Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1993, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1993, Side 4
4 MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1993. Fréttir Tvö skip Samherja fengu á sig brot um helgina: Eins og eftir loftárás í brúnni á Margréti - aflaskipiö Akureyrin fékk líka á sig brot en slapp mun betur Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyii „Það er alveg ljóst að tjónið, sem hefur orðið í skipinu, er mjög veru- legt. Öll tæki í brúnni eru ónýt,“ seg- ir Þorsteinn Már Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Samherja hf. á Akureyri. Margrét, einn af togurum fyrirtæk- isins, fékk á sig brot aöfaranótt sunnudags og er mesta mildi að eng- inn um borð slasaðist alvarlega. Tveir menn voru í brúnni og sluppu þeir vel, en annar þeirra var þó flutt- ur á sjúkrahús til skoðunar þegar skipið kom til Akureyrar í gær. „Ég var í koju og get því htið sagt um það hvernig þetta bar að, það eiga eftir að fara fram sjópróf og þá kemur þetta fram. Ég er mjög hrifinn hvemig áhöfnin mín brást við, menn voru rólegir og það er gæfa aö ekki urðu alvarleg meiðsh á mönnum," sagði Jón ívar HaUdórsson skipstjóri eftir að skipið var komið til hafnar á Það var ekki fallegt um aö litast I brúnni á Margrétinni er skipið kom til Akureyrar i gærmorgun. Aiiar rúður í brú skipsins voru brotnar, loftklæðning rifin og tætt og líkiegt að öll tæki í brúnni séu ónýt. Myndin var tekin í Akureyrarhöfn er menn voru aö hefjast handa við að byrgja glugga í brúnni. DV-símamynd gk Akureyri, en þangað komst það í fylgd loðnuskipsins Péturs Jónas- sonar. Tjónið 20-30 milljónir Margrétin var í Eyjaijarðará] er brotið reið yfir skipið og kom það á skipið að framanverðu. AUar rúður í brú skipsins brotnuðu og sjórinn, sem inn fór, gjöreyðilagði öU tæki í brúnni og þar var um að Utast eins og eftir loftárás. MikiU sjór fór einnig niöur í skipið, um vistarverur skip- veija, en skemmdir sem þar urðu skipta mun minna máh að sögn Þor- steins Más. Ekki er ólíklegt að tjónið um borð í Margréti nemi 20-30 mhljónum króna þótt of snemmt sé að segja fyr- ir um það með neinni vissu. Betur fór hins vegar hjá Akureyrinni, öðru skipi Samheija hf., sem fékk einnig á sig brot í fyrrinótt út af Húnaflóa. Þar urðu skemmdir ekki umtals- verðar. íslensku fangamir 1 Flórída fluttir í nýtt sýslufangelsi þar sem aðbúnaður er góður: Þetta er eins og fimm stjörnu hótel - sagði Pétur Júlíusson, annar fanganna, sem situr inni fyrir meint sterasmygl T~7~ v Ftórida- Pétur Júlíusson, annar fanganna, Lake sýslu, sem staösett er í Tavar- band viö ísland, þeir geta ekki ættingjumeöavinum.Þeímerhins jamason, ,_________ ^ sjtur j fangelsi í Flórída fyrir es, smábæ nokkru vestar en San- hringt þangaö og enginn getur vegar heimflt að taka við blöðum „Þetta fangelsi er eins og fimm meint sterasmygl, í simtali við ford. Þetta er glænýtt fangelsi og fengið að tala við þá í síma. Þeir og tímaritum sem þeim eru send í stjörnu hótel miðaö við fangelsiö í blaöamann DV. allur aðbúnaður fanganna mun hafa því ekkert ffétt að heiman nú áskrift frá íslandi. Sanford. Maturinn er hka ágætur Pétur sagði að þeir félagar hefðu betri en í Sanford, um langt skeið því þeir fá ekki að svo okkur hður mun betur," sagði nú verið fluttir í sýslufangelsið í Ekkifáfangarnir þóaðhafasam- takaviðblaða-eðabókapökkumfrá í dag mælir Dagfari_________________________ Hver talaði við hvern? Það hefur vakið nokkra athygh að dansk-grænlenska fyrirtækið Roy- al Arctic Line, sem hefur einkarétt á Grænlandssiglingum, hefur sam- ið við Eimskipafélag Islands um samstarf um flutninga til og frá Grænlandi. Áður hafði Royal Arctic Line haft viðskipt við Sam- skip og kom það afar flatt upp á Samskipsmenn þegar skyndilega var ákveðið af hálfu Royal Arctic að söðla um og skipta við Eimskip. Samskipsmenn hafa gefið í skyn og raunar haldið því blákalt fram að hér hafi verið beitt óheiðarleg- um viðskiptaháttinn og Eimskip hafi haft frumkvæði að því að ná til sín viðskiptunum þegar Sam- skipsmenn voru í þann mundi að endurnýja sína samninga við Royal Arctic. Það er auðvitað aivarleg ásökun ef það reynist rétt að Eim- skipafélagsmenn hafi komið með undirboð og grafið undan viðskipt- nm samkeppnisaðila síns í sjóflutn- ingum og þetta er ekki aðeins mór- ölsk spuming heldur lagaieg, enda eru óheiðarlegjr viðskiptahættir bannaöir að lögum og samningar, sem þannig eru gerðir, geta verið dæmdir úr leik. Þaö er því eðlflegt að athyghn beinist nokkuð aö því hvort eitt- hvað sé til í þessum ásökunum Samskipsmanna á hendur Eim- skip. Dagfari hefur reynt að kynna sér þessa deilu og rýnt í yfirlýsing- ar og viðtöl sem höfð eru við og eftir hagsmunaöilum. Fyrsta komu sem sagt Samskips- menn og sögðu að þeir hefðu vitn- eskju um frumkvæði Eimskips. Það höfðu þeir eftir Dönuniun hjá Royal Arctic. Forstjóri Eimskips mótmælti því að Eimskip hefði haft frumkvæði. Frumkvæðið kom frá Royal Arctic sagði forstjórinn. Hér stangaðist fuliyrðing á við fuhyrð- ingu svo fjölmiölar héldu áfram að kanna máhð. í Morgunblaðinu á fóstudaginn segir Jan Nielsen, forstjóri Royal Arctic: „Ég held að sanngjamt sé að segja að fyrsta skrefið hafi kom- ið frá okkur.“ Voru þeir að semja við tvo aðila í einu? „Það er ekki satt. Það er ekki rétt aö við höfum sagt aö Eimskip hafi haft samband við okkur 20. des- ember. Engar viðræður áttu sér stað á þeim tíma. Það gæti veriö að við höfum átt samræður við Eimskip á þessum tíma, en þó dreg ég það í efa.“ í sama viðtah segir Nielsen: „Ef ég á að vera alveg hreinskil- inn er erfitt að segja til um hvor átti frumkvæðið. En þaö er hins vegar áreiðanlega rangt að halda fram að Eimskip hafi nálgast okkur með einhveiju óðagoti og gert okk- ur tilboð." Allt er þetta fróðlegt sem maður- inn segir. Hann mótmælir því að fram hafi farið viðræður en útilok- ar ekki samræður. Það getur vel verið að menn hafi talað saman og Eimskip hafi talað við þá en ekki þeir við Eimskip, en dregur það þó í efa sem hann segir. Hann segist ekki kannast við að Eimskip hafi haft samband, en svo gerist hann hreinskilinn og segir að erfitt sé að segja um það hvor hafi haft frumkvæðið. Þar sem hér er alvarlegt mál á ferðinni verður að fá úr því skorið á seinni stigum málsins hvort Jan Nielsen forstjóri geri greinarmun á viðræðum eða samræðum og í hveiju sá munur sé fólginn. Enn- fremur verður hann að riíja það upp meö starfsbræðrum sínum hver hafi talað við hvern. Hugsanlegt er auðvitað að Eim- skip hafi hringt í Royal Arctic og beöið þá um að hringja í sig. Eins er hugsanlegt að starfsmaður hjá Eimskip hafi átt samræður viö kol- lega sína hjá Royal.Arctic án þess að eiga viðræður og þær samræður hafi gengið út á það aö hefja við- ræður. Eða hvemig gat Royal Arctic vitað að Eimskip vildi bjóða í flutningana áður en viðskiptum við Samskip var shtið án þess þess að tala við Eimskip áður en búið var að tala við þá sem þurfti að tala við? Hvemig gat Eimskip vitað að Samskip var að missa flutningana, nema með því að hafa tal af Royal Arctic áður en samningunum var shtið? Hvernig er hægt að sanna að Samskip vissi að Eimskip vissi að Royal Árrctic vissi að Eimskip var tilbúið til að bjóða í flutningana, úr því Royal Árctic vissi ekki að Eimskip vissi ekki að Samskip vissi ekki að þeir mundu missa flutning- ana? Allt er þetta alvarlegt mál sem krefst ítarlegrar rannsóknar. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.