Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1993, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1993, Síða 36
ÍTHafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augíýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 18. MARS 1993. Arekstrabylgja Lögreglan í Reykjavik skráði alls 40 árekstra í gærdag. Þeir munu þó hafa verið miklu íleiri. Myndin er af sex bíla árekstri í Ártúnsbrekku en þar voru 20 bílar í árekstri á ein- um og sama tíma. Blint var og hált þegar þetta gerðist og erfitt að kom- asthjáaftanákeyrslu. DV-myndS Ogmundur Jónasson: Landsbankinn varogervel ríkistayggður „Eitthvað er það sem vakir fyrir ráðherrum. Þeir tjalda litríkum tjöldum í þessu Landsbankamáii og maður hefur sjaldan orðið vitni að eins miklum bægslagangi og í kring- um uppgjör á bókhaldi hjá ríkis- tryggðum banka. Því spyr maður hvemig þetta tengist öðrum bönk- um. Hvort er þetta fyrsti þáttur í löngu leikriti eöa eru ráðherrar - s^'ona seinheppnir að æpa um það sem tala má um í rólegheitum? Bank- inn var jafn vel ríkistryggður í gær og hann er í dag, það vita aliir við- skiptamenn hans. Það eina sem hræðir fólk er að sjá peningum sí- fellt ausið í afleiðingar en ekki orsak- ir og það heldur áfram meðan vextir eru svona háir sem raun ber vitni,“ sagði Ögmundur Jónasson, formað- ur BSRB, um Landsbankamálið. -S.dór Mennirnir sem fórustígær .Hátt í tugur manna leitaði árang- urslaust í nótt að manninum sem saknað er af Akurey AK 134 sem sökk fyrir utan hafnarmynnið á Akranesi í gær. í birtingu hóf 20 manna ílokkur leit á svæðinu frá Vesturflös að Innrahólmi, um 20 km belti. Von var á þyrlunnni TF-SIF um tíuleytið í morgun. Sjómennimir tveir, sem fórast með Markúsi AK 42 á svipuðum slóðum og Akurey í gær, hétu Nikulás Kgjs- son, 44 ára, til heimilis að Vogabraut 10 á Akranesi, og Ólafur Finnboga- son, 71 árs, til heimilis að Suðurgötu 48. Nikulás, sem var eigandi bátsins, lætur eftir sig eiginkonu og fjögur böm, það yngsta fjögurra ára en það . elsta á unglingsaldri. Ólafur lætur ri§ftir sig eiginkonu, uppkomna dóttur ogfósturson. -ÓTT LOKI Hefur nokkur spáð í eiginfjár- stöðu heimilanna? Harðar deilur um nýju eiginfjárstöðuregluna Þær voru á köflum hvassar um- ræðumar á Alþingi í gær þegar rætt var um fhimvarp viðskipta- ráöherra til laga að efla eiginfjár- stöðu innlánsstofnana, Lands- bankafrumvarpið, eins og margir kölluðu það. Reyndar enduðu þær í sandkassaorðaskaki. Talsmenn stjómarandstöðunnar ræddu mikið um hina nýju reglu um eigmfjárstöðu bankanna, svo nefnda BlS-reglu. Hún er alþjóðleg og samkvæmt henni ber að ineta sjávarútveg í hæsta áhættuflokk í lánastarfsemi. Það þýðir aftur að bönkum ber að meta að engu veð í flskiskipum. BlS-reglan gerir lika þá kröfu að eiginflárstaða bank- anna hækki úr 5 prósentum í 8 prósent. „Þessi BlS-regla er mjög óhag- kvæm fyrir Landsbankann sem er með á milli 70 og 80 prósent af sjáv- arútvegsfyrirtækjum landsins í viðskiptum," sagði Steingrimur Hermannsson, bankaráðsmaður í Landsbankanum. Hann sagði stöðu Landsbankans mjög sterka en þessi nýja regla breytti bókhaldsstöðu hans. Hún ætti ekki við hvað varð- ar höfuðatvinnuveg þjóðarinnar. Ólafur Ragnar Grímsson benti á að lán til fátækra landa væra í næsthæsta áhættuflokki á eftir sjávarútvegi. Hann sagðí að Frakk- ar, sem lánuöu mikið til fyrrum nýlendna sinna, hefðu ákveðið að breyta BlS-regiunni hvað þau lán varðar. Það sama gætum við Is- lendingar gert vai-ðandi sjávarúrt- veginn. Þaö væri út í hött að sam- þykkja að höfuðatvinnuvegur þjóð- arinnar væri settur i hæsta áhættuflokk í lánastarfsemi. Þessi regla ein væri ástæðan fyrir því aö eiginflárstaða Landsbtmkans væri ekki talin nógu góð. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra tók ekki undir þessa gagn- rýni og taldi okkur skylt að fara eftir þessari alþjóðlegu reglu. -S.dór Bílainnbrot Brotist var inn í þrjá bíla í Teiga- hverfi í nótt og radarvöram stolið. Lögregla handtók þrjá pilta í hverf- inu um hálffjögurleytið og höfðu þeir tvoradarvaraífóramsínum. -hlh Landskeppni í skák: ísland vann Frakkland Island sigraði Frakkland, 6-4, i landskejipninni í skák í Hafnarfirði í gær. Urslit í einstökum skákum: Jóhann vann Chabanon, Þröstur Þórhallsson vann Bricard, Héðinn vann Hauchard og Björgvin vann Kock. Jón L. tapaði fyrir Renet og Hannes tapaði fyrir Apicella. Jafntefli gerðu Margeir og Dorf- mann, Helgi og Kouatly, Karl og Prie og Róbert og Marciano. Tefldar verða 10 umferðir, allir keppendurteflainnbyrðis. -hsím Forseti Litháens, Algirdas Mykolas Brazauskas, kom til landsins í gær. Davíð Oddsson forsætisráðherra tók á móti honum. Brazauskas snæddi kvöldverð i boði forsætisráöherra í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær- kvöldi. Við það tækifæri var myndin tekin af forsætisráóherrahjónunum, Ástríði Thorarensen og Davíð Oddssyni, með Brazauskas. í morgun hitti forsetinn forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Hádegisverð snæddi Brazauskas með Vigdisi Finnbogadóttur, forseta íslands. Hann fer héðan í fyrramálið. -GHS/DV-mynd ÞÖK Jóhann Hjartarson vann Chabanon á 1. borði í skákkeppninni við Frakka en myndin var tekin við upphaf skák- ar þeirra í gær þegar Jóna Ósk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, lék fyrsta leiknum. DV-mynd ÞÖK Veðrið á morgun: Allhvass landinu Á morgun verður suðaustanátt, 6-8 vindstig, og snjókoma um vestanvert landið en norðvestan 4-6 vindstig austanlands og él norðaustanlands. Veðrið í dag er á bls. 44 NSK kúlulegur SuAuriandsbraut 10. 8. 686490. I ÞREFALDUR 1. vinnmgur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.