Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1993, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1993, Qupperneq 2
Í’ÖSTTOAS3UE,22. UANÚAE119031 l Fréttir_____________________________________________ Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra: Engar hvellfréttir í álviðræðunum - ræðir við Washington Mills um flárfestingu í shpiefnaverksmiðju hér „Þaö eru nú ekki neinar hvellfrétt- ir enda ekki við þeim búist. Viö fór- um yfir stöðuna í málinu og þaö stendur enn sem talað var í október að þeir sýna áhuga áfram. Þeir eru núna að vinna úr ýmsu efni um stað- hætti, kosti og kostnað við staðsetn- ingu á íslandi í samanburði við önn- ur lönd. Það er ekki að búast við nið- urstöðu úr því máb fyrr en í apríl. Þá munu þeir endanlega ákveða að hveiju, þeirra 3-A landa sem þeir hafa verið að kanna, þeir ætla aðal- lega að snúa sér,“ segir Jón Sigurðs- son iðnaðarráðherra sem átti við- ræður við aðalforstjóra og sam- starfsmenn hans í Kaiser Alumi- nium í Washington í vikunni. Nýr forstjóri, Steve Hutchcraft, er að taka við forstjórastarfmu í Kaiser Aluminium af John Seidl sem kom hingað til lands í október til að kynna sér staðhætti og átti ráðherra við- ræður við þá báða. í dag mun hann síðan hitta forstjóra Alumax. „Menn eru ennþá að bíða eftir því að það rofi til í álviðskiptunum því verðið er áfram mjög lágt. Það er hins vegar jákvætt núna að það hefur örlað á nýjum hagvexti í Bandaríkj- unum og menn telja að það sé að hefjast uppsveifla og að efnahagsþró- unin muni styrkjast," segir Jón. Ráðherra mun ræða við fulltrúa Washington Mills sem hafa sýnt áhuga á að fjárfesta í um 30 tonna slípiefnaverksmiðju á íslandi, vænt- anlega á Grundartanga. „Það hafa staðið yfir athuganir á fjárfestingu Washington Mills í slípi- efnaframleiöslu á íslandi en það er rafbræðsla lík þeirri sem fram fer á Grundartanga. Þetta eru þreifmgar sem eru búnar að standa lengi. Þeir spurðust fyrst fyrir um þetta en síðan höfum við haldið máhnu vakandi og nú hafa þeir sýnt meiri áhuga að nýju,“ segir Jón. Hann fylgdist með hátíðahöldun- um við forsetaskiptin í Bandaríkjun- um í fyrradag. „Það er enginn vafi á því að hvað sem menn segja um kosningarnar og úrslitin í þeim þá hefur þessi nýja stjóm meðbyr í al- menningsáliti og vekur almennt bjartsýni og áhuga. Það verður auð- vitað helsta verkefni Clintons og hans stjórnar að endurvekja hagvöxt og ég held að þetta byrji bara mjög velhjáhonum." -ból Islenskkonalát- íslensk kona, Sædís Hrefna Gunniaugsdóttir Norman, 38 ára, lést í bílslysi á hraðbraut á milli Brishane og Sydney í Ástralíu á þriðjudag. Sædís var á forð með eiginmanni sinum, Clive Nor- man, þegar bíl var ekið í veg fyr- ir bifreið þeirra með þeim afleíð- ingum að bfll íjölskyldunnar valt. 18 ára dóttir hjónanna mjaðma- grindarbrotnaði 1 slysinu en 14 ára sonur þeirra slapp við telj- andi meiðsl. Hinn ástralski tjöl- skyldufaöir slapp með minni háttar meiðsl. Fjölskyldan var nýflutt til Bris- bane írá Sydney en þangað var för þeirra heitið þegar slysið varð. Sædís fluttist til Ástralíu á fermingaraldri. -ÓTT Þær voru þakklátar fyrir brauðmolana, sem ungir Reykvíkingar færðu þeim í kuldanum um helgina, gæsirnar á Tjörninni. ' DV-mynd JAK Fjárhagsáætlun Reykjavlkurborgar afgreidd í borgarstjóm: Tæplega 9 milljarðar í verklegar framkvæmdir - auknum skattaálögum á borgarana afstýrt með lántöku „Með þessari fjárhagsáætlun er Reykjavíkurborg að laga sig aö breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu. Á sama hátt og hjá heimilunum í land- inu hefur íjárhagsleg staða borgar- innar versnað. Vegna atvinnuleysis- ins, þrenginga hjá fyrirtækjunum og versandi afkomu einstaklinga verð- ur hins vegar ekki farin sú leið að hækka skattana. Þess í stað verður lögð á það áhersla að halda uppi framkvæmdum og til að fjármagna þær neyðumst við til lántöku," segir Markús Örn Antonsson borgarstjóri. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborg- ar kom til síðari umræðu í borgar- stjóm í gærkvöldi. Samkvæmt áætl- uninni verður samanlagður kostnað- ur borgarinnar, borgarsjóðs og borg- arfyrirtækja um 8,9 milljarðar vegna verklega framkvæmda á árinu. Úr borgarsjóði á að veija 2,9 milljörðum til byggingaframkvæmda, 1,2 millj- örðum til gatnagerðar, 940 milljónum til viðhalds á gatnakerfinu, 221 millj- ón í útivistarmál og 629 milljónum til viðhalds fasteigna. Þá er gert ráð fyrir aö borgarfyrirtækin veiji 1,2 milljörðum til framkvæmda og 2,9 milljörðum til viðhaldsverkefna. Heildartekjur borgarsjóðs eru áætlaðar tæplega 12,2 milljarðar og samanlagðar tekjur fyrirtækja borg- arinnar eru áætlaðar um 9,8 millj- arðar. Reiknað er með að útsvars- tekjur skili borginni hátt í 6,3 millj- örðum, fasteignagjöld rúmum 2 milljörðum og bætur í stað aðstöðu- gjalds 2,2 milljörðum. Stærsti rekstrarliðurinn hjá borg- inni í ár verður sem fyrr félagsmálin. Alls á að veija um 2,7 milljörðum í þann málaflokk, þar af rúmum millj- arði í dagvistarmál. Næststærsti rekstrarliðurinn er gatna- og um- ferðarmál með tæplega 2,3 milljarða. Til skólamála verður varið rúmlega 1,5 milljörðum, til æskulýðs- og tóm- stundamála 770 milljónum, til hrein- lætis- og heilbrigðismála 500 milljón- um, til umhverfismála 369 milljónum og til menningarmála 490 milljónum. Að sögn Markúsar Amar hefur öll vinna við gerð fjárhagsáætlunarinn- ar mótast af þeim erfiðleikum sem við er að etja í atvinnulífinu. Hins vegar sé miðað við að framkvæmda- umsvif borgarsjóðs og borgarfyrir- tækja í heild haldist í meginatriðum óbreytt frá því sem þau hafa verið undanfarin tvö ár, þrátt fyrir mikinn og almennan samdrátt í þjóðfélaginu. Til að efla atvinnulífið hafi borgin því ákveðiö að taka 2,5 milljarða lán. -kaa Ögmundur Jónasson, formaður BSRB: Tími yfirlýs- inga er liðinn - segirnæstaskrefiðaðtakaákvarðanir „Tími yfirlýsinga er hðinn. Nú er komið að því að taka ákvarðanir um það hvernig menn ætla að standa að verki í komandi kjarasamningum. Spumingin er ekki um það hvort launafólk hafi með sér samstarf í þessari baráttu heldur með hvaða hætti staðið verður aö málum. Ég sé fyrir mér að almenningur á íslandi muni á næstunni taka höndum sam- an til að verja lífskjör sín og standa vörð um velferðarkerfið," segir Ög- mundur Jónasson, formaður BSRB. Fulltrúar allra aöildarfélaga BSRB komu saman til fundar í byrjun vik- unnar til að fara yfir stöðu mála í tengslum við komandi kjarasamn- inga. Umræða hefur átt sér stað inn- an einstakra félaga undanfarnar vik- ur en í kjölfar þessa fundar verður unnið að því að samræma kröfugerð félaganna og efla samstöðuna þeirra á milh. Að sögn Ögmundar kom fram ein- dreginn vilji til að efla samstöðu alls launafólks í kröfugerð og hugsanlega aögerðum. Aðspurður útilokar hann ekki að til formlegs samstarfs við ASÍ kunni að koma. „Það er spurning hvort það fer ekki að vera ábyrgðarleysi að sitja á áhorfendabekkjum meðan íslenskt samfélag er brotið niður. Mér finnst liggja í loftinu vilji til víðtæks sam- starfs. í hvaða formi það verður veit ég hins vegar ekki. Til að byrja með munum við ræða málin innan okkar raða með það fyrir augum að ná víð- tæku samstarfi við önnur samtök launafólks.“ -kaa Fjarhagsaætlun Reykjavíkurborgar: Of lítil áhersla á ný atvinnutækifæri - segjafuUtrúarminmhlutansíborgarsíjóm „Þessi fiarhagsáætlun er mjög þröng. Afkoman hefur ekki verið verri í áratugi. Fé úr rekstri til framkvæmda er aðeins um 1,5 milljarðar í stað þriggja til fiögurra milljarða eins og á undanfómum árum. Ég fagna hins vegar þeim þáttum áætlunarinnar sem miða að því að halda uppi atvinnustiginu meö lántökum," segir Siguijón Pét- ursson, borgarfulltrúi Álþýðu- bandalagsins. Sigurjón segir ýmsar blikur á lofti sem gefi th kynna aukið at- vinnuleysi. Af þvi hafi hann áhyggjur. Því verði borgin að miða allar sínar framkvæmdir við það að þær séu atvinnuskapandi. Guðrún Ögmundsdóttir, Kvenna- hstanum, tekur í svipaðan streng. Svigrúm borgarsjóðs til útgjalda sé htið og því hafi Kvennahstinn lagt megináherslu á aukna félagslega þjónustu og atvinnuuppbyggingu í tengslum við gerð áætlunarinnar. Sigrún Magnúsdóttir, Framsókn- arflokki, segir að í fiárhagsáætlun borgarinnar fehst bylting. Skuldir hafi hækkað og kallað á lántökur. Hlutfahslega feli áætlunin í sér tvö- falt meiri halla en fiárlög ríkisins. Því hafi hún ekki lagt fram breyt- ingartihögur að þessu sinni. Þess í staö hafi Framsóknarflokkurinn óskað eftir skýringum á þeim frá- vikum sem orðið hafa á fiárhagsá- ætlunum undanfarinna ára. Ólína Þorvarðardóttir, Nýjum vettvangi, segir fiárhagsáætlunina miða við óbreytt atvinnustig. Það sé þó óviðunandi markmið þar sem nú sé 5 prósent atvinnuleysi og lík- ur séu á að það aukist. Því hafi Nýr vettvangur lagt th að fyrirtæki borgarinnar auki arðgreiðslur sín- ar th borgarsjóðs um 1,4 mihjarða sem nýta megi í atvinnuskapandi framkvæmdir. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.