Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1993, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1993, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1993 Fréttir Þær eru fremur óhefðbundnar veiðarnar sem stundaðar eru í ráðhústjörn- inni hans Markúsar. Veiðistöngin er stutt prik og háfurinn svartur rusla- poki. Fengurinn lendir sem betur fer ekki á neins manns diski enda er aðallega um að ræða pylsubréf og plastrusl. Á hverjum degi hreinsa starfs- menn borgarinnar tjömina við Ráðhúsið af rusli og óhreinindum sem í hana safnast. Hér er það Magnús Magnússon sem lætur sig ekki muna um að vaða upp i klof til að ná í ruslið. * DV-mynd ÞÖK Ókeypis í bíó Regnboginn býöur landsmönnum ókeypis aðgang að kvikmyndasölum sínum fimmtudagskvöldið 25. febrú- ar kl. 21 á meðan húsrúm leyfir. Sýndar verða kvikmyndimar M. Verdoux, Nútíminn, Borgarljósin, Einræðisherrann og The Kid en Charlie Chaplin leikur aöalhlutverk- ið í þeim öllum. Með þessu er Regn- boginn að kynna Chaplin fyrir lands- mönnum og þá ekki síst þeim sem „misstu“ af meistaranum á sínum tíma. Mynd umÆvi gamanleikarans verður svo frumsýnd á sama stað laugardaginn 27. febrúar. -GRS Jón Sigurðsson, viðskipta- og bankamálaráðherra: Óeðlileg gagnrýni á Seðlabankann - tekur ekki irmmæli Jóhönnu Sigurðardóttur sem árás á sig „Ég held að það sé ekki eðlileg gagnrýni að Seðlabankinn haldi uppi háum vöxtum. Það er fjarri öllu lagi,“ segir Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra gagnrýndi Seðlabank- ann harðlega á opnum stjórnmála- fundi í vikunni. Sagði hún háa milli- bankavexti bankans torvelda ríkis- stjórninni að ná niður vöxtum. Sagði hún það þarft verk að flá fituna af þeirri heilögu kú sem Seðlabankinn væri. Að ósekju mætti draga veru- lega úr starfsemi hans. Aðspurður vill Jón Sigurðsson ekki taka taka þessa gagnrýni Jó- hönnu sem árás á sig. Réttast væri að spyija gagnrýnandann sjálfan hvort svo sé. Sem yfirmaður banka- mála ber hann þó ábyrgð á bankan- um og er sterklega orðaður sem eftir- maður Jóhannesar Nordal sem seðlabankastjóri en hann lætur af störfum um mitt ár. Sjálfur segist Jón sinna krefjandi og áhugaverðu starfi. Ekki sé tímabært að gefa út yfirlýsingu um hvort hann sækist eftir stöðu seðlabankastjóra. „Það er bankaráðsins að gera til- lögu um mann í hans stað. Þeir hafa ekki gert slíka tillögu sem er alveg eðlilegt því það er alllangur tími fram að miðju ári. Það er því ótímabært af minni hálfu að segja eitt eða neitt um þetta mál sem viðskiptaráðherra fyrr en tillögur ráðsins hafa komið fram.“ -kaa Menntaskólinn á Akureyri: Frekari kennslu- skerðing hugsanleg - nemendur á 1. árí hafa enga dönskukennslu fengið í vetur Gylfi Kiistjáiiasan, DV, Akureyii Það vakti mikla athygli á sínum tíma þegar Tryggvi Gíslason, skóla- meistari Menntaskólans á Akureyri, lýsti því yfir að hann myndi ekki ráöa réttindalausa kennara til að kenna dönsku viö skólann. Kennarar með réttindi fengust ekki til kennsl- unnar og þvi hefur það verið þannig í Menntaskólanum á Akureyri í vet- ur aö nemar á 1. ári hafa ekki fengiö neina dönskukennslu. „Viö verðum að vinna þetta upp á næstu tveimur árum og vonandi tekst það vel hjá okkur,“ segir Tryggvi. „Hitt er annað að það eru fyrirsjáanlegir erfiðleikar við ráön- ingu kennara með full réttindi aftur í haust. Skólamir í Reykjavík bjarga þessu með því að ráða kennara í hlutastörf en úti á landi er því ekki að heilsa." Áttu von á því að það geti komið til að fella þurfi niður kennslu í fleiri kennslugreinum? „Já, ég á von á því. Þetta getur komið upp t.d í stærðfræðigreinum, þar vofir þetta yfir okkur. Ef efní- hagsástandiö í landinu batnar og háskólamenntaðir menn eygja fleiri tækifæri getur orðið hnm í fram- haldsskólunum. Það er þannig að kreppan, sem yfir okkur hvílir nú, hefur orðið okkur til bjargar í fram- haldsskólunum. Vegnaatvinnuleysis háskólamenntaöra manna sækja fleiri þeirra inn í framhaldsskólana en alls staðar annars staöar fá þeir annars betri laun. Og það gfidir áfram hjá mér að ráða ekki réttinda- lausa kennara til starfa hér við skól- ann,“ segir Tryggvi. í dag mælir Dagfari Víst kýstu Sjálfstæðisflokk undir þeim öllum?“ „Góðan daginn, þetta er héma hjá Félagsvísindastofnun Háskólans. Við hvem tala ég með leyfi?" „Þetta er húsbóndinn á heimilinu sem talar.“ „Já, góðan daginn, við hér hjá Félagsvísindastofnuninni emm að gera skoðanakönnun fyrir Morg- unblaðið um fylgi flokkanna." „Nú, já,“ sagði húsbóndinn. „Hvaða flokk mundir þú kjósa ef nú yrði gengið til kosninga?" „Eg bara veit þaö ekki. Á að fara að kjósa?“ „Nei, nei, en viö erum að kanna hvaö þú mundir kjósa ef kosiö verður.“ „Til hvers er veriö aö kanna það ef ekki á að kjósa?" „Ja, þetta er bara svona könnun til að vita hvar flokkamir standa. Mundiröu vilja svara spuming- unni, hvem mundir þú kjósa?“ „Ég veit það ekki, ég er óákveð- inn.“ „En hvem mundirðu líklegast kjósa?" „Ég er búinn að segja þér það, ég veit það ekki. Ég hef hingað til kos- ið Sjálfstæðisflokkinn og ef ég kýs ekki Sjálfstæðisflokkinn þá veit ég ekkert um það hvaöa flokk ég mundi kjósa. Er ekki sami rassinn „Nei, það er nú ekki alveg rétt. Ef þú hefur kosið Sjálfstæðisflokk- inn hingað til, af hverju kýst þú hann ekki aftur?" „Þér kemur það bara ekki við. Það er mitt mál. Era ekki kosning- ar leynilegar?" „En ef þú veist ekki hvað þú ætl- ar að kjósa og veist ekki heldur hvaða flokk þú mundir líklegast kjósa, mundir þú þá kjósa Sjálf- stæðisflokkinn frekar en hina flokkana?" „í fyrsta lagi á alls ekki að kjósa á næstunni. I ööm lagi er ég búinn að segja þér að ég veit ég ekki hvað ég mundi kjósa. I þriöja lagi hef ég sagt þér að ég hef kosið Sjálfstæðis- flokkinn hingað til. í fióröa lagi veit ég ekki hvaða annan flokk ég mundi kjósa ef ég kysi ekki Sjálf- stæðisflokkinn.“ „Þetta er ekkert svar. Þú hlýtur að hafa hugmynd um þaö hvað þú mundir líklegast kjósa ef þú kysir og þú getur áreiöanlega sagt mér hvort þú kjósir alls ekki Sjálfstæð- isflokkinn." „Hvað er þetta, maöur, skilurðu ekki að ég er búinn að segja þér að ég get ekki svarað þér?“ „Gerðu það, gerðu það að svara mér. Morgunblaðið hefur beðið okkur um að kanna hvað Sjálfstæð- isflokkurinn stendur vel og við verðum aö geta svarað því hvaö Sjálfstæðisflokkurinn stendur vel. Það finnast alltof fáir sem ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og ef þú veist ekki hvem þú munir kjósa og ætlar ekki að kjósa hina flokk- ana, geröu það þá að segjast kannski ætla aö kjósa Sjálfstæðsi- flokkinn, frekar en að segjast ekki ætla að kjósa.“ „Af hveiju ætti ég að segja þér að ég mundi líklega kjósa Sjálf- stæðisflokkinn ef það er líklegt aö ég Kjósi hann ekki?“ „Áf því aö þaö segjast svo fáir ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Það getur ekki stemmt. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur alltaf verið stærsti flokkurinn og verður að vera áfram stærsti flokkurinn ef eitthvað er að marka svona skoð- anakannanir." „Ég veit ekki til þess að Sjálfstæð- isflokkurinn hafi unniö til þess að fá mitt atkvæði og ekki heldur til þess að vera stærsti flokkurinn." „En, heyrðu," sagöi spyrillinn frá Félagsvísindastofnun sem hafði fengið það verkefni að finna kjós- endur Sjálfstæðisflokksins. „Segjum svo að þú vitir ekki hvað þú munir kjósa. Segjum aö þú munir ekki kjósa aðra flokka en Sjálfstæðisflokkinn. Segjum að þú munir líklega ekki kjósa Sjálfstæð- isflokkinn ef þú værir spurður, eins og ég hef spurt þig. En segjum hins vegar að þú sért óákveðinn og vitir ekki hvað er líklegast að þú munir kjósa ef þú kýst á annað borð, hvað er þá líklegast að verði líklegast að þú munir kjósa, ef þú neyddist til að kjósa án þess að treysta þér til að kjósa aðra flokka heldur en Sjálfstæðisflokkinn?" „Æth ég jnyndi þá ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn.“ „Bravó, bravó, þetta vissi ég, þetta sagði ég alltaf. Sjálfstæðis- flokkurinn er ennþá stærsti flokk- ur þjóðarinnar. Það fer ekki milli mála í þessari skoðanakönnun.“ Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.