Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1993, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1993, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 18. MARS 1993 Fréttir Viðskiptaráðherra sakaður um að segja bankastjórum Landsbankans rangt frá: Neitar að svara hvort það er rétt eða rangt - ekki mál Halldórs Guðbjamasonar að greina frá samtölum mlnum við bankastjóra, segir Jón Sigurðsson „Hveijum skulda ég svar um það? Engum. Ég vísa þessu algerlega á bug. Þetta er einhver misskilningur. Enda skil ég ekki að nokkur maður hafi, eða eigi að hafa, einhveijar frá- sagnir af trúnaðarsamtölum mínum við bankastjóra Landsbankans. Ég veit ekki hvað Halldór Guðbjarnason sagði á fundi með efnahags- og við- skiptanefnd. Ég tel það ekki vera hans mál að gera grein fyrir sam- tölum sem hann á við mig á þennan hátt. Það kemur málinu ekki viö hvað ég sagði,“ sagði Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra í samtali við DV eftir þingfund í gær. Þá var hann spurður hvort það væri rétt að hann hefði skýrt banka- stjórum Landsbankans rangt frá á fundi fyrir hádegi á þriðjudaginn þegar Landsbankamáhð gaus upp. í umræðum um frumvarp til laga um ráðstafanir til að efla eiginfjár- stöðu innlánastofnana á Alþingi í gær var Jón Sigurðsson sakaður um að hafa sagt bankastjórum Lands- bankans rangt frá fyrir hádegi á Harðar umræður urðu á þingi í gær vegna Landsbankamálsins. Hér bera þeir saman bækur sínar, Jón Sigurðs- son viðskiptaráðherra og Davíð Oddsson forsætisráðherra. DV-mynd GVA þriðjudag. Þar á Jón að hafa sagt bankastjórunum að ekkert lægi á að gera þær ráðstafanir tii styrktar Landsbankanum sem svo voru kynntar síöar um daginn. Jón á að hafa sagt að það mætti bíða í nokkra daga. Þetta höfðu nefndarmenn í efna- hags- og viðskiptanefnd Alþingis eft- ir Hahdóri Guðbjamasyni, banka- stjóra Landsbankans. Þeir sögðu hann hafa sagt nefndarmönnum þetta í gærmorgun, þegar hann mætti á fund efnahags- og viðskipta- nefndar. Nokkrir stjómarandstöðuþing- menn ræddu þetta og kröföu við- skiptaráðherra svara um hvort rétt væri. Hann vék sér undan því að svara þessu úr ræðustóli. Ólafur Ragnar Grímsson fuhyrti að Davíð Oddsson hefði tekið völdin af við- skiptaráðherra um hádegisbihð í gær. Jón hefði þá ekki vitað að fram- kvæma ætti ráðstafanirnar svona fljótt. -S.dór Atburðarásin á Landsbankadaginn: Steingrími Hermannssyni kennt um íraf árið - ríkisstjómin sökuð um skemmdarstarfsemi Þingmenn og ráðherrar deildu ákaflega um það í gær hverju væri um að kenna aUt það írafár sem varð síðastliðinn þriðjudag þegar þing- fundi var slitið til að ríkisstjórnin gæti haldið „neyðarfund" eins og stjómarandstaðan kallaði það. Landsbankadaginn kalla sumir þennan þriðjudag. Ráðherrar kenndu Steingrími Her- mannssyni um að hafa rokið með máUð í fjölmiðla um miðjan dag. Þá um leið hafi komið upp hræðsla í þjóðfélaginu. Því hafi ekki verið um annað að ræða fyrir ríkisstjórnina en ljúka málinu sama dag. Þessu mótmælti Steingrímur. Hann sagði aUa fjölmiðla hafa vitað þetta um leið og þingfundi var shtið, laust eftir hádegi. Fjölmiðlamenn hafi komið til sín og spurt sig sem bankaráðsmann. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að eftir viðtal við Steingrím í útvarpi hafi fjöldi hræddra við- skiptavina hringt í Landsbankann. í dag (gær) hefðu hins vegar engir hræddir viöskiptavinir hringt eftir að ríkisstjórnin hélt blaðamanna- fundinn kvöldið áður og skýrt var frá staðreyndum. Ólafur Ragnar Grímsson og fleiri sögðu ríkisstjórnina hafa skaöað lánstraust Landsbankans, og raunar íslands erlendis, með móðursjúk- legri framkomu á þriðjudaginn. Hann sagði það geta tekið ár að bæta þann skaða sem ríkisstjórnin hefði valdið. Þá urðu harðar deilur um hvað það væri sem farið hefði verst með Landsbankann. Fiskeldi, uUariðnaö- ur, loðdýrarækt, Samband íslenskra samvinnufélaga, Samvinnubankinn og fleiru var kennt um. Steingrímur Hermannsson sagði að aUt væri þetta rangt. Það sem hefði farið verst með bankann væri stjómarstefnan gagnvart atvinnu- vegunum síðasthðinn 2 ár. -S.dór í dag mælir Dagfari Bankinn fær gjafalán Mitt í aUri umræðunni um að selja ríkisbankana kemur aUt í einu upp sú staða að ríkið þarf að gefa Landsbankanum eina tvo miUjarða og lána honum miUjarð að auki sem ekki þarf að borga tU baka. Þetta kemur til viðbótar gjafaláni upp á rúman miUjarð sem bankinn fékk í desember. Ríkisstjómin hef- ur fram tíl þessa veriö lítiö fyrir það að veita fé til að reka fyrirtæki og flokkaði alla slíka fyrirgreiðslu undir sjóðasukk. En nú hefur stjómin hins vegar neyöst til að veita Landsbankanum gjafalán upp á nokkra milijarða svo bank- inn geti haldið áfram að lána pen- inga tíl fyrirtækja sem eru á hvín- andi kúpunni. Davíð Oddsson segir að Lands- bankinn hafi verið notaöur sem félagsmálastofnun atvinnulffsins og þess vegna sé staða hans orðin svona slæm. Eins og öUum er kunnugt er bankaráö skipaö fuU- trúum flokkanna sem einnig sjá tíl þess að koma sínum mönnum í bankastjórastólana. Það má því segja að Landsbankinn hafi verið nokkurs konar yfirfélagsmála- stofnun stjómmálaflokkanna þar sem lánsfé hafi verið úthlutaö í hlutfaUi við fylgi flokkanna hveiju sinni og hvaða flokkar fóru með völd á hveijum tíma. Nú hefur sem sé komið í ljós að þama hafa flokk- amir farið heldur geyst í að lána í vonlausar forretningar og komið að stóra bróður aö borga þessar pólitísku reddingar. Eins og vænta mátti er Valur ís- landsbankastjóri ekki með hýrri há vegna gjafalánanna tU Lands- bankans. Það er nefnUega líka tap á rekstri íslandsbanka en þeim banka hafa ekki verið boðin nein gjafalán. Þess vegna neyðist bank- inn tíl að vísa frá þeim viðskipta- vinum sem vUja lán án þess að ætla sér að borga þau til baka. Það er vandséð hvemig hægt er að reka einkabanka í samkeppni við félags- málabanka ríkisins. Og svo vom þeir Jón Sigurðsson og Davíö Odds- son að ákveða um daginn að stofiia enn einn bankann og kom sú ákvörðun flatt upp á aðra ráöherra ríkisstjórnarinnar. Fram tU þessa hefur það þótt nokkuð arðvænlegt að reka banka. Slíkar stofnanir hafa ráðið því sjálfar hvað þær rukkuöu háa vexti af peningum sem lánaðir em út og sömuleiðis ákveða þessar peningastofnanir hvað þeir greiða þeim sem leggja inn fé til ávöxtunar. Svo hafa bank- amir farið út í alls konar hUðar- rekstur tíl að næla sér í aukatekj- ur. Má þar nefna rekstur verö- bréfamarkaða og krítarkortafyrir- tæKja og hefur þessi rekstur reynst bönkunum dijúg búbót. Þegar betur er að gáð kemur hins vegar í ljós bankarekstur er ekki aUtaf dans á rósum. Dæmi em fyr- irtæki sem hafa orðið gjaldþrota upp á hundmð miUjóna en ekki aðrar eignir fundist en nokkur gömul skrifborð og stólskrifli. í einu slíku gjaldþroti tapaði Lands- bankinn einum fimmtíu miUjónum og Búnaðarbankinn álíka upphæð. Þegar Jón Jónsson þarf aQ slá hundrað þúsund kaU að láni í banka er hann neyddur til að láta aUa ættina skrifa upp á skuldabréf- ið til tryggingar greiðslu. En maður með traustvekjandi gleraugu og vandaða skjalatösku hefur getað valsað um sjóði bankanna ogfengið þar tugi milljóna út á gleraugun ein. Kannski þetta sé eitthvað að breytast en það er gott til þess að vita að ríkisstjómin skuU kapp- kosta að halda Landsbankanum gangandi hvað sem tautar og raul- ar því hvar værum við án slíkrar félagsmálastofhunar atvinnuUfs- ins á þeim neyðartímum sem nú em uppi? Stjómin verður vitaskuld að veita fleiri bönkum gjafalán svo enn verði hægt að keyra fleiri fyrir- tæki í gjaldþrot með því að lána þeim peninga sem þau geta ekki borgað tU baka. Viö getum ekki unnið okkur út úr vandanum með öðm móti en því að hafa aUtaf nægUeg gjafalán tíl útdeUingar eft- ir að sjóðasukkið var stöðvað. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.