Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR1993. 23 Sviðsljós Bonanza á skjánum á ný Unnendur kúrekamynda geta nú vænst framhalds af Bonanza, einni vinsælustu sjónvarpsþátta- röð sem gerð hefur verið, það er að segja ef framleiðendum verður að ósk sinni. Síðar á þessu ári verður gerð sjónvarpsmynd um afdrif Cartwrightfjölskyldunnar á Ponderosabúgarðinum og von- ast framleiöendur til að hún leiði til nýs myndaflokks. Vinsælustu persónuna í Bon- anza, Little Joe, lék Michael Lan- don á árunum 1959 til 1973. Hann varð ekki minna frægur fyrir leik sinn í myndaflokkunum Húsið á sléttunni á áttunda áratugnum og Highway to Heaven á níunda áratugnum. Michael Landon yngri er 28 ára, kvæntur og á litla dóttur. Fyrsta vinkona Michaels Landon yngri var Melissa Gilbert sem lék Lauru í Húsinu á sléttunni. Hún segist hafa ímyndað sér að hún væri að fara út meö fóðurnum en ekki syn- mum. Little Joe (Landon), Ben (Lorne Greene) og Hoss (Dan Blocker). Michael Landon yngri leikur Benj, son Little Joes, í nýrri Bonanza- mynd. Nú verður það Michael Landon yngri sem leikur son Little Joes, Benj. Hann lék reyndar það hlut- verk í Bonanza-myndinni The New Generation sem gerð var rétt áður en faðir hans lést úr krabbameini 1991. Það þykir liggja í augum uppi að eina ástæðan til að Michael Landon yngri var fenginn til að leika son Little Joe hafi yerið nafnið. Bent er á að margir hæf- ari gætu hafa fengist í hlutverkið. Hann tekur undir það og segir framleiðendur hafa viljað fá það serp tengdist gömlu þáttaröðinni á einhvern hátt. Michael Landon yngri segjst viðbúinn því að gerð- ur verði samanburður á honum og föðurnum en tekur fram að það yrði gert, sama hvaða hlut- verk hann léki. Sjálfur hefur hann mestan áhuga á leikstjórn og segist hafa farið að leika til að geta orðið betri leikstjóri. í nýju Bonanza-myndinni er það Brono Evans, vinur Bens Cartwright, sem rekur búgarðinn með aðstoð þriggja sonársona Bens. Það eru Lance, sonur Ad- ams, Josh, sonur Hoss, og svo Benj, sonur Little Joes. Breskar sjónvarpsstöðvar eru þegar farnar að hita upp fyrir framhaldssöguna um Cartwrig- htfjölskylduna og ætla að sýna bestu þættina úr myndaflokkn- um næsta hálfa árið. í Bandaríkj- unum eru þættirnir endursýndir á hverjum degi. Eyjólfur Sverrisson, knattspymumaður ? • „STJORNUBOKIN HITTIR BEINT í MARK!" Með spariáskrift að Stjörnubók er unnt að losa alla innstœhuna á sama tíma, 4* Verðtrygging og háir raunvextir. 4' Vextir bókfærðir tvisvar á ári. Lausir til útborgunar eftir það. 4' Hver innborgun bundin í 30 mánuði.* Eftir það er hún alltaf laus til útborgunar. 4* Spariáskrift - allar innborganir lausar á sama tíma. 4* Lántökuréttur til húsnæðiskaupa. Lánsupphæð hámark 2,5 milljónir til allt að 10 ára. * Ef nauðsyn ber til getur reikningseigandi sótt um heimild til úttektar á bundinni fjárhæð gegn innlausnargjaldi. STJORNUBOH BÚNAÐARBANKANS BÚNAÐARBANKINN Traustur banki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.