Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR1993 Skák Einstaklingskeppni norrænnar skólaskákar: Jón Viktor vann alla Tíu íslensk ungmenni tóku þátt í einstaklingskeppni í norrænni skóla- skák, sem fram fór í Asker í Noregj fyrr í mánuðinum. Keppni þessi er ein fjögurra árlegra Norðurlanda- móta í skólaskák, sem haldin eru til skiptis í löndunum. íslendingar hafa oftast verið sigursælir á þessum mótum, einkum þó í yngri flokkun- um og sú varð einnig raunin í Asker. Samanlagt fengu Islendingar flesta vinninga, eða 36 - tveimur vinning- um betur en Svíar, sem urðu í 2. sæti og sex vinningum meira en Danir sem hrepptu þriðja sætiö. í tveimur flokk- um af fimm varð íslendingur Norður- landameistari. Arnar E. Gunnarsson í flokki 13-14 ára og Jón Viktor Gunn- arsson í flokki 11-12 ára. Árangur Jóns Viktors er sérdeilis frábær en hann gerði sér lítið fyrir og vann alla andstæðinga sína. Þar með endurtók hann afrek sitt frá mótinu í fyrra sem haldið var í Svíþjóð. í flokki skákmanna 17-19 ára sigr- aði Norömaðurinn Roy Fyllingen með 5,5 v. af 6 mögulegum. Krisrján Eövarðsson hafnaði í 9. sæti og Sigur- björn Björnsson í 11. sæti, báðir fengu 2 v. Kristján átti gjörunnið tafl gegn Fyllingen í 2. umferð en glutr- aði því niður á óskiljanlegan hátt. Þetta virtist hafa slæm áhrif á hann og hann náði sér ekki aftur á strik. Magnús Örn Úlfarsson varð í 4. sæti í fiokki 15-16 ára með 3,5 v. og Hlíðar Þór Hreinsson í 11. sæti með 2 v. Þar varð Svíi hlutskarpastur, Erik Hedman, sem fékk 5 v. í flokki 13-14 ára sigraði Arnar E. Gunnarsson eins og áöur sagði, eftir harða keppni við Matthías Kjeld. Þeir fengu báðir 5 vinninga og höfðu algjöra yfirburði. Arnar var hærri á stigum og hreppti því titilinn. Inn- byrðis skák þeir'ra lauk með jafntefli en Matthías slapp þar með skrekkinn eftir að hafa leikið af sér manni sem Arnar vildi ekki. Jón Viktor og Bragi Þorfinnsson börðust um sigurinn í flokki 11-12 ára og hafði Jón betur í úrslitaskák þeirra. Bragj, sem varð Norður- landameistari í yngsta flokki í fyrra, varð í 2. sæti með 4 v. Bráðefnilegir piltar þar á ferð. Sigurður Steindórsson varð í 4. sæti í skákmanna 10 ára og yngri, með 3,5 v. og Davíö Kjartansson varð í 5. sæti með 3 v. Liðsstjórar og fararstjórar voru Ólafur H. Ólafsson og Ríkharður Sveinsson. í mótsblaðinu segir að íslendingar geti þakkað hðsstjórun- um góðan árangur á mótinu. Þeir hefðu gengið milli herbergja undir miðnættið og 'haft með sér fjarstýr- ingar fyrir sjónvarpstækin. Að sögn Ríkharðs gátu piltarnir þá ekki skipt um rásir og urðu að sætta sig við að horfa á norska sjónvarpið. Sofhuðu þeir því að vonum fljótt og vel og komu hvíldir hildar til. Lítum á snotra sóknarskák frá mótinu, sem tefld er í flokki 15-16 ára. Eftir mistök í 9. leik fær svartur engan frið til þess að ljúka hðsskipan sinni. Hvítt: Magnús örn Úlfarsson. Svart: Sauli Keskinen (Finnalndi) Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Þessi leikmáti Fischers í einvíginu við Spasskí sl. haust nýtur nú mikill- ar hylli. 3. - e6 4. 0-0 Rge7 5. c3 a6 Skákin Kasparov - Kramnik, á Immopar-atskákmótinu í París í fyrra tefldist: 5. - d5 6. exd5 Dxd5 7. Hel!? g6 8. b4!? Bg7 9. Bb2 0-0 10. c4 Dh5 11. Bxg7 Kxg7 12. bxcð Dxc5 13. d4 Db614. Rc3 með vænlegri stöðu á hvítt - Kramnik gafst upp í 26. leik. 6. Ba4 d5?! Timman valdi einnig þennan eðli- lega leik í einvígi víð Spasskí í Amst- erdam 1977. En svo virðist sem vara- samt sé að ráðast svo snemma til atlögu á miðborðinu. Stungið hefur verið upp á 6. - c4!? sem e.t.v. er besti leikurinn. 7. exd5 Dxd5 8. d4 Rg6 Eftir 8. - Bd7 9. Hel Hd8? (betra er 9. - cxd4) 10. c4! Dxc4 11. Rbd2 Dd5 12. Bb3 Dh5 13. Re4 (hótar 14. Rd6 mát!) Rf5 14. dxc5 náði Spasskí sterkri stöðu í áðurnefndri skák við Timman. Áfram tefldist 14. - Bc8 15. Bd2 Be7 16. Ba4 0-017. Bxc6 bxc6 18. Re5 Dxdl 19. Haxdl og endataflið er vænlegt á hvítt. 9. Be3 Eðilegra er 9. Hel - svartur leikur nú best 9. - cxd4 og næst 10. - Bd7. Hann gætir sín ekki á lævísri brellu Magnúsar. 9. - b5? 10. c4! bxc4 Ekki 10. - Dxc4? 11. Bb3 Db412. Bd2 og drottningin lætur líf sitt fyrir guðsmann. 11. Rc3 Dd712. d5! exd513. Rxd5 Db7 Ef 13. - Baða svarts er að hruni komin. Eftir textaleikinn gæti svart- ur átt von um líf eftír t.d. 14. Hel Be6 en næsti leikur Magnúsar setur strik í reikninginn. 14. Bf4! Þennan frábæra leik er erfiðara að finna heldur en 10. c4! en frá sjónar- Umsjón I JL ** 1 7 iii si 41 i 1 3 O 2 A A Á * m A iá-fi , 2^ w n<á? Jón L. Árnason hóh sígildra skákfræða er hann auð- skilinn. Eftir þvinguð uppskipti á f4 stendur e-línan opin og svartur hefur misst mikilvægt vald á miðborös- reitnum e5. Hvítur hótar 16. Re5 og þar að auki 16. Dd5 og leppunin á c6 verður óbærileg. 14. - Rxf4 15. Rxf4 Be7 Tapar strax. Skárri kostur er 15. - Bd7 16. Hel+ Re7 (16. - Be7 17. Rd5 Be6 18. Re5 vinnur mann) en ekki þarf að horfa lengi á svörtu stöðuna til þess að sjá hve hún er vonlaus. Hvítur gerir líklega best með 16. Re5 Bxa417. Dxa4 + Db518. Dc2 og svart- ur situr áfram í súpunni. 16. Re5 Bd7 17. Dd5! Hc8 18. Dxf7+ Kd8 19. Hadl - Og svartur gafst upp. -JLÁ A B C D F G H Bridge Bridgehátíð 1993: Sveit Glitnis sigraði Eins og kunnugt er af fréttum sigr- aði sveit Ghtnis í sveitakeppni Bridgehátíðar. Sveitina skipuðu nokkrir af bestu bridgespilurum landsins, Aðalsteinn Jörgensen, Björn Eysteinsson, Guðmundur Sv. Hermannsson, Helgi Jóhannsson og Ragnar Magnússon. Það er óhætt að segja að þetta hafi verið Bridgehátíð forseta okkar, þ.e.a.s. Bridgesam- bandsins, því Helgi og Guðmundur eru forseti og varaforseti BSÍ, en þeir urðu sem kunnugt er í þriðja sæti í tvúnenningskeppninni. Ég spáði „gómlu meisturunum" góðu gengi og um tima leit út fyrir að sú spá myndi rætast. Þeir Bella- donna og Forquet voru í öðru sæti í tvímenningskeppninni, þegar tvær umferðir voru eftir, en þá gáfu þeir eftir og enduðu í fimmta sæti sem er samt í góðu lagi. í sveitakeppninni náðu þeir sér aldrei á fiug en enduðu samt í efri hluta. Ég fylgdist með þeim félögum í tveimur leikjum og hér er afrakstur- inn. í leiknum gegn Zia missti Bella- Hitt spihð er frá leiknum við Metro. Það er ekki laust við að meistara- heppnin hafi fylgt ítölunum í því. N/A-V * Á D 10 7 6 3 V 86 ? D542 + D ? 52 ¥ ÁD42 ? ÁG10 + 8754 N V A S * G98 »KG ? K873 + Á K G 10 ? K4 V 10 9 7 5 3 ? 96 + 9632 Umsjón: Belladonna ræðlr málin við bræðurna Hermann og Olaf Lárussyni. donna af gullnu tækifæri til þess að vinna leikinn. Ég þori aö veðja að hann hefði unnið spihð fyrir 20 árum og farið létt með það. V/N-S ? 743 V D42 ? 742 + 9643 ? 952 ? 10 6 ? G10 9 5 + KDG2 N V A s ? KG8 ¥ G 9 8 7 5 ? Á3 + Á85 ? Á D 10 6 V ÁK3 ? KD86 + 10 7 í opna salnum sátu n-s Forquet og Belladonna, en a- v Robson og Co- hen. Sagnir gengu þannig: Vestur Norður Austur Suður pass pass lhjarta dobl pass 21auf pass pass dobl pass pass 2tíglar dobl pass pass 2spaðar pass pass dobl pass pass pass Meistaraheppnin fylgdi Belladonna þegar Cohen ákvað að trompa út. Þar með gat hann svínað trompi tvisvar, fengiö þrjá slagi á hjarta og einn á tígul. Hann spilaði hins vegar þrisvar hjarta og endaði einn niður. Stefán Guðjohnsen í opna salnum sátu n-s Jón St. Gunnlaugsson hrl. og Björgvin Guð- mundsson, en a-v Belladonna og Forquet. Eina geimið sem stendur í a-v eru fimm lauf en ítahrnir fundu annað sem erfitt var að bana: Norður Austur Suður Vestur 2spaðar dobl pass 3hjörtu pass 4hjörtu pass pass pass Ég held aö menn geti verið sammála um það að það sé útilokað fyrir norð- ur að spila út htlum spaða. En þ&ö þurfti til þess að bana spilinu og Ital- irnir skrifuðu 620 í sinn dálk. Á hinu boröinu féUu a-v í þriggja granda gildruna og töpuðu 200. Hannes efstur fslendinga Sjö íslenskir skákmenn eru meðal keppenda á opna mótinu í Capelle la Grande í Frakklandi sem lýkur í dag. Er tefldar höfðu verið sex umferðír af níu hafði Hannes Hhfar Stefánsson 4,5 v., Þröstur Þórhausson og Helgi Ass Grétarsson hoföu 4 v„ Margeíf Pétursson, Guðmundur Gíslason og Tómas Björnsson höföu 3,5 v. og Andri Áss Grétarsson 2,5 v, Efstur vár ísraelsmaðurinn Ba- burin með 5,5 v. Mtttakendur eru um 400, þar af 20 stórmeistarar og 60 alþjóðlegir meistarar. í sjöttu umferð gerðu ra.a. Margeir og Guðmundur jamtefli. Lands- keppni við Frakka Dagana 16.-28. mars verður háð landskeppni íslendinga og Frakka í Hafnarfiröi. Teflt er á tíu borðum og fer keppnin þannig fram að hver íslendinganna teflir við aila Frakkana. Frakkar munu senda sitt sterk- asta hð, m.a. stórraeistarana Lautier og Renet og að ööum iík- indum Boris Spasskí, sem nú sleikir sárin eftir rimmuna við Judit í Búdapest. Lið íslands hef- ur ekki endaníega verið ákveðið en tíu efstu menn á stigum eru Jóhann Hjartarson, Margeir Pét- ursson, Jón L. Árnason, Helgi Ólafsson, Hannes Hhfar Stefáns- son, Karl Þorsteins, Þröstur Þór- haUsson, Héðinn Stemgrúnsson, Björgvin Jónsson og Helgi Áss Grétarsson. Atskákstíg Reiknuð hafa verið Elo-stigfyr- ir atskákir þar sem umhugsunar- tími er 30 mínútur á keppanda. Þetta eru fyrstu stig sinnar teg- undar a íslandi og því ber að taka þau með fyrirvara. Listinn er engu að síður forvitnilegur, eink- um fyrir þá sök að Karl Þor- steins, íslandsmeistarinn frá því í fyrra, skákar stórmeisturunum íslensku Elo-stigin fyrir kapp- skáMr eru lögð til grundvallar og reiknað er með íuttugu skákum a mahn, jafnvel þótt þeir hafi teflt færri. Tfu skákmenn hafa 2400 stig eða meira: 1. Karl Þorstéins 2595 2. Helgi Ólafsson 2590 3. Jóhann Hiartárson 2585 4. Margeir Pétursson 2570 5. Hannes HMfar Stefánsson2560 6.-7. Friðrik Ólafsson og Jón L. Árnason 2520 8. Þröstur Þórhallsson 2435 9. Helgi Áss Grétarsson 2425 10. Héðinn Steingrimsson 2410 Friðrik gegn heimsliði kvenna Friðrik Ólafsson stórmeistari hefur fengið boð um að tefla á skákmóti í Vinarborg í sumar og hefur hann fullan hug á að þekkj- ast það. Ura er að ræða keppni „göralu raeistaranna" við heiras- fiðkvenna. í Uði Friðriks verða m.a. Smyslov, Geller, Panno og Larsen en kvennaliðið skartar m.a. Polg- ar-systrum, loseliani og kín- verska heimsmeistaranum Xie Jun. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.