Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1993, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1993, Page 17
FIMMTUDAGUR 18. MARS 1993 17 Skólaostur Skólaostur í sérmerktum kílóapakkningum á einstöku tilboðsverði í næstu verslun. VERÐ NU: 658 kr. kílóið. VERÐ AÐUR: kílóið. ÞU SPARAR: 116 kr. á hvert kíló. OSIAOG SMJÖRSALANSE Fréttir Héraðsdómur 1 máli í slendinga sem voru handteknir í Danmörku 1 sumar: Donald M. Feeney eftir málflutning 1 Hæstarétti: Mér líöur vel og er bjartsýnn „Mér llður mjög vel og ég er bjart- sýnn,“ sagði Donald M. Feeney, framkvæmdastjóri bandaríska fyrir- tækisins CTU, sem ákærður er fyrir barnsrán, eftir að hann hlýddi á málflutning ákæruvaldsins og verj- enda hans og Brians Graysons í Hæstarétti í fyrradag. Feeney sagði aðspurður um um- mæli eiginkonu hans að hún hefði óskað eftir fundi með forseta Banda- ríkjanna vegna barnsránsmálsins hér á landi að hann túlkaði þau sem ósk hennar og samtakanna um stefnubreytingu í heimalandi hans. „Eiginkona mín vill ræða við for- setann á þeim grundvelli hvernig börnin í þessu máli voru flutt frá Bandaríkjunum. Við erum ekki með neina stefnu í þessum efnum. Því þurfum við að breyta. Það er ekki hægt að réttlæta að börnin skyldu yfirgefa Bandaríkin eingöngu með flugfarmiða. Það sem við viljum gera er að koma á bréytingum sem hafa það í fór með sér að þessir hlutir muni ekki gerast aftur," sagði Feen- ey. Eins og fram hefur komið i DV komst Erna Eyjólfsdóttir með dætur sínar frá Bandaríkjunum þrátt fyrir að hún væri í farbanni í heimafylki sínu - hún mátti þar af leiðandi ekki yfirgefa Bandaríkin með börnin. Samkvæmt heimildum DV stóðu ýmsir íslendingar, sem tengjast flug- samgöngum til Bandaríkjanna, m.a. að því að hjálpa Ernu til að komast heim til íslands frá Bandaríkjunum. Um þetta sagði Erna í samtali við blaðamann DV sama dag og Grayson og Feeney voru handteknir með dótt- ur Graysons og Ernu í Leifsstöð: „Ég get ekki sagt þér frá því hvern- ig ég fór að því að komast heim því ég vil ekki koma fólki sem hjálpaði mér í vandræði." -ÓTT Mennirnir tveir, sem handteknir voru í lest í Danmörku í fyrrasumar með tvo fálkaunga í fórum sínum, hafa verið dæmdir í 3 mánaða fang- elsi hvor í Héraðsdómi Reykjavíkur. Mönnunum, sem eru 23 og 26 ára Reykvíkingar, er einnig gert að greiða 200 þúsund krónur hvorum um sig í sekt til ríkissjóðs. Mennirn- ir eru dæmdir fyrir að hafa numið unga úr hreiðrum á tveimur stöðum á landinu - tvo fálkaunga og tvo smyrilsunga. í júní tóku þeir tvo ófleyga fálka- unga úr hreiðri við Axamúp í Norð- ur-Þingeyjarsýslu. Þaðan héldu þeir með ungana með Norrænu frá Seyð- isfirði til Danmerkur í því skyni að selja þá. Þegar mennimir vom í lest í Danmörku á leið til Þýskalands sá lestarvörður þá vera að fóðra ungana sem vom í pappaöskju í bakpoka annars þeirra. Lögreglunni í Herning var gert viðvart og handtók hún mennina. Aflífa þurfti annan fálkaungann þar sem hann var fótbrotinn en hinn var sendur til íslands og honum komið í hreiður. íslendingarnir sögðu dönsku lögreglunni að þeir hefðu ekki haft ákveðinn kaupanda að ungunum en verðmæti hvers unga er talið um ein milljón króna. Eftir þetta var mönnunum' sleppt en þeir héldu iðju sinni áfram síðar um sumarið. Þá tóku þeir ófleyga smyrilsunga úr hreiðri skammt ofan við Borgames. Þeir fóru meö unga til Reykjavíkur í kjallaraíbúð annars þeirra en þar fundu rannsóknarlög- reglumenn þá 8. ágúst síðastliðinn. Náttúrufræðistofnun mælti með því að annar smyrilsunginn yrði aflífað- ur en stélfjaðrir í hægra helmingi stéls og flugfjaðrir á hægri væng- voru mikið skaddaðar og báru þess merki að hafa sviðnað. Héraðsdómur taldi það verka til þyngingar refsingum mannanna að þeir frömdu brot sín gegn viðkæmri náttúru landsins í þeim tilgangi að hagnast verulega á þeim. Þá taldi dómurinn ekki sýnt fram á annað en að ungarnir hefðu sætt illri meðferð mannanna. Refsingar þeirra voru ákvarðaðar í samræmi við brot á lög- um um fuglaveiðar og fuglafriðun. Sverrir Einarsson, héraðsdómari í bomingamir hafa áfrýjað til Hæsta- Reykjavík, kvað upp dóminn. Sak- réttar. -ÓTT Donald M. Feeney var vongóður eft- ir að hafa hlýtt á málflutning i Hæsta- rétti. BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. ÁRMÚLA 13,• SÍMI: 68 12 00 • BEINN SfMI: 3 12 36 pony VERÐ RÐEINS FRA KR. 784.000 Fálka- og smyrilsþjóf ar dæmdir í fangelsi - brot gegn viðkvæmri náttúru og hagnaðarásetningur til refsiþyngingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.