Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1993, Blaðsíða 8
8
FÖSTUDAGUR 22, JANÚAR 1993.
Útlönd
ansókfullurá
BOstjórl Ruud Lubbers, forsæt-
isráöherra Hollands, var liand-
tekinn í vlkunni eftir að hann ók
embættisbO ráðherrans á vegg
lögreglustöðvar. Bílstjórinn var
vel við skál.
Bílstjórinn var einn í bílnum.
Hann varnýbúinnað skila Lubb-
ers af sér í Rotterdam þar sem
ráðherrann býr og var á leiö til
Haag. Ekki vildi þá betur til en
svo að hann gleymdi að taka
beygiu, fór í gegnura girðingu og
hafnaði á vegg löggustöövarhm-
ar. Billinn er mikið skemmdur.
Eskimóareiga
hjartasjúkdóma
ívændum
Löngum hefur veriö talið að
eskimóar væru ónæmir fyrir
ýmsum hjartakvillum vegna kó-
lesterólsnauðrar fæðu sinnar
sem að mestu er flskur, Hættan
á slíkum sjúkdómum mun hins
vegar aukast til muna eftir því
sem þeir tileinka sér véstræna
lifnaðarhætti.
„Eskimói tíunda áratugarins
borðar, reykir og drekkur ems
og Vesturlandabúi og hann eyðir
meiri tíma á vélsleða sinum en
við líkamlegt erfiði," sagði hol-
lenski vísmdamaðurmn Louis
Havekes.
„Það er aðems spurning um
tíma hvenær þjartaáföllum fer
fjölgandi.“
Rannsókmr á áttunda áratugn-
um sýndu að eskimóar voru með
ákaflega litið kólesteról i blóðinu
og þótti það skýra hversu fáir lét-
ust úr híartakviUum. En nýjar
rannsóknir á Grænlandi sýna að
kólesterólmagmð hefur aukist tU
muna.
féflagið býður
beina línutilal-
máttugs guðs
ísraelska símafélagið hefur tek-
ið upp nýja þjónustu, nefnUega
þá að koma skUaboðum hemustu
leið tU guðs - um faxtæki.
Áhugasamir hringja í sérstakt
símanúmer í Jerúsalem (972-2-
812-222, fyrir þá sem vita vilja)
og senda boðm sem starfsmaður
símafélagsins kemur síðan fyrir
í sprungu í Grátmúrnum, mesta
helgidómi gyðingdómsins. Að-
eins þarf að greiða fyrir símtaiið,
Þaö er siðm- þeirra sem heim-
sækja múrinn aö koma skUaboö-
um tU guðs fyrir mUli stemanna. :
Rannsókn á 85 ára körlum og
konum sem ætlað var að ákvaröa
hversu margir öidungar þjáist af
eUiglöpum hefur leitt í Jjós að
nærri þrjátiu prósent hafa em-
hvers konar minnistruflanir.
Rannsókn þessi var gerð í Sví-
þjóö, undir stjóm ingmars Skoog
við Sahlgrenska sjúkrahúsiö í
Gautaborg, og það kom upp úr
dúmum að hægt var að ráða hót
á memum um helmings þeirra
sem voru haldnir elliglöpimum.
Aðeins 43,5 prósent þeirra sem
voru með mirmistruflanir vora
með alzheimer sem er ólæknandi
sjúkdómur. Tæp 47 prósent vora
haldnir ýmsum kvUlum sem
tengjast blóðflæði til heilans í
kjölfar heilablóðfails. Hægt er aö
koma í veg fyrir sum þessara
heUablóðfaUa með lyfjagjöf eöa
breyttum Uftiaðarháttum.
Reuter
Stj ómarmyndunarviðræður í Danmörku á lokasprettinum:
Ný meirihlutastjórn
verður tilbúin í dag
fyrsta meirihlutastjómin 1 tuttugu og eitt ár
Poul Nyrup Rasmussen, formaður
danska jafnaðarmannaflokksins,
sagði í nótt að búast mætti við að
samkomulag næðist um nýja ríkis-
stjóm í Danmörku í dag.
En þrátt fyrir einstaka blaðafyrir-
sagmr á borð við: „Ný rUdsstjórn til-
búin“ og „Nyrup tUbúinn að gera
ráðherralista" hafði Nyrup ekki tek-
ist í nótt að reka endahnútinn á gerö
málefnasammngs fyrir meirihluta-
stjórn með róttækum miðdemókröt-
um og kristílega þjóðarflokknum.
Stjórnmálaskýrendur meta það svo
aö síðasta Ijónið í veginum í stjómar-
myndunarviðræðunum sé umbætur
á dagpeningalöggjöfmni sem jafnað-
armenn og róttækir era ekki alveg
einhuga um.
Samkvæmt dagblaðinu Börsen í
morgun er þó ekki mikið sem skUur
flokkana aö. Jafnaðarmenn eiga að
hafa faUist á aö launþegar og vinnu-
veitendur taki fjármögnun dagpen-
inganna í auknum mæli frá hinu
opinbera.
Mimi Jakobsen, leiðtogi miðdemó-
krata, sagði eftir samningaviðræð-
urnar í gær að hægt og sígandi mið-
aði í samkomulagsátt. „Það er sífellt
verið að leysa vandamál," sagði hún.
KristUegi þjóðarflokkurinn veitti
þingflokki sínum umboð tU þess í
gær að taka þátt í nýrri ríkisstjóm
með því skUyrði að flokkurinn fengi
tvö ráðherraembætti og stjórnin nyti
meirihlutafylgis í þinginu.
Eins og málum er háttað nú mundi
stjóm þessara fjögurra flokka hafa
90 þingmenn á bak viö sig eða
minnsta mögulegan meirihluta efdr
að Lis Noer Holmberg, þingkona
miðdemókrata, lýsti því yfir að hún
gæti ekki stutt stjórn undir forastu
jafnaðarmanna. Það yrði fyrsta
meirihlutastjórn í Danmörku í 21 ár.
Ritzau
Zoe Baird varð í morgun að hrökklast úr embætti dómsmálaráðherra í
nýrri stjórn Bills Clinton vegna brota á innflytjendalöggjöfinni.
Símamynd Reuter
Fyrsta áfall BiUs Clinton forseta:
Ráðherra neyddur
til að segja af sér
BiU CUnton Bandaríkjaforseti hef-
ur orðið fyrir fyrsta áfallinu þegar á
öðram degi sínum í embætti. Dóms-
málaráöherrann, Zoe Baird, hefur
sagt af sér eftir aö hafa sætt haröri
gagnrýni fyrir að ráða fyrir nokkram
árum tvo ólöglega innflytendur tU
þjónustustarfa á heimUi sínu.
Repubhkanar gagnrýndu skipan
hennar í embætti ákaflega og nú í
morgun vora demókratar einnig
komnir í hóp andstæðinga ráöherr-
ans.
Baird neitaði staöfastlega í yfir-
heyrslum hjá þingnefnd að hafa brot-
iö nokkuð af sér. Henni tókst þó ekki
að bera af sér sakir enda hafði maður
hennar áður greitt sekt fyrir brot á
innflytjendalöggjöfinni. I morgim
baöst Baird lausnar.
Á sama tíma gaf CUnton forseti út
yfirlýsingu þar sem hann lýsti Baird
sem einstaklega hæfum lögmanni og
konu með ríka sómatilfinningu.
Reuter
Clinton boðar óbreytta stefnu gagnvart írak:
Engin vettlingatök
á Saddam Hussein
BiU Clinton Bandaríkjaforseti gaf
íröskum stjórnvöldum skýra vís-
bendingu um það í gær að þau skyldu
ekki búast við mildari meðferð þegar
bandarískar orrustuþotur skutu
flugskeytum að loftvarnavirki í
norðurhluta íraks.
Clinton sagði í gær að hann ætlaði
að framfylgja harðlínustefnu Bush
fyrirrennara síns gagnvart Saddam
Hussein íraksforseta.
„Við ætlum að fylgja stefnu okkar.
Þetta er stefna Bandaríkjanna,“
sagði Clinton við fréttamenn.
Forsetinn lét þessi orð faUa eftir
að tvær bandarískar þotur skutu
flugskeyti og vörpuðu klasasprengj-
um á íraskan flugskeytapall. Að sögn
yfirmanna bandaríska hersins í Evr-
ópu var skotið á flugskeytapallinn
þegar ratsjá hans var beint að flug-
vélunum.
Þrátt fyrir árás bandarísku flugvél-
anna í gær héldu írakar að sér hönd-
um og stilltu orðum sínum í hóf til
merkis um að þeir vildu enn taka
upp vinsamlegri samskipti viö hinn
nýja Bandaríkjaforseta.
„írakar eru staðráðnir í að virða
vopnahléið sem þeir lýstu yfir,“ sagði
í yfirlýsingu íraska utanríkisráðu-
Clinton Bandaríkjaforseti ætiar að
fylgja sömu hörkunni gagnvart
Saddam Hussein íraksforseta og
fyrirrennari hans. Teikning Lurie
neytisins sem var lesin upp í útvarpi
og sjónvarpi.
írakar vefengdu frásögn banda-
ríska varnarmálaráðuneytisins og
sögðu að bandarísku ílugvélarnar
hefðu varpaö klasasprengjum á íbúö-
arbyggð fyrir sunnan Mosúl, þriðju
stærstuborgíraks. Reuter
Norsku konungshjónin
valda jólasveinastríði
Norsku konungshjónin eru nú í
eldlínunni í stríðinu um hvaðan jóla-
sveinninn sé upprunninn.
Ástæðan er sú að Haraldur kon-
ungur og Soixja drottning ætla að
heimsækja bæinn Rovaniemi í opin-
berri heimsókn sinni til Finnlands í
mars. Finnar halda því fram aö jóla-
sveinninn komi frá Rovaniemi.
Fréttin um fyrirhugaða heimsókn
konungshjónanna til helstu sam-
keppnisaðilanna féll eins og sprengja
í norska jólasveinabæinn Dröbak við
Óslófjörðinn.
„Viö óttumst að heimsókn kon-
ungshjónanna til Rovaniemi muni
kippa grundvellinum undan Noregi
sem heimalandi jólasveinsins," sagði
jólasveinaforinginn og menningar-
stjórinn Olav Sandsmark í viðtali við
norska Dagblaðið.
Hann ætlar að kafla hina Dröbak-
jólasveinana saman til neyöarfund-
ar, eins og yflrjólasveininum ber.
En á meðan jólasveinarnir í Drö-
bak era í sjokki yfir væntanlegri
heimsókn konungshjónanna eru
finnskir starfsbræður þeirra í sjö-
undahimni. ntb
Bruggarár Smirnoff-vodka í
Bretlandi hai'a ákveðið aö höföa
mál á hendur keppinautum sinum
í Rússlandi og krefjast einkaréttar
á nafiiinu um allan heim.
Eftlr að frelsisstraumar fóra að
leika um Rússa hófu þeir fram-
leiðslu á vodka undir vörumerkinu
Smimoff sem er eitt hið þekktasta
í heimi. Vodka með þessu nafni var
framleitt i Rússlandi fram til 1917
en þá hrökklaðist bruggarinn úr
landi í kjölfar byltíngar kommún-
ista. Reuter