Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1993, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 18. MARS 1993 Spumingin Eyðir þú miklum tíma í heimanámið? (Spurt í Menntaskóianum við Sund) Elín Hulda Halldórsdóttir: Já, frekar. Svona einni og hálfri klukkustund á dag. Ingólfur Jóhannesson: Ekki nógu miklum. 7 , Hjörtur Valgeirsson: Nei, frekar litl- um. Haraldur Civelek: 10 tímum á dag. Þórunn Birna Þorvaldsdóttir: Nei, ekki get ég sagt það. Björgvin Pétursson: 4-5 tímum á viku. Lesendur Þýðingar á kvikmyndum Alfreð Sturla Böðvarsson skrifar: Nú get ég ekki lengur orða bundist yfir þýðingum erlendra kvikmynda í kvikmyndahúsum borgarinnar. Ég brá mér á kvikmyndina The Crying Game um daginn og þýðing hennar bar þes merki að þýðandinn kynni hvorki ensku né íslensku almenni- lega og heíði aldrei til Bretlands komið. Ég lagði ekki allar vitleysum- ar á minnið en nokkrir augnbrjótar standa þó eftir. Á krám í Bretlandi er bjór borinn fram í tvenns konar könnum eða glösum sem taka annaðhvort 568 ml (pint) eða 284 ml (halfpint). Pint þýð- ir því einfaldlega bjór af þessari stærðargráðu; to have a pint - aö fá sér bjór. Nema í skjátextum við myndina The Crying Game í Bíó- borginni. Þar þýðir pint=mörk. í ís- lensk-enskri orðabók Arngríms Sig- urðssonar til dæmis er greint frá því aö íslenska heiti orðsins pint sem mæheiningin 568 ml (í Bretlandi) sé mörk. Þessi ranga þýðing er því skólabókardæmi um klaufalega bók- stafsþýðingu vanhæfs þýðanda. Ein persóna myndarinnar talar íjálglega um ensku þjóðaríþróttina krikket og í framhaldi af því segist hann vera góður bowler. Bowler er sá sem kastar í krikket. í þessu sam- hengi þýðir orðið því alls ekki keilu- spilari eins og þýðandi myndarinnar heldur fram, keila og krikket eru tvær mismunandi íþróttir. En ég þykist vita hvaðan vitleysan kemur. I nýju ensk-íslensku orðabókinni er fyrsta merking orðsins bowler - keiluspilari en önnur merking er kastari í krikket. Ég þakka guði fyrir að hann notaði ekki þriðju merkingu orðsins sem er harður hattur. Mýmargar aörar vitleysur rámar mig í að hafa séð með öðru auganu. „I had no chance“ var ranglega þýtt sem „ég hafði enga von“ og persónur myndarinnar voru sí og æ að telja hitt og þetta. Til dæmis „ég taldi þig hafa komið í gær“ þegar mun eðh- legra er að segja „ég hélt þú hefðir komið í gær. Eg taldi er einfaldlega ekki talmál og virðist vera notað ein- göngu vegna þess hve knappt það er. Þýðing þessarar myndar, þó hún væri afleit, er því miður síst verri en megnið af þeim þýðingum sem ís- lenskir kvikmyndahúsagestir verða að þola. Það er ansi hart að sitja í fyrsta flokks sætum, fyrir framan splunkunýjar stórmyndir, um- kringdur besta hljóðkerfi heims og horfa upp á óskiljanlegt bull á handó- nýtri íslensku. Bréfritari er óánægður með textaþýðingu myndarinnar The Crying Game sem sýnd er í Bíóborginni. Athugasemd við leiðara Þorgeir Eyjólfsson skrifar: í frétt blaðsins föstudaginn 12. mars og í leiðara DV15. mars er eft- irfarandi staðhæft: „Verkafólk, sem hefur greitt í sjóði innan Sambands almennra lifeyrissjóöa, fær 20-30 þúsund krónur á mánuði í lífeyri. Þeir sem hafa greitt í sjóði hjá Lands- sambandi lífeyrissjóða geta fengið hæst 30-40 þúsund krónur á mán- uði.“ Staðhæfmgin er ekki rétt og njóta margir einstaklingar mun hærri elli- lífeyrisgreiðslna úr lífeyrissjóðunum en þarna er tilgreint. Ekki er þak á því hversu hár lífeyrisréttur mynd- ast hjá sjóðunum en beint samband er á milli inngreiddra iðgjalda og þess lífeyris sem sjóðimir greiða. Hærri iðgjöld - hærri lifeyrir. í umfjöllun blaðsins um lífeyrismál er í engu getið þess áhættulífeyris sem sjóðimir greiða, það er örorku- og makalífeyris, en áhættulífeyrir var um það bil 40% af útborguðum lífeyri sjóðanna á Uðnu ári. Eins og flestum er kunnugt er þessi lífeyrir ekki einungis úrskurðaður á gmnd- veUi áunninna réttinda heldur em einnig tekin með í útreikninginn þau réttindi sem ætla má að viðkomandi hefði öðlast með áframhaldandi greiðslum til 70 ára aldurs. Þorgeir Eyjólfsson er formaður Landssambands lífeyrissjóða öm Clausen, verjandi Feeneys í barnsránsmálinu. Hringíð í síma 63 27 00 millikJ. 14 og 16-eóa skriflö Nafn ossfmanr. verður aóíylgja bréfum Öfugmælavísa II Svava Björnsdóttir skrifar: í lesendabréfi í DV þann 10. mars gerir Þorvaldur Einarsson harða at- lögu að íslensku réttarkerfi og telur nýjasta réttarfarshneykslið vera dóm þann sem bandarískur faðir hlaut fyrir að „hitta barn sitt hér- lendis og ætla að ferðast með um- ræddri dóttur sinni til fóðurlands þeirra feðgina" eins og hann orðar það svo pent. Kannski hefur maðurhm ekki fylgst nægjlega vel með fréttum til að vita að faðirinn var aðili og upp- hafsmaður að þaulskipulögðum glæp sem fól í sér ýmiss konar lagabrot; ótrúlega ljótan lygavef og blekking- ar, ásamt því að ræna öðru bami sem ekki er dóttir hans og hann hefur ekkert tilkall tíl. Ekki eru þeir menn traustvekjandi sem viðhafa slík vinnubrögð og und- arlegt væri það réttarkerfi sem hefði látið slíkt óátalið. Er þetta „þjóðremb- an“ sem Þorvaldur talar um? Nú hafa þeir kumpánar Grayson og Feeney fengið hlutverk píslarvotta í nýrri sviðsetningu sem virðist hafa verið í gangi í fjölmiðlum að undanfómu. Þetta hlýtur að vekja þá spumingu hjá fólki hvaða leikrit var sett á svið fyrir dómstól í Bandaríkjunum. í rauninni er það óviðkomandi því máli sem nú liggur fyrir Hæstarétti. Öm Clausen hefur sjálfur orðað það: „Lögmenn em leikarar". Allar konur hefðu gert það sama og Ema Eyjólfsdóttir hefðu þær staðið í hennar sporum. Þorvaldur Einarsson má kalla það kvenrembu ef hann vill. I>V Dýrbátur Einar Vilhjálmsson hringdi: : Það var keyptur á sínum tíma frckar dýr bátur cða ferja sem heitir Sæfari sem á aö þjóna fyrir Grímsey og Eyjafjarðarhafnir. Mér skflst að Sæfari sé lítið not- aður og liggi við festar mestan part ársins. Menn Jiafa jafnvel verið að ræða um að selja þennan dýra bát á hálfvirði því kostnað- urinn við kaup á honum var tál-; innofmikill. Á sama iíma heyrist kvörtun frá Borgarfirði eysfra að þar vanti tflfinnanlega þjónustu í lik- ingu við það sem Sæfara er ætlað að sinna. Er ekki hægt að fá bát- inn dýra til að sigla einu sinni í viku á allar smáhafnir á milli Eyjafjarðar og Seyðisfjarðar? Þar meö væri hægt að slá tvær flugur í einu höggi. gaf Davíð Oddsson það kosninga- loforð fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sorphaugamir i Gufunesi yrðu lagðir niður og byggður glæsileg- ur golfvöllur sem gæti sinnt íbú- um á liöfuðborgarsvæðinu. Hvaö hefur orðið um það loforð? Er hugmyndin ennþá á teikniborð- inu eða eru menn hættir við þessa annars ágætu hugmynd? Boxerhættulegt Kristin hringdi: Ég trúi því ekki að óreyndu að box verði leyft hér á landi. Þetta er mikil ofbeldisíþrótt sem ýtir undir oíbeldistilhneigingar þjá þeím sem horfa á það. Þá er ótal- in sú hætta sem af boxinu stafar fyrir þá sem stunda þessa hættu- legu íþrótt. í DV frá því á þriöju- dag getur að líta grein um boxara í Bretlandi sem er varanlega fatl- aður eftir boxkeppni þar i landi. Læknir hefur meðhöndlað mann- inn 5 18 mánuði en hann tapaði viðureign á rothöggi á árinu 1991 með þessum hræðilegu afleiðing- um. Er þetta það sem við viljum innleiða liér á landi? Kúrekastígvél Skarphéðinn hringdi: Ég sá auglýsingu frá fyrirtæki um daginn í bJöðunum þar sem auglýst voru til sölu amerísk kú- rekastígvél og mótorhjólastígvél. Ég mátti til með að Jíta á þetta og varð ekki fyrir vonbrigöum. Stígvélin eru á góðu verðí, kosta 7.300 krónur, eru olíuvarin og það vönduð að þau eru liálfgerð lífsí- íðareign. Það er svo mikið um afls konar „kúrekastígvéT' sem eru ekki ekta, ef svo má að orði komast, en þessi stígvél komast næst því af því sem ég hef séð. Ofsmáir Baldvin hringdi: Það hefur ekki farið fram hjá neinum að islenska handboltalíð- iö er nú að keppa á HM í Svíþjóð. Okkur gekk þokkaiega framan af en töpuðum illa fyrir Þjóðverj - um á mánudag og allir urðu sárs- vekktir. Það er alger óþarfi að vera að svekkja sigá þviað tapa fyrir stórþjóðum eins og Þjóð- vetjum. Þeir eru þjóð með um 80 milljón maimsog hvemig er hægt að ætlast til þess að svo fámenn þjóö, sem við erum, getí komist langt í heimsineistarakeppni við milljónaþjóöir? Það er bara gott ef viðnáum þvi að verða meðaJ 10 bestu þjóða. DVáskilursérrétt til að stytta aðsend lesendabréf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.