Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1993, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1993, Page 32
V- VJl Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. .__________________________________________________________________________________________________^ ____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________ FOSTUDAGUR 22. JANUAR 1993. Ólöglegar að- gerðirsjúkraliða Aíkoma ríkissjóðs: Minni halli Rekstrarhalli ríkissjóös í fyrra varö 7,2 milljaröar samkvæmt bráða- birgöatölum úr fjármálaráöuneyt- inu. Á árinu 1991 nam hallinn 12,5 milljöröum. Heildarútgjöld ríkis- 'sjóös fóru milljarð króna fram úr fiárlögum og urðu 110,6 milljarðar. Miðað við áriö 1991 lækkuðu útgjöld- in að raungildi um 5,3 milljarða. Heildartekjur ríkissjóðs árið 1992 námu 103,4 milljörðum eða 2,1 millj- arði minna en í áætlun fjárlaga. Að raungiidi hækkuðu tekjumar um 400 milljónirmilhára. -kaa Dýrsnjómokstur Snjóþyngslin í Reykjavík undanf- -arnar vikur kosta borgarsjóð að jafn- aði um 1,5 milljónir í dag. Á viku gerir það ríflega 10 milljónir. Daglega er snjór ruddur af 300 til 500 kíló- metrum í gatnakerfi borgarinnar. Það samsvarar því að Reykjavíkur- borg ryðji daglega þjóðveginn frá höfuðborginnitiIAkureyrar. -kaa FréttaskotDV: Það tíu þúsund- astaberstá næstu dögum - verðlaun hækkuð þá vikuna s Nokkur tímamót eru framundan í sögu fréttaskots DV því á næstu dög- um mun tíu þúsundasta fréttaskotið berast til blaðsins frá því það hóf göngu sína 29. mars 1984 í gegnum símann, sem aldrei sefur, 62-25-25. Af því tilefni hefur verið ákveðið að greiða 15 þúsund krónur fyrir besta fréttaskotið þá vikuna sem 10000. ábendingin um frétt berst blaðinu. Það er því til nokkurs að vinna og að venju verða greiddar 3000 krónur fyrir önnur fréttaskot sem birtast í blaðinu. DV heitir þeim sem senda inn ábendingar um fréttir fullum trúnaði og algj örrar nafnleyndar er g hsím - sjá nánar á bls. 32 LOKI Það ereinsgottað Sighvaturbrotniekki í næsta mánuði! Félagsdómur hefur úrskurðað að aðgerðir sjúkraliða 1. til 3. desember síðastliðinn hafi verið ólöglegar, hafi brotið í bága við ákvæði um verkfóll —*opinberra starfsmanna. Sjúkraliðar héldu maraþonfundi þessa daga til að leggja áherslu á kröfur sínar um bætt kjör. Úrskurðurinn heimilar um leið vinnuveitendum sjúkraliða að draga tveggja daga laun af þeim við næstu útborgun. -S.dór Borgaði sjómanni fyrir hasssmygl Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt þrítugan karlmann í 12 mán- aöa fangelsi, þar af níu mánuði skUorðsbundiö, fyrir að hafa staöið aö ínnflutningi ogsölu á 1,5 kílóum af hassi og kaupum og sölu á 280 grömmum af amfetamini á fyrri hluta árs 1988. Maðurinn var jafn- írarat dæmdur til að sæta upptöku á tæpri hálfri milfjón króna í pen- ingum sem talið var að aflað hefði veriö með fíknefhasölu auk þess sem hann var dæmdur til aö greiða 100 þúsund krónur í sekt til ríkis- sjóðs. Hjörtur O. Aðalsteinsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Við ákvörðun refsingar tók dóm- urinn mið af því hve langt er um liðið frá því brotið var framið og því að óskýrðar tafir hafa orðið á afgreiðslu þess, m.a. hjá ríkissak- sóknaraembættinu í rúm 2 ár. Maðurinn keypti 1,5 kfió af hassi í Bremerhaven í marsbyrjun 1988 þar sem hann afhenti það skipverja á íslensku skipi - karlmanni á sjö- tugsaldri. Sjóraaðurinn flutti efnin heim til íslands og afhenti þau eig- andanum á heimili sinu eftir að heim kom. Sá fyrmefndi fékk 175 þústmd krónur í þóknun fyrir flutninginn á efhunum til landsins. Hassið seldi eigandinn síðan hér á landi fyrir á aðra milljón króna. Nokkru síðar á árinu keypti hann samtals um 280 grömm af amfetam- íni á 2.500-3.000 krónur grammið en seldi það síðan á allt að 4 þúsund krónur hvert gramm eða samtals um eina milijón króna. í niður- stöðu héraðsdóms varðandi refs- mgu mannsins segir m.a.: „Við ákvörðun refsingar ákærða verður ekki hjá þvi komist aö hafa í huga hversu mál þetta hefur dreg- ist og þannig brotinn ótvíræður réttur ákærða til hraðrar og skil- virkrar raálsmeðferðar. Þá hefur ákærði lýst högum sínum þannig að hann stundi nú nám í listaskóla í Englandi og hafi hann hætt allri fikniefnaneyslu fyrir 3 árum.“ Þeir 14 dagar sem ákærði sat í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins dragast frá fangelsisrefs- ingunni, það er þeim þremur mán- uðum sem honum er gert að af- plána óskilorðsbundið. -ÓTT Davíðspenninn, sem er verðlaun sem Félag islenskra rithöfunda veitir árlega til minningar um Davíð Stefánsson, var afhentur i gær á afmælisdegi skáldsins. í ár var það Vigdís Grímsdóttir sem fékk verðlaunin fyrir skáldsögu sína Stúlkan í skóginum. Vilhjálmur Hjálmarsson afhenti henni Davíðspennann, en honum fylgja einnig eitt hundr- að þúsund krónur. DV-mynd GVA Veðriöámorgun: Snjókoma á Suður- landi Á hádegi á morgun verður surmanstrekkingur og snjókoma um sunnanvert landið en hægari og þurrt í fyrstu um austanvert landið. Veöriö í dag er á bls. 36 Hj úkrunarfræðingar: að bíða og sjá hvort við förum „Við vitum ekki hvort það verður reynt að semja. Þeir eru alveg vísir tfi að bíða og láta reyna á það hvort við fórum,“ sagði Auður Guðjóns- dóttir, einn talsmanna úr röðum hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á Landspítalanum, í samtali við DV í morgun um næstu aðgerðir í deilu þeirra við hefibrigðisráðherra um starfskjör. Þessir starfsmenn spítal- ans hyggjast leggja niður störf um komandi mánaöamót til að mótmæla launakjörum sem þeir telja lakari en á öðrum spítulum. Á fjölmennum fundi í gær var sam- þykkt að leggja niður störf. Starfs- mennimir eru úr þremur stéttarfé- lögum; Hjúkrunarfræðingafélagi ís- lands, Félagi háskólamenntaðra hjúknmarfræðinga og Ljósmæðrafé- lagi íslands. Félögin sem slík standa ekki að aðgerðum starfsmannanna á Landspítalanum. Deilan í dag snýst einnig um það hvort uppsagnarfrestur starfsmann- anna rennur út um mánaöamótin eða ekki. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja hann til 1. maí. Starfsmennirnir hafa leitað til lögmanns sem Auður sagöi að hefði tjáð þeim að þau lagaákvæði sem ráðherra styddist við eigi ekki við í þeirratilfelli. -ÓTT Snjóskriða lok- aði umferð um Hvalfjörð Snjóskriða féll í nótt við mal- amámuna í Hvalfirði, rétt sunnan við olíustöðina, og lokaði þjóðvegin- um. Bílar, sem áttu leið um Hvalfjörð um sexleytið í morgun, stöðvuðust við skriðuna sem var 20-30 metra breið og hafði fallið ofan af kletta- veggnum skammt noröan við Blá- skeggsá. Haft var samband við Vega- gerðina sem mddi veginn. Lögreglan í Borgarnesi ók fyrir Hvalfjörð klukkan tvö síðustu nótt en þá var sáralítill snjór á veginum. Skriðan hefur því fallið einhvern tíma milli klukkan tvö og sex um nóttina og telur lögregla mildi að hún féll ekki á mesta umferðartíma þegar mestar líkur heföu verið á að einhver yrðiundirhenni. -ból Harðurárekstur Harður árekstur varð á Reykjanes- braut skammt austan afleggjarans í Innri-Njarðvík í gærkvöldi. Tveir bflar rákust saman og þurfti að flytja tvo farþega úr öörum bíln- umásjúkrahús. -ból ÖRYGGI - KAGMENNSKA 4 4 4 4 4 4 4 4 I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.