Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1993, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1993, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1993. Tölvuteikning Dagblaðið-Vísir óskar að ráða tölvuteiknara til korta- og grafagerðar á ritstjórn. Nauðsynleg er kunnátta í meðferð teikniforrita á borð við FreeHand, MacDraw, lllustrator og DeltaGraph. Umsóknir berist ritstjórum fyrir 1. febrúar 1993. GMC SURBURBAN SLE árgerð 1990, ekinn 46.000 km, 6,2 lítra, dísil, plussinnréttingar. blLASALA ^^RCyKJAVÍKUR Skeifunni 11 - sími 678888 Smáauglýsing í Helgarblað þarf að berast fyrir kl. 17 föstudag!!! 632700 ERTUI RUSLI? Um miðjan janúar taka gildi nýjar reglur sem takmarka aðgang fyrirtækja að gómastöðvum SORPU. Þessi breyting hefur það í för með sér að ekki er lengur hagkvæmt fyrir fyrirtæki að sjó sjólf um flutning ó úrgangsefnum. HIRÐIR veitir alhliða söfnunarþjónustu, býður upp ó flokkunarkerfi fyrir endurvinnanleg efni og losar fyrirtæki við sorp ó ódýran og hagkvæman hótt. Hafðu samband við okkur og við veitum þér nónari upplýsingar um starfsemi HIRÐIS. HIRÐIR I UMHVERFISÞJONUSTX1 HÖFÐABAKKI 1,112 REYKJAVÍK SÍMI 67 68 55 Útlönd DV Óttast um líf ungfrú svipuhöggs, hórunnar með stóra hjartað: Svaf hjá 267 þingmönnum - 252 afþeim kallaði hún „öfugugga og eiturlyúaneytendur“ Fáir lögöu trúnað á tröllasögur bresku vændiskonunnar Lindi St. Clair af víðtækum bólferðum með þingmönnum þar til hún hvarf spor- laust um síðustu helgi. Þá hafði hún boðað blaðamenn á sinn fund í Brighton og ætlaði að leggja þar fram „soraskýrsluna" um kynlíf við- skiptavina sinna á þingi. Bíll Lindi fannst á bjargbrún skammt frá borginni en enginn veit hvað af henni varð. Undanfarna daga hefur lögreglan leitað hennar á sjó og landi en án árangurs. Lindi kallaði sjálfa sig ungfrú svipuhögg vegna þjónustunnar sem hún veitti í bóhnu. Aðrir gáfu henni viðurnefnið „hóran með stóra hjart- að“ og víst er að hún hafði barm til að rúma stórt hjarta. Ungfrú svipuhögg hafði lýst því að hún hefði sængað með 267 þing- mönnum. Hún sagði að flestir úr þeirra hópi vildu fá sérstaka þjón- ustu í bóhnu, svo sem aö láta berja sig. í þeim hópi væru einnig margir eiturlyfj aney tendur. Nú er það grunur margra að ein- hveijir úr hópi þingmanna hafi séð þann kost vænstan að láta ungfrúna hverfa áður en hún færi að greina frá nöfnum. Því kann að vera í upp- siglingu í Bretlandi eitt alvarlegasta stjórnmálahneyksh síðari ára ef stjórnmálamenn bera ábyrgð á hvarfi hennar. Lögreglan segist gera allt sem í hennar valdi stendur til að finna ungfrú svipuhögg. Hún gaf blaðinu The Sun í bréfi ádrátt um hvaö hún ætlaði að segja á blaðamannafundin- um. Bréfið birtist í blaðinu og kann að hafa skelft þingmenn. Ungfrú svipuhögg átti í útistöðum við skattayfirvöld sem vildu ná í hluta af hagnaðinum af starfsem- inni. Lögreglan vih ekki útiloka sjálfsmorð. Reuter Ungfrú svipuhögg, hóran með stóra hjartað, sagði tröllasögur af bólferðum sínum með þingmönnum á breska þinginu. Hún er nú horfin og menn ótt- ast að henni hafi verið brugguð launráð á æðstu stöðum. símamynd Reuter Evrópska efnahagssvæöið: Svisslendingar þurf a ekki að vera úti í kuldanum Svisslendingar þurfa ekki að vera útilokaðir frá sameiginlegum mark- aði Evrópubandalagsins og fríversl- unarsamtakanna EFTA um aldur og ævi, að því er sagt var í herbúðum framkvæmdastjómr EB í gær. „Svisslendingar geta augljóslega sótt um aðild að nýju ef þeim sýnist svo,“ sagði kommisarinn Joao de Deus Pinheiro á fundi með Evrópu- þingmönnum í Strasborg þegar hann flutti þeim skýrslu um að gera breyt- ingar á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, EES, að Svisslend- ingum brotthlaupnum. Fyrr um daginn höfðu svissnesk stjómvöld skýrt frá eigin áætlunum um aö samræma viöskiptahætti heimafyrir því sem gerist á Evrópska efnahagssvæðinu ef ske kynni að kjósendur skiptu um skoðun. Sviss- neskir kjósendur höfnuðu EES- samkomulaginu í þjóðaratkvæða- greiðslu í desember. Sænsk stjómvöld sögðu i gær að þau óttuðust mjög að tafir kynnu að verða á því að efnahagssvæðið tæki gildi vegna deilna milh fátækra ríkja EB annars vegar og hinna ríku, svo og EFTA, hins vegar. Spánverjar hafa sagt að þeir gætu komið í veg fyrir gildistöku EES nema umtalsverðar breytingar verði gerðar á svokölluðum þróunarsjóði fyrir fátækari ríki EB til að bæta upp það fé sem Svisslendingar áttu að greiða í sjóðinn. „Ef erfiðleikar koma upp við samn- ingaviðræður um sjóðinn er hætta á frekari seinkun þar sem staðfesta þyrfti nýtt samkomulag," sagði Ulf Dinkelspiel, Evrópumálaráðherra Svíþjóðar. EES átti að ganga í gildi um ára- mótennúer stefntað l.júlí í sumar. Svisslendingar áttu að standa straum af 28 prósentum af tveggja miUjarða ekúa framlagi EFTA-land- anna. Búist er við að Spánverjar ít- reki kröfur sínar á fundi utanríkis- ráðherra EB í febrúarbyijun. Reuter Atvinnuleysi fer enn vaxandi íFæreyjum Jens Dalsgaard, DV, Færeyjum; Atvinnuleysi hefur haldið áfram að aukast í Færeyjum að undanförnu og era atvinnuleys- ingar nú um fiögur hundruð fleirl en þeir voru rétt fyrir jól. Atvinnuleysingjar eru rúmlega 4400, eða tæp 20 prósent vinnu- aflsins, og hafa þeir aldrei verið fleiri. Liðlega 2900 manns fá fullar atvinnuleysisbætur, en auk þeirra fá 1400 manns, sem vinna við fisk, bætur fyrir þaö sem upp á vantar á 32 tíma vinnuviku. Ef menn vinna í tvo daga fá þeír þá bætur fyrir tvo daga tíl viðbótar. Þá fá um átta hundruð manns aðstoð frá félagsmálastofuun. Bush burtafvax- myndasafninu George Bush var ekki einu sínni búinn að pakka niður fogg- um sínum f Hvíta húsinu þegar búið var að koma honum í geymslu í vaxmyndasasfni Mad- ame Tussaud í London. Og dag- inn fyrir vaktaskiptin í Hvíta húsinu var vaxeförlíking af Clin- tonkominístaðinn. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.