Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Blaðsíða 46
58 LAUGARDAGUR27. FEBRUAR1993 —i Rangfærslur leiðréttar í frétt í DV, fimmtudaginn 25. febrúar, sem sögð er byggð á upp- lýsingum skiptastjóra Fórnar- lambsins, áður Hagvirkis, koma fram verulegar rangfærslur sem ekki verður komist hjá að leiðrétta. Fórnarlambið á 5 lóðir í Smára- hvammi. Þær voru metnar af fast- eignasala fyrir tveimur árum á tæpar hundrað og tuttugu milljón- ir. Á árinu 1992 var veðhöfum seld- ur fjöldi lóða fyrir á fjórða hundrað milljónir króna. Þær 5 lóðir sem eftir eru voru áður metnar á tæpar eitt hundrað og tuttugu milljónir en eru nú metnar á tæpar sjötíu milljónir króna og eru veðsettar fyrir nokkru hærri upphæð í sam- ræmi við fyrra mat. Tæpast er unnt að ásaka eigendur Hagvirkis fyrir vaxtastig og almennt efnahagslíf í landinu sem hefur valdið verð- lækkun fasteigna og lóða. Þess skal jafnframt getið að nefndar lóðir, sem enn eru óseldar, eru í bókhaldi Fórnarlambsins bókfærðar langt undir matsverði. Þegar þær verða seldar ganga þær til greiðslu veð- skulda sem eru skuldir búsins. Sú kenning að eign sé einskis virði ef hún er veðsctt er í hæsta máta ein- kennileg og verður tæpast sam- þykkt af veðhöfum. Skuldir við veðhafa eru vissulega skuldir bús- ins og andvirði þeirra gengur til hækkunar skulda þess og því verð- mæti fyrir búið. í fréttinni segir að lóðirnar séu metnar á 200-300 millj- ónir í bókhaldi fyrirtækisins og þær séu einskis virði. Tilgangur fullyrðinga um aö and- virði eigna sem ganga til fullnustu veðkrafna skipti þrotabú engu máli er vandséður. Óvandaður málflutningur af þessu tagi eykur ekki trúverðug- heit þeirra sem flytja. Eignir Hagvirkis, þ.e. lóðir í Smárahvammi, fasteignirnar Skútahraun 2, Skútahraun 4, Dals- hraun 16, Fitjabraut 2 og ýmis tæki og tól eru að andvirði á milh 400 og 500 milhónir eða meira ef eðh- legur fasteigna- og vélamarkaður væri. Þá námu upphæðir þeirra gagnkrafna á ríkissjóð sem deilt er um á milh 600-700 milljónum króna, sé tekið tillit til nýrra við- bótarálagna söluskatts sem krafa er gerð um til búsins. Eignir búsins væru þannig 1000-1200 milljónir króna. Þær krófur í búið, sem samþykkt- ar hafa verið, nema um 1200 millj- ónum en auk þess hefur Hagvirki- Klettur mótmælt kröfum sem nema tæpum tvö hundruð milljón- um króna, auk áætlaðra skatta- krafna, þar á meðal er rúmlega 18 milljóna króna aðstöðugjaldakrafa frá sýslumanninum á Blönduósi vegna ársins 1991 en það ár vann Hagvirki hf. ekkert á því svæði, aðeins Hagvirki-Klettur hf. Enn- fremur verulegar tekjuskattsáætl- anir sem ekki eru raunhæfar. Ljóst má því vera að ef réttur fyrirtækis- ins gagnvart ríkissjóði fæst viður- kenndur, þá á það fyrir skuldum eða a.m.k. nærri því, þrátt fyrir efnahagsástandið nú. í ljósi þess að Hágvirki-Klettúr hf. keypti eignir af Hagvirki á yfir- verði og hefur auk þess lagt fyrir- tækinu til á þriðja hundrað millj- ónir króna er í hæsta máta ósann- gjarnt að vegið sé að Hagvirki- Kletti á vegum búsins en ekki leitað réttar þess gagnvart ríkissjóði. Hagvirki-Klettur hefur þurft að taka þau mál að sér á eigin kostn- að, í þeirri trú að réttlætið sigri að lokum. Jóhann G. Bergþórsson Sviðsljós íslandskynning í Atlanta Mary Lou Seltzer, Bandarikjamaður sem á ættir að rekja til Sviþjóðar, kynnti ísland rækilega á sérstakri hátíð sem haldin var í Atlanta í Bandarikjunum. Yfirskriftin var „Festival of Trees" og eins og sjá má skreytti Mary Lou jólatré upp á íslenskan máta og sýndi í leiðinni m.a. ullarvörur og upphlut. Sviðsljós Unni Óskarsdóttur er greinilega skemmt af frásögn Sigríðar Zoéga. DV-myndir GVA Dansað á haustvöku Leikritið Dansað á haustvöku eftir Brian Friel var frumsýnt í Þjóðleik- húsinu sl. fimmtudagskvöld. Verkið fjallar um fimm systur sem lifa ein- földu og fábrotnu lífi en við heim- komu bróður þeirra uppgötva þær að sú heimsmynd, sem þær eru með í kollinum, er ekki tiL Sveinbjörn I. Baldvinsson þýddi leikritið en leikstjóri er Guðjón P. Pedersen. Margrét Vilhjálmsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Katrín Þorkelsdóttir og Helga Stefánsdóttir mættu vel dúðaðar á frumsýninguna. Menning Kristinn G. Harðarson á Mokka: Eintal eða samtal? Nú stendur yfir á kaffistofunni Mokka, og fram til 28. febrúar, sýning á teikningum eða hugmyndaskissum eftir Kristin G. Harðar- son. í viðtali, sem sýningarstjóri kaffihúss- ins, Hannes Sigurðsson hstfræðingur, hefur tekið, segir Kristinn um afstöðu sína gagn- vart hstsköpun: „Kannski er ég að upphefja eða tilbiðja þennan fábrotna hversdags- leika." Hann segir jafnframt að sér finnist kaffihúsið Mokka henta vel fyrir svona myndir. En hvað hentar vel? Það að hægt er að spara sér yfirsetu því þeir sem sitja yfir kaffibollunum sitja líka yfir sýningunni. Og trúlega skaðar það ekki að yfir kaffiboll- unum fara gjarnan fram umræður um hvers- dagslega hluti sem ættu þá að vera í sam- hhómi við verkin á veggjunum. í viðtahnu segist Kristinn jafnframt ekki vera að boða neitt sérstakt og pólitískar og samfélagslegar predikanir eigi ekki upp á pallborðið hjá sér. Það er einmitt mergurinn málsins að nær alla íslenka myndlistarmenn skortir alger- lega samfélagslega meðvitund og póhtískan skilning. Þannig spyrja þeir aldrei hvaöa öfi það eru sem knýja hlutina og þá sjálfa áfram. Þeir eru fyrst og fremst sjálfhverfar tilfinn- ingaverur og öll greining á þeim „kerfum" sem í raun marka örlög þeirra finnst þeim grugga upp þennan tæra sjálfskapaða tilfinn- ingapoll. Sé kaffihúsið skoðað sem stofnun gerð og htíl um sig eins og veggplássið á staðnum. Stækkunargler Myndlist Hannes Lárusson er einn af tilgángi þess að selja sem mest af kaffi, jafnframt er það félagslegur vettvangur með eigin hefðir og hlutverk. Á hinni bóhe- mísku 20. öld hefur það ekki síst verið fastur punktur í lífi hins borgaralega hstamanns. En Kristinn Harðarson sýnir ekki á Mokka af því að það sé nauðsynlegur vettvangur fyrir verk hans hvað innihald eða viðfangs- efni snertir því hann er hvorki upptekinn af rýminu sem slíku né félagslegu hlutverki þess eða sögu, heldur finnst honum verkin sín falla vel að staðnum af því þau eru smá- Þegar teikningar Kristins eru skoðaðar kemur í ljós að hann kemur víða við. Við fábreytni hins daglega lífs á íslandi hafa margir listamenn brugðist þannig við að gera verk sín sem fjölbreytilegust. Þannig má á þessari htlu sýningu finna skírskotun til ótrúlega margbrotins efnis og hugmynda. En það er einn hængur á, sem Hannes gæti e.t.v. bætt úr fyrir næstu sýningu, það vant- ar handhæg stækkunargler fyrir kaffihúsa- gesti því teikingar Kristins eru afar smágerð- ar og texti og lýsingar sem mikið er af einn- ig - en ef vel ætti að vera þyrfti líka aö vera til staðar handritafræðingur til að hjálpa til við að lesa úr myndunum. En á móti kemur að í rauninni er ekki ætiast til að þessi verk séu skoðuð af það mikilli áfergju að það komi róti á kaffihúsagestinn sem situr yfir sýning- unni. En þetta breytir því ekki að margar hugmyndir Kristins, einkum að umhverfis- verkum, eru afar hugmyndaríkar og skemmtilegar á sinn barnslega hátt. Það er þess vegna mikil synd að sjaldnast ná þessar hugmyndir að líkamnast og þess vegna er hættan sú að þær og umræðan um þær verði æ innétnari og endi með því að þær éti sjálf- ar sig upp íslenskri menningu til stórrjóns. Það er helsta hlutverk hstsköpunar að við- halda sem mestri fjólbreytni og sýna þannig fram á nýja möguleika í lífinu sjálfu. Það er einkum tvennt sem drepur fjölbreytnina í dróma: „Náttúruleg" útþynning sem á sér stað í htlu samfélagi þar sem allir þekkja aUa, og „náttúrleg" tilnneiging til að hefja einn af „okkw" í goðsagnalegar stærðir. Höfum við þær dæmin í Kjarval og Laxness og örvæntingarfulla en samt grafalvarlega tilraun til að blása Erró upp í sömu stærð. Einn af eftiiminnilegustu textum sem Krist- inn Harðarson gerði fyri u.þ.b. 15 árum hljóð- aði: „Hversdagsleikinn þarf ekki alltaf að vera grár." Það er einmitt baráttan við gráa htinn sem öll íslensk menning hefur aUtaf snúist um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.