu hefur á síðustu árum fækkað hérlendis miðað við önnur lönd. Þakka ber nýrri hátækni á sviði lyf- og skurð- lækninga.“ Skoðanir annarra Ekki hugmyndir ASÍ „í stað þess að mæta efnahagsvandanum með því að auka á samdráttinn, auka atvinnuleysi og sætta sig við að það verði 4-5%, skerða kaupmátt al- mennra launatekna um 7% og auka verðbólguna eins og ríkisstjómin gerir, vhdi ASÍ skattleggja þá sem betur mega sín og þá sem skotið hafa tekjum undan skatti. Jafhffamt lagði ASÍ th að ýmsum arð- bærum framkvæmdum yrði flýtt, en það hefði dreg- ið úr atvinnuleysi. ... Fuhyrðingar um að ríkis- stjómin sé að fara að meginhluta th eftir hugmynd- um ASÍ era því víös flarri." Gylfi Ambjömsson, hagfr. ASÍ, í Mbl. 12. jan. Tvíhliða samningur bestur „Ég hef ekki lagst gegn EES-samningnum af því aö ég sé ýmsa annmarka á því að standa utan þessa samstarfs. Eins og málin hiafa þróast, væri best aö tvíhliða samningur fengist, sem losaði okkur við hið mikla stofnanavirki í kringum samninginn. Hitt mundi ekki breytast, að einhver úrskurðaraðih þyrfti að vera í dehumálum. Öh mhliríkjaviðskipti byggjast á slíku.“ Jón Kristjánsson í Tímanum 12. jan. Gagnkvæmar veiðiheimilidir „Stjórnarsinnar hafa ítrekað bent á, að hin póh- tíska ábyrgö á máhnu hvhi ekki síður á herðum Alþýðubandalags og Framsóknarflokksins; þeir flokkar hafi átt aðhd að ríkisstjóm sem hóf viðræður við EB um gagnkvæmar veiðiheimhdir, og þarmeð opnað á þann möguleika að skipum frá bandalaginu yrði hleypt inn fyrir lögsögu til gagnkvæmra veiða." Úr forystugrein Alþbl. 12. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.