Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1993, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1993, Side 27
FIMMTUDAGUR 18. MARS 1993 A&næli 39 Halldór Ámason Halldór Árnason, skrifstofustjóri í ijármálaráðuneytinu, Bakkavör 7, Seltjarnarnesi, er fertugur í dag. Starfsferill Halldór fæddist í Stykkishólmi og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Laug- arvatni 1973, viðskiptafræðiprófi frá Háskóla íslands 1978 og MS prófi í hagfræði frá Uppsalaháskóla 1983. Halldór var kennari við Gagn- fræðaskóla Akureyrar 1973-74, full- trúi í fiármáladeild menntamála- ráðuneytis 1978-80, sérfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun 1984-87, fjár- málastjóri hjá Námsgagnastofmm 1987-88 og skrifstofustjóri hjá Fjár- laga- og hagsýslustofnun og síðar fj ármálaráðuneyti frá 1988. Hann var einnig stundakennari í Tækni- skóla íslands 1984-88. Halldór starfaði með íslenskum ungtemplurum frá 1974, þar af for- maður 1976-80. Hann var fulltrúi í Æskulýðsráði ríkisins 1976-78 og formaður íslendingafélagsins í Upp- sölum 1981-82. Hann var í ritnefnd félagsblaðs Bindindisfélags öku- manna frá 1984, stjómarformaður hjá Ábyrgð hf„ tryggingarfélagi bindindismanna frá 1991 og í stjóm Sumarheimihs templara, Galta- lækjarskógi, 1985-89. Fjölskylda HaUdór kvæntist 27.121987 Önnu Björgu Eyjólfsdóttur, f. 13.8.1958, hjúkrunarfræðingi. Hún er dóttir Karenar Guðmundsdóttur og Eyj- ólfs Halldórssonar. Dætur Halldórs og Önnu Bjargar eru Ingibjörg Jóna, f. 10.10.1987 og Karen Eva, f. 16.6.1989. Systkini Halldórs eru: Gunnlaug- ur Áuðunn, framkvæmdastjóri og kennari í Stykkishólmi, kvæntur Sigrúnu Valtýsdóttur og eiga þau þrjú böm; Helgi, kennari í Reykja- vík, kvæntur Aðalbjörgu Jónasdótt- ur og eiga þau þrjú böm; Vilborg Anna, sjúkraliði í Reykjavík, gift Halldór Árnason. Jóni Trausta Jónssyni og eiga þau eittbarn. Foreldrar Halldórs eru Árni Helgason, f. 14.3.1914, fyrrverandi póst- og símstjóri í Stykkishólmi, og Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, f. 7.6. 1922, húsmóðir. Halldór tekur á móti gestum í AKOGES-salnum, Sigtúni 3, Reykja- vík, kl. 20 að kvöldi afmælisdagsins. Merming Djassdagar á Café óperu og Café Romance: Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson Þótt þeir Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson hafi báðir leikið djass á árum áður, Pálmi þó heldur meira, er það þó blúsinn sem er þeirra yrkisefni fyrst og fremst. Báðir léku með Guðmundi Ingólfssyni píanóleikara, Pálmi í tríói hans, ef ég man rétt, og Magnús lék með honum í Blúskompaníinu, m.a. á frægum blúskvöldum í Silfurtunglinu sáluga og Klúbbnmn. Djass Ingvi Þór Kormáksson Á Café Óperu og Romance er Guðmundar minnst með djass- og blússpili um þessar mundir og á sunnu- dagskvöld tróðu Magnús og Pálmi þar upp. Á dagskrá voru ýmsir blúsar og blúskennd lög, sum hver úr smiðju Magnúsar. Fáum hefur tekist jafn vel og honum að gera bláu nótumar gjaldgengar í íslenskum dægur- lögum og hitt þannig vel í mark í blúsþyrstum sálum landa vorra. En Magnús er meira en góður lagasmið- ur. Hann er líka einn besti blúsleikari landsins. Best lýsir leik hans hinn ofnotaði hálfíslenski frasi: góður fíhngur. Það er eins og hver nóta sé alltaf á réttum stað á réttum tíma, og aðeins þannig verður þessi tónl- ist töfrum gædd. Ekki er bassaleikur Pálma heldur neitt slor, hvað þá söngurinn. Flutningur hans á „Georgia" var með Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson. eindæmum góður, jafnt söngurinn sem og mjög meló- dískt og fallegt bassasóló sem hann hummaði með nótu fyrir nótu. Glæsilegt. „Bring it on Home“ var annað lag mjög vel flutt af þeim félögum, hafði þá Kristján Guðmundsson píanóleikari bæst í hópinn og passaði þar ágætlega. Trommari var Stefán Már Magn- ússon og lék af smekkvísi. Söngur eða raul Magnúsar er svo alveg kapítuh út af fyrir sig, en smehpassar oft í hans eigin lögum og fáeinum öðrum svo sem „Ain’t Misbehavin" sem var hér hæfilega kæruleysislegt. Reyndar voru sum lögin heldur of kæruleysisleg og laus í reipunum en öllu var bjargað með áðumefndum góðum fíling og stemningu. Góðir tónleikar Kammersveit Reykjavíkur hélt tónleika í íslensku Reverie eftir Sveinbjöm Sveinbjörnsson er einfalt óperunni s.l. þriðjudagskvöld undir yfirskriftinni Gri- og hugljúft verk sem hljómaði ágætlega þama. Angel- eg-hátíö. Stjórnandi var Ingar Bergby frá Noregi og einsöngvarar voru Njal Sparbo, baríton, einnig frá Noregi, og Þórnnn Guðmundsdóttir sópran. Á efnis- skránni vom verk eftir Edvard Grieg, Sveinbjöm Sveinbjömsson, Leif Þórarinsson og Ame Nordheim. Fyrri hluti tónleikanna var helgaður verkum Griegs en á þessu ári er hálf önnur öld hðin frá fæðingu hans. Flutt vom sönglög, sum í útsetningu fyrir kammer- sveit, önnur sungin af Njal Sparbo við undirleik hljóm- sveitarinnar. Ekki er auðvelt að skilgreina í hveiju Tórúist Finnur Torfi Stefánsson töfrar Griegs em fólgnir. Sumir segja aö galdurinn hggi í persónulegu hljómamáh, aðrir í laglínum hans. Hvað sem því hður hefur þessi tíltölulega einfalda tónl- ist jarðbundna hlýju sem fær svörun í hjörtum margs fólks og öðmm tónskáldum hefur ekki tekist að gera betur. us Domini eftír Leif Þórarinsson er hins vegar mun metnaðargjamara og efnismeira. Það byggir á bland- aðri tækni en efniviðurinn er fenginn úr þýðingu Hahdórs Laxness á Maríukveðskap frá miðöldum. Þetta er áhrifaríkt verk og margir staðir em þar guh- fahegir. Síðasta verkið var eftír Nordheim, Magic Is- land, við texta Shakespeares. Verkið ber merki síns tíma og margt hljómar þar kunnuglega. Það er mjög heilsteypt og heldur vel þræði frá upphafi til enda. Notast er við rafhljóð í verkinu auk kammersveitar- innar og nást með þeim skyndiáhrif en ekki auka þau á dýpt verksins. Fahegustu og innihaldsríkustu hlut- amir era þeir leiknu. Greinilegt var að vandað var til flutnings á þessum tónleikum. Stjómandinn Bergby stjómaði af ná- kvæmni og irmlifun og hljómsveitarfólkið brást vel við og lék mjög vel. Margir áttu fahega einleiksþætti og má þar m.a. minnast á framlag Hólmfríðar Þórodds- dóttur óbóleikara. Þá var gaman að sjá að Amþór Jónsson sehóleikari er aftur mættur til leiks eftir nokkurt hlé. Einsöngvaramir komust vel frá sínu. Þeir era báöir ungir og raddir þeirra eiga áreiöanlega eftír að verða meiri í framtíðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.