Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1993, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1993.
11
Sviðsljós
Hvað varð um
Juliu Roberts?
Afskaplega lítið hefur farið fyrir
leikkonunni Juliu Roberts að und-
aníomu. Að undanskildu hlutverki
hennar í Hook hefur leikkonan nán-
ast farið með veggjum. Roberts var
að vísu með smárullu í The Player
v en það er varla nokkuð til að minn-
ast á. Kvikmyndaáhugamenn vest-
anhafs hafa af þessu nokkrar áhyggj-
ur enda sakna þeir hennar af breið-
tjaldinu.
Menn eru með ýmsar skýringar á
„fjarveru hennar" og margir telja að
leikkonan sé ekki enn búin að ná sér
fullkomlega eftir sambandið við Kie-
fer Sutherland. Samvistir þeirra end-
uðu með skelfingu en Sutherland
sást í félagsskap vafasamrar konu
nokkrum dögum fyrir fyrirhugað
brúðkaup hans og Roberts og þá varð
fjandinn laus.
Umboðsmaður leikkonunnar vísar
þessari og öðrum getgátum á bug og
segir að Roberts hafi getað valið úr
hlutverkum að undanförnu. Gallinn
hafi bara verið sá að ekkert þeirra
hentaði. Þó rofaði til þegar Roberts
samþykkti að leika í Shakespeare in
Love en hún hætti við allt saman
þegar Daniel Day-Lewis var ekki til-
búinn að taka að sér aðalkarlhlut-
verkið. Allra nýjustu fréttir eru hins
vegar þær að Roberts hafi verið boð-
ið að leika í myndinni Dr. Jekyll and
Mr. Hyde en hvort hún tekur að sér
hlutverkið kemur í ljós fljótlega.
Streisand berst fyrir
rétti homma og lesbía
Stórstjarnan Barbra Streisand hef-
ur í gegnum árin barist ötullega fyr-
ir rétti homma og lesbía. Barátta
hennar hefur tekið á sig ýmsar
myndir en það nýjasta í þessum efn-
um er að Streisand hefur hvatt skíða-
fólk til að sniðganga Colorado.
Ástæða þessa er að í fylkinu njóta
hommar og lesbíur ekki sömu mann-
réttinda og annars staðar í Banda-
ríkjunum og það finnst stjörnunni
vera fyrir neðan allar hellur. Hún
hefur því hafið herferð sem gengur
að stærstum hluta út á að hvetja fólk
til að halda sig frá skíðastöðunum í
Colorado en þar er t.d. vinsælasti
skíðastaður fræga fólksins, Aspen.
Fleiri stjörnur hafa tekið undir
sjónarmið Streisand og má þar nefna
Whoopi Goldberg, Paulu Abdul,
George Michael, Elton John, Eliza-
beth Taylor og Cher. Lítið hefur
heyrst í ráðamönnum í Colorado en
ferðamálafrömuðir í fylkinu er
áhyggjufullir enda er fátt hræðilegra
í þeirra í augum en mannlausar
brekkur.
Streisand hvetur skíðafólk til að sniðganga Colorado.
Estefan með nýja plötu
Gloria Estefan er nýbúin að senda frá sér plötu. Þar er að finna sextán lög, tólf gömul en fjögur glæný. Ekki er
vitað hvort hún ætlar að leggjast í hljómleikaferðalög enda hefur Gloria nóg að gera á heimavígstöðvunum við
að hugsa um hvolpana sex sem tíkin hennar, Lucy, eignaðist fyrir skömmu.
Roberts hefur verið boðið að leika í Dr. Jekyll and Mr. Hyde.
H RAÐNÁMSTÆKNI
I TUNGUMALANAMI
ENSKA - ÞÝSKA - DANSKA
- FRANSKA - ÍTALSKA -
SPÆNSKA OG ÍSLENSKA
FYRIR ÚTLENDINGA
SKRÁNING STENDUR YFIR
Opið um
helgina frá
kl. 12-16.
MALASKOLINN MIMIR
SÍMI
10004
Námskeiðin hefjast
18. janúar
EININGABREF2
Eignarskattsfrjáls
Raunávöxtun
s/, 12 mánuði
rO | KAUPÞING HF
LöggHt verðbréfafyrirtceki
Kringlurwi 5, sí/ni 689080
í rigu Rúnaðarbanka íslands ogsparisjódanna