Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Blaðsíða 2
LAUGAEDAGUR 27. FEBRÚAR 1993 Fréttir Stuttarfréttir Bætt nýting sjávarafla við f sland: Gæti skilað rúmum fjórum milljörðum - varmýttartegimdirgætusMaðmiIljarði „Þetta er mjög gróf áætlun sér- fræðinga Rannsóknastofnunar fisk- iönaöarins um það hvar sé hægt að bæta nýtingu með raunhæfum og arðbærum hætti. Það er auðvitað hægt að ímynda sér eitthvað meira, en þetta er það sem við tebum vera raunhæft," segir Grímur Valdimars- son, forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. Grímur telur aö með bættri nýt- ingu hefðbundins sjávarafla við ís- land megi auka útflutningsverðmæt- ið um 4,3 milljarða króna og með því að efla veiðar á vannýttum tegund- um eins og langhala, tindabikkju, ígulkerum, kúfiski, búra, djúpkarfa og beitukóngi megi auka útflutnings- verðmætið um milharð tíl viöbótar. - Áætlunin gengur út á það að með auMnni fiakanýtingu megi auka út- flutningsverðmætið um 2.576 milh'- ónir, klumbumarningur á að skila 477 milh'ónum, hryggja- og hausa- marningur gæti skilað 690 mihjón- um, kinnar og gellur eiga að skila 80 milhónum, fés 20 milhónum, hersla 377 milh'ónum og flskimjöl 119 milh'- ónum. Bætt hagnýting sjávarafla — áœtlað útflutningsverðmæti í milljónum króna — Alls4339 milljónir króna 377 80 20 # Esau Sumar atvinnu- greinar steindauðar Grímur vildi ekki viðurkenna að íslendingar hefðu beinlínis verið á vilhgötum varðandi nýtingu sjávar- afla. Það sem geri gæfumuninn nú varðandi nýtingu sé tæknin og stór- aukinn áhugi á gæðastýringu. Tækn- in sé að vísu frekar dýr en nú sé grundvöllur til aðgerða. „Ég hef haldið því fram að þær stofnanir, sem eiga að þjóna atvinnu- vegunum, hafl á undanförnum árum lagað mikið til innanhúss hjá sér og komið sínum málum í lag, þannig að við erum mjög vel í stakk búnir til aö hjálpa atvinnuvegunum. Það sem vantar er að atvinnulíflð sinni þró- unarmálum betur, vakni af dvala. Við erum alltaf að sannfæra menn um gjldi rannsókna og þróunar og gengur mjög misjafnlega. Sumar greinar eru gjörsamlega steindauðar og gera ekkert. Það er alþekkt að ef atvinnugreinar sinna ekki þróunar- starfi þá dragast þær aftur úr," segir Grímur. -Ari LeiðtogaríReykjavík? Reykjavík er ein fjögurra borga í Evrópu sem koma til greina sem fundarstaður á leiðtogafundi Chntons og Jeltsíns sem fram fer 4. apríl. Helsinki, Vín og Genf koma einnig til greina. RottumaráEskifMi Eskflröingar hafa ráðið rotru- bana til tímabundinna starfa á öskuhaugum staðarins. íbúum þar hefur staðið stuggur af rott- unum, sem sótt hafa í fiskúrgang, og því ákváðu bæjaryfirvöld að grípa í taumana. Stríðutantaflborös Kasparov og Short hafa sagt sig úr lögum við FIDE og neita að tefla heimsmeistaraéihvígið í Manchester. Bylgjan haföi eftir Friðriki Olafssyni í gær að síríð værí í upþsiglingu möU atvinnu- skákmeistara og' FIDE. Kórarmeðvarðskipi Varðskipið Óöinn sigldi til Vest- mannaeyja meö 12 kirkjukóra í gær. Þar fer fram kóramót um helgina. Herjólfsdeilan er enn í hnút en stýrimenn krefjast þess að fá hátt á fjórða hundrað þús- und krónur í laun. Deiltumtengiveg Deilur hafe risið á Suðurnesj- um um tengiveg milli Reykjanes- brautar og Garðsvegar við Kefla- vik. Bylgjan segir þrjár undir- skriftasafnanir i gangi í Garði og Keflavík gegn veginum. Metárhjásiðaiiefnd Siðanefiid blaðamanna tók alls 13 mál fyrir á síðasta ári. Nefixd-: inni hafa aldréi fyrr borist jafn margar kærur. Menntamálaráðherra samþykkur stórframkvæmdum ^ðÞjóðminjasafhið: Megum ekki gef ast upp þrátt fyrir þrengingar - ÓlafurGÆinarssonsegirmenningararfinníófu^ „Við getum ekki unað því að hafa Þjóðminjasafnið í þessari kreppu. Þarna erum við með menningararf okkar í ófullnægjandi húsakynnum. Ástandið er þannig að þarna getur hvenær sem er átt sér stað óbætan- legt tjón. Þó það séu efnahagslegar þrengingar þá megum við ekki gefast upp," segir Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra. Troðfullt hús var á þjóðminjaþingi sem haldið var í Þjóðminjasafninu í Meöal gesta á þjóðminjaþingi i gœr voru þau Olafur G. Einarsson menntamálaráðherra, Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, og Vigdfs Finnbogadótt- ir, forseti íslands, sem á myndinni sjást spjalla við Guðmund Magnússon þjóðminjavörð. í hendi Vigdísar má s]á nýtt merki Þjóðminjasafnsins sem verðlaunaö var með 250 þúsund krónum. DV-myndGVA gær. A þinginu gerði Ólafur G. Ein- arsson grein fyrir áhuga sínum á að farið verði að tillögu nýrrar bygging- arnefhdar safnsins um að byggt verði nýtt safnhús á háskólalóðinni. Það yrði tengt gamla safnhúsinu sem gera á upp: Að sögn Ólafs hefur enn ekki verið tekin formleg ákvörðun um þessar framkvæmdir né fjármögnun á þeim. Hann bendir þó á að á næsta ári verði lokið framkvæmdum við Þjóðarbók- hlöðuna. Sú framkvæmd hafi verið fjármögnuð með föstum tekjustofni sem í ár gefi um 340 milljónir. Til álita komi að nýta þennan tekjustofh til framkvæmda við Þjóðminjasafn- ið. „Þetta eru mjög stór tíðindi fyrir safnið og við erum reiðubúin að leggja ýmislegt á okkur í því sam- bandi. Aðalafriðið er fá niðurstöðu í það hvernig við ætlum okkur að hyggja safhið upp til frambúðar," segir Guðmundur Magnússon þjóð- minjavörður. -kaa Seðlabankafrumvarpið til nefhdar án umræðu: Spara má 20 milljonir með einum bankastjóra .^rlega væri hægt að spara um 20 milljónir með því að hafa ein- ungjs einn bankastjóra í Seðla- bankanum. Auk þess væri þaö í takt við nýja tima. í Seðlabanka- frumvarpinu er gert ráð fyrir mörgum bankastjórum rétt eins og í núverandi fyrirkomulagi. Hér er um að ræða úrelt kerfi, sniðiö að þörfum pólitískra komissara," seg- ir Ólafur Ragnar Grímsson, form- - segirOlafurRagnarGrímsson aður Alþýðubandalagsins. Fyrstu umræðu um Seðlabanka- frumvarp ríkisstjórnarinnar var frestað eftir framsögu Jóns Sig- urössonar viðskiptaráðherra. Níu þingmenn stjórnarandstöðunnar vísuðu í þingsköp en þar er kveöið á um að frumvarpi skuli vísað í nefnd óski minnst níu þingmenn þess. Þessu ákvæöi þingskapalaga hefur ekki verið beitt fyrr. _ Fram kom í greinargerð Halldórs Ásgrímssonar aö meö þessu væru srjórnarandstæðingar ekki að tor- velda framgang frumvarpsins. í máh Ólafs Ragnars kom hins vegar fram krafa um að Jón gerði þing- heimi grein fyrir því hvort hann ætlaði sér í bankastjórastól i Seðla- bankanum. Grunar hann Jón um að hafa sniðiö frumvarpið að eigin þörfum. í svari Jóns kom fram að hann undraðist þaö að þingheimur vildi fá frumvarpiö til kynningar í efiia- hags- og viöskiptanefiid fyrir fyrstu umræðu þar sem frumvarpið hafi legið frammi til kynningar um langt skeiö. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig um það hvort hann ætlaði sér bankastjórastöðu í Seölabankanum. Samkvæmt heimildum DV ríkir nokkur gremja í garð Jóns í þing- flokki Sjálfstæðisflokks. Þykir mönnum sem hann veiki stjórnar- samstarfið meö því að gefa ekki yfirlýsingu um hvort hann ætii sér að starfa áfram í ríkisstiórninni. Því sé ófært að bíða eftir afgreiöslu Seðkbankafrumvarpsins eins og vih'i Jóns stendur til. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.