Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1993, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1993, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 18. MARS 1993 Aukablað Matur og kökur fyrir páskana Miðvikudaginn 31. mars mun aukablað um matartiibúning fyrir páskana fylgja DV. Meðal efnis: Matargerð hjá lærðum og leikum. Forréttir, aðalréttir, tertur o.fl. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði, vinsamlega hafi samband við Sonju Magnúsdóttur, auglýs- ingadeild DV, hið lyrsta í síma 63 27 22. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 25. mars. Ath.l Bréfasími okkar er 63 27 27. Aðalfundur ÍSLANDSBANKI Aðalfundur íslandsbanka hf. árið 1993 verður haldinn í Borgarleikhúsinu mánudaginn 29. mars 1993 og hefst kl. 16:30. Dagskrá 1. Aðalfundarstörf í samræmi við 19. gr. samþykkta bankans. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum bankans. 3. Önnur mál, löglega upp borin. ■ Hluthafar sem vilja fá ákveðið mál tekið til meðferðar á aðalfundinum skulu í samræmi við ákvæði 16. greinar samþykkta bankans gera skriflega kröfu um það til bankaráðs, Kringlunni 7 (3. hæð), í síðasta lagi 22. mars 1993. ■ Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í íslandsbanka, Ármúla 7 (3. hæð), Reykjavík, 24., 25. og 26. mars kl. 9:15 -16:00 sem og áfundardegi kl. 9:15 - 12:00. ■ Ársreikningur félagsins fyrir árið 1992 sem og tillögur þær sem fyrir fundinum liggja verða hluthöfum til sýnis á sama stað og tíma. ■ Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja atkvæðaseðla og aðgöngumiða sinna fyrir kl. 12:00 á fundardegi. Reykjavík, 3. mars 1993 Bankaráð íslandsbanka hf. Menning Kristin Jóhannesdóttir, leikstjóri Svo á jörðu sem á himni, ávarpar gesti við setningu hátíðarinnar. Júlíus Kemp, leikstjóri Veggfóðurs, og Gunnar Hrafn, sem er formaður skipulagsnefndar kvikmyndahátíðarinnar, ræða hér saman. DV-myndir Anna Th. Pálmadóttir íslensk kvikmyndahátíð í New York: Kvikmyndum smáþjóða hampað um þessar mundir Fjöldi íslendinga, sem búsettir eru í New York, kom við setningu kvikmynda- hátíðarinnar og sá opnunarmyndina, Svo á jörðu sem á himni. Anna Th. Pálmadóttir, DV, New York: Svo á jörðu sem á himni var opnun- armynd á íslenskri kvikmyndahátíð sem nú stendur yfir í einu glæsileg- asta kvikmyndahúsi í New York, Anjelika Film Center. Hátíðin er sú fyrsta sinnar tegundar í Bandaríkj- unum en á næstu þremur vikum verða sýndar sex íslenskar kvik- myndir sem eru auk Svo á jörðu sem á himni, Veggfóður, Magnús, Börn náttúrunnar, Ryð og Karlakórinn Hekla. Gífurleg vinna að baki Fyrir rúmlega ári kom hugmyndin mn íslenska kvikmyndahátíö fram hjá íslensk-ameríska félaginu í New York. Hugniyndin fékk strax góöan hljómgrunn og stuðning og var ráðist í undirbúning. í fyrstu stóð til að hátíðin yrði haldin í október á síð- asta ári en það reyndist ógjömingur. Tiu íslendingar, búsettir í New York með Gimnar Hrafn Gunnars Friðriksson í fararbroddi, voru í skipulagsnefndinni. Aö sögn Kristín- ar Bjömsdóttur, sem er í nefndinni, reyndist undirbúningur og vinna margfalt meiri en nokkum hafði ór- að fyrir. Einungis var um sjálfboða- vinnu að ræða og nefndi Kristín sér- staklega hetjulega framgöngu og ómælda vinnu formannsins, Gunn- ars Hrafns. Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti var sérstakur vemdari kvikmynda- hátíöarinnar en ýmis fyrirtæki og einstaklingar studdu framkvæmd- ina, Kvikmyndasjóður, Thor Thors sjóðminn, íslandsbanki, Landsbank- inn, Propaganda Films, Ameríska- Skandinavíska félagið í New York, Ólafur Jóhann Ólafsson, Flugleiðir, Coldwater Seafood Corp., Ferða- málaráð íslands í New York, Prent- smiðjan Oddi og fleiri. Erumþakklát í samtali við Kristínu Jóhannes- dóttur leikstjóra lofaði hún óspart þessa einstöku hugmynd um ís- lenska kvikmyndahátíð í New York og vel unnin störf við framkvæmd- ina. Hún sagði þennan viðburð hafa ótvírætt mikla þýðingu fyrir íslenska kvikmyndagerð og sagðist spennt að heyra viðbrögð Bandaríkjamanna gagnvart myndunum. Kristín lýsti í orði þakklæti.yfir að fá að vera með og ennfremur að eiga fyrstu myndina sem sýnd var á hátíðinni. Júlíus Kemp var á sama hátt þakklátur framtakinu og auk heiðursins sagði hann sýningu á Veggfóðri í New York sprara að hluta til útgjöld við að kynna myndina vestanhafs. Þeir fé- lagar eru þó með umboðsmann í Bandaríkjunum og hyggjast þannig koma myndinni á framfæri utan landsteinanna. Smáþjóðunum hampað Okkur íslendingum til góðs virðist kvikmyndum smáþjóða vera hamp- að í Bandaríkjunum um þessar mundir, það má því gera ráð fyrir góðri aðsókn á hátíðina og vonandi fyrir hönd þeirra sem eiga myndir á hátíðinni sem og íslenskrar kvik- myndagerðar almennt falla kvik- myndimar í kramið hjá Bandaríkja- mönnum. Fyrir okkur íslendinga í New York og annað áhugafólk um land og þjóð er svo sannarlega ástæða til að gleðjast þessa dagana. með Kristján Jóhannsson í Metro- politan og íslenskar kvikmyndir næstu þijár vikumar ættum við að fá góða útrás fyrir þjóðarstoltið og það sem meira er og mikilvægara að allir geti skemmt sér vel. Stúdentaleikhúsið æf ir Bflakirkjugarðinn Um þessar mundir standa yfir hjá Stúdentaleikhúsinu æfingar á „abs- úrd“-verkinu Bílakirkjugarðurinn eftir Arabal. Tíu leikendur em í verkinu sem leikstýrt er af Jóni St. Kristjánssyni og einnig taka þrír tón- hstarmenn þátt í sýningunni. Efni verksins er píslarsaga en þó ekki trúarlegs eðhs. Sagan gerist í bílakirkjugarði þar sem ahs kyns fólk býr í hinum og þessum bílhræj- um. Þar búa líka Emmanú og vinir hans sem spila tónhst fyrir fátækl- inganna svo aö lífið megi verða þeim bærilegra. Stjómvöldum líkar það ekki alls kostar og leita tónhstar- mannanna. Sýningar á verkinu verða á Galdra- loftinu í Hafnarstræti og eins og gef- ur að skilja er síður en svo auðvelt að koma þar fyrir heilum bílakirkju- garði en Eyrún Sigurðardóttir og aðstoðarmaður hennar, Kári Gísla- son, sem einnig hefur hannað ljós fyrir sýninguna, hafa leyst þennan vanda á farsælan hátt. Frumsýning er áætluð 26. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.