Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1993, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1993, Síða 19
FIMMTUDAGUR 18. MARS 1993 31 Iþróttir ndsliöinu gleyma menn ekki góða skapinu. Alltaf er stutt í léttleikann eins og sjá má ur Bjarnason og Héðinn Gilsson. íslendingar verða í eldlínunni í dag þegar þeir DV-mynd Guðmundur Hilmarsson/Stokkhólmi ir átakaleikur w slendingum" þjálfari Dana, um leikinn gegn íslan.di í dag Ef strákamir mæta meö svipuðu hugarf- ari til leiks og í leikinn gegn Rússunum og leika ámóta og fyrstu 20 mínútumar og í þeim leik þá vinnum viö Danina," sagði Gunnar Einarsson, þjálfari Stjöm- unnar, viö ÐV þegar hann var spurður út í leikinn gegn Dönunum í kvöld. „Þeir eru ekki komnir eins langt og viö og ég hef fulla trú á aö ef íslenska hðið nær aö samstilla sig fyrir þennan leik þá vinnum við. Það má hins vegar ekki vera neitt vanmat í gangi eins og í ieiknum gegn Þjóöveijum þá fara Dan- imir yfir okkur. Ég trúi á að karakterinn sé það mikill í íslenska hðinu og að strákamir vilji skhja við þetta mót með nokkuð góðri rausn,“ sagði Gunnar Ein- arsson. mikilvægt að i Dani að velli þar sem átta efstu sætin í keppninni gefa sjálfkrafa sæti í næstu keppni. Danir hafa ekki leikið ýkja vel hér á HM. Þeir gerðu tvö jafntefh í riðla- keppninni gegn Þjóðveijum og S-Kóreu- mönnum og steinlágu fyrir Rússum og rétt skriðu áfram í milliriöihnn. í fyrra- kvöld unnu Danimir sigur á Ungveijum og sagði Kent Nilssen, þjálfari Dana, að hð hans hefði leikið sinn besta leik á mótinu hingað th. Þjóðirnar lengi eldað grátt silfur íslendingar og Danir hafa lengi eldað grátt siifur saman á handboltavelhnum. Leikir hðanna hafa oftst verið jafnir og spennandi en nú hin síðari ár hafa ís- lendingar haft frekar frumkvæðið. Á dögunum léku þjóðirnar þrjá leiki heima á íslandi, Island vann tvo leiki og Danir einn. Gamla brýnið Erik Veje Rassmussen hefur leikið best í danska hðinu á HM og þá hafa Kim Keller Christianssen í leikstjórastöðunni og Nikolai Jacobsen í vinstra hominu verið mjög hættulegir. Þetta em þeir leikmenn sem íslendingar verða að hafa góðar gætur á og ef það tekst þá ætti leikurinn að vinnast. 1 Heimsmeistarakeppnln á Islandi 1995: Málin rædd til hlítar í vor - enn á eftir að semja um íjöldamörg atriði Guömundur Hflmarsson, DV, Stokkholnú; Jón Ásgeirsson, formaður HSÍ, Magnús Oddsson, formaður fram- kvæmdanefndar vegna fyrirhug- aðrar heimsmeistarakeppni á ís- landi 1995, og Hákon Gunnarsson, framkvæmdatjóri undirbúnings- nefndarinnar,. efndu th blaða- mannafundar með íslensku frétta- mönnunum hér í Stokkhólmi í gær, Fundarefnið var fyrirhuguð heimsmeistarakeppni í handbolta sem halda á á íslandi 1995 en þess- ir þrír menn hafa verið í viðræðum við menn innan raða IHF og skipu- leggjendur keppninnar í Svíþjóð. Þátttökuþjóðum fjölgaö úr 16 í 24 Jón Ásgeirsson sagði að deUt hefði verið um á þessum fundum hvort þátttökuliðin yrðu 16 eða 24 en ljóst er að þau verða 24. Hins vegar er ekki til nein reglugerð frá alþjóða handboltasambandinu um hvemig eigi að standa að keppni með 24 hð- um og hafa íslendingamir óskað eftir gögnum um þessi mál. „Það kom upp orðrómur hér um aö Japanir hefðu áhuga á því að halda keppnina. Við höfum fundað með varaformanni japanska hand- boltasambandsins og þjálfara jap- anska landshðsins. Þeir hafa lagt fyrir okkur ýmsar spurningar og era fyrst og fremst að aUa sér þekk- ingar vegna þess að þeir hafa hug á því að sækja um keppnina 1997,“ sagði Jón. Margir lausir endar „Þrátt fyrir að fyrir hggi samkomu- lag um að keppnin verði haldin á íslandi 1995 eins og samþykkt var á þingi í Barcelona í fyrra þá á eft- ir að ganga frá samningum fjöl- margra atriða auk þess sem reglu- gerð um 24 hða keppni er ekki til hjá alþjóða handboltasambandinu. Þessi mál er verið að ræða í smáatr- iðum,“ sagði Magnús Oddsson á fundinum í gær. Merki HM 1995 „Svíamir hafa sagt okkur að IHF hafi gengið frá öhum sínum málum við þá aðeins ári fyrir keppnina hér. í maí er ætlunin að hittast, við með okkar thlögur og IHF með sín- ar og ræða málin tU hlítar. Okkar fyrsta ósk við IHF var að Uðin yrðu 16 en ekki 24 en það er ekki hljóm- grannur fyrir þeirri kröfu. Mér er þaö ljóst að íslendingar gengu fuU- langt í loforðum þegar átti að tryggja sér þessa keppni. Tímasetningin hentaði ekki okkur íslendingum Það á eftir að semja um kostnaðar- skiptingu og á hvaða tíma árs hún eigi að vera. Það hefur komið fram ósk frá IHF að keppnin verði hald- in í maí eða júní og það er hlutur sem myndi ekki ganga upp á ís- landi. Einhvem veginn fyndist mér það ólíklegt að þessi keppni lenti annars staðar miðað viö þann gíf- urlega áhuga sem er í íslensku þjóðlífi á að koma þessari keppni á. Að mínu mati væri rothöggið fyrir okkur að halda þessa keppni tímasetningin. Það era ennþá laus- ir endar í þessum málum og ef viö gefum okkur að reglugerðin, sem verður gefin út varðandi 24 Uð, verði gjörsamlega óaðgengUeg fyr- ir okkur þá er sagt að við skrifum ekki undir eitt eða neitt," sagði Magnús að lokum. Hlakkar til að leika gegn Islandi „Leikimir gegn íslendingum era aUtaf skemmtfiegir og ég hlakka til að mæta þeim. Þetta verður átakaleikur þar sem ekkert verður gefið effir og ég tel mögu- leikana 50 prósent að við sigram," sagði Kent NUsen, þjálfari Dana, viö DV í gær. „Ég er búinn að fylgjast með íslenska Uðinu í öUum leikjum þess og eftir að hafa séð þá spha tel ég möguleika á að leggja þá að velh. Okkur tókst að vinna þá á íslandi og því ætti okkur ekki að takast það aftur hér á HM. Við höfum ekki leikið vel og eigum mikiö inni og vonandi ná mínir menn góðum leik því annars eigum við á brattann að sækja,“ sagöi Kent NUsen. Létt hjá Svíum gegn Þjóðverjum Magnus Anderson, besti leikmaður Svía á HM til þessa, meiddist í leikn- um gegn Þjóðverjum í gærkvöldi og verður frá keppni í tvo mánuði. Þetta er mikil blóðtaka fyrir Svia sem mæta Rússum í kvöld. Guðrrumdur Hflmarsson, DV, Stokkhólmi: Það er ljóst að leikur Svía og Rússa í kvöld er úrshtaleikur um það hvort hðið kemst tíl að leika til úrshta á HM. Svíar fóra létt með Þjóðveija í gærkvöldi og unnu 8 marka sigur, 24-16. Staðan í leikhléi var 9-7 Svíum í vU og þeir gerðu út um leikinn um miðjan síðari hálfleik. Þessi sigur gæti þó hafa reynst dýrkeyptur því Magnus Andersson, þeirra besti mað- ur á HM, meiddist á hendi undir lok leiksins og varð að fara af leikveUi. Við læknisrannsókn eftir leikinn kom í ljós að þumalfingur hægri handaí' hafði brotnað og ljóst að Anderson verður frá keppni í tvo mánuði. Andersson var markahæstur hjá Svíum með 9/6 mörk og var útnefnd- ur besti leikmaður Svía og Erik Haj- as var meö 5 mrök. Thomas Svens- sons var snjall í marki Svía og varði 14 skot. Staðan í milliriðlum Frakkland Spánn Sviss Rúmenía Tékkland Egyptal. s R I í Þ u D Svíþjóð 18/3 21-16 24-16 20-19 23-20 Rússland 18/3 1 H F 27-19 19-19 29-22 26-18 ísland 16-21 19-27 4F 16-23 25-21 18/3 Þýskaland 16-24 19-19 23-16 4F 18/3 20-20 Ungverjal. 19-20 22-29 21-25 18/3 Jp 21-22 Danmörk 20-23 18-26 18/3 20-20 22-21 4F L M ö r k S L M ö r k S 4 96-87 6 bvipjoo 4 83- 71 4 77-72 5 Rússland 4 101 -78 4 93-90 4 «5 Pýskaland 4 78- 79 4 84-87 4 Danmörk 4 80- 90 4 81-89 3 ísland 4 76- 92 4 84-90 1 Unverjal. 4 8 1- 96 8 7 4 3 2 0 Lokaleikir í milliriðli Lokaumferð milliriðlanna í heimsmeistarakeppninni í hand- u., knattleik í Svíþjóð verður leikinY* í dag. íslendingar mæta Dönum klukkan 17, Þjóðveijar leika við Ungveija á undan, eða klukkan 15, og loks er úrslitaleikur riðUs- ins, milli Svía og Rússa, klukkan 19. í hinum riðlinum mætast Egyptaland og Frakkland klukk- an 15, Tékkar/Slóvakar mæta Rúmenum klukkan 17, og loks eigast við Spánveijar og Sviss- lendingar klukkan 19. Allt um NBA í nótt - og önnur íþr óttaumfj öllun á bls. 32

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.