Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1993, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1993, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1993. Stræti. Stræti Þjóðleikhúsið sýnir nú leikritíð Stræti eftír Jim Cartwright. Leik- stjóri er Guðjón P. Pedersen. Leikararnir fara flestir með mörg hlutverk en þeir eru Ingvar E. Sigurösson, Kristbjörg Kjeld, Ró- bert Amtínnsson, Edda Heiðrún Backman, Baltasar Kormákur, Þór H. Tulinius og Halldóra Björnsdóttir. Þess má geta að Leikhús leikarar taka sér ekki frí í hléi heldur halda uppi stemningu á göngunum. Sýningin er afar líf- leg. Sögusvið leikritsins er ein nótt í stræti fátækrahverfis. Það er drykkjusvolinn og gleðimaður- inn Scullery sem leiðir okkur um strætið og kynnir okkur fyrir íbú- um þess. Leikritið er vel skrifað, beinskeytt en ljóðrænt, fyndið en biturt. Málfarið er götumál dags- ins í dag. Það lýsir á hreinskilinn hátt hinum harða heimi fátækra borgarbúa. Dregur fram persón- ur, fyndnar, daprar, auðmýktar en umfram allt mannlegar sem þrátt fyrir atvinnuleysi og ömur- legar aðstæður eru fullar af lífs- þrótti og von. Sýningar í kvöld Hafið. Þjóðleikhúsið. Stræti. Þjóðleikhúsið. George Washington. Hassisti og forseti George Washington ræktaði marijúana í garðinum hjá sér. Marxbræður Marxbræðumir Chico, Harpo, Groucho og Zeppo hétu í raun og vera Leonard, Adolph, Julius og Herbert. Blessud veröldin Trúarofstæki Spænski rannsóknarrétturinn dæmdi einu sinni alla Hollend- inga til dauða fyrir villutrú. Öfuguggi Aðalráður, konungur Englands á tíundu öld, eyddi brúðkaups- nóttinni með konu sinni og tengdamóður! Færö á vegum Mun betri færð er núna en verið hefur í veðurhamnum síðustu daga. Þó em ýmsar leiðir lokaðar og má Umferðin þar nefna Eyrarfjall, Dynjandisheiði, Hrafnseyrarheiði, Breiðadalsheiöi, milli Þingeyrar og Flateyrar, Kolla- fjarðar og Flókalundar, Reykhóla og Kollafjarðar, Út-Blönduhlíð, Lág- heiði, Hróarstimguveg, Hellisheiði eystra, Oddsskarð, Mjóafjarðarheiði, Gjábakkaveg, MosfeUsheiði, Bröttu- brekku, Fróðárheiði, KerUngarskarð og miUi Búða og HeUna. Höfn Ófaert [|] Hálka og snjór\T\ Þungfært án fyrirstöðu [XI Hálka og [/] Ófært skafrenningur Gaukur á Stöng í kvöld: í kvöld er þaö Hálft í hvom sem mun troða upp á Gauki á Stöng. Hjjómsveitin er lífieg og eins og glögglega má sjá af myndinni hér til hliðar geta meðlitnir sveitarinn- ar náð upp mikUii stemningu þegar svo ber undir. Tónhstin hjá Hálft í hvoru er létt og með þjóðlagablæ enda er hljóð- færaskipan ekki eins og menn eiga aö venjast. Það er yfirleitt þéttskipaður bekkurinn á Gauknum þannig að menn losna við að standa er vissara aö mæta snemma. Kevin Costner og Whitney Hous- ton. lifvörð- urinn Sambíóin sýna nú myndina Líf- vörðinn eða The Bodyguard með Kevin Costner og Whitney Hous- Bíó í kvöld ton í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Mick Jackson en framleiðend- ur Lawrence Kasdan, Jim WUson og Kevin Costner. Costner leikur lífvörð, þann besta í faginu. Hann hefur vemd- að tvo forseta og tjölda áhrifa manna. Whitney Houston leikur' hins vegar skærustu poppstjörnu samtímans og frægðinni fylgir aðsókn aðdáenda sem sumir eru æði hættulegir. Costner er ráðinn lífvörður og hann umbreytir umhverfi poppstjörnunnar til að tryggja hámarksöryggi. Eitt fór þó ekki eins og ætlað var - þau verða ástfangin. Nýjar myndir Háskólabíó: Karlakórinn Hekla Laugarásbíó: Krakkar í kuldan-t um Stjömubíó: Heiðursmenn Regnboginn: Síðasti móhíkaninn Bíóborgin: Aleinn heima 2 Bíóhöllin: Lífvörðurinn Saga-bíó: EUífðardrykkurinn rr Pólstjaman Pólstjaman hefur frá ómunatíð verið notuð sem leiðarstjarna svo sæfarar og aðrir geti áttað sig á átt- unum. Pólstjarnan er því sem næst í hánorðri og er einnig köUuð leiðar- Stjömumar stjarnan eða norðurstjaman. Hún er jafnframt bjartasta stjarnan í stjömumerkinu Litla-birni og reynd- ar hluti af þrístirni þó hinar tvær séu illsjáanlegar. Auðveld leið til að finna Pólstjörn- una er að finna fyrst Karlsvagninn. Björtustu stjömur hans, Alfa og Beta, mynda Unu sem bendir á Pól- stjörnuna eins og sést á kortinu hér tU hhðar. Pólstjaman er þó ekki beint yfir hvirfli athuganda heldur ræðst hæð hennar af breiddargráð- unni sem staðið er á. Reykjavík er á 64. gráðu norðlægrar breiddar ogþví sést Pólstjarnan í 64 gráða hæð. Það auðveldaði ferðalöngum vissulega að staðsetja sig. Karlsvagninn er hluti Stóra-bjarn- ar og er nafn hans annaðhvort tengt Karlamagnúsi keisara eða ensku BERNIKUHADDUR / n'VEIÐIHUNDUR LJÓNIÐ DL Birtustig stjarna O ★ A -1 eða meira 0 1 ★ • 2 3 eða minni Smástirni O Reikistjarna [öv] heiti sem merkir bóndakerra. Sólarlag í Reykjavík: 16.15. Sólarupprás ó morgun: 11.00. Síðdegisflóð í Reykjavík: 22.15. Árdegisflóð á morgun: 10.40. Lágfiara er 6-6 'A stundu eftir háflóð. í NNV frá Reykjavík 13. jan. 1993 kl. 24.00 Anton Elí Hafsteinsson Ágústa Magnúsdóttir og Haf- fimmta þessa mánaðar. Hann heit- steinn Kristjánsson eignuðust ir Anton EU Hafsteinsson en eldri jjennan myndarlega dreng þann bróðir hans heitir Daniel og er ______________ fimm ára. Viö fáeðingu var Anton Bam dagsins Elí 3640 °g mæidist 52 sentí- Gengiö Gengisskráning nr. 7.-13. jan. 1993 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 64,400 64,540 63,590 Pund 99,337 99,553 96,622 Kan. dollar 50,330 50,440 50,378 Dönsk kr. 10,1846 10,2068 10,2930 Norsk kr. 9,2180 9,2381 9,3309 Sænsk kr. 8,5676 8,5862 8,9649 Fi. mark 11,7949 11,8205 12,0W Fra. franki 11,6067 11,6320 11,6369 Belg. franki 1,9118 1,9160 1,9308 Sviss. franki 42,9333 43,0267 43,8945 Holl. gyllini 35.0181 35,0942 35,2690 Vþ. mark 39,3607 39,4463 39,6817 it. líra 0,04252 0,04262 0,04439 Aust. sch. 5,5964 5,6085 5,6412 Port. escudo 0,4402 0,4411 0,4402 Spá. peseti 0,5547 0,5559 0,5593 Jap. yen 0,51176 0,51287 0,51303 írskt pund 104,087 104,313 104,742 SDR 88,2924 88,4843 87,8191 ECU 77,3122 77,4803 77,6243 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan Lárétt: 1 hirsla, 7 storka, 8 hommyndun, 10 konungur, 12 hest, 14 auö, 15 kvæði, 17 þefar, 18 hamur, 20 hismi, 21 möndull, 22 depil. Lóðrétt: 1 hlaða, 2 einnig, 3 heiðvirður, 4 kindarskrokks, 5 klampi, 6 grastoppur, 9 gluggi, 11 mannsnafn, 13 hraðast, 16 eins, 17 forsögn, 19 tvíhljóði. Lausn á síöustu krossgátu. Lárétt: 1 svunta, 8 vær, 9 erta, 10 æsti, 11 afl, 13 skútu, 15 et, 16 niðaði, 18 alin,» 20 ati, 21 líkn, 22 ið. Lóðrétt: 1 svæsnar, 2 væskill, 3 urt, 4 neita, 5 trauðan, 6 at, 7 valt, 12 feiti, 14 úði, 17 lið, 19 Nk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.