Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1993, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1993, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR1993 Spurningin Hvaö gerðir þú á öskudaginn? Elísa Ágústsdóttir: Ég gerði mig að fifli. Sigurlaug Vilhjálmsdóttir: Fór niður í bæ. Amar Petersen: Var heima og slapp- aði af. Jóhann Sveinsson: Ég var að vinna. Eva Lillý: Fór í bæinn og söng í búð- um. Jóhanna Jóhannsdóttir: Ég söng líka í búðum. Lesendur Af nám krókaleyfa - hvertstefnir? Jón G. Sveinbjörnsson skrifar: Eru stjórnmálamenn á íslandi ákveðnir í því að feta í fótspor Færey- inga, beint í gjaldþrot? Ef fréttir um afnám krókaleyfa og skerðingu um helming (eftir ákvörðun svokallaðr- ar „tvíhöfðanefndar") reynast réttar blasir gjaldþrot við hundruðum fjöl- skyldna víða um land. Þar verða fast- eignir og aðrar eigur fólks verð- lausar og ævistarfið þar með unnið fyrir gýg. Á sama tíma mokum við inn í land- ið stórvirkum vinnsluskipum sem kosta milljarða króna. Þar stendur ekki á lánafyrirgreiðslum. Þar er enda nægur kvóti til að veðsetja. Lögum samkvæmt er þó óveiddur fiskurinn í sjónum eign allra lands- manna og því engan veginn veðhæf- ur. Stefna margra stjórnmálamanna er hins vegar að leggja fyrir róða aldagamla hefð og leggja hluta lands- byggðar við sjávarsíðuna niður. Fyrir fáeinum árum gátum við trillusjómenn gengið í pláss á stærri fiskiskipum og togurum á haustin eftir að skólafólk hafði haft vinnu á þeim á sumrin. Þá lögðum við htlu bátunum yfir háveturinn. En þá brast á frystitogaraæðið og vinna í heilu bæjarfélögunum fluttist út á sjó á hendur örfárra manna. Við trillu- sjómenn vöknuðum upp við vondan draum. Fyrirvaralaust stóðum við uppi atvinnulausir hálft árið. Eina leið okkar til að komast af var að komast yfir betri eða stærri báta til að geta róið á vetuma. Menn veð- settu hús sín þar sem bátarnir voru ekki taldir veðhæfir. Við höfðum aðeins krókaleyfi en ekki kvóta. Við skulum leiða hugann að því að fáir, þ.m.t. þingmenn og ráðherrar, hefðu komist af hér hefðu ekki kom- ið til krókaveiðar á íslandi. Það væri ráð að einhveijir þessara manna heimsæktu t.d. Hesteyri við Ísaíjarð- ardjúp og Ingólfsfjörð á Ströndum til að gera sér grein fyrir hvað blasir við þeim á tugum byggöakjarna víðs vegar um landið að nokkrum áram hðnum. En ef til vill sparast þar tals- vert fé með minnkandi ferðakostnaöi þingmanna í atkvæðasmölun. At- hugið, háttvirtir ráðamenn; látið ykkur ekki detta í hug að nokkur hundruð fjölskyldna í landinu gefi frá sér lifibrauðið og jafnvel aleiguna baráttulaust. Hafið þá a.m.k. mann- dóm í ykkur til að taka máhð fyrir á Alþingi strax og kjósið undir nafni svo að fólkið í landinu geti séð hverj- ir standa við stóru oröin. Lifibrauöið veröur ekki gefiö eftir baráttulaust, segir hér m.a. Stéttarfélögin í vondum málum? Einar Guðmundsson skrifar: í morgun (23. febr.) hlýddi ég á pist- h Áslaugar Ragnars þar sem hún ræddi málflutning í hinu svonefnda leigubílstjóramáh. Þetta minnti mig á þetta alvarlega mál sem mikið hef- ur verið rætt um að undanfórnu. Nú þykir sýnt að þetta verði annað mál- ið á stuttum tíma sem íslenska ríkiö verður að sæta ákúrum fyrir brot gegn Mannréttindasáttmála Evrópu. Hér snýst málið um þaö hvort manni sé yfirleitt skylt aö vera aðhi að fé- lagi af nokkru tagi. I lögum segir nefnilega að engan megi neyða til að vera í félagi. Samt neyða stéttarfélög hér á landi fólk til að greiða félagsgjald og lífeyrissjóðir krefja launþega um stórar fjárhæðir, hvorki meira né minna en 10% fyrir hvern mann til að skila í sjóðina en greiða sáralítið til félagsmanna að starfsdegi loknum og gera upptæka þessa fjármuni ef félagsmaður fellur frá ásamt maka sínum. Hvers konar réttarfar ríkir í land- inu? Og Alþingi og ráðherrar ahra íslenskra ríkisstjóma segja ekki orð, láta bara lögleysuna viðgangast. Verkalýðsfélög hér á landi hljóta að vera í vondum málum ef Mannrétt- indadómstóh kemst að þeirri niður- stöðu að við íslendingar höfum verið að bijóta mannréttindi árum og ára- tugum saman án nokkurar tilraunar til að spyma gegn ósómanum. Söngvakeppni Sjónvarpsins: Ósanngjörn úrslit, óþarfa dómnef nd Sigurður Magnússon skrifar: Söngvakeppni Sjónvarpsins er nú einu sinni orðin árviss atburður og við verðum ekkert verri eða miklu skuldugri þótt Sjónvarpið eyði í þessa keppni. Satt að segja er það virðingarvert að Sjónvarpið skuh halda þessum sið. Þetta er jú skemmtun og ekkert annað fyrir áhorfendur, kannski eitthvað meira fyrir þá sem hyggja th vinnings. En hvað um það. Ég hafði ekki heyrt nema eitt eða tvö lög fyrir lokakeppnina. Ég lagði mig fram um að meta lögin eftir mínu nákvæma eyra en ekki síst mínum alkunna smekk. Jæja, mér fannst lögin yfirleitt verri en áður. En þó fannst mér tvö þeirra skara fram úr. Þetta voru lögin „Brenndar brýr“ sungið af Ingunni Gylfadóttur, og „Ó Hríngið í síma 63 27 00 milli kl. 14og 16-eda skrifið Ingunn Gylfadóttir söng tvö lög í keppninni. hve ljúft er að lifa“ sungið af Mar- gréti Eir. Reyndar fannst mér nefnd Ingunn Gylfadóttir koma mjög á óvart. Bæði var að hún fór mjög lag- lega með lögin sem hún söng og svo hitt að hún kom mjög vel fyrir, hafði meitlaðan svip og framandi fas sem ekki er altítt um ungar stúlkur hér. Lagiö Ó, hve ljúft er að lifa var hins vegar skemmtilega gamaldags og bauð upp á minningar frá fyrri tím- um. Þetta lag hefði komist langt í aðalkeppninni. Það var leitt að það varð ekki í efsta sæti. Og það var ósanngjarnt að bæði þessi lög skyldu ekki verða í efstu sætunum. Lagið „Ég bý hér enn“, sem Ingunn söng, var hka eitthvað nýtt og ferskt og hefði komið til greina. En dómnefnd- imar sáu um niðurröðunina. Aðeins eitt að lokum. Mér fannst alveg óþarfi að pranga inn á okkur eins konar aukadómnefnd sem sat í Sjónvarpssal til þess eins að skeha fram 16 stiga niðurstöðu sinni sem var algjörlega óþörf. ÖU kjördæmin höfðu skhað niðurstöðum. Var það ekki nóg? Og svo fannst mér eins og niðurstaða nefndarinnar væri eins konar samhæfð niðurstaða, hvemig svo sem ég fer nú að því að rökstyðja það. En það er hka kannski bara rugl í mér. Bolludagaruglið Jóna hringdi: Óskiljanlegt er hvernig bök- urum hefur tekist að teygja ur bohudeginum þannig að hann er oröinn eklti færri en 3 dagar og þó raunar 4 ef fóstudagurinn er tahnn með en þann dag eru bollur famar að sjást í verslunum og bakaríum. Það er kallað að taka forskot á sæluna. Sér er nú hver sælan að kaupa bohur á upp- sprengdu verði þrjá daga í röð og úða þessum óþverra í sig. Ég segi óþverra því þetta eru hla unnar bollur og ókræshegar. - Ekki höf- um við nema einn sprengidag. Eða hver borðar saltkjöt og baun- ir 3 daga í röð? En hvað gerír ekki þessi ruglaða þjóð á meðan hún á næga peninga? HræsniíHerj- Vcstmannaeyingur hringdi: Mörgum finnst sem miltil hræsni einkenni ahar umræður í deilunni um stöövun Herjólfs. Menn þora ekki að taka afstöðu með eða móti verkfallsmönnum. Það sem auðvitaö á að gera í deil- unni er að reka áhöfnina eins og hún leggur sig. Hér er ekki um annað en skemmdarverk að ræða og þegar skemmdarverk era unn in, sem snerta heht byggðarlag eins og hér, hlýtur nauðsyn að bijóta lög, hvað sem líður thbún- um verkfallsréttindum. Ríkið hefur ómældan kostnað af ferju- rekstri og þaö er ekkert víst að Heijólfur verði talinn eins nauð- synlegur hér eftir ef verkfah veröur höið öllu lengur. Hertitapreksturá Gunnar: Ekki veit ég hvort satt er sem ég heyröi fleygt í kaffiklúbbnum minum. Þar var fullyrt að í kjölf- ar tilkynningarinnar um taji- rekstur hjá Bifreiðaskoðun Is- lands, hefði verið hert á eftirhti með óskoðuðum bhum. Auðvitað er sjálfsagt að kippa úr umferð óskoðuðum bifreiðum, en það á ekki að þurfa taprekstur Bif- reiðaskoðunar til þess átaks. Þetta ætti að vera í gangi allt árið kerfisbundið, þannig að bifreiðar sem ekki eni færðar í skoðun eft- ir tilskilinn frest (2 mán.) skulu ekki löglegar í umferð eftir þaö. ErEvrópaað bregðastokkur? Pétur Einarsson hringdi: Hvaö sem forsvarsmenn ís- lenksra útgerðaraðila fuhyrða um batnandi horfur á fiskmörk- uöum í evrópskum höfnum þá er líklegra en ekki að fiskur héðan verði ekki eins eftirsóttur fram- vegis og til þessa. Th þess hggja margar ástæður. Aðalástæðan er þó einfaldlega sú að fiskur er ekki eins alhhða fæöa þar í löndum og kjötmeti eða aörar afleiddar matvörur. - Viö ættum sem allra fyrst að leita að meiri fóstum við- skiptum fyrir fisk í Ameríku þar sem hann er notaður t.d. í mötu- neytum og stofhunum. Þetta eru mál sem þarf að skoöa mjög vand- lega. Fiskurinn er ekki sú auð- legð sem við getum byggt vai-an- lega á. Varkjaftshögg Gulla hringdi: Fréttin um farandsalann sem kærðí forráðamann fiskverkun- arhúss fyrir kjaftshögg, sem sá fyrrnefndi fékk er hann bauð bækur th sölu, var þörf áminning fyrir marga. Bóksölumenn lrnfa vaðið uppi og láta sér ekki nægja að vamingurinn sé afþalikaður. Kannski var kjaftshögg nauðsyn- legt þama. Hver veit?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.