Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR1993 Erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Mary Wesley: A Dubious Legacy. 2. Joanna Trollope: TheChoir. 3. Stephen Fry: The Liar. 4. Joanna Trollope: The Rector's Wife. 5. Jef f Torrington; SwingHammerSwing! 6. Fred Saberhagen: Bram Stokar's Dracula. 7. Barry imsworth: SacredHungor. 8. Dick Francis: Comeback. 9. Josephine Hart. Damage. 10. Susannah James: Love over Gold. Rit almenns eðlis: 1. Andrew Morton: Diana: HwTr«» Story. 2. Bill Sryson; The Lost Continent. 3. Petor Mayle: A Yaar in Provence. 4. Peter Mayle: Toujours Provence. 6- Franeis Coppola: Tho Making of Bram Stoker's Dracula. 8. David Dolvin: The Good Sex Guide. 7. Michaet Palin: Around the WorW in 80 Days. 8. Bill Sryson; Neither here nor there. 9- Cleese & Skynner: Families & how to Survive Them. 10. H. Beard & C. Cerf: The Offieial Politícally Correct Dictionary and Handbook. (Byggt 6 The Sunday Times) Danmörk Skáldsögur: 1. Leif Davidsen: Den sidste spion. 2. Herbjorg Wassmo: Vejen at gá. 3. Leif Davidsen: Den russiske sangerinde. 4. Betty Mabmoody; For mit barns skyld. 5. Herbjorg Wassmo: Dínas Bog. 6. Hans Scherfig: Det forsomte forar. (Byggt á Politíkon Sendag) Fatwa í 4 ár „Ég hef glatað frelsi mínu, heimili mínu, fjölskyldu minni, daglegu lífi mínu og ég vil fá það aftur." Þetta sagði rithöfundurinn Salman Rushdie þegar þrjú ár voru hðin frá því erkiklerkurinn í íran, Kómeini, lýsti yfir honum fatwa, dauðadómi. Nú, einu ári síðar, er allt við það sama. Dauðadómurinn stendur, sanntrúaðir múslímar telja það enn skyldu sína að framfylgja honum og Rushdie er enn í felum. Þegar fréttir bárust af dauðadóm- inum í febrúar 1989 urðu allir sem unna mannréttindum að sjálfsögðu hneykslaðir. Hér var rithöfundur dæmdur fyrir það eitt að skrifa skáldsögu. Skammlíf mótmæli Hann var dæmdur án þess að fá að bera hönd fyrir höfuð sér. Dæmd- ur af einræðisherra, leiðtoga trúar- Umsjón Elías Snæland Jónsson ofstækismanna, sem ljóslega var pólitískt notagildi málsins ofar í huga en flest annað. Hafði vist ekki einu sinni lesið bókina. Margar rikisstjórnir brugðust í upphafi hart við. Bresk stjórnvöld mótmæltu harðlega slíkri meðferð á einum þegna sinna og kröfðust þess, ásamt öðrum ríkisstjórnum Evrópu- bandalagsins, að dauðadómurinn yrði afturkallaður. Þegar ekki var orðið við þeirri kröfu voru sendi- herrar þessara ríkja kallaðir heim frá Teheran. En stjórnmálamenn eru fljótir að gleyma. Það tók Evrópubandalags- ríkin ekki nema rúman mánuð að Salman Rushdle. Myndin var tekin á þessu ári. fallast á að sendiherrar aðildarríkj- anna mættu snúa aftur til írans sem hafði þó ítrekað dauðadóminn í stað þess aö draga hann til baka. Þetta tók Breta nokkuð á annað ár. Þá var á ný tekið upp „eðlilegt" srjórnmála- samband við Teheran-stjórnina. Fangi og flóttamaður Á meðan stjórnmálamennirnir iðka „Ust hins mögulega" er Salman Rushdie í senn fangi og flóttamaður. Hann nýtur lögregluverndar allan sólarhringinn, býr skamma hríð á hverjum stað, er stöðugt fluttur úr einu húsi í annað og getur hvergi um frjálst höfuð strokið. Þótt stjómmálamennirnir séu Rushdie til lítils gagns á hann sér þó enn vini og stuðningsmenn sem reyna að þrýsta á stjórnvöld eins og þeir geta. Þetta eru fyrst og fremst rithófundar og aðrir þeir sem viha slá skjaldborg um ritfrelsið og benda á þá augljósu staðreynd að ef unn- endur ritfrelsis eru ekki reiðubúnir að vernda rétt eins höfundar þá er frelsi þeirra allra í hættu. Gefin hefur verið út bók með opin- berum bréfum frá kunnum rithöf- undum í mörgum löndum til Rush- dies. Hún heitir The Rushdie Letters. Þar skrifa höfundarnir um mál Rushdies til að vekja athygh á örlög- um hans og beina spjótum að stjórn- völdum og öðrum sem gætu haft áhrif í þá átt að dauðadóminum yrði aflétt. Sérstök nefnd vinnur að þessu markmiði með því að halda uppi þrýstingi á stjórnvóld á Vesturlönd- um og í íran. Hún heitir The Inter- national Committee for the Defence of Salman Rushdie, P.O.Box 49, Lon- don SEl ÍLX, England. MetsöluMJjtir Bandaríkin Skáldsögur: 1. Mary Higgins Clark: All around theTown. 2. LaVyrie Spencer: Bygones. 3. Robert Ludlum; The Road to Omaha. 4. Michael Crichton: Rising Sun. 6. Robin Cook: Blindsight. 6. MichaelCrichton: Jurassíc Park. 7. John Grisham: The Firm. 8. Sara Paretsky: Guardian Angel. 9. Jobn Grisham; A Titne to Kill. 10. W.£.B. Griffjn: Líne of Fire. 11. JaneSmiley: A Thousand Acres. 12. Lawrence Sanders: McNally's Secret. 13. Catherine Cou Iter: Beyond Eden. '14. Norman Maclean: A River Runs Through lt. 15. Anne McCaffrey; Damia. Rit almenns eölis: 1. Gloríii Steinem: ; Revolution from wíthin. 2 Al Gore: Earth i n the 8alance. 3. Malcolm X & Alex Haley: The Autobiography of Malcolm X. 4. M. ScottPeck: The Road Less TraveI led. 5. Piers Paul Read: Alive. 8. Deborah Tannen: You Just Don't Understand. 7. Susan Faludi: Backlash. 8. Judith Warner; Híllary Clinton: The Inside Story. 3. Nancy Friday: Women on Top. 10. Jill Ker Conway: Written by Herself. 11. Maya Angelou: I KnowwhytheCaged Bird Sings. 12. Molly Ivins: Molly ivins Can't SayThat, .: Can She? (Byggt á New York Times Book Reviow) Vísindi Hóflega drukkið kaffi er skaölaust fyrir þungaðar konur. Kaffi í hófi skað- laust fyrir óléttar konur Rannsókn í Bandaríkjunum sýn- ir að kaffi er skaðlaust fyrir þung- aðar konur. Rannsóknin miðaðist við að konurnar drykkju tvo þrjá bolla á dag eða kóladrykki með samsvarandi koffinmagni. Hópur kvenna var fenginn til að taka þátt í r annsókninni og var ekki að sjá að kaffineyslan heföi minnstu áhrif á þroska fóstursins. Hafist var handa við þetta verk árið 1980 en niðurstaðan er ljós fyrst núna þrettán árum síðar. Ætlunin var að finna út hvort kaffi- drykkja á meðgöngu hefði áhrif á þroska barnanna í uppvextinum en niðurstaðan var sú sama og áður: kaffierskaðlaust. Tltanicí sviðsljósum Hollywood Vísindamenn frá Bandaríkjunum og Rússlandi hafa sameinast um tilraunir við að lýsa upp hafdjúpin þannig aö þau megi rannsakast eins og þurrlendi væri um hábjart- andag. Nokkuð er liðið frá því dvergkaf- bátar voru fyrst sendir niður á 3 til 4000 metra dýpi en vandinn við slíkar könnunarferðir er aö ekki sér handa skil eftir að komið er hundrað metra undir yfirborðið. Venjuleg ljós duga ekki til að lýsa um niðamyrkur hafdjúpanna og þá verður að grípa til sviðsljósanna frá Hollywood en þau ku vera bjartari en önnur ljós. Sérstakar perur, sem kvikmyndagerðarmenn nota, hafa verið endurbættar og ljóstíðni þeirra stillt til að lýsa upp vatn þar sem sólarljóss gætir ekki. Þegar hafa verið gerðar tilraunir með þessar perur við að lýsa upp flak risaskipsins Titanic sem er á tæplega 4000 metra dýpi. Og nú stendur til að skoöa flök fleiri frægra skipa á sama hátt. Iitill kassi til að skerpa myndina á iánum skjí Því er spáð að innan skamms hefjist útsendingar á sjónvarpsefni i stafrænu formi. Nú þegar er mik- ið af efni tekið þannig upp en síðan sentútsembylgjur. Sjónvarpshönnuðir eru að leggja síðustu hönd á viðbótarbúnað til að tengja við venjuleg sjónvörp svo þau geti tekið við stafrænum send- ingum. Því er líklegt að við hvert sjónvarpstæki verði í framtíðinni Utill svartur kassi fyrir móttöku á stafrænu efni. Móttakarinn á að kosta um 10 þúsund krónur. Með stafrænni móttöku verður myndin skýrari - hvort sem dag- skráin verður ásjálegri við það eitt. Því er jafnvel spáð að þessi kostur muni gera að engu hugmyndir um breiðtjaldssjónvarp fyrir almenn- ing. Slík sjónvörp eru dýr og krefj- ast umbyltingar á útsendingarbún- aði sjónvarpsstöðvanna. Offita eykur hættunaá krabbameini Þýskir læknar segja að samband sé á rnilh offitu og krabbameina. Grunsemdir um þetta vöknuðu fyrst árið 1979 og upp frá því hafa menn leitað skýringarinnar. Hún hefur ekki fundist en tölur sýna að feitt fólk fær oftar krabbamein en grannt. Bandarískir krabbameinssér- fræðingar hafa látið tölvu fara yfir gögn um þyngd manna sem látist hafa úr krabbameini og komist að sömu niðurstöðu. Krabbamein leggst óeðlilega oft á feitt fólk. Ein hugsanleg skýring er að frumur séu óeðlilega stórar í feitu fólki og starfsemi þeirra gangi úr lagi vegna fitunnar. Gegn þessu benda menn á að krabbamein leggst sjaldan á fitufrumur líkam- ans. íshellubreyttí risasjónauka Vísindamenn frá Bretlandi hafa notað sumarið á Suðurskautsland- inu til að koma upp nýjum risasjón- auka og ætla að kanna furðufyrir- bæri heimsins. Þetta er þó hvorki mikiö mannvirki né merkilegt á að sjá. Hugmyndin er að nota íshell- una miklu sem sjónauka. Vísindamenn hafa lengi vitað að tifstjörnur og svarthol himin- geimsins senda frá sér nifteindir sem breytast í mýeindir og gefa frá sér dauft blátt Jjós þegar þær lenda í vatni. Með því að mæla þetta ljós er hægt að finna út fjarlægð og stöðu ósýnilegra stjarna í himin- geimnum. Ishella suóurskautsins notast sem risastjörnusjónauki. ís suðurskautsins er kjörinn til að mæla Ijósið frá mýeindunum. Ljósnæmum myndavélum er rennt allt að þúsund metra niður í jökul- inn og þær látnar safna ljósinu. Með tíð og tíma fæst nákvæmari mynd af stjörnum himinsins en áðurhefurþekkst. Nifteindir eru minnstu efnisagnir sem hugsast geta. Þær hafa enga þyngd og enga hleðslu en berast í miklu magni til jarðar utan úr geimnum. Ótölulegurfjöldiþeirra hefur fariö í gegnum líkama þinn meðan þú last þessa grein. Umsjón Gísli Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.