Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR1993 Menning Margrét Harðardóttir og Steve Christer: Ánægd með vandað verk „Okkur þykir mjög vænt um þessi verðlaun, sérstaklega þar sem við hófum mikið álit á dóm- nefndinni," segja Margrét Harðar- • dóttir og Steve Christer arktitektar sem hlutu menningarverðlaun DV fyrir hönnun hins umdeilda Ráð- húss Reykjavíkur. „Það kom okkur ekkert á óvart að gerðar voru athugasemdir. Er- lendis er það eiginlega orðin venja að mótmæla þegar gera á eitthvað nýtt. Við tókum þátt í samkeppn- inni af því að við trúðum á staðinn. Á meðan við unnum hafði fólk tækifæri til að kynna sér verkið og hvernig við hugðumst útfæra það en það voru fáir af þeim sem mót- mæltu sem höfðu áhuga." Tískuverslanir og háhýsi Steve og Margrét voru starfandi á arkitektastofum í London þegar þau sendu inn tillögur í samkeppn- ina um ráðhúsið. Steve fékkst aðal- lega við innréttingar í tískuversl- unum auk þess sem hann gerði upp gömul hús. Margrét tók meðal ann- ars þátt í hönnun háhýsis og skrjf- stofuhúsnæðis. „Úrslitin í keppninni voru til- kynnt íjúní 1987 og við hófum verk- ið í ágúst sama ár. Tæpum fimm árum síðar var verkinu lokið," segja þau en leggja áherslu á að það hafi ekki bara verið þau sem unnu verkið heldur einnig samstarfs- menn þeirra. Gotthandverk „Það var alveg sérstakt hvað það tókst góð samvinna milli allra hlut- aðeigandi sem að þessu stóðu. Við erum einnig mjög ánægð með hversu vel var vandað til verksins. Það þurfti aldrei að biðja menn um að gera betur. Þeir gerðu það sjálf- viljugir ef þeir voru ekki ánægðir. - „Það er sjaldan sem handverksmenn fá tækifæri til aö sýna jafn vönduð vinnubrögð og segja Margrét Harðardóttir og Steve Christer. ráðhúsinu. Yfirleitt mega hlutirnir ekki kosta neitt," Það var greinilegt að allir voru. komnir til að gera sitt besta," segir Margrét og Steve tekur undir það. „Hér á íslandi fá menn sjaldan tækifæri til að sýna svona vinnu- brögð því hlutirnir mega yfirleitt ekki kosta neitt," bendir Margrét á. „Fólk leitar til dæmis oftar til annarra en arkitekta til að láta - teikna fyrir sig einbýlishús því það heldur að arkitektar séu svo dýrir. Þegar upp er staðið er þaö kannski dýrara að láta smiðinn útfæra eitt- hvað sem arkitekt hefði átt að gera." Margréti og Steve líst ágætlega á tillögurnar um gerð svokallaðs Ing- ólfstorgs í Kvosinni. Þau segja nauðsynlegt að spinna í kringum gamla miðbæinn, leyfa góðum byggingum að halda sér en „taka vel tíl í kringum þær", eins og Margrét orðar það. Sigruðu í keppni um einbýlishús Keppnin um Ráðhúsið er ekki sú eina sem Margrét og Steve hafa sigrað í. Þau unnu. til fyrstu verð- launa í samkeppni um einbýlishús í Þýskalandi á meðan þau unnu við ráðhúsið. „Þetta var lokuð sam- keppni sem áhugamaður um bygg- ingarlist ákvað að efha til meðal ungra arkitekta. Hann bað vel þekkta arkitekta í mörgum löndum að útnefha fólk og gamli kennarinn okkar í London útnefndi okkur. í rauninni höfðum við ekki tíma til að sinna þessari keppni en gerðum það þó og það var þess virði," segir DV-mynd GVA Margrét. Þau segjast hafa augun opin fyrir samkeppnum sem þeim þykir vert að taka þátt í. „Það eru engin önn- ur verkefni framundan. Við erum eiginlega á byrjunarreit aftur en höfum engar áhyggjur af því held- ur lítum björtum augum á framtíð- ina." Á næstunni halda þau til Bret- lands á námskeið fyrir arkitekta. -IBS Petri Sakari: Fékk íyr stu eigin hljómsveit áíslandi „Það var alveg sérstök tilfinning að fá eigin hljómsveit í fyrsta sinn," segir handhafi menningarverð- launa DV í tónlist, Finninn Petri Sakari, um ráðningu sína sem aðal- stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar íslands 1988. Hann var þá eftirsótt- ur gestastjórnandi og hafði komið sem slíkur til íslands í nokkur skipti. Árangur Petris Sakari í starfi með Sinfóníuhljómsveitinni þykir hafa verið mjög góður. Sjálfur er hann hálffeiminn þegar minnst er á það en nefhir þó að viðtökurnar í hljómleikaferðinni í Skandinavíu haustið 1990 hafi ver- ið frábærar. Upptökusamningur- inn við hið þekkta breska upptóku- fyrirtæki Chandos sé einnig sönn- un þess að hljómsveitin þyki góð. Petri segir gagnrýnina, sem bJjóm- sveitin fékk á alþjóðavettvangi, hafa verið mjög jákvæða. Skiptar skoöanir voru þó hér heima um verkefhavalið á plöturnar. „Það er augh'óst aö það er ekki hægt að byrja á því að leika Beetho- ven og Brahms. Samkeppnin er of mikil og auk þess hefði upptökufyr- irtækið ekki haft áhuga á því. Það er mest um vert að leika verk sem eru merkileg tónlistarlega séð en sjaldan leikin. Það voru tekin upp norræn verk, íslenska sinfóníu- hljómsveitin er norræn og ég er norrænn stjórnandi. Þetta var því ágæt markaðssetning," leggur Petri Sakari áherslu á. Smekkur íslendinga gamaldags Hann bendir á að á íslandi geti hljómsveitin hins vegar verið með stórt verkefnaval. „Tónlistar- smekkur íslendinga almennt er samt frekar gamaldags. Þegar við leikum Tsjajkovskíj eða Brahms er fullt hús en ekki þegar við leikum nútímaverk eða óþekkt verk eftir fræg tónskáld. Það er auðveldara að vera meö fjölbreytilegra verk- efhaval í Evrópu," segir Petri sem er tíður gestastjórnandi í Svíþjóð, Hollandi, Ungverjalandi og Rúm- eníu. Petri telur mögulegt aö smekkur Islendinga ráðist af fremur stuttri tónlistarhefð. „Svo er bara ein sin- fóníuhljómsveit á íslandi. Ef þær væru tvær gæti verið auðveldara að hafa fjölbreyttara verkefhaval. Ég tel hins vegar að ómögulegt sé að hafa tvær jafnstórar sinfóníu- hhómsveitir á íslandi. Þessi sem er fyrir hendi er ekki fullskipuð og í hvert sinn sem stærri tónlistar- verk eru valin til flutnings þarf að fá aukalujóðfæraleikara. Það væri ódýrara fyrir ríkið þegar til lengdar lætur að hafa fullskipaða hljóm- sveit." Hætt við tónleika- ferð til Englands Af fjárhagsástæðum þurfti Sinfó- níuhh'ómsveit íslands að hætta við tveggja vikna tónleikaferð til Eng- lands í sumar sem skipulögð hafði verið. HJjómsveitin var búin aö fá inni í mörgum frægum tónlistar- húsum og átti meðal annars að opna tónlistarhátíö í London. Eng- inn styrkur fékkst frá ríkinu og þau Petri Sakari er nú aö hætta sem aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar íslands. Við tekur Osmo Vánská sem einnig er útskrifaður frá hinni frægu Síbelíusarakademiu. íslensku fyrirtæki, sem haft var samband við, höfðu ekki áhuga á að styrkja hljómsveitina gegn aug- lýsingu. „Ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Þetta var kannski að hluta til vegna ónógs upplýsinga- flæðis milli hlutaðeigandi aðila eins og stundum kemur fyrir á ís- landi," segir Petri Sakari. AnnarFinni tekurvið Hann er nú að hætta sem aðal- stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar- innar. Við tekur annar Finni, Osmo Vánská, sem hefur útskrifast frá hinni frægu Sibíeliusarakademíu eins og Petri Sakari. Aðspurður hvers vegna það koma svo margir góðir hljómsveitarstjórar þaðan segir Petri: „Kennsla Jorma Panula prófess- ors er mjög góð. Þegar ég var í skól- anum voru nemendurnir frekar fáir þannig að hver og einn fékk nægan tíma hjá kennaranum og með hh'ómsveitinni. Það er ákaf- lega mikilvægt. í Finnlandi eru einnig margar hh'ómsveitir þannig að tækifærin til að vinna með at- vmnuhljóðfæraleikurum eru mörg." Petri Sakari bíða nú fjólmörg verkefni víðsvegar um Evrópu. -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.