Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1993, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1993. Spumingin Lesendur Finnst þér að þeir sem týnast og leitað er að eigi að borga kostnaðinn af ieitinni? Ingibjörg Stefánsdóttir háskólanemi: Nei, mér fmnst þaö ekki, en fólk tek- nr samt allt of mikla áhættu og mætti hugsa sig betur um áður en þaö leggur í tvísýnu. Hjördis Sigurðardóttir húsmóðir: Þaö er ekki alveg sama hvemig menn týnast, í sumum tilfellum mættu þeir borga brúsann. Gísli Snæbjörnsson nemi: Það fer eft- ir aðstæðum, stundum mættu þeir borga hluta af kostnaðinum. Kolbjöm Arnlaugsson tæknifræðing- ur: Alls ekki. Hallgrimur Thorsteinsson útvarps- maður: Mér finnst að þeir sem týn- ast séu oft ekki hugsandi fólk. Ólafur Gunnarsson nemi: Ekki í öll- um tilfellum en þaö má áminna þá. Tef It í tvísýnu með ráð- stöfunum ríkisstjórnar Eggert segist efast um að vilji sjálfstæðismanna stefni til ókyrrðar á vinnu- markaði og nýrrar verðbólguöldu. Eggert Haukdal alþm. skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn varð til við samruna íhaldsmanna og fijáls- lyndra. Hann hefur alla tíð þorað að bregðast af ábyrgð við vandamálun- um. Gengislækkun getur verið nauð- synleg og þarf ekki að valda mikilli verðbólgu ef gagnráðstafariir eru gerðar samtímis. Viðreisnarstjórnin felldi gengi krónunnar verulega 1960. Sú stjórn var mynduð með Alþýðu- flokknum eins og núverandi stjóm. En hún afnam vísitölukerfið sem gilt hafði í tvo áratugi. Og hún dró úr kjaraskerðingu sem hækkun vöm- verðs af völdum gengislækkunar leiðir tU. Það gerði hún með stór- auknum bótagreiðslum almanna- trygginga. Jafnframt var verð á sum- um neysluvörum greitt niður beint og tekjuskattur af lágtekjum felldur brott. Þetta varð til þess að halda niöri framfærslukostnaði, a.m.k. hjá barnafjölskyldum, öldruðum og sjúkum. Ráðstafanir ríkisstjórnar Alþýöu- flokks og Sjálfstæðisflokks, sem nú situr, stefna í þveröfuga átt. Ef svo heldur fram sem horfir mun ókyrrð verða á vinnumarkaðinum og verð- bólgualda rísa á ný. Ég efast um að slíkt sé vilji sjálfstæðismanna al- mennt. Gengislækkun sem slík var ekki ámælisverð én hefði mátt vera meiri til að skila árangri úr því ekki var komist hjá henni. Hins vegar var nauðsyn að hækka um leið skattleys- ismörk og færa niður skattheimtu af matvælum. Því mátti t.d. alls ekki minnka endurgreiðslur vegna virðis- aukaskatts af kjötvörum eða hækka hitunarkostnað. Framar öllu átti svo að afnema lánskjaravísitölu og koma þar með í veg fyrir vaxta- og verð- lagsskrúfu. Halli á fjárlögum verður með engu móti og aldrei lagfærður nema með skattlagningu íjármagnstekna eins og hvarvetna tíðkast. Smánarlegur 5% viðauki á hátekjur leysir engan vanda. Hann hefði þurft að ná til fleiri og vera hærri. Frítekjumark, sem skattanefndin lagði til á sínum tima, þ.e. skattfrelsi fjármagnstekna allt að kr. 150 þús. kr. á einstakling, tel ég sjálfsagða. Það tryggir að lítið verði hróflað viö sparifé þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. Rey nistaðarbræður - f róðlegur þáttur Gunnar Ólafsson hringdi: Ég hlustaði meö mikilh athygli á þáttinn Reynistaðarbræður sem fluttur var í Ríkisútvarpinu sl. sunnudag undir stjórn Klemenzar Jónssonar leikara. Þetta er þáttur um ölagarikan atburð er endaði með dauða nokkurra hraustra, ungra manna á Kih fyrir rúmum 200 árum. - Þetta er lesinn og leikinn þáttur og kemur manni til að hugsa nánar um hvemig lífið var hér á þessum tíma þegar bændur fóru landshlutanna á milli til að kaupa fé og færa til heima- byggðar. - Þátturinn er einstaklega fróðlegur og um leið áheyrilegur. Það eru svona þættir sem meira mætti gera út á. Að vísu hefur Ríkis- útvarpið áður látið gera þá og ef mig minnir rétt hefur sami maður, Klem- enz Jónsson, einmitt séð um upp- færslu þeirra, sumra a.m.k. Það eru óteljandi þættir af svipuðum toga sem enn bíða þess að vera teknir til flutnings í þessu formi. Ég bendi á sögur og frásagnir sem eitt sinn komu út í bókaflokknum íslenskt mannlíf eftir Jón Helgason. Þar eru þær margar frásagnimar sem hent- uöu vel til flutnings í útvarp meö þessum hætti. Ég er hissa á að þeir kvikmynda- leikstjórar íslenskir, sem eru að vas- ast í að gera kvikmyndir, hafi ekki tekiö svona sagnir upp á sína arma og gert þær lifandi. Mér finnst þessar frásagnir beinlínis bíða eftir að verða lífgaðar við, ýmist í útvarpi eða í kvikmynd. - Ég þakka fyrir þennan þátt um Reynistaðarbræður og bíð spenntur eftir niðurlaginu á þættin- um sem á að vera næsta sunnudag. Kindakjöt öðru kjöti f ramar? Neytendasamtökin ættu aö krefjast merkinga á kindakjöti, t.d. sláturdegi og nafni framleiöanda. Sveinbjörn skrifar: Það er ekki nokkur vafi á því að ríkisvaldið hefur á hveijum tíma haldið vemdarhendi yfir einni teg- und matvæla öðram fremur, nefni- lega kindakjötinu. - Það er einnig ekki nokkur vafi á að gegnum árin hefur matarsmekkur landsmanna breyst. Hann stendur ekki lengur til kindakjötsneyslu í þeim mæh sem áður var. - Fuglakjöt, svínakjöt, jafn- vel hrossakjöt og hvalkjöt og einnig aðrar tegundir matvæla (bæði unnar úr kjöti, grænmeti, og fiski eöa deigi hvers konar) eiga miklu greiðari að- gang að neytendum en kindakjötið. Eina ferðina enn hefur ríkisvaldið ákveðið að mismuna kjötframleið- endum með skattlagningu, þannig að þeir sem ekki framleiða kindakjöt og selja veröa að greiða hærri virðis- aukaskatt. En framleiðsla kindakjöts er ekki lengur búgrein sem á rétt á stuöningi hins opinbera. Neytendur kynnu að beita sér í máhnu með því sniðganga þessa ríkisstuddu kjötteg- und. Væri nú ekki vænlegra fyrir hið DVáskilursérrétt tilað styttaaðsend lesendabréf opinbera að setja reglur um frágang og merkingu á kindakjöti sem sett er á markaðinn? Ég er reyndar þeirr- ar skoðunar að ef t.d. kindakjötið væri stimplað sláturdegi, t.d. þannig að merkinúði fylgdi hverri pakningu á lærum, hryggjum eða pokunum með hálfu og heilu skrokkunum, myndi sú ráöstöfun vinna hylh neyt- enda á kindakjöti að nýju. Ég held að ísland sé eina landið í heiminum sem ekki skilgreinir og sýnir glögglega hvenær viðkomandi kjöttegund er framleidd og hve lengi hún er hæf til neyslu. - Eg skora á Neytendasamtökin að taka þetta mál upp af alvöra og krefjast þess af kindakjötsframleiöendum aö þeir merki söluvöra sína sláturdegi, nafni framleiðanda, og dreifiaöha eða slát- urhúsi. Þetta ætti aö hvetja bændur til vöravöndunar og gera kjöt þeirra eftirsótt líkt og vín frá vínbændum sem hafa veriö forgöngumenn ára- tugum saman um nákvæma merk- ingu á sinni eftirsóttu vörategund. DV Hvarer verðlækkunin? Sigfús hringdi: Engin verðlækkun hefur enn verið auglýst á sænskum vörum en eins og allir vita sem fylgjast með viöskiptum var gengisfehing í Sviþjóð um 6% meiri en hér á landi. Kaupmenn, sem selja sænskar vörur, bera við hverri bábiljunni á fætur annarri og segja Svía hafa hækkað allar vör- ur í kjölfar gengislækkunarinn- ar. - En dettur nokkrum í hug að trúa þessari rökleysu? Eða að vörabirgðir hér hafi verið til margra mánaða? Bankarnirfyrir fiskvinnsluna? Helgi Pálsson skrifar: Nýlega mótmæltu Samtök fisk- vinnslustöðva vaxtahækkunum sem bankarnir liafa ákveöið. Samtökin segja að þessar vaxta- breytingar muni leiöa til meiri vaxtamunar innlána og útlána og leíöa til um 350 milljóna króna heildarhækkunar á íjármagns- kostnaði hjá íslenskum sjávarút- vegsfyrirtækjum á ársgrundvehi. - En mér er spurn: Era bankarn- ir stofnaðir fýrir fiskvinnslufyr- irtækin ein? Eru ekki líka spariij- áreigendur inni í þessari mynd? Leggja þeir þó meira til þessara stofnana en fiskvinnslan. Vélsleðaóhöppin Hannes hringdi: Fólk sem á vélsleða og notar þá aðeins örfáa daga á ári, ætti að hugsa sig um áður en þaö tekur þá fram til notkunar. Sá árstími sem þeir nýtast er hvað verstur viðureignar veðurfarslega séð. Það er Util von til að þessi tæki verði til ánægju, ef veðurofsi og fannfergi er slíkt, að björgunar- menn og þyrlur verða nánast að vera við öhu búnar til að heimta menn úr helju. sem leggja upp í vélsleðferöir. - Öt yfir tekur þegar menn líta á véisleöaferðir eins og að fara í réttir, og gera út á Bakk- us i leiðinni. - Reyndar ber lands- mönnum ekki nein skylda að kosta rándýrar björgunaraðgerð- ir á fólki sem er aö skemmta sér áþessum'farartækjum. Björgun- artækin eru ekki leiktæki eins og vélsleðamir. Óskiljanlegar orðuveitingar Sigrún Guðmundsdóttir skrifar: Eg tek undir bréf í DV 7. jan. sl. um að fálkaorðan, sem veitt er af forsetaembættinu, verði skilgreind betur fyrir fólki. Ekki síst að greina á miUi þess þegar hún er veitt fyrir „störf í opinbera þágu" og hins þegar hún veitt mönnum sem einungis hafa unn- ið opinber störf en þeir samt skil- greindir sem menn sem starfað hafa t.d. að félagsmálum, verið hreppstjórar, skólastjórar o.þ.h. - A þetta ekki aUt að flokkast sem „störf í opinbera þágu"? - Svo kemur auðvitað tU áUta hvort þetta fólk eigi að verðlauna fyrir að hafa leyst störf sín af hendi. Gerðu þeir nokkuð annað en þeim bar að gera gegn greiðslu af skattpeningum landsmanna? EBúr þvísem komiðer Björa Sigurðsson skrifar: Éger þess fullviss aö úr því sem komiö er ættum við íslendingar að sækja um aöild að Evrópu- bandalaginu. Karl SteUiar Guðnason er líklega eini þing- maðurinn sem hefur sagt hug margra annarra þingmanna. EES tekur líklega ekki gildi fyrr en síðar á árinu. Þá hefur afstaöa margra þingmanna áreiðanlega breyst í þaö að leggja inn umsókn um EB-aðild. Er líka nokkuö ann- að raunhæfara fyrir ísland?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.