Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 27. FEBRUAR1993 Svipmyndin Matgæðingur vikunnar Afhverjumer svipmyndin? Sá sem svipmyndin er af varð að láta klippa sig. Hárið náði langt niður á bak og skeggjð var svo sítt að það náði niður að nafla. Gera varð boð fyrir hárskera. Verkefnið var óvenjulegt. Sá sem hér er lýst hafði dregið sig í hlé. Margir vildu hins vegar ná fundi hans. En það mátti nánast telja þá á fingrum sér sem vissu hvar hann var að finna. Blaðamenn voru stöð- ugt á eftir honum. Og andstæðing- ar hans í viðskiptaheiminum höfðu ráðið hóp einkaspæjara til að hafa uppi á honum. Þess vegna varð nú að finna hárskera sem hægt var að treysta til að þegja yfir dvalar- staðnum. Maður, sem til verksins valdist, hét Mell Stewart. Hann rak litla rakarastofu við Hantington Park. Stewart hafði ekki hugmynd um hver það var sem hann átti að khppa. Allt var sveipað mikiUi leyndarhulu. Ókunnur maður leiddi hann inn í gistihús en þar bjó sá sem svipmyndin er af. Áður en hann byrjaði að khppa fékk hann nokkur fyrirmæh frá starfsliðinu. Sá sem hér er lýst þjáðist af sýklahræðslu. Þess vegtia varð Stewart að sótthreinsa sig og klæðast gúmmihönskum eins og skurðlæknir. Og skæri og greiður varð að leggja í hreinan spíritus. Stewart var bannað aö ræða við manninn sem hann átti að klippa. Hann varð að heita því að mæla ekki orð af munni meðan hann væri að því. Hárskurðurinn og raksturinn tók þrjá klukkutíma. Allt gekk vel. Sá sem svipmyndin er af var ánægður með árangurinn. Stewart fékk 1.000 dahfyrir. Forríkurenúr tengslumviðlífíð Síðustu fimmtán árin sem hann lifði var sá sem svipmyndin er af í einangrun, að eigin ósk. Af og til skipti hann um dvalarstað. En megnið af tímanum var hann í hálf- myrkvuðum gistihúsaherbergjum. Þar lá hann nakinn í rúminu og stjórnaði viðskiptaveldi sínu í sím- tölum. Hreyfingu fékk hann enga. Hann borðaði Utið og þótt hann væri rík- ur borðaði hann ódýran mat. Um tíma borðaði hann Utið annað en kjúklingasúpu. Þótt ótrúlegt megi teh'ast var hann mjög hriflnn af ís. Hann gat vaUð um þrjátíu og eina bragðteg- und. Bestur þótti honum ís með banana- og hnetubragði. Dag nokkurn ákvað ísverksmiðj- an að hætta framleiðslu á ís með bananabragði. Og birgðir gisti- hússins voru að ganga til þurrðar. Starfsmenn þess sem hér er lýst var brugðið. Hvað gerðist ef yfir- maður þeirra fengi ekki lengur ís- inn sinn? Þeir hringdu í ísverk- smiðjuna sem hét því að framleiða meira ef keyptar væru nokkrar smálestir í einu. Nokkrum dögum síðar kom stór frystibfll með bananaísinn. Hann komst rétt aðeins fyrir í frystiklefa gistihússins. En gleðin yfir ísnum stóð ekki lengi. Næst þegar hann fékk hann sagði sá sem hér er lýst að hann væri orðinn þeyttur á banana- bragðinu. Nú vildi hann fá vaniUu- ís. Það tók starfsUðið ár að gefa vin- um og kunningjum aUan ísinn úr geymslunni. Umsvifamikill í flugrekstri Sá sem hér er lýst átti sjötíu og átta af hundraði hlutabréfa í stóru flugfélagi. Það var sú eign sem hon- um var kærust. Því miður lenti hann í deUu við hina hluthafana. Hún stóð í mörg ár. Það reyndist andstæðingunum erfltt að koma höggi á hann því þeir vissu ekki hvar hann hélt sig. Og þegar til málaferla kom neitaði hann með öUu að bera vitni. Loks fór svo að hann tapaði máUnu og varð að greiða eitt hundrað fjörutíu og fimm miUjónir dala í skaðabæt- ur. . Þá seldi hann hluta sinn í flugfé- laginu fyrir fimm hundruð fjörutíu og sex miUjónir dala. Fyrir pening- ana keypti hann gistihús og spUa- víti í Las Vegas. Nokkrum árum síðar átti hann svo miklar eignir í Neyadaríki að gárungarnir sögðu að hann ætti það nær aUt. En málarekstrinum vegna flugfé- lagsins var ekki lokið. Sá sem svip- myndin er af hafði áfrýjað dómin- um til Hæstaréttar. Niðurstaða Hæstaréttar gekk honum í vU. Honum voru dæmdar eitt hundrað og sjötíu mUljónir dala í skaöabætur. Eftir tótf ára mála- rekstur og fimmtíu og sex þúsund vinnustundir lögfræðinga bar hann sigurorð af andstæðingunum. Upp á þetta þurfti aö halda! Sá sem svipmyndin er af átti sér draum. A yngri árum hafði hann sett flugmet. Nú langaði hann til aö fljúga á nýjan leik. En hvernig átti hann að láta þann draum rætast? Hann var orðinn sextíu og átta ára og aðeins fimm- tíu og fjögur kUógrömm á þyngd. Hann þurfti aðstoð til að komast á salerni og gat aðeins lesið með því að nota stækkunargler. Flugskírteini hans var fyrir löngu runnið út. Ekki kom til greina að hann flygi einn. Einhver yrði að fara með honum. En enginn þorði það. Við venjulegar aðstæður gerðu aUir starfsmennirnir það sem yflr- maður þeirra bað þá um. En nú vUdi enginn þeirra hætta lífinu. Loks hafðist uppi á enskum flug- manni sem vUdi fara með honum. En skUyrðið var að sá sem svip- myndin er af yrði aðstoðarflug- maður. Hann maldaði að sjáUsögðu í móinn. En það dugði ekki til. Hann varð að samþykkja kröfur enska flugmannsins. Saman fóru þeir oft í loftið og lentu jafnoft. Þetta voru síðustu flug hans. Hann lést 5. apríl 1976 og var þá einn auðugasti maður í heimi. Hver var hann? Svar er á bls. 56 Lúða og ávaxtasalat „Þegar einhver á heimUinu fær að velja sér uppáhaldsmat þá verð- ur þessi réttur oftast fyrir vaUnu. Hann er mjög góður, ódýr og ein- faldur," segir Sigurborg Birgisdótt- ir, matgæðingur vikunnar, með- ferðarfuUtrúi og húsmóðir. Sigurborg býður lesendum upp á sérstæðan lúðurétt sem hún segir mjög vinsælan. „Ég hef gefið mörg- um þessa uppskrift og hún hefur aUtaf Ukað vel," segir hún. Sigur- borg er menntuð í heimUisfræðum en hefur ekki starfað við það fag undanfarin ár meðan hún hefur yerið að koma upp börnum. Hún segist þó stefna í það þegar yngsta barnið hefur fengið pláss á leik- skóla. Matgæðingur síðustu viku sagði að Sigurborg væri afar flink í brauðgerð og hún viðurkennir þaö þó ekki hafi hún laumað sUkri upp- skrift að okkur. Sigurborg bakar nefnUega öU sín brauð sátf. En lúðurétturinn er spennandi og Utur svona út. Uppskriftin 1 stór lúðusneið Salt og pipar 3 msk. tómatsósa 3 msk. púðursykur Sigurborg Birgisdóttir er matgæð- ingur vikunnar. DV-mynd Brynjar Gauti 3 msk. seven upp 1 msk. sítrónusafi 1 peU af rjómi Aðferðin Tómatsósa, púðursykur, seven up og sítrónusafi sett á pönnu og hit- að. Lúðusneiðin er síðan sett á pönnuna og krydduð með salti og pipar. Eftir.stutta stund er sneið- inni snúið við og soðið undir loki í fimmtán mínútur. Loks er rjóm- anum heUt yfir og hitað áfram í fimm mínútur. Rétturinn er borinn fram með hrísgrjónum og ávaxta- salati en í það fer. Ávaxtasalat 1 appelsína 1 epU 1 banani l-2kiwi Ávextirnir eru skornir í Utla bita. Ein ávaxtajógúrt (eftir smekk) hrærð saman við. Sigurborg segir að vitaskuld megi nota hvaða ávexti sem er í salatið eftir smekk hvers og eins. „Þetta salat passar mjög vel við lúðuréttinn," segir Sig- urborg. „Það er mjög fljótlegt að matbúa þennan rétt og hægt að gera það meðan hrísgrjónin sjóða," segir hún. Þetta er því heppUegur réttur fyrir þá sem hafa Utinn tíma. Sigurborg ætlar aö skora á Sigfús Marinóson kokk á Ými HF 343 að verða næsti matgæðingur. Kannski hann bjóði upp á ljúffengan sjávar- rétt. -ELA Hinhlidin Langar að ræða við Whitney Houston segir Erna Þórarinsdóttir, bakraddarsöngkona í Eurovision Erna Þórarinsdóttir söngkona er önnur Eurovisionbakraddarsöng- konan okkar og er Uklegast orðin frægust sem sUk ásamt Evu Ás- rúnu Albertsdóttur. Þær stöUur hafa árum saman staðið baka til í söngvakeppninni og sungið með flyrjendum. Þær stöUur hafa þó aldrei fylgt keppendum til útlanda. Erna hefur sungið mjög lengi með hinum ýmsu hljómsveitum. Hún er uppatin á Akureyri en býr nú í Reykjavík. Það er þó ekki söngur- inn sem er hennar aðalstarf, heldur kennsla. Erna kemúr fötluðum börnum og er um þessar mundir að læra sérkennslufræði. Það er bakraddarsöngkonan sem sýnir hina hUðina að þessu sinni: Fullt nafn: Erna Þórarinsdóttir. Fæðingardagur ogár: 30. jÚU 1959. Maki: Gunnlaugur Briem trommu- leikari. Börn: Anita Briem, 10 ára. Bifreið: BMW árgerð 1987. Starf: Kennari, söngkona og nemi í sérkennslufræðum. / Laun: Þau eru aö meðaltaU um áttatíu þúsund á mánuði með öUu. Áhugamál: Það er auövitað söngur- inn, skíðaíþróttin og öU útivera. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Ég hef mest fengið þrjár tölur en ég sótti aldrei vinn- inginn. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst skemmtilegast að syngja með góðu fólki. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Það kemur ekkert upp í hug- ann sem er leiðinlegt enda tekur :':;^^^^^P^P9B y '• vh| Vflír- <*? L j<WJ -•*- ¦•***»¦ * I^æ Æ i íl Erna Þórarinsdóttir, söngkona og kennari. maður hverju sem er og vinnur það eins vel og hægt er. Uppáhaldsmatur: Austurlenskur a la Gulti en hann er sérfræðingur í sUkri matargerð. Uppáhaldsdrykkur: Undanrenna. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Það er Sig- rúnHuld. Uppáhaldstimarit: Mannlíf. Hver er fallegasti karl sem þu hefur séð fyrir utan eiginmanninn? Mér finnst Richard Gere æðislegur. Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn- inni? Ég er andvíg henni. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Mig myndi langa til að spjaUa svoUtið við Wifhney Houston. Uppáhaldsleikari: Enginn sérstak- ur enda fer ég ekki rmkið í leikhús. Uppáhaldsleikkona: Tinna Gunn- laugsdóttir. Eg er einmitt nýbúin að sjá hana í leikritinu Rita gengur menntaveginn og hún var frábær. Uppáhaldssöngvari: Randy Crow- ford. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Eng- inn sérstakur. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Simpson fjölskyldan. Uppáhaldssjónvarpsefni: Mér finnst mjög gaman að vönduðum breskum þáttum. Uppáhaldsveitingahús: Það er veit- ingahúsið Siam á Skólavörðustíg en það er einmitt með austurlensk- an mat. Ertu hlynnt eða andvíg veru varn- arUðsins hér á landi? Hlutlaus í því. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás tvö. Uppáhaldsútvarpsmaður: Það er ekki spurning, Svanfríður og Svan- fríður. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: EUn Hirst er mjög góð. Uppáhaldsskemmtistaður: Ég get ekki dæmt um það þar sem ég fer aldrei á baUstaði. Uppáhaldsfélag í íþróttum? KA á Akureyri. Stemir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Ég steftíi að því að veröa betri persóna og láta gott af mér leiða. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Dytta að sumarbústaðnum sem fjölskylda GuUa á og svo lang- ar mig að ferðast svoUtið innan- lands. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.