Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1993, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1993, Síða 15
FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1993. 15 Fjárfesting í ferðaþjónustu Á hverasvæði Reykjanesskaga. - „Reykjavíkurborg og sveitarfélög á Reykjanesskaga ættu að vinna saman að því að leggja gönguleið eftir skaganum." Fróðlegt er að skoða í hverju menn íjárfesta og hvernig. Þrjár stórar byggingar, ráðhús Reykja- víkur, Perlan og flugstöðin í Kefla- vík kosta óþarflega marga millj- arða. Reisuleg og falleg hús með sömu nýtingu gætu kostað a.m.k. þriðjungi minna. Á sama tíma dregur Reykjavík- urborg sig út úr samstarfi um Upp- lýsingamiðstöð ferðamála og það finnast ekki einu sinni peningar til þess að auðvelda gönguskíðaiðkun utan Bláfjallasvæðisins. Sagt er að 2.200 störf geti til orðið í ferðaþjón- ustu (einkum við útlendinga) fram til aldamóta ef vel er á málum hald- ið. Skoðum þrennt sem kemur til álita í þessum efnum. Þjóðgarður á Vesturlandi Hér á landi hafa stjórnvöld ekki gengist fyrir því að móta skýra verndar- og nýtingarstefnu er varð- ar náttúru og öræfi. Ein leið tii þess að stýra landnýtingu felst í því að gera landsvæði að þjóðgarði. Nú eru þjóðgarðar þrír og hef ég mælt fyrir því að stækka Skaftafells- svæðið bæði í austur og vestur. Ég tel einnig að stækka eigi þjóð- KjaUaiinn Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur garðinn við Jökulsárgljúfur. Fjórði þjóðgarðurinn á að vera á Vestur- landi; landsvæðið milli Hnappadals og Norðurárdais, upp af Mýrum. Þar er fagurt hálendi með menjum eldvirkni, með vötnum og grónum dölum. Með skipulagningu og hóflegum mannvirkjum er unnt aö opna þarna nýtt svæði bæði Islendingum og útlendingum og létta umferð annars staðar. Þjóðgarðar laða út- lendinga sérstaklega til sín svo að fjárfestingin skilar sér fljótt. Gönguleið á Reykjanesskaga Að fenginni reynslu af gönguleið- inni milli Þórsmerkur og Land- mannalauga og öðram áþekkum ferðaslóðum er ljóst að í þeim felst einn af vaxtarbroddum í ferðaþjón- ustu. Slíka gönguleið vantar á þétt- býlasta svæði landsins. Reykjavík- urborg og sveitarfélög á Reykjanes- skaga ættu að vinna saman að því að leggja gönguleið eftir skagan- um. Hún gæti legið frá Helgafelli ofan Hafnaríjarðar, um Breiðdal og Sveifluháls hjá Kleifarvatni, með Djúpavatni, um Sog og Trölla- dyngju, Keili og fleiri staði fram á veg milli Krísuvíkur og Grindavík- ur. Til þessa þarf merkingar, skála, útgáfuefni o.fl. Góð fjárfesting, vissulega. Hin þarfa hitaveituhöll Hingað þarf að laða fleiri ferða- menn utan háannatímans, á þing, ráöstefnur, í hvataferðir og ævin- týraferðir. Þáttur í því er bygging fjölnota stórhýsis á jarðhitasvæði úti á landsbyggðinni; fyrst eins en síðar mætti fjölga þeim. Um leið á að margbæta nýtingu Bláa lónsins. Umrædd bygging er sambland af innigarði, sundstöðum, böðum, fundarsölum og veitinga- og gisti- aðstöðu, íslensk hönnun. Nýta á nýjustu tækni við að reisa gegnsæ þök og ódýr rými og gera þau ásjáleg með íslenskum jarðefn- um og margvíslegum gróðri, ekki rándýram innréttingum. Þama má nota gufu, heitt og kalt vatn og leir til að koma upp sérstæðri heilsu- rækt en annað rými til fyrirlestra, ráðstefna og funda, í eilífu sumri. Ari Trausti Guðmundsson „Hingað þarf að laða fleiri ferðamenn utan háannatímans, á þing, ráðstefnur, 1 hvataferðir og ævintýraferðir. Þáttur í því er bygging Qölnota stórhýsis á jarðhitasvæði úti á landsbyggðini...“ Verksamningar og húsaviðgerðir Á síðustu áratugum hafa mörg hús, bæði einbýlishús og fjölbýlis- hús, verið byggð. Nú era nokkur þeirra komin til ára sinna. Bygg- ingarefni hafa ekki verið eins góð og áður fyrr og húsin þarfnast nú viðgerða af ýmsu tagi. Þá byija vandræðin. Hússtjómir gera samninga fyrir hönd húsfélaga, oft fyrir margar milljónir á ári, vegna viðgerða. í hússtjórnum era stund- um konur sem eru heiðarlegar en vantar tæknikunnáttu. Reynsluskortur og lág tilboð Verktakar misnota ósjaldan slíka veikleika í hússtjórnum og húseig- endur tapa. Verktaka vantar oft reynslu í viðgerðum og gera lág til- boð sem hússtjórnir samþykkja en húseigendur tapa. Sumir verktak- ar krefjast einnig greiðslna án skriflegra samninga. Sú upphæð getur skipt hundruðum þúsunda króna. Eftirlit með vinnunni er alls ekki haft og þá hafa húseigendur enga möguleika á að fá endurgreiðslu!. Til að koma í veg fyrir óheiðar- leika verktaka og hátt verð er nauðsynlegt að hafa staðlaðan verksamning. Þess vegna hafa Neytendasamtökin, Húseigendafé- lagið og Meistara- og verktakasam- band byggingamanna útbúið staðl- Kjallariim Eiríka A. Friðriksdóttir hagfræðingur að eyðublað fyrir verksamning, sem er fáanlegt hjá ofangreindum félögum, og lagt til að eyðublaðið, sem er bindandi, verði notað. Hér á eftir era greinar eyðublaðsins (verulega styttar). Útdráttur úr verksamningi Undirritaður: Kennitölur. Heim- ilisfóng verktaka ásamt verk- kaupa. Verktaki tekur að sér að/nákvæm skýring að ofan (í gr. 3). Gögn/ná- kvæm skýring á vinnu. Gögn 1-7 eru nákvæmar skýringar allrar vinnu. Verkkaupi og verktaki koma sér saman um hlutlausan eftirhtsaðila meðan á verkinu stendur. Eftirhts- maður er/nafn, kennitala og heim- ihsfang. Verkkaupi greiðir verktaka kr..... Innifaliðerkr................ Efniskostnaðurkr............. Vinnukostnaður............... Annarkostnaður.............. /Nákvæmur kostnaður......... Virðisaukaskattur........... Samningsíjárhæö greiðir verk- kaupi eftir útboðslýsingu. Verktaki getur lagt fram reikninga fyrir verkiðá ... dagafresti.Samþykkt- ir reikningar verða greiddir innan ... daga/vikna. Verkkaupi og verktaki skulu leggja fram framkvæmdatryggingar. Yfirlýsingar um breytingar verka skulu vera skriflegar. Verkfundi skalhaldaá ... daga/viknafresti. Verktaki skal skuldbinda sig til að hefja verkið þann ... og skal því lokið þann ... Dagbók í þríriti skal halda um framvindu verksins. Dragist verklok fram yfir tilsett- an tíma skal verktaki greiða verk- kaupa fébætur sem nema kr. ... fyrir hvem almanaksdag sem verkið dregst umfram umsamin verklok. Verktaki skal vera ábyrgðar- tryggður fyrir tjóni sem hann eða starfsmenn hans kunna að valda verkkaupa eða öðrum meðan á verkinu stendur. Annaö sem aðilar vilja taka fram ... og síðast: Staöur/dags/ Verktaki/ Verkkaupandi Samningur er gerður í tveimur samhljóða eintökum. Vitundarvottar eru að réttri dag- setningu og undirskrift aðila. Eiríka A. Friðriksdóttir „Sumir verktakar krefjast einnig greiðslna án skriflegra samninga. Sú upphægð getur skipt hundruðum þús- unda króna.“ Kaffidrykkja „Menn hafa lengi deilt um ágæti kaffi- drykkju. Það má vera að óhófleg neysla kaffls sé mönnum shkthiðsama R^ar Omarsson, má segja um ,e,a9‘ ' Hre^ allt það sem ^nnafélagmu. maðurinn leggur sér til munns. Mér finnst kaffidrykkja aðallega vera spurning um hugarfar en sumir drekka kaffi nánast án þess að taka eftir því. Þvi flnnst mér spurningin ekki vera hvort fólk drekkur kaffi heldur hvernig það drekkur kaffl. Viö félagarnir í Hreystimanna- félaginu höfum löngum sagt það að aum væri sú ferð til fjalla þar sem ekkert kaífl væri með í fór. Allt frá stofnun félagsins hefur því verið skylda aö hafa nýmalað espressokafti og könnu með í för. Þær stundir hafa líka þótt einna dýrastar í félagsskap voram þeg- ar heht er upp á. Þá er setið í þéttum hring um könnuna og menn draga að sér rokgjarnar olíur sem stíga upp af henni. Kaffið yljar þreyttum ferða- manni á köldum áningarstöðum landsins. Þannig er kaffið meira en nautn. Kaffið er lífsfyhing ferðamannsins sem eilíft leitar uppi hin dýrmætu augnablik sem skapa lífshlaup sérhvers manns. Kaffi er gott.“ „Koffeín veldur ávana og flkn. Við það að hætta aö drekka katfl, það er ef drukkið hefur verið meira en einn til tveir bollar á dag, veldur ........... það frá- hvarfseinkennum sem geta stað- ið í nokkra daga og verið það slæm aö fólk er ekki fært um að standa á fótunum. Kaffi er vana- bindandi og virkar sem hvati á miðtaugakerfi mannsins. Kaffi- drykkja hefur verið tengd mörg- um sjúkdómseinkennum, eins og hröðum hjartslætti, háum blóð- þrýstingi, magasári, sóni fyrir eyram og svefntruflunum. Kaffi hefur lika mikh áhrif á blóðsyk- ur. Ef drakkinn er einn kaffibolli era nýrun mn 24 kiukkutíma að In-einsa út úr Ukamanum. En einna verst er að kaffið virk- ar sem hrein sýra fyrir líkamann. Sýrastig, ph-stig, likamans á að vera 7,4. Við oigum aö vera sölt. En kaffið veldur því að likaminn heldur eftir vatni sem gerir aftur að verkum aö við fltnum. Þar sem kaffi virkar sem hrein sýra á lík* amann getur það einmitt verið orsök fyrir sjúkdómunum sem ég minntíst á hér aö ofan. Hins vegar er rétt að taka fram að einn bolh af kaffi á dag gerir ekki gæfumuninn en kaffiþamb, sem margir stunda, er alls ekki gott fyrir líkamann. Þá verður maður koffeínisti. með þeim hætt- um sem því fylgir.“ HallgrímurÞ.Magn-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.