Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1993 13 Vísnaþáttur Þar sem áður allt var heitt „Hjónabandið er erfitt viðfangsefni. Það er alveg óháð hamingju og óham- ingju hvort okkur tekst að ráða fram úr því. Það hefur aldrei verið til hjónaband sem hefði ekki getað orðið himnaríki á jörðu, og aldrei það hjónaband sem hefði ekki getað orðið sannkallað helvíti." Það er bandaríski rithöfundurinn Kathleen Norris sem hefur komist að þessari niðurstöðu. Það kemur raunar berlega fram í bóðum og stök- um íslenskra skálda og fara nokkur sýnishorn í þá veru hér á eftir. Mikill kærleikur var með hjónun- um Sigurði Gunnarssyni, bónda og oddvita á Ljótsstöðum í Vopnafiröi, og Jóhönnu Sigurjónsdóttur konu hans. Eitt seinasta árið sem hann lifði orkti hann til hennar: jólfsstöðum í Laxárdal í Skagafirði (1810-84), kom að Hvammi í sömu sveit og heyrði hávært tal prests- hjóna út á hlað og kvað: Hlákublæ með hlýjum yl hvergi fæ ég dulið, en þó vægir ekki til innanbæjarkulið. Og hjá mörgum hefur andrúmsloft- ið verið í svalara lagi. Guðrún Sig- urðardóttir, húsfreyja á Heiði í Gönguskörðum: Hér er æði fullt með fúss, fást ei ræður þuldar, utan bæði og innanhúss eru næðingskuldar. Og ekki hefur Eyjólfi Þorgeirssyni í Króki í Garði fallið umgengnin sem best þegar hann orkti: Innan um bæinn eins og skass æðir þessi kona. Fleiri hafa fætur og rass en flíka því ekki svona. Æði oft veldur áfengisneysla upp- lausn hjónabands og sviptir menn réttu mati á aðstæðum, stundum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ekki veit ég um höfund næstu vísu en ætla má aö hann hafi verið málinu kunnugur: Brennivín og brúðarást brjálar skynseminni. Þetta mörgum þykir skást þó í veröldinni. En afleiðingin getur orðið eitthvað í líkingu við það sem Rósberg G. Snædal lýsir svo: Sætzt og rifist sitt á hvað, sök hjá báðum mikil. Hvort að annars hjartastað hafa þau engan lykil. Og þá eiga hér við orð Þórarins Bjarnasonar, járnsmiðs í Reykjavík, sem yrkir um fallvaltleikann (í hjónabandinu?): Glötuð dáð og gengj breytt gefst ei náðartími. Þar sem allt var áður heitt er nú gráðað hrími. Mér finnst ekki úr vegj að b'úka þessum þætti með orðum bandaríska rithöfundarins James Grover Thurber: „Þriðja hvert hjónaband endar með skilnaði, í hinum tveimur er barist uns yfir lýkur." Torfí Jónsson Vísnaþáttur M0tyf**;' Torfi Jónsson Til mín þú á hvítum kjól komst um græna engið. Aldrei síðan okkar sól undir hefur gengið. Þorleifur Jónsson á Blönduósi orkti til eiginkonu sinnar: Ég held þó mitt fari fjör frá þér ekki víki, veit ei neitt hver vildarkjör verða í himnaríki. Ásgrímur Kristinsson, bóndi á Ás- brekku í Vatnsdal, var á heimleið þegar hann kvað: Brátt mun verða brautin greið beztu vonum mínum, hugurinn ber mig hálfa leiö heim að barmi þínum. Og söknuður hans, er hann missti konu sína, kemur glögglega fram í eftirfarandi stöku hans: Þeim sem eiga yl í sál og unna hlíðum grænum, sárt er að missa um sumarmál sólskinið úr bænum. Gúðmundur Björnsson, sýslumað- ur í Borgarnesi, orkti til konu sinnar: Án þín trúin væri veik, vonin hefði sofið, þú hefur gert mér lifið leik, lán úr slysum ofið. Gott er að vinna fé og frægð, fækka mótlætinu, en betra er að eiga yl og gnægð, ásta á heimilinu. Og gamall vinur minn, öðlingurinn Guðmundur Jósafatsson frá Brands- stöðum í Blöndudal, sem horfinn er af vettvangi fyrir allmörgum árum, lýsir viðhorfi sínu á svofelldan hátt: Gleymskan hefur sagt til sín - svo mun um fleiri kynni - þegar hljóðlát hlýjan þín horfin er úr minni. „Eiginkonur hafa marga galla, eig- inmenn aðeins tvo: allt sem þeir segja og allt sem þeir gera." Það hefur ver- ið glöggur náungi sem komst að þess- ari niðurstöðu en ekki er gott að segja hvort þetta hefur átt við um þann sem fékk eftirfarandi vitnisburð frá Stefáni Stefánssyni frá Móskógum: Mörgum fremri að mannviti, matti auð sem glingur, hjúskapar í hyldýpi hvarf sá vesalingur. Gísh Guðmundsson, bóndi á Her- 'mVt . s_H ii 18 FYRIRTÆKI ERU A MARKAÐNUM MEÐ ÓTRÚLEGT VÖRUÚRVAL: * t$arna¥aT.a lagerinn • Blómalist • Fínar línur • Hjá Kára * Hlauptu og kauptu • Hiimmel • Karnabær • Kókó • Kjallarinn • Nína • Pósedon • Sjónvarps- miðstöðin • Skóhúsiö • Skæði • Sonja • Steinar musík & myndir • Stúdíó * Valborg A STORUTSÖLU- MARKAÐNUM FAXAFEN110 HÚSIFRAMTÍÐAR. STÆRSTIMARKAÐUR SINNAR TEGUNDAR Á ÍSLANDI, NÝJAR VÖRUR TEKNARINN Á MARKAÐINN, DAGLEG TILDOÐ, 18 FYRIRTÆKIERU ÞAR MEÐ GÍFURLEGT VÖRUÚRVAL 00 ENN LÆKKA VERÐIN! EKKIMISSA AF STÓRÚTSÖLU- MARKAÐNUM! tó ***Í (VftR *»»L iooS^I VIÐSKIPTAVINIR ATHUGIÐ að meðan verslað er geta börnin horft á skemmtilegar barnamyndir í sérstöku barnaherbergi og tullorðnum er boðið uppá FRÍTT kaffi. MARKAÐURINN ER í FAXAFENI 10. HÚSI FRAMTÍÐAR OPNUNARTÍMI: MÁNUD. TIL FIMMTUD. 13:00 TIL 18:00 FÖSTUDAGA 13:00 TIL 19:00 LAUGARDAGA 10:00 TIL 17:00 SUNNUDAGA 13:00 TIL 17:00 3 HINN EINI SANNI STORUTSOLUMARKAÐuR FAXAFENI 10, HÚSI FRAMTÍÐAR -$-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.