Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1993, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1993, Page 30
42 FIMMTUDAGUR 18. MARS 1993 Afmæli Oddný Aðalbjörg Jónsdóttir Oddný Aðalbjörg Jónsdóttir hús- móðir, Rauðalæk20, Reykjavík, er sjötugídag. Starfsferill Oddný fæddist á Þorvaldsstöðum í Breiödal, S-Múlas., en ólst upp hjá Kristínu Helgu Þórarinsdóttur á Dísastöðum fram að fermingu. Þá flutti hún aftur að Þorvaldsstöðum. Oddný var í farskóla í Breiðdal en sótti einnig vomámskeið í Hús- mæðraskólanum á Hallormsstað 1942. Hún fluttist að Búðum í Fá- skrúðsfirði 1943 og starfaði á karl- mannafataverkstæði hjá Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga á Fáskrúðsfirði og Búðum, KFFB. Oddný var í stjórh Slysavarna- deildarinnar Hafdísar, lengst af rit- ari. Hún var einnig í stjórn Kvenfé- lagsins Keðjunnar og ritari þar um tíma, í skólanefnd í nokkur ár, í bamaverndarnefnd og varamaður í hreppsnefnd. Á Búðum starfaði hún síðast í bóka verslun KFFB. Oddný fluttist til Reykjavíkur 1981 og starfaði um tíma hjá Sandholts- bakaríi en síðar í mötuneyti borgar- innar í Hafnarhúsinu og við afleys- ingar á dagheimili. Hún er einn af stofnendum Félags áhugamanna um steinafræði og ritari þess. Fjölskylda Oddný giftist 21.5.1944 Þorvaldi Jónssyni, f. 18.8.1908, fyrrverandi póst- og símstöðvarstjóra á Fá- skrúðsfirði og umboðsmanni Eim- skips og Ríkisskips. Hann er sonur Jóns Davíðssonar verslunarstjóra og Jóhönnu Hólmfríðar Kristjáns- dóttur. Þau bjuggu á Fáskrúðsfirði en em nú bæði látin. Böm Oddnýjar og Þorvalds eru: Jóhanna Ásdís, f. 30.8.1944, kenn- ari, gift Vilmundi Víði Sigurðssyni kennara og eiga þau þrjú börn; Guðný Björg, f. 25.10.1945, umboðs- maður, Fáskrúðsfirði, gift Sigurði Þorgrímssyni skipaafgreiðslu- manni og eiga þau þrjú böm; Jóna Kristín, f. 26.9.1959, sóknarprestur í Grindavík, gift Ómari Ásgeirssyni sem rekur rækjuvélaþjónustu og eiga þau tvær dætur; Kristján, f. 4.5. 1962, dagskrárgerðarmaður, sam- býliskona hans er Helga Jóna Óð- insdóttir og eiga þau eitt barn. Systkini Oddnýjar eru: Sigurður, f. 23.5.1916, d. 16.4.1986, fram- kvæmdastjóri Litlu-Sendibílastöðv- arinnar; Kristín Björg, f. 17.9.1917, húsmóðir á Fáskrúðsfirði; Árni Björn, f. 26.9.1918, bifreiðastjóri á Hreyfli; Björgólfur, f. 28.11.1919, b. í Tungufelli í Breiðdal; Helga Björg, f. 10.11.1920, húsmóðir, Egilsstöð- um; Einar Björgvin, f. 29.1.1922, húsasmíðameistari Borgarnesi; Hlíf Þórbjörg, f. 26.1.1924, húsmóðir, Seltjarnarnesi; Jónas, f. 6.4.1926, d. 29.11.1980, vegaverkstjóri, Breið- dalsvík; Hlífar Pétur, f. 9.4.1929, b. á Þorvaldsstöðum; Guðmundur Þórður, f. 20.8.1930, bóndi; Óskar Siguijón, f. 24.5.1932, húsasmíða- meistari á Seltjarnarnesi; og Þórey, f. 5.5.1936, fótsnyrtifræðingur í Reykjavík. Foreldrar Oddnýjar voru Jón Björgólfsson, f. 5.3.1881, d. 10.5.1960, b., Þorvaldsstöðum, S-Múlasýslu, og Guðný Jónasdóttir, f. 30.10.1891, d. 7.1.1956, húsmóðir. Ætt Jón var sonur Björgólfs, b. á Snæ- hvammi í Breiðdal, bróður Guðrún- ar, langömmu Vésteins Ólasonar, prófessor í Óslóarháskóla. Bjögólfur var sonur Stefáns, b. í Snæhvammi, Bjamasonar, b. á Þverhamri, bróð- ur Jóns, langafa Jóns, fóður Ey- steins, fv. ráðherra, og Jakobs, prests og rithöfundar. Móðir Jóns var Kristín Jónsdóttir, b. á Þverhamri, Bjarnasonar, b. á Þverhamri, Stefánssonar, b. á Þver- hamri, Magnússonar, prests á Hall- ormsstað, Guðmundssonar. Móðir Jóns var Þórdís Höskuldsdóttir, b. í Múla í Álftafirði, Gíslasonar, b. á Starmýri, Magnússonar, b. á Svín- Oddný Aðalbjörg Jónsdóttir. hólum, Eyjólfssonar. Móðir Magn- úsar var Herdís Magnúsdóttir, b. á Búlandsnesi, Höskuldssonar, prests í Heydölum, Einarssonar, bróður Ólafs á Kirkjubæ. Oddný tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar og tengdason- ar, Ránargötu 1, Grindavík, eftir kl. 17 á afmælisdaginn. Daníel Ágústínusson Daníel Ágústínusson, fyrrverandi aðalbókari, Háholti 7, Ákranesi, er áttræðurídag. Starfsferill Daníel fæddist á Eyrarbakka og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Héraösskólann að Laugarvatni og lauk kennaraprófi 1936. Hann var kennari við Héraðsskól- ann að Núpi í Dýrafiröi 1936-37, við Barna- og unglingaskólann í Stykk- ishólmi 1937-39 og við Gagnfræða- skóla Austurbæjar 1947-54. Daníel var erindreki Framsóknar- flokksins 1939-47, bæjarstjóri á Akranesi 1954-60, aðalbókari hjá bæjarfógetanum á Akranesi 1961-84, sambandsritari UMFÍ 1933-57, forseti Sambands bindind- isfélaga í skólum 1935-36, form. milliþn. í póstmálum 1943-44, end- urskoðandi Síldarverksmiðju ríkis- ins 1943-78, í íþróttanefnd ríkisins 1943-75, í stjórn Félagsheimilasjóðs 1947-75 og í miðstjórn Framsóknar- flokksins 1946-86. Hann sat ennfremur í Raforkuráði og síðar Orkuráði frá 1946-87, var formaður 1954-62, sat í stjóm Anda- kílsárvirkjunar 1955-78 og frá 1982, í fulltrúaráði Brunabótafél. ísl. 1955-62 og 1970-74 og varaþingmað- ur Vesturlandskjördæmis 1959-78. Daníel tók sex sinnum sæti á al- þingi, var bæjarfulltrúi á Akranesi 1962-82, forseti bæjarstjórnar Akra- ness 1970-71,1972-73 og 1974-77, í stjórn Sementsverksmiðju ríkisins 1967-89, í undirbúningsnefnd að byggingu hafnar við Grundartanga og síðar hafnarnefnd 1975-78. Hann sendi frá sér ritið Dönsku ungmennafélögin árið 1949 og hefur ennfremur skrifað greinar í blöð og tímarit, einkum í Tímann og Skin- faxa. Einnig var hann ritstjóri blaðsins Magna á Akranesi 1961-78. Fjölskylda Daníel kvæntist 15.8.1942 Önnu Erlendsdóttur, f. 9.8.1919, húsmóð- ur. Hún er dóttir séra Erlends Þórð- arsonar í Odda í Rangárvallasýslu og Önnu Bjarnadóttur húsmóður fráÁlftanesi. Böm Daníels og Önnu era: Er- lendur, f. 18.10.1942, löggæslumaður á Selfossi, kvæntur Grétu Jónsdótt- ur frá Björk í Sandvíkurhreppi og eiga þau þrjár dætur; Ingileif, f. 18.8. 1944, húsmóðir og kennari á Ytra- Hólmi, Innri-Akraneshr., gift An- toni Ottesen, bónda og oddvita á Innra-Hólmi, og eiga þau þijá syni. Fyrir átti Ingileif eina dóttur. Bróðir Daníels er Eyjólfur, f. 10.5. 1910, b. í Steinskoti, Eyrarbakka. Fóstursystir Daníels er Bjamdís Guðjónsdóttir, húsmóöir í Reykja- vík, gift Úlfari Magnússyni bifreiða- stjóra. Foreldrar Daníels era Ágústínus Daníelsson, b. í Steinskoti á Eyrar- bakka, og Ingileif Eyjótfsdóttir hús- móðir þar. Þau bjuggu allan sinn hjúskapartíma á Eyrarbakka. Daniel Ágústínusson. Ætt Ágústínus var sonur Daníels Þor- steinssonar b. í Kaldárholti í Holt- um, og Vilborgar Jónsdóttur frá SkálmholtiíFlóa. Ingileif var dóttir Eyjólfs Þorleifs- sonar, Eyjólfssonar, frá Snorrastöð- um í Laugardal, og Sólveigar Þor- leifsdóttur frá Fossi í Grímsnesi. Þau bjuggu í Mýrarkoti í Grímsnesi. Daníel verður erlendis á afmælis- daginn. Guðmundína Pétursdóttir Guðmundína Pétursdóttir verka- kona, Eyrargötu 3, Suðureyri við Súgandaíjörð, er áttatíu og fimm ára ídag. Starfsferill Guðmundína fæddist að Laugum í Súgandafirði og ólst þar upp. Hún var verkakona á Suðureyri lengst af en fór á sínum yngri áram oft til starfa í öðram byggðarlögum og dvalist þá m.a. um skeið við þjón- ustustörf í Reykjavík. Síðari hluta ævinnar bjó Guð- mundína lengi með Þórði bróður sínum og Kristjönu móður þeirra á Eyrargötunni. Nokkru eftir andlát móður sinnar fór hún til dvalar á Elliheimilinu á ísafirði en síðustu ár hefur hún dvalið á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á ísafirði. Fjölskylda Guðmundína á tvö börn sem hún ól upp ein. Þau era: Högni Egilsson, f. 17.9.1930, háskólakennari í upp- eldisfræðum, búsettur í Noregi, kvæntur Liv Randy (fædd Opdal) frá Noregi sem einnig er uppeldisfræð- ingur og háskólakennari og eiga þau eina dóttur. Einnig á Högni kjör- dóttur frá fyrra hjónabandi; Hulda Karlsdóttir, f. 1.2.1937, matráðskona hjá íslandsbanka á Akureyri, búsett á Akureyri, gift Gylfa Þorsteinssyni bátsmanni og eiga þau sjö syni. Guðmundína átti ellefu systkini, fimm þeirra era nú látin. Systkinin era: Friðbert, f. 1909, fyrram b. í Botni í Súgandafirði, kvæntur Krisljönu G. Jónsdóttur og eignuð- ust þau fimm börn en eitt þeirra er nú látið; Sigríður, f. 1910, fyrram húsmóðir á Suðureyri, sambýlis- maður hennar var Jónas Sigurðs- son sem nú er látinn og eignuðust þau sex börn; Þórður, f. 1913, nú látinn, vélstjóri á Suðureyri, og eignaðist hann eitt bam; Páll H., f. 1914, nú látinn, b. á Laugum í Súg- andafirði, var kvæntur Guðrúnu Karvelsdóttur og eignuðust þau sjö böm, en eitt þeirra er nú látiö; Kristján Pétur, f. 1915, dó ungur; Jófríður, f. 1916, núlátin, húsmóðir á Stað í Súgandafirði, var gift Þórði H. Ágústi Olafssyni b. sem einnig er látinn og eignuðust þau fimm böm, en eitt þeirra er nú látið; Sig- mundína, f 1918, nú látin, húsmóðir í Hafnarfirði, var gift Herði Vigfús- syni blikksmið og eignuðust þau sjö böm; Kristjana, f. 1920, húsmóðir í Hafnarfirði, gift Ásgrími Jónssyni skipasmið og eignuðust þau fjögur böm, en eitt þeirra er nú látið; Elísa- bet, f. 1922, húsmóðir í Hafnarfirði, gift Þorláki Sigurðssyni sjómanni og eiga þau átta börn; Sigurbjörg, f. 1924, húsmóðir á Suðureyri, var gift Aðalbimi Guðmundssyni verkamanni sem nú er látinn og eignuðust þau sjö böm; og Svein- björg, f. 1926, húsmóðir á Akureyri, gfift Sigurði Haraldssyni og eiga þau tvöböm. Foreldrar Guðmundínu voru Pét- ur Sveinbjömsson, f. 1881, d. 1950, Guömundína Pétursdóttir. b. á Laugum í Súgandafirði, og Kristjana Friðbertsdóttir, f. 1884, d. 1981,húsmóðirþar. Foreldrar Péturs vora Guðmund- ur Jónsson frá Önundarfirði og Ingibjörg Jónsdóttir frá Bolungar- vík. Foreldrar Kristjönu voru Frið- bert Guðmundsson í Hraunakoti, áður hreppstjóri í Vatnadal í Súg- andafirði, ogsíðari k.h., Sigmund- ína Sigmundsdóttir húsmóöir. eff viö þurfum aö tala í ffarsímann! Við hvetjum þá sem eiga stórafmæli á Þeir sem ekki hafa myndirtiltækar geta næstunni að senda okkur myndir til birt- fengið teknar af sér myndir í þessu skyni ingarmeðafmælístilkynningumblaðsins, á ritstjórn DV, Þverholti 11. Myndirnar eru síðan endursendar. Ættfræðideild Til hamingju með afmælið 18. mars Guðjón Daníelsson, Kolmúla, Fáskrúðsfjarðarhreppi, Bergþór Guðj ónsson, Skólabraut 31, Akranesi. Fanney Lárusdóttir, Hlíóarvegi 45, Siglufirði. Ágústa Sigurðardóttir, Flókagötu7, Reykjavík. Egill Hjartarson, Skaftahlíð 32, Reykjavik. Hans Valdimarsaon, Miðhúsum, Reykjaíjaröarhreppi. Brynhildur Friðþjófsdóttir, Greniteigi 22, Keflavík. Ágúst Geirsson, Langagerði 3, Reykjavik. Magnús Eyjólfsson atvinnubíJstjóri, Fagrabæ 2, Reykjavík. Eiginkona Magnúsarer Alda Þórunn Jónsdöttirfull- trúi. Þauverðaaö heiman á af- mælisdaginn. Jón Þórisson, Norðurgötu 46, Akureyri. 50ára Kristján Sigurður Guðmunds- son bóndi, Steinum III, A-Eyjafjöllum. Þórhildur Gísladóttir, Álfhólsvegi 89, Kópavogi. Jóna Jónsdóttir, Vallarbarði 12, Hafnarfirði. Jóhanna Björnsdóttir, Hlíöarbyggð31, Garöabæ. Magnús Þór Sveinþórsson, Birtingakvísl 40, Reykjavik. Gunnar Jóhannesson, Barrholti 27, Mosfellsbæ. Terence James Ronald Ashton, Skeljagranda 1, Reykjavík. Hörður Þorgilsson, Hagamel 43, Reykjavik. Guðmundur Bjarni Traustason, Gaukshólum2, Reykjavík. Nói Jóhann Benediktsson, HlíðarhjaUa 53, Kópavogi. Hólmfríður Jóhannesdóttir, Skólavegi4, Hrísey.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.