Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1993, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1993, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1993. 13 Neytendur Þægilegast að greiða fasteignagjöld í Kópavogi og VestmannaeYjum: Reykvíkingar harðast keyrðir - raðgreiðslur í boði í Kópavogi og á Akureyri R ÝMINGARSALA R ÝMINGARSALA Versluncn Valborg Eiðistorgi 15, sími 11181 Álagningarseðlar fyrir fasteigna- gjöld berast nú inn um bréfalúgtmi- ar hjá landsmönnum. Yfirleitt er um litlar sem engar breytingar á fast- eignagjöldunum að ræða frá því í fyrra. Ef dæmi er tekið af einni 10 milljón króna eign í Reykjavík hafa heildargjöldin hækkað úr 52 þúsund- um í 54 þúsund. Fasteignaskatturinn af þessari eign hefur hækkað um 100 krónur, lóðarleigan um 125 krónur, tunnuleigan um 100 krónur, vatns- gjaldið um 350 krónur og brunabóta- gjaldið um 15 krónur. Fyrsti gjalddagi fasteignagjalda er víðast hvar 15. janúar eða 1. febrúar. Það gildir hins vegar um alla greið- endur að eindagi gjaldanna er 30 dögum eftir gjalddaga. Eru dráttar- vextir ekki reiknaðir fyrr en eftir eindaga. En það er æði misjafnt eftir því hvar á landinu gjaldendur búa hversu létt þeim reynist að greiða fasteignagjöldin, það er á hversu marga gjalddaga fasteignagjöldun- um er dreift. Raðgreiðslur og stað- greiðsluafsláttur í Reykjavik eru gjalddagar 3, 15. janúar, 1. mars og 15. apríl, og hafa verið það eins lengi og elstu menn muna. Gjalddagarnir eru einnig 3 á Seltjamarnesi en þar eiga greiðend- ur þó kost á 6 gjalddögum kjósi þeir það. Víöast í kaupstöðum eru gjald- dagar fleiri, algengt að þeir séu 6 eða 7 en þeir eru þó hvergi fleiri en í Kópavogi og Vestmannaeyjum, eða 10. Kópavogsbær býður einnig upp á þann möguleika að greiða fasteigna- gjöldin með 10 raðgreiðslum á greiðslukorti, greiðendum að kostn- aðarlausu. Akureyrarbær býður einnig upp á raðgreiðslur en þar eru gjalddagarnir hins vegar 8. A Akur- Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda Kópavogur 10* Vestmannaeyjar 10 Akureyri 8* Bolungarvík 8 Akranes 7 Keflavík 7 Sauðárkrókur 7 : Húsavík 7 Stykkishólmur 7 Neskaupstaður 6 Höfn 5 isafjörður (5) Selfoss 5 Garðabær 5 Hafnarfjörður 4 Seltjamarnes 3(6) Reykjavík 3 * Bjóða raðgreiðslur Grafið sýnir fjölda gjalddaga fast- eignagjalda í nokkrum bæjarfélög- um á landinu. Á ísafirði var ekki víst að þeim yrði fjölgað úr 5. Á Seltjarnarnesi geta gjaldendur einn- ig valið um 6 gjalddaga. eyri var DV tjáð að innan við helm- ingur gjaldenda notaði greiðslukort- in. En Kópavogur bætir síðan um bet- ur og býður þeim sem staðgreiða fasteignagjöldin 10 prósent stað- greiðsluafslátt. Er fastur hópur Kópavogsbúa sem nýtir sér afslátt- inn og spara þar með einn gjalddaga. Á innheimtudeildum bæjarskrif- stofanna í Kópavogi, Vestmannaeyj- Greiðsla fasteignagjalda er miserfið eftir því hvar menn búa. í Reykjavík eru gjaldendur harðast keyrðir þar sem gjalddagar eru aðeins þrír. í Kópa- vogi og Vestmannaeyjum eru gjalddagar hins vegar 10. í Kópavogi bjóð- ast að auki raðgreiðslur. Þær standa Akureyringum einnig til boða en þar eru gjalddagarnir átta. Athugasemd vegna meiraprófsnámskeiða: Allt innifalið Sigurður Glslsson, Ökuskóla Sig- urðar Gíslasonar, vildi koma á fram- færi athugasemd vegna skrifa um meiraprófsnámskeið í blaðinu í gær. Kom fram að í skóla Sigurðar kost- aði stærsti pakkinn, það er rútubíla- námskeið, 115.800 krónur. Rétt er að taka fram að þá eru innifalin gjöld vegná leigubílatíma, öll Hnnslu- gögn, læknisvottorð og myn r. um og á Akureyri var DV tjáð að aukinn fjöldi gjalddaga hefði lagst afar vel í fólk. Komið hefði fram hugmynd um að fækka gjalddögum í Kópavogi í 6 en hún hefði ekki feng- ið góðar viðtökur. „Þetta er sjálfsögð þjónusta við bæjarbúa og léttir þeim róðurinn á þessum síðustu og verstu tímum. Þá verða vanskilin færri við þessi skilyrði," sagði einn inn- heimtumaðurinn við DV. Víðast hvar í kaupstöðum hafði hugmynd um raðgreiðslur verið rædd en ekki talin ástæða til að nota þann mögleika nema í Kópavogi og á Akureyri. Þungt kerfi í Reykjavík í Reykjavík var hugmynd um fleiri gjalddaga hreyft fyrir áramót en varð ekki að veruleika. „Hjól gjaldheimtunnar í Reykjavík snúast með þeim hætti aö ef við fjölg- uðum gjalddögum og hefðum þá síð- ar á árinu mundi vanskilainnheimta byija miklu síðar. Það er vegna þess að við förum ekki í lögtaksaðgerðir fyrr en eftir síðasta eindaga. í jafn stóru samfélagi mundi þetta þýða að vanskilainnheimtan færi ekki á full- an kraft né skilaði sér inn fyrr en á næsta ári. Önnur skýring á 3 gjalddögum er sú að við vújum geta sent gjaldend- um út rétta stöðu á hverjum tíma. Ef fleiri gjalddagar verða, til dæmis 10, næst ekki að prenta rétta stöðu á gíróseðilinn þar sem 30 daga frestur er til að greiða þann á undan. Það líður hálfur annar mánuður á mili gjaldddaga hjá okkur sem tryggir alltaf réttan seðil. Við erum hræddir um að fleiri gjalddagar mundu skapa glundroða. I þriðja lagi þýðir það visst tekjutap fyrir borgarsjóð ef greiðslumar dreifast yfir lengri tíma. Varðandi gjalddagana er þó mikil- vægt að hafa í huga að fasteigna- skattar í Reykjavík em mun lægri en víðast annars staðar,“ sagði Jón Tómasson borgarritari í samtali við DV. Húsnæði óskast Ríkissjóður leitar eftir leigu eða kaupum á íbúðarhús- næði í Borgarnesi og á Sauðárkróki. Um er að ræða einbýlishús, par- og/eða raðhús, u.þ.b. 160-200 m2 að stærð að meðtalinni bíla- geymslu. Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, byggingarár- og efni, fasteigna- og brunabótamat, verðhugmynd og áætlaðan afhendingartíma, sendist eignadeild fjármálaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyr- ir 26. janúar 1993. Fjármálaráðuneytið, 11. janúar 1993. jclcor^tjí. M, Skokknámskeið Á námskeiðinu verður boðið upp á eftirfarandi: 1. Fyrirlestra 2. Æfingaáætlanir 3. Þrekmælingar 4. Stöðvaþjálfun Upphitun fer fram í leikfimisal, hlaupið úti, teygjuæf- ingar og þrekhringur í sal að lokum. Kennsla fer fram á mánudögum og fimmtudögum kl. 17.15-19.15 og 19.15-21.15. Kennsla hefst 18. janúar nk. Kennari: Jakob Bragi Hannesson. Upplýsingar og skráning í Miðbæjarskóla, Fríkirkju- vegi 1, og í símum 12992 og 14106. Aldrei of seint að láta drauminn rætast „Ég legg ríka áherslu að nemendur mínir fái alls enga bakreikninga frá skólanum. Það á við um öll nám- skeiðin," sagði Sigurður. Þá var misritað að skólinn hæfist 12. janúar. Hið rétta er að hann hefst í dag, miðvikudag, í Tækniskólanum. Er beðist velvirðingar á mistökmi- um. -hlh KORTHAFAR fá 15% afslátt eins og þeir sem greiða smáauglýsingar út í hönd með beinhörðum peningum. Það eina sem þú þarft að gera er að hringja og smáauglýsingin verður færð á kortið þitt. það er gamla sagan: Þú hringir, við birtum og það ber árangur! Smáauglýsingadeild DV er opin: Virka daga kl. 9.00-22.00 Laugardaga kl. 9.00-18.00 Sunnudaga kf. 18.00-22.00 AihugiA: Auglýsing í helgarblaö DV þarf að berast fyrir kl. 17.00 á föstudag. SÍMI63 27 OO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.