Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1993, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1993.
Fréttir
Formaður tryggingaráðs vill ekki rannsókn á svikmn eUiheimiIa:
Kerf ið hef ur boðið
upp á misnotkun
- Jón Sæmundur telur bættan hag gamla fólksins réttlæta lyflasvikin
„Kerfið hefur verið mjög marg-
brotíð og í raun boðið upp á mis-
notkun. Þegar mönnum er hins
vegar gert að komast af með
ákveðna fjárveitingu þá er náttúr-
lega ekki ætlast ti) að þeir notfæri
sér aðrar leiðir í ríkissjóð til að fjár-
magna húsin sín. Menn hafa hins
vegar ekki verið að þessu til að
auðgast persónulega heldur verið
að bæta hag gamla fólksins. Það er
því fullsterkt að tala um svik í
þessu máli; misnotkun væri nær
lagi,“ segir Jón Sæmundur Sigur-
jónsson, formaður tryggingaráðs
og skrifstofustjóri í heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytinu.
í samtali við DV í gær sagði Sig-
hvatur Björgvinsson aö elliheimili
hefðu ástundað svik með því að
hlunnfara Tryggingastofnun vegna
greiðslu lyfjakostnaðar. Því verði
fjárveitingar til þessara heimila
skertar sem nemur svikunum.
Að sögn Sighvats er það trygg-
ingaráðs en ekki ráðuneytisins að
ákveða hvort rétt sé að óska eftir
opinberri rannsókn á meintum
svikum elliheimila. Jón Sæmund-
ur, formaður tryggingaráðs, telur
hins vegar afar ólíklegt að ráðið
muni óska eftir slíkri rannsókn
enda ættu þessi svik nú að heyra
sögunni til.
„Það ber að fara mjög varlega í
þessa hluti. Þessi misnotkun, sem
átt hefur sér stað, hefur ekki fahð
í sér að menn hafi auðgast persónu-
lega. í raun hafa menn verið að
hjálpa gamla fólkinu og menn því
komist upp með rýmri fjárráð en
til var ætiast. Aðalatriðið er að
menn haldi réttu róh í framtíð-
inni.“
Jón Sæmundur segir óskaplega
erfitt að reikna út hversu mikla
fjármuni elliheimihn hafi haft af
ríkissjóði með því að misnota lyfja-
kerfið. Aðspurður segist hann því
ekki vita hvernig heilbrigðisráðu-
neytið æth að skerða framlög til
umræddra öldrunarstofnana.
„Það er öldungis ómögulegt að slá
á þessa upphæð og sennilega verð-
ur hún aldrei reiknuð út. í gegnum
tíðina gæti hins vegar verið um
nokkuð háar upphæðir að ræða.“
-kaa
Ámeshreppur:
Heittíhús-
magnsleysi
Regráa Thoiarensen, DV, Selfossi;
Ég talaöi við Jakob Jens Thor-
arensen á Gjögri snemma á
þriðjudag og var hann þá að
koma frá því að taka veðrið. Raf-
magnslaust er í Árneshreppi og
hefur veriö á IQórða sólarhring.
Ekki er von til að breyting verðí
á fljótiega þvi mikið er um raf-
magnsbilarnir við Hólmavík og
vinna þar á fullu.
Veðrinu er nú að slota í Árnes-
hreppi, þó eru enn sjö vindstig
og sjö stiga frost. Jakob segist
ekki vita betur en að allir Árnes-
hreppshúar séu við bestu heilsu
og heitt í húsum þrátt fyrir raf-
magnsleysið. Flestir eru með
katla til að brenna rekavið.
Eldamennska gengur vel og
fólk með fjölhæf eldunartæki, allt
frá Sólóvélum niður í prímusa og
gastæki.
Forseti ASÍ eftir fundi meö verkalýösleiötogum á Norðurlandi:
Andúð og reiði ríkir
í garð stjórnarinnar
- einfaldar og fáar kröfur er tónninn í komandi kröfugerö
„Á þessum fundum kom fram ein-
dregin andúð og reiði í garð ríkis-
stjórnarinnar vegna aðgerða hennar.
Menn virðast nokkuð sammála um
að það verði að takast á við atvinnu-
leysið og kjaraskerðinguna jöfnum
höndum í komandi kröfugerð. Ein-
faldar og fáar kröfur, sem samstaða
er um, var tónninn," segir Benedikt
Davíðsson, forseti ASÍ, um fundi sem
hann sat á Norðurlandi um síðustu
helgi með forsvarsmönnum verka-
lýðsfélaga.
Að sögn Benedikts er hann ánægð-
ur með að ríkisstjómin skuli ætla að
taka aftur upp endurgreiðslu á virð-
isaukaskatti vegna vinnu við íbúðar-
húsnæði. Með því sé ríkisstjómin í
raun að viðurkenna að útreikningar
ASÍ hafi verið réttir.
„Þaö má segja að þetta sé góð byij-
un en er engan veginn nægjanlegt.
Mér þætti betra að þeir skoðuðu líka
hinar aðgerðirnar. Þá kæmi vafa-
laust í ljós að það er ástæöa til að
taka mark á fleiru sem við höfuin
sagt. Á mörgum sviðum valda þessar
aðgerðir auknu atvinnuleysi."
Benedikt er þessa dagana á stjórn-
arfundi Norræna verkalýðssam-
bandsins í Helsinki. Hann segir að
þar hafi menn sameiginlegar áhyggj-
ur af vaxandi atvinnuleysi. Menn séu
sammála um nauðsyn þess að stjórn-
völd á Noröurlöndum grípi til að-
gerða til að efla atvinnustigið þrátt
fyrir erfiðleika í ríkisfjármálum.
Benedikt er væntanlegur til lands-
ins á fimmtudaginn. Þá taka við frek-
ari fundahöld á landsbyggðinni með
forystumönnum launþega. Á föstu-
dag og laugardag eru fyrirhugaðir
fundir á Vestfjörðum en á sunnudag-
inn verður stefnan sett á Suðurland.
-kaa
í hvassviörinu á mánudag skemmdist festing í álklæðningu í húsi Granda
hf. Með aðstoð krana var saltpoki látinn styðja við klæðninguna á meðan
viðgerð fór fram. DV-mynd S
í dag mælir Dagfari
Mistök á mistök ofan
Forsætisráðherra gegnir embætti
fjármálaráðherra um þessar
mundir. Hann hefur notað tæki-
færið til að draga aftur þá ákvörð-
un fjármálaráðherra að lækka end-
urgreiðslu á virðisaukaskatti
vegna vinnulauna við viðhald
húsa. Hann segir að sú ákvörðun
hafi verið mistök. Skynsamlegast
er fyrir forsætisráðherra aö skoða
fleiri ákvarðanir fjármálaráðherra
meðan forsætisráðherra er fjár-
málaráðherra vegna þess að hugs-
anlegt er að hann flnni fleiri mistök
sem má leiðrétta.
Fjármálaráöherra, sem ekki er
íjármálaráðherra meðan hann er í
útlöndum, er greinilega ber að mis-
tökum meðan hann er fjármálaráð-
herra hér heima og því lengur sem
forsætisráðherra er flármálaráö-
herra og fjármálaráðherra er ekki
fjármálaráðherra því meiri von er
til að mistökin fmnist.
Getur ekki flármálaráðherra ver-
ið lengur í útlöndum svo forsætis-
ráðherra verði lengur flármálaráð-
herra? Og er ekki jafnvel best að
forsætisráðherra sé flármálaráð-
herra í sinni eigin ríkissflóm úr
því flármálaráöherrann, sem er
flármálaráðherra meðan hann er
hér heima, gerir tóm mistök sem
flármálaráðherra? Þar að auki sýn-
ist forsætisráðherra mikið betri
flármálaráðherra heldur en flár-
málaráðherra og betri flármálaráð-
herra en forsætisráðherra. Hann
uppgötvar að minnsta kosti mistök
á augabragði. Hann var ekki búinn
að vera flármálaráðherra nema í
nokkrar klukkustundir þegar hann
uppgötvaöi mistökin.
Mistökin lágu í því að lækkun
endurgreiðslunnar hefur fleiri
galla en kosti. -Gallamir era þeir
að vextimir hækka vegna þess að
framfærsluvísitalan hækkar vegna
þess að kostnaöur við viðhald húsa
hækkar. Skattar í ríkissjóð lækka
við að lækka endurgreiðslu virðis-
aukaskattsins í stað þess að hækka
eins og til stóð.
Með því að játa mistökin við að
gera þessi mistök ætla bankarnir
að leiðrétta þau mistök að hækka
vextina sem vom afleiðing af þeim
mistökum sem ríkissflómin hefur
játað á sig. Með því að lækka vext-
ina lækkar verðbólgan og dregur
úr þeim mistökum, sem mistök rík-
issflómarinnar hafa í för með sér.
Vonandi er að fleiri mistök finn-
ist til að hægt sé að leiðrétta þau
mistök sem gerð em í kjölfarið í
hinum mistökunum. Var ekki
gengisfellingin mistök? Getur for-
sætisráðherra ekki sagt sem flár-
málaráðherra að það hafi verið
mistök hjá forsætisráöherra að
fella gengið og leiðrétt þannig sjálf-
an sig? Með því að játa mistökin
með gengisfellingunni lækkar
framfærsluvísitalan enn meir, sem
lækkar verðbólguna enn meir, sem
lækkar útgjöldin enn meir og vext-
ina enn meir!
Menn eiga ekki að láta misskilið
stolt koma í veg fyrir að mistök séu
leiðrétt þegar menn átta sig á mis-
tökunum. Svo segir í það minnsta
forsætisráðherra þegar hann er
orðinn flármálaráðherra og með
því getur hann leiðrétt ýmislegt
sem hann hefur sem forsætisráð-
herra gert sem forsætisráðherra en
ekki séð fyrr en hann er orðinn
fl ármálaráðherra.
Þetta leiðir hugann að því hvort
ráðherrar geti ekki í vaxandi mæh
orðið aðrir ráðherrar en þeir eru,
meðan aðrir ráðherrar eru í út-
löndum og þannig geta þeir leiðrétt
sín éigin mistök án þess að þeir séu
í rauninni að breyta um skoðun.
Þeir eru þá ráðherrar í öðmm
ráöuneytum og sjá betur mistökin
í þeim ráðuneytum. Ekkert er far-
sælla fyrir land og þjóð heldur en
ráðherrar sem sjá mistök og draga
þau til baka til að koma skikki á
þau mistök sem ella verða varanleg
mistök ef fyrstu mistökin standa
óbreytt.
Spurningin er í rauninni sú hvort
núverandi ríkissflóm er ekki ein
allsheijarmistök? Það er engin
skömm að því að játa á sig þau
mistök að fara í ríkissflórn og fram-
kvæma margvísleg mistökin, án
þess að hafa tækifæri til að koma
auga á þau vegna þess að ráðherrar
geta ekki séð sín eigin mistök fyrr
en þeir em hættir að vera þeir ráð-
herrar sem þeir em. Þetta hefur
forsætisráðherra játað eftir að
hann varð flármálaráðherra.
Mistökin eru þau að að það eru
mistök ef menn sjá ekki að þeim
hefur mistekist við að komast í þá
stöðu að koma auga á mistökin.
Dagfari