Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1993 19 Meiuiing Leiklist á Akureyri í fyrra kom út bókin Saga leiklistar á Akureyri: 1860-1992; Haraldur Sigurðsson skráði. Bókin er í stóru broti, prentuð á gæðapappír og margar skemmtilegar myndir prýða verkið. Ritnefhd verksins (útgáfunefnd) var skipuð Jóni Kristinssyni, Signýju Pálsdóttur og Svavari Ottesen. í „litlu forspjalli höfundar" segir Bókmenntir Árni Blandon Haraldur Sigurðsson að bókin sé „ekki bókmenntahugleiðingar eða vangaveltur um menningar- strauma eða -stefnur, heldur nokk- urs konar annáll um Uðna atburði - um líf og tómstundir genginna kynslóða - ". Sem annáll er bókin afar vel unnin en nokkuð þurr og upptalhinga- og formúlukennd eins þessu húsi hefur Leikfélag Akureyrar lengi haft starfsemi sína og vill verða meö annála. Eitt lífgar þó nokkuð upp á. Það eru stuttar „endurminningar" leikstjóra og fyrrum leikhússtjóra L.A. Þar eru safaríkastar lýsingar Eyvindar Er- lendssonar og Sigurðar Hróarsson- ar. Leikhússtjórar Eyvindur Erlendsson segir árin sem hann var leikhússtjóri (1974- 1977) hafa verið erflð: „Hvað eina sem fram var borið mætti andófi: Einhverjir voru á móti pólitík, aðr- ir á móti léttmeti, enn aðrir á móti karlmönnum, kvenfólki, óperett- um, dramatík, tilfinningasemi, sænskum vandamálum, amerískri vellu, atvinnuleikhúsi, áhuga- mennsku, lýðræði, einræði, hóp- vinnu jafht sem sérvisku." (283). Það var því að vonum að ungur maður, Sigurður Hróarsson, bæri kvíðboga fyrir því að taka við leik- hússtjórninni vorið 1989. Vinir hans höfðu varaö hann við: „Leik- félag Akureyrar er sálarmyrðandi víti... og illa innrættir allir sem þar starfa - þar skoða menn undir skottin á leikhússtjórunum sínum og lemja þá síðan tÚ. hlýðni við lesti og böl." (374). En tímarnir höfðu breyst og mennirnir með: „And- skotar voru þar engir og allir faðm- ar opnir og hlýir." Annáll LeikUstarannáll Haralds Sig- urðssonar er vandvirknislega unn- inn enda hggur áratuga starf hjá honum að baki þessu verki. Vert er að óska Akureyringum til ham- ingju með þessa merkisbók og von- andi að Reykvíkingar eignist ein- hverntíma svipað verk sem unnið er af sambærilegri natni og óeigin- girni. Saga leikllstar á Akureyri Haraldur Sigurðsson skráðí Leikféiag Akureyrar, 1992 AFI/AMMA Allt fyrir minnsta barnabarnið ÞUMALÍNA fly tj um! Við flytjum! Mánudaginn 1. mars n.k. flytur Fjárfestingarfélagið Skandia alla starfsemi sína úr Hafnarstræti, í aðalstöðvar Skandia að JLaugavegi 170. Frá og með sama tíma verður því - P^Br ¦ ;f*i> starfsemi Váftryggingarfélagsins . Skandia, Líftryggingarfélagsins Skandia og Fjárfestingarfélagsins rskandia á sama stað að Lauga- ^jgil70. Við minnum einnig á útibú okkar í Kringlunni og á Akureyri. Skandia A w Til hagsbóta fyrir íslendínga S62 FJÁRFESTINGARFELAGIÐ SKANDIA HF 61 97 00: Fjárfestingarfélagið Skandia* Líftryggingarfélagið Skandia • Vátryggingarfélagið Skandia. S 68 97 00: Útibú í Kringlunni. S (96) 1 11 00: Útibú á Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.