Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1993, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1993 Fréttir Stuttarfréttir Bætt nýting sjávarafla við Island: Gæti skilað rúmum fjórum milljörðum - vannýttartegundirgætuskilaðmllliarði „Þetta er mjög gróf áætlun sér- fræðinga Rannsóknastofnunar fisk- iðnaöarins um þaö hvar sé hægt að bæta nýtingu með raunhæfum og arðbærum hætti. Það er auövitað hægt að ímynda sér eitthvað meira, en þetta er það sem við teljum vera raunhæft," segir Grímur Valdimars- son, forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. Grímur telur að með bættri nýt- ingu hefðbundins sjávarafla við ís- land megi auka útflutningsverðmæt- ið um 4,3 milljarða króna og með því að efla veiðar á vannýttum tegund- um eins og langhala, tindabikkju, ígulkerum, kúfiski, búra, djúpkarfa og beitukóngi megi auka útflutnings- verðmætið um milijarð til viðbótar. Áætlunin gengur út á það að með aukinni flakanýtingu megi auka út- flutningsverðmætið um 2.576 millj- ónir, klumbumamingur á að skila 477 milljónum, hryggja- og hausa- mamingur gæti skilað 690 milljón- um, kinnar og gellur eiga að skila 80 milljónum, fés 20 milljónum, hersla 377 milljónum og fiskiípjöl 119 milij- ónum. Bætt hagnýting sjávarafla — áætlað útflutningsverðmæti í milljónum króna — Alls 4339 milljónir króna •f-/^ j/ j * & Sumar atvinnu- greinar steindauðar Grímur vildi ekki viöurkenna að íslendingar hefðu beinlinis verið á villigötum varðandi nýtingu sjávar- afla. Það sem geri gæfumuninn nú varðandi nýtingu sé tæknin og stór- aukinn áhugi á gæðastýringu. Tækn- in sé að vísu frekar dýr en nú sé grundvöllur til aðgerða. „Ég hef haldið því fram að þær stofnanir, sem eiga að þjóna atvinnu- vegunum, hafi á undanfömum árum lagað mikið til innanhúss hjá sér og komið sínum málum í lag, þannig að við erum mjög vel í stakk búnir til að hjálpa atvinnuvegunum. Það sem vantar er að atvinnulífið sinni þró- unarmálum betur, vakni af dvala. Við enun alltaf að sannfæra menn um gildi rannsókna og þróunar og gengur mjög misjafnlega. Sumar greinar em gjörsamlega steindauðar og gera ekkert. Það er alþekkt að ef atvinnugreinar sinna ektó þróunar- starfi þá dragast þær aftur úr,“ segir Grímur. -Ari leiðtogar í Reykjavik? Reykjavík er ein fjögurra borga í Évrópu sem koma til greina sem fundarstaður á leiðtogafundi Clintons og Jeltsíns sem fram fer 4, apríl. Helsinki, Vín og Genf koma einnig til greina. Rotturnar á Eskififdj Eskfirðingar hafa ráðið rottu- bana til tímabundinna starfa á öskuhaugum staðarins. íbúum þar hefur staöið stuggur af rott- unum, sem sótt hafa í fiskúrgang, og því ákváðu bæjaryfirvöld að grípa í taumana. Stríðutantaftborðs Kasparov og Short hafa sagt sig úr lögum við Ffl)E og neita að tefla heimsmeistaraeinvígiö í Manchester. Bylgjan hafði eftir Friðriki Ólafssyni í gær að stríð væri í uppsiglingu milli atvinnu- skákmeistara og FIDE. Kórarmeðvarðskipi Varðskipið Óðinn sigldi til Vest- mannaeyja meö 12 kirkjukóra í gær. Þar fer fram kóramót um helgina. Herjólfsdeilan er enn í hnút en stýrimenn kreflast þess að fá hátt á Jöórða hundrað þús- und krónur í laun. Deilur haía risið á Suðurnesj- um um tengiveg milli Reykjanes- brautar og Garðsvegar við Keíla- vík. Bylgjan segir þijár undir- skriftasafhanir í gangi í Garði og Keflavík gegn veginum. Metár hjá siðanefnd Siðanefiid blaðamanna tók alls 13 mál fyrir á síðasta ári. Nefnd- inni hafa aldrei fyrr borist jafii margar kærur. Menntamálaráðherra samþykkur stórframkvæmdum við Þjóðminjasafhið: Megum ekki gefast upp þrátt fyrir þrengingar - Ólafur G. Einarsson segir menningararflnn í ófullnægjandi húsi „Við getum ekki unaö því aö hafa Þjóðminjasafiúð í þessari kreppu. Þama erum við með menningararf okkar í ófullnægjandi húsakynnum. Ástandiö er þannig að þama getur hvenær sem er átt sér stað óbætan- legt tjón. Þó það séu efnahagslegar þrengingar þá megum við ekki gefast upp,“ segir Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra. Troðfullt hús var á þjóðminjaþingi sem haldið var í Þjóöminjasafninu í Meðal gesta á þjóðminjaþingi i gær voru þau Olafur G. Einarsson menntamáiaráðherra, Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, og Vigdís Finnbogadótt- ir, forseti íslands, sem á myndinni sjást spjalla við Guðmund Magnússon þjóðminjavörð. í hendi Vigdísar má sjá nýtt merki Þjóðminjasafnslns sem verðlaunað var með 250 þúsund krónum. DV-mynd GVA gær. Á þinginu gerði Ólafur G. Ein- arsson grein fyrir áhuga sínum á að farið verði að tillögu nýrrar bygging- amefndar safnsins um að byggt verði nýtt safnhús á háskólalóðinni. Það yrði tengt gamla safnhúsinu sem gera á upp. Að sögn Ólafs hefur enn ekki verið tekin formleg ákvörðun um þessar framkvæmdir né fjármögnun á þeim. Hann bendir þó á að á næsta ári verði lokið framkvæmdum við Þjóðarbók- hlöðuna. Sú framkvæmd hafi verið fjármögnuð með föstum tekjustofni sem í ár gefi um 340 milljónir. Til áhta komi aö nýta þennan tekjustofn til framkvæmda við Þjóðminjasafn- iö. „Þetta era mjög stór tíðindi fyrir safnið og við eram reiðubúin að leggja ýmislegt á okkur í því sam- bandi. Aðalatriðið er fá niöurstöðu í það hvemig við ætlum okkur að byggja safnið upp til frambúðar," segir Guðmundur Magnússon þjóð- minjavörður. -kaa Seðlabankafrumvarpiö til nefndar án rnnræðu: Spara má 20 milljónir með einum bankastjóra - segir Olafur Ragnar Grímsson „Árlega væri hægt að spara um 20 milljónir með því aö hafa ein- ungis einn bankastjóra í Seðla- bankanum. Auk þess væri þaö í takt við nýja tíma. í Seðlabanka- frumvarpinu er gert ráö fyrir mörgum bankastjórum rétt eins og í núverandi fýrirkomulagi. Hér er um aö ræða úrelt kerfi, sniöið aö þörfum pólitískra komissara," seg- ir Ólafur Ragnar Grímsson, form- aður Alþýöubandalagsins. Fyrstu umræðu um Seðlabanka- frumvarp ríkisstjómarinnar var frestað eftir framsögu Jóns Sig- urðssonar viöskiptaráðherra. Níu þingmenn stjómarandstöðunnar vísuðu í þingsköp en þar er kveðiö á um að frumvarpi skuli visað í nefiid óski minnst níu þingmenn þess. Þessu ákvæöi þingskapalaga hefur ekki veriö beitt fyrr. Fram kom í greinargerö Halldórs Ásgrímssonar að með þessu væra stj ómarandstæðingar ekki aö tor- velda framgang frumvarpsins. í máli Ólafs Ragnars kom hins vegar fram krafa um aö Jón gerði þing- heimi grein fyrir því hvort hann ætlaöi sér í bankastjórastól í Seðla- bankanum. Grunar hann Jón um að hafa sniöiö frumvarpiö aö eigin þörfum. í svari Jóns kom fram að hann undraöist þaö að þingheimur vildi fá frumvarpið til kynningar í efna- hags- og viöskiptanefiid fyrir fyrstu umræðu þar sem frumvarpið hafi legiö frammi til kynningar um langt skeið. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig um það hvort hann ætlaöi sér bankasijórastöðu í Seðlabankanum. Samkvæmt heimildum DV ríkir nokkur gremja í garð Jóns í þing- flokki Sjálfstæðisflokks. Þykir mönnum sem hann veiki stjómar- samstarfiö með því að gefa ekki yfirlýsmgu um hvort hann ætli sér aö starfa áfram í ríkisstjóminni. Því sé ófært að bíða eftir afjgreiöslu Seðlabankafrumvarpsins eins og vilji Jóns stendur til. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.