Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1993, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1993, Page 30
42 FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR1993 Afmæli Bjöm Bjömsson Bjöm Bjömsson skólastjóri, Öldu- stíg 4, Sauðárkróki, er fimmtugur í dag. Starfsferill Bjöm fæddist á Syðra-Laugalandi i Öngulsstaðahreppi, Eyjafirði, og ólst þar upp. Hann fluttist þaðan um tvitugt en hafði áður lokið lands- prófi ogfjórða bekk frá MA. Bjöm starfaði um tíma í bókhalds- deild Sambands íslenskra sam- vinnufélaga og um tíma sem sölu- maður í véladeild 1963-66. Hann rak bókaverslunina Bókhlöðuna hf. á Laugavegi 47 frá 1966-68 en fluttist þá til Sauðárkróks og rak þar raf- tækjaverslunina Ratsjá hf. frá 1968-70. Tveimur ámm síðar, vorið 1972, lauk Björn kennaraprófi frá Kenn- araháskóla íslands og hóf það haust kennslu við Bamaskóla Sauðár- króks. Frá árinu 1974 hefur Bjöm gegnt stöðu skólastjóra við þann skóla en hann var einnig stunda- kennari í Iðnskóla Sauðárkróks á meðan skólinn starfaði. Björn átti sæti í kjörstjóm Sauðár- króks 1974-78, sat í stjórn Kennara- sambands Norðurlands vestra frá 1988-90, var ritari bæjarstjómar Sauðárkróks frá 1970-90 og tók sæti í bæjarstjóminni fyrir Sjálfstæðis- flokkinn vorið 1990. Björn hefur ennfremur verið í stjórn Áningar ferðaþjónustu hf. frá árinu 1989. Fjölskylda Bjömkvæntist 13.6.1965 Birnu Guðjónsdóttur, f. 29.8.1943, mark- aðsstjóra Áningar ferðaþjónustu hf. Hún er dóttir Guðjóns Sigurðssonar bakarameistara og Ólínu Bjöms- dóttur veitingakonu. Þau búa á ’ Sauðárkróki. Börn Bjöms og Birnu eru: Ólína Inga, f. 13.5.1966, verkakona og hús- móðir á Sauðárkróki, og á hún Fannar Þey Guðmundsson, f. 4.11. 1985, og Tönju Þorsteinsdóttur, f. 3.9.1990; Arna Dröfn, f. 19.8.1975, nemi í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra; og Emma Sif, f. 2.7.1977, nemi í Gagnfræðaskóla Sauðár- króks. Alsystkini Bjöms eru: Þóra, f. 14.12.1926, húsmóðir í Reykjavík, gift Sveini Sveinssyni, starfsm. Borgarbókasafns Reykjavíkur, og eiga þau fimm böm; Hjördís, f. 17.6. 1928, matartæknir í Reykjavík, gift Magnúsi Aðalsteinssyni, fyrrv. að- stoðarvarðstjóra lögreglunnar í Reykjavík, og eiga þau fimm böm; Óttar, f. 3.7.1929, b. Garösá í Eyja- firði, kvæntur Steinunni Gísladótt- ur og eiga þau íjögur böm; Heið- björt, f. 16.9.1930, húsmóðir í Vopna- firði, gift Tryggva Gunnarssyni skipstjóra og eiga þau fimm böm; og Broddi, f. 4.5.1938, lögreglumaður á Akureyri, kvæntur Kristínu Pét- ursdóttur verslunarmanni og eiga þau fjögur börn. Hálfsystkini Björns, samfeðra, eru: Ragna Iðunn, f. 21.12.1928, hús- móðir á Ytra-Hóli í Eyjafirði, gift Hreiðari Sigfússyni og eiga þau sex böm; Brynja, f. 14.6.1932, húsmóðir, var gift Hreini Sigfússyni sem nú er látinn og eignuðust þau þrjú böm. Núverandi sambýhsmaður Brynju er Guðjón Pálsson tónUstar- kennari; Gunnvör, f. 27.12.1947, fangavörður í Reykjavík, ógift og bamlaus; og Jóhannes, f. 13.11.1932, verslunarmaður á Akureyri, var kvæntur Helgu Jónsdóttur, þau skildu, og eiga þau tvö böm. Nú kvæntur Dagnýju Sigurgeirsdóttur og eiga þau tvö böm. Ragna Iðunn, Brynja og Gunnvör era dætur Bjöms og EUnar Elías- Bjöm Björnsson. dóttur sem nú er látin. Móðir Jó- hannesar er Hulda Jóhannesdóttir. Faðir Björns var Bjöm Jóhanns- son, f. 11.4.1893, d. 23.4.1980, b. Syðra-Laugalandi í Eyjafirði. Móðir Bjöms er Emma EUasdóttir, f. 8.10. 1906, húsmóðir sem nú býr á Akur- eyri. Bj öm tekur á móti gestum í sal Verkamannafélagsins Fram við Sæ- mundargötu á Sauðárkróki eftir kl. 20 á afmælisdaginn. Andlát Jón Agnar Eggertsson Jón Agnar Eggertsson, formaður Verkalýðsfélags Borgamess, Fálka- kletti 10, Borgamesi, lést á Landa- kotsspítala 11.2. sl. Hann verður jarðsunginn frá Borgameskirkju, í dag, fimmtudaginn 25.2. kl. 14. Starfsferill Jón Agnar fæddist í Borgamesi 5.1.1946. Hann var starfsmaður hjá Kaupfélagi Borgfirðinga 1963-70, stundaði búskap ásamt föður sínum að Bjargi til 1978, starfaði hjá Verka- lýðsfélagi Borgamess frá 1970 og í fuUu starfi þar frá 1977. Jón Agnar var ritari Verkalýðsfé- lags Borgamess 1967-73 og formað- ur þess frá 1974. Hann sat í mið- stjórn ASÍ frá 1976, í stjóm Alþýðu- sambands Vesturlands 1977-87 og formaður þess 1987 og hefur verið fulltrúi í fjölda nefnda á vegum ASÍ. Jón Agnar sat í hreppsnefnd Borg- ameshrepps 1974-86, í stjóm Verka- mannabústaða Borgamess 1976-66, í atvinnumálanefnd Borgamess 1974-86, í miðstjóm Framsóknar- flokksins og formaður launþegaráðs framsóknarmanna á Vesturlandi frá 1981, í stjóm framsóknarfélags Borgamess 1971-75 og í Atvinnu- leysistryggingasjóði frá 1991. Hann sá um útgáfu Félagsfrétta 1976-87, vann að stofnun fréttablaðsins Borgfirðings og sat í ritstjóm þess og skrifaði blaðagreinar um verka- lýðsmál. Fjölskylda Eftirlifandi kona Jóns Agnars er Ragnheiður Jóhannsdóttir, f. 27.7. 1955, kennari og kennsluráðgjafi við Fræðsluskrifstofu Vesturlands, dóttir Jóhanns Sólberg Þorsteins- sonar, fyrrv. mjólkurbússtjóra á Sauðárkróki, og Áslaugar Esterar Sigfúsdóttur húsmóður. Synir Jóns Agnars og Ragnheiðar em Eggert Sólberg Jónsson, f. 17.12. 1984, og Magnús Elvar Jónsson, f. 20.1.1987. Systkini Jóns Agnars em Kristín Eggertsdóttir, f. 16.9.1931, forstöðu- kona kaffistofu Norræna hússins; Guðmundur Eggertsson, f. 24.4. 1933, prófessor við HÍ; Jóna Eggerts- dóttir, f. 10.1.1937, yfirfélagsráðgjafi á Borgarspítalanum; Guðrún, f. 25.3. 1940, forstöðumaöur bókhaldsdeild- arKBíBorgamesi. Foreldrar Jóns Agnars: Eggert Guömundsson, f. 20.10.1897, d. 19.8. 1979, b. í Skorradal og síðar að Bjargi við Borgames, og Aðalheiður Lilja Jónsdóttir, f. 8.8.1910, húsmóðir. Ætt Eggert var sonur Guðmundar, b. á Eyri í Flókadal, Eggertssonar, b. á Eyri, Gíslasonar, prests í Hítar- nesi, Guðmundssonar, bróður Jóns, b. í Höll í Þverárhhð, langafa Guð- mundar Kamban, Gísla Jónssonar alþingismanns, Sigvalda Kaldalóns og Eggerts Stefánssonar söngvara. Annar bróðir Gísla var Eggert, pró- fastur í Reykholti, afi Eggerts, al- þingismanns í Laugardælum, afa Benedikts Bogasonar, alþingis- manns, Rúnars Bjamasonar, fyrrv. slökkvihðsstjóra, Eggerts Haukdal alþingsmanns og Guðrónar, móður Þórhildar Þorleifsdóttur, fyrrv. al- þingismanns. Móðir Gísla var Guð- rún Þorbjamardóttir „ríka“ í Skild- inganesi Bjamasonar, ættfoður Skhdinganesættariimar Bergsteins- sonar. Móðir Guðmundar á Eyri var Guðrún Vigfúsdóttir, b. á Signýjar- stöðum, bróður Gísla í Hítamesi. Móðir Eggerts á Bjargi var Kristín Kláusdóttir, b. á Steðja í Flókadal, Sigmundssonar, b. á Brúarhrauni Bárðarsonar. Móðir Kristínar var Jón Agnar Eggertsson. Ástríður Jónsdóttir frá Snorrastöð- um. Aðalheiður Lálja er systir Guð- jóns, afa Ásmundar Stefánssonar, fyrrv. forseta ASÍ. Aðalheiður er dóttir Jóns b. á Arnarfelli í Þing- vallasveit, Ólafssonar, b. í Lónakoti í Hraunum, Sigurðssonar, er vakti fyrstur athygh á almannatrygging- umáíslandil888. Móðir Aðalheiðar var Agnes Gísladóttir, b. í Butru í Fljótshhð, bróður Ingiríðar, ömmu Jónasar, afa Einars Ágústssonar ráðherra og Hrafnkels Helgasonar yfirlæknis. Gísli var sonur Árna, b. á Brekkum á Rangárvöllum, Gíslasonar. Móðir Agnesar var Agnes, systir Sigríðar, langömmu Ingólfs Jónssonar ráð- herra. Agnes var dóttir Magnúsar, b. á Eystri-Geldingalæk, Sæmunds- sonar, bróður Guðbrands, fóður Sæmundar, ættfoður Lækjabotna- ættarinnar og langafa Guðmundar Daníelssonar rithöfundar. GRÆNI SIMINN DV -talandj daamium þjónuatul 99-6272 SMÁAUGLÝSINGA- SÍMINN FYRIR LANDSBYGGÐINA daginn 25. febrúar 90 ára Jónína Guðjónsdóttir, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum. Þuríður verður að heiman á afinæl- isdaginn. Olga H. Sigurjónsdóttir, Krummahólum 4, Reykjavik. 85ára Sólveig Eyjólfsdóttir,. Brekkugötu5, Hafnarfirði. 80ára Sigurður M. Þorsteinsson, Aflagranda 40, Reykjavík. Guðríður Erasmusdóttir, Aragötu3, Reykjavík. 75 ára Trygg vi Haraldsson, Borgarholtsbraut 33, Kópavogi. Guðni Ásgrimsson, Torfufelh 29, Reykjavík. 70ára Lovísa Þorgilsdóttir, Kirkjuvegi le, Keflavík. Hafsteinn Ólafsson, Bakkagerði 7, Reykjavík. 50 ára Guðrún Stefania Haraldsdóttir, Spóahólum 4, Reykjavík. Guðrún tekur á móti gestum að Smiðjuvegi 13a í Kópavogi eftir kl. 20fóstudaginn 26. febrúar. Svandís Hallsdóttir, Frostafold 167, Reykjavík, Kamilla Thorarensen, Mjahargötuö, ísafirði. Alda Magnúsdóttir, Hálsaseh 41, Reykjavik. Baldur Konráðsson, Heiðarbóli 65, Keflavik. Kristín S. Gunnarsdóttir, Hléskógum, Grenivík. Sigríður Jóna Magnúsdóttir, Mýrarseh 6, Reykjavik. Ásta Þorvarðardóttir, Útkaupstaðarbraut 3a, Eskifirði. Sigurlaug Björnsdóttir, Norðurbrún7, Seyluhreppi. Hergeir Valgarðsson, Kristnesi 10, Eyjafjarðarsveit. María H. Þorsteinsdóttir sjúkra- þjálfari, Bræðraborgarstíg21, Reykjavík. María tekur á móti gestum í Hafn- arhúsinu á laugardag kl 17.00- 19.00. 60ára Ingvar Magnússon, Nýbýlavegi 60, Kópavogi. Ingibjörg Ágústsdóttir, húsmóðir, Kambsvegi29, Reykjavík. Eigmmaður Ingibjargarer Þorsteínn Guð- laugsson for- stjóri.Þau verða að heim- an á afmælisdaginn. Þuriður Júlíusdóttir, Grýtubakka 14, Reykjavík. Sturlaugur Þorsteinsson, Fiskhóh 7, Höfn í Homafirði. Friðrika S. Valgarðsdóttir, Naustum4,Akureyri. Þórhildur Oddsdóttir, Tjarnarbóh 6, Seltjamamesi. Ásta Björk Magnúsdóttir, Björk, Leirár- og Melahreppi. Þorgrímur Baldursson, Engihjalla 3, Kópavogi. Laufey Guðrún Baldursdóttir, HáhhðlO.Akureyri. Stefanía Karlsdóttir, Árbraut 11, Blönduósi. á næsta sölustað • Áskriftarsími 63-27-00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.